Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Villimenn á Hornströndum

$
0
0

Nýverið luku listamennirnir Óskar Jónasson, kvikmyndagerðarmaður, Stefán Jónsson, leikari og leikstjóri og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður göngu um Snæfjallaströnd, Jökulfirði og Hornstrandir. Myndir félaganna á facebook úr þessari göngu hafa vakið óskipta athygli og kátínu enda brugðu þeir á leik eftir nokkurra daga göngu þegar komið var úr Jökulfjörðum yfir á Hornstrandir. Þó að gott starf hafi verið unnið að því að hreinsa sjórekið rusl í friðlandinu á Hornströndum fundu þeir félagar nægt hráefni til að bregða á leik í Bolungarvík eystri og í Þaralátursfirði sem er á mörkunum þar sem nyrsti hluti Stranda endar og friðlandið á Hornströndum byrjar.
Útbjuggu þeir félagar búninga úr því sem hafið hafði skolað á land og brugðu á leik í hlutverkum frumstæðu ættbálkanna „Bolunga“ annars vegar og „Þaralátunga“ hins vegar.
Kvennablaðið fékk góðfúslegt leyfi þeirra félaga til að birta óborganlegar og einstæðar myndir af þessum frumstæðu ættbálkum sem ekki hafa komist í snertingu við hina svokölluðu siðmenningu áður, svo vitað sé.

Óskar-Bolunga-3
Bolungar eru ófriðarmenn. Hér stígur Stefán stríðsdans áður en vopnaskakið hefst

Óskar-Bolunga-2
Bræður berast á banaspjótum

Óskar-Þaraláturstribe
Ólíkt ribböldunum í ættbálki Bolunga eru Þaralátungar stóískir og friðelskandi. Stilla sér hér upp fyrir myndatöku fyrir göngumenn

Oskar-Bolunga-1
Hópmynd af Bolungum þar sem þeir láta ófriðlega í fjörunni á heimaslóð.

Óskar- ferðalok
Göngugarpar og landkönnuðir í ferðalok. Stefán Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson og Óskar Jónasson


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283