Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Jörðin skelfur

$
0
0

Ég elska stórslysamyndir. Myndir þar sem móðir náttúra tekur völdin og allt stefnir í tortímingu mannkynsins. Ýmist út af hræðilegum hvirfilbyl, flóðbylgjum af áður óþekktri stærðargráðu, veðurfarsbreytingum sem breyta heiminum í ísklump eða stórum loftsteini sem mun skella á jörðinni af slíku offorsi að engum verður þyrmt. Nema þá kannski sjarmerandi veðurfræðingnum/jarðfræðingnum/sérfræðingnum í hvirfilbyljum og litlu fjölskyldunni hans. Þau lenda stanslaust í hættu en rétt svo lifa þetta allt saman af og enda á að bjarga heiminum.

Hvað get ég sagt, það er eitthvað ótrúlega spennandi og hættulegt við að horfa á þessar myndir. Eða mér fannst það alveg þangað til mér fór að líða eins og ég byggi í senu fyrir stórslysamynd.

Hér hefur skolfið hressilega að þeim finnst undanfarnar vikur. Skjáfltar með reglulegu millibili, um 4-5 á richter. Ég hef reyndar ekki fundið fyrir einum einasta, var í San Francsico þegar einn stór átti sér stað og í Boston þegar annar lét í sér heyra. En æsifréttirnar af skjálftunum hafa svo sannarlega ekki farið framhjá mér. Hér eru nokkur dæmi um fyrirsagnir sem við höfum séð hér í Los Angeles Times undanfarið:

Daglega eru einhverjar fréttir af þessu tagi og einhver tölfræði sem ég sá spáði því að ef skjálfti af almennilegri stærð kæmi þá mætti eiga von á að milli 3000 – 18000 manns myndu týna lífi sínu fyrir utan billjón dollara tjón. Ástæðuna segja þeir vera að hættusvæðið liggi m.a. í gegnum Downtown LA sem og að á hættusvæðinu séu ógurlega mörg illa hönnuð/gömul hús sem þola ekki svona skjálfta. Jahá. Best að þvælast ekki of mikið í Downtown semsagt.

309794495_851cf0906a_b

Ég ætlaði mér, verandi Íslendingur, að taka hugsunarháttinn „þetta reddast“ á málið í heild sinni. Það hefur verið röflað ógurlega um Suðurlandsskjálftann heima.Og svo missi ég alltaf af þessum skjálftum, var erlendis þegar stóru skjálftarnir komu heima og hef verið í burtu hér þegar skolfið hefur af einhverju ráði. Ég hélt ég myndi komast upp með þetta kæruleysi! Þangað til að eiginmaðurinn kom heim eftir vinnu einn daginn hálf miður sín. Hann hafði valdið skjálfta í vinnunni þegar hann gerði grín að jarðskjálftahræðslu þeirra sem og þráhyggju þeirra fyrir birgðasöfnun ef til skjálfta kæmi. Skemmst frá því að segja að þeir hafa ekki húmor fyrir þessu. Og nú verðum við að koma okkur upp þessu sem þeir kalla „natural disaster emergency supplies“.

Ég hef því eytt ófáum mínútum inni á heimasíðu Ríkisstjórnarinnar til að afla mér upplýsinga um hvað eigi að vera í birgðunum. Og það er ekkert lítið sem maður þarf að vera með: 1 gallon af vatni per heimilismeðlim á dag og lágmark að eiga birgðir í 3 daga. Sumir pakka allt að 2 vikna birgðum. Matur, 2 tegundir af útvörpum (eitt venjulegt og eitt sem þeir kalla veðurútvarp, veit ekki hvað það er), batter, vasaljós, teip, ruslapokar, teppi, föt, birgðir, reiðufé (því hraðbankar hætta víst að virka), sjúkrakassi og svo mætti lengi telja. Þetta mun taka ógurlegt pláss. Í dag bættust svo við 2 ný ráð í sarpinn fyrir birgðirnar. Annarsvegar að skella með eins og einum kassa af rauðvíni og hinsvegar að yfirgefa ekki svæðið.

Það er víst alþekkt að fólk keppist við að losa sig við fasteignir eftir svona stórar hamfarir og þá er tækifæri til að moppa upp húsi/húsum. Leigjendur flýja nefninlega svæðið og fasteignaeigendur sitja uppi með tómar eignir og lán sem þarf að borga. Og þá er að undirbjóða. En hvað ætli ég þurfi þá eiginlega mikið cash í kassanum til að geta keypt eins og eitt hús? Þá vitið þið það. Við Arnar, ef almættið lofar, munum sitja með rauðvínsglas í hendi og skoða fasteignaauglýsingar ef svo hræðilega fer að skjálftinn stóri láti sjá sig.

Ljósmynd eftir PK af Flickr


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283