Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Æra nauðgarans

$
0
0

Sem betur fer virðist kerfinu ekki ætla að takast að kæfa umræðuna um kynferðisbrot. Það er eins og dómskerfið kveljist og þjáist þurfi það að dæma níðing til fangelsisvistunar og þetta sama kerfi losnar vart við andþröngina fyrr en búið er að koma þeim sama á fætur, til starfa á ný og með lögbevísvottaðan æruþvott samfara nýju nafnskírteini.

Sem betur fer ætlar samfélagið ekki að taka þátt í þessu lengur. Fyrrverandi hæstarréttardómari engist eins og ormur á öngli í tapaðri baráttu sinni við að hrútskýra fyrir andlegum ofjarli sínum hvað hans lögspekilegu sjónarmið séu öllu æðri og okkur væri öllum hollast að setjast við fótskör hans og láta sannfærast um hvernig best væri að þessum málum staðið.

Það er líkast til óþarfi en það er samt rétt að taka það fram að eina lögfræðimenntunin sem ég get státað af er að hafa horft á nánast alla Matlock-þættina sem sýndir voru á RÚV.

Minn skilningur á lögum er engu að síður sá að lög ættu að representera þversniðið af samvisku þeirrar þjóðar sem þarf að lúta þeim.

Það eru nánast allir sammála því að það eigi ekki að ríða börnum og að við því skuli liggja viðurlög sem stappi nærri mannsmorði.

En samt er það ekki svo.

Hvert einasta foreldri hugsar sem svo að það sé tilbúið að drepa þann sem níðist á barni þess.

Ég er búinn að semja alls kyns pyntingar í hausnum á mér sem vonandi nýtast við skrif spennuþrillers en einskis annars því tölfræðin sýnir okkur að þegar á hólminn er komið þá getur ekkert foreldri setið 16 ár í steininum þegar barn þess þarfnast þess sem mest.

Við viljum geta reitt okkur á það að lögin verndi okkur og börnin okkar eins og þau ættu að gera, en þau gera það ekki.

Nú síðast fékk einn loðkúkurinn starfsréttindi sín aftur sem lögmaður. Enginn vill taka á því ábyrgð, ekki forsetinn, Bjarni teflonhúðar sig allri ábyrgð eins og venjulega og vísar á undirmenn eins og stórmenna er háttur, ef ekki væri fyrir málfræðistagl út af orðinu „uppreist“ þá hefði þetta vísast verið öllum gleymt eftir daginn.

Þið sem ráðið lögum og lofum…væruð þið til í að hlusta einu sinni á samvisku þjóðarinnar sem kaus ykkur og taka til í þessum málum áður en sálarheill fleiri barna verður fórnað á altari afskiptaleysisins.

Ást og friður

Tommi


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283