Fréttatilkynning frá Gljúfrasteini
Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Agnar Már Magnússon píanóleikari koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins þann 30. júlí næstkomandi.
Á tónleikunum má heyra þá leika lög af eigin plötum, “Svif” Agnars og “Ypsilon” Andrésar, ásamt því að blanda inní efniskránna ýmsum húsgögnum jazzbókmenntanna.
Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðaverð er 2000 krónur.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Þór í síma 6996327.