Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ævaforn öndunaræfing sem róar tilfinningar og minnkar streitu

$
0
0

Hvernig andar þú dags daglega og eru til margar leiðir til að anda?

Djúp regluleg öndun þar sem þú fyllir og tæmir lungun á ákveðinn hátt hefur góð áhrif á allan líkamann. Þetta vitum við, það kemst meiri ró á hugann og við hægjum meðvitað á starfsemi líkamans svo það skapist jafnvægi.

Í þessu jafnvægi líður okkur vel og við finnum meiri einingu milli líkama, huga og sálar. Það góða við öndunaræfingar er að nánast allir geta þjálfað sig í þeim óháð líkamlegu ástandi. Tekið skal þó fram að í undantekningartilvikum getur fólk verið að glíma við sjúkdóma eða skerta hreyfingu á þind sem hefur áhrif á þjálfun öndunar.

Til eru fjölmargar sértækar öndunaræfingar úr jógískum fræðum sem skila fyrirsjáanlegum áhrifum á líkamann. Ein þeirra nefnist Sitali Pranayam. Hún hefur kælandi áhrif á líkamann, róar tilfinningar (sérstaklega reiði), hefur jákvæð áhrif á nýrun, nýrnahetturnar, lifrina og önnur líffæri.

Öndunin er gerð á eftirfarandi hátt. Sittu með bakið beint og hafðu bringu fram og upp fyrir opnari öndunarveg. Rúllaðu tungunni upp og leggðu á neðri vör, andaðu hægt inn (líkt og í gegnum rör), lokaðu svo munninum og andaðu hægt út um nefið. Þú andar jafnlengi inn og út og gerir þetta á meðvitaðan og yfirvegaðan hátt.

Það er góð regla að hafa augun lokuð í öndunaræfingum svo þú tengist þinni innri veröld betur í stað umhverfisins. Það fer orka í að nema og skynja umhverfið og með því að loka augunum þá spararðu þá orku og eflir tengsl við eigin líkama í leiðinni.

Ég mæli með að byrja á að anda í 3 mínútur og byggja hana svo upp í 11 mínútur á dag viljir þú endurnýja orkuna þína yfir daginn. Ef þú ert í mikilli streitu getur verið gott að létta á álaginu innan líkamans með þessari öndun eftir þörfum.

„Breathing in, I calm body and mind. Breathing out, I smile. Dwelling in the present moment, I know this is the only moment.“

– Thich Nhat Hanh


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283