Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Bandalag kvenna í Reykjavík velur Margréti Sigfúsdóttur konu ársins

$
0
0

Margrét Sigfúsdóttir var valin kona ársins 2017 af Bandalagi kvenna í Reykjavík fyrir störf sín sem skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Hússtjórnarskóli Reykjavíkur er 75 ára í ár og hefur Margrét verið skólameistari síðastliðin 19 ár. Það var einmitt Bandalag kvenna í Reykjavík sem hafði forystu um stofnun húsmæðraskóla í Reykjavík og stóð fyrir fjársöfnun til kaupa á húsnæði fyrir skólann og hófst starfsemi hans 7. febrúar 1942.

Auglýsing

„Margrét er vel að þessum heiðri komin. Hún hefur verið óþrjótandi við að kynna skólann og koma fram í fjölmiðlum til að fræða almenning um alls konar heimilisstörf s.s. matargerð og hreingerningar. Hver man ekki eftir þáttunum „Allt í drasli“ sem sýndir voru á Skjá einum á sínum tíma. Þar fóru þau Margrét og Heiðar Jónsson á kostum en mest um vert fyrir Margréti var að geta hjálpað fólki við að koma heimili sínu í gott horf, það var aðalatriðið,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

101. þing Bandalags kvenna í Reykjavík var haldið 11. mars síðastliðinn á Nauthól í Reykjavík.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283