The Guardian greinir frá því að fundist hafi verk eftir Andy Warhol sem hefur legið óhreyft í meira en fjóra áratugi en er sennilega mjög verðmætt. Um er að ræða silkiprent sem hefur aldrei verið strekkt á ramma en fannst upprúllað í geymslu ásamt ýmslum munum, þ.á.m. rafmagnsstól sem tilheyrði óhugnaðarsýningum sem listamaðurinn setti upp á fyrri hluta 8. áratugarins
Verkið heitir Litli rafmagnsstóllinn og er frá árinu 1964. Það tilheyrir myndaröð Warhols Death and Disaster eða Dauði og hörmungar, sem fjallað er um í myndbandinu hér að neðan.
Verkið er byggt á fréttaljósmynd frá 13. janúar 13 1953, sem sýnir aftökuklefa í Sing Sing fangelsinu, þar sem Julius og Ethel Rosenberg voru tekin af lífi sama ár vegna njósna fyrir Rússa.
Það mun vera rokkstjarnan Alice Cooper, sem fann myndina eftir ábendingu móður sinnar sem rámaði í að verkið hefði verið sett í umrædda geymslu. Nánari frásögn af þessum fundi og vináttu Coopers og Warhols má lesa á vef The Guardian.