Hrafnar eru greindari en áður var talið samkvæmt nýrri grein í vísindaritinu Science. Áður var almennt talið að einungis maðurinn og nokkrir aðrar prímatategundir hefðu hæfni til að undirbúa framtíðina með vitrænum aðgerðum en í greininni er því haldið fram að hrafnar gætu skipulagt fyrir óorðnar aðstæður og stæðu jafnvel öpum og fjögurra ára börnum framar í vitsmunum.
Verekefnin sem hrafnarnir voru látnir leysa voru umfram hina sértæku framtíðarverkefni eins og að safna sér forða sem fjöldi dýra sinnir og ar reynt að mæla almennan undirbúning fyrir óuppkomnar aðstæður. Það kom vísindamönnum töluvert á óvart að ekki aðeins stóðu hrafnarnir jafnfætist öpum og ungum börnum heldur voru þeim að sumu leyti fremri.
Greinin er eftir vísindamenn við Hásólann í Lundi. Meðal þess sem prófað var á hröfnunum var að kenna þeim velja ákveðið tæki til að opna kassa. Síðar voru tækin boðin hröfnunum en engin kassi en í þeim tilfellum völdu hrafnarnir rétta tækið til varðveislu sem vísindamennirnir töldu vísbendingu um að þeir vildu halda því til haga ef þeir sæju kassann aftur.
Fram kemur að fuglarnir voru nærri því of vel gefnir því einn fuglinn fann út nýja leið til að opna boxið án þess að notast við tólin sem vísindamennirnir buðu upp á og varð að taka hann út úr tilrauninni.
Fuglarnir sýndu einnig umtalsverða fyrirhyggju og sjálfstjórn. Þegar þeim var boðið að velja á milli umbunar strax eða tækis sem myndi veita þeim enn ríkulegri umbun síðar, völdu þeir seinni kostinn.
Vísindagreining á góðum vitsmunum hrafna rímar vel við forna norræna speki um gáfur þessara fugla auk dæmisagnir í gegnum aldirnar þar sem gáfur fuglanna koma við sögu. Huginn og Muninn voru hrafnar Óðins í norrænni goðafræði. Þeir flugu um heim allan yfir daginn en settust á axlir Óðins í dagslok og greindu honum frá stöðu mála í heiminum.