Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Það er lýgi!

$
0
0

Guðmundur Brynjólfsson skrifar:

Mér berast þær fréttir til Spánar – af öllum stöðum – að vottun og meðmæli séu trúnaðarmál. Þar ber nýrra við. Einu sinni var mér sagt að vottun væri eitthvað það sem ætti að gefa til kynna, öllum sem læsu, öllum viðkomandi að eitthvað væri svona – eða ekki svona. Jafnvel öllum óviðkomandi því það ber jú öllum að vita að ekki sé verið að selja stolinn bíl.

Nú er mér sagt til Spánar – af öllum stöðum – að dómstólar á Íslandi segi að vottun sé eitthvað prívat. Ég skal fallast á það. Enda alltaf allt rétt sem dómstólar segja. Ég hef reyndar aldrei vitað annað eins prívat – en hver er ég að vita hvort fábjánahátturinn megi rísa í enn hærri hæðir en áður og fyrrum?

Þegar ég var ungur maður sat ég með stúlku í fanginu. Hún heitir Nína Rún Bergsdóttir. Hún var yndið mitt og ástin. Dóttir vina minna. Eitthvað nýtt og undarlegt í lífi mínu. Eitt lítið líf sem ég þóttist svo viss um að færi leiðina fögru alla leið og alltaf – ég hugleiddi það svo sem aldrei þá, en ég var jú bara barnalegur strákur. Ég hélt að lífið væri bara fallegt. Aldrei nema fallegt.

Auglýsing

En, nóg um það – nú vil ég fá að vita eitt: Ég vil fá að vita hvort saga um að einhver hafi vottað heilbrigði og andlegan glæsileika Róberts Árna Hreiðarsonar eða hvað hann heitir um þessar mundir (merkilegt hvað menn geta skipt um nöfn eins og engin sé mannanafnanefndin) sé sönn saga eða bara enn ein opinbera lygin. Ég vil sannleikann – hingað til Spánar – af öllum stöðum.

Ég held því fram að það sé lygi að einhver hafi vottað það að nefndur lögmaður sé þokkalegur maður. Ég held því fram, allt þar til vottar hafa stigið fram og sagt að svo sé.

Fái ég nöfn þeirra votta – hlýt ég að fá nöfn hinna. Eða hvað?

Höfundur er djákni og rithöfundur

Ljósmynd Stundin.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283