Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Mergsugur lífeyrissjóðanna – Framtakssjóður Íslands

$
0
0

Rekstrarkostnaður Framtakssjóðs Íslands, sem er að mestu í eigu 14 lífeyrissjóða, hefur numið nærri 800 milljónum króna á síðustu þremur árum (2014 – 2016). Fjórir starfsmenn voru hjá sjóðnum á síðasta ári en árin tvö á undan voru þeir sjö. Þessir starfsmenn hafa átt náðuga daga því einu fyrirtækjaeignir Framtaksssjóðs á þessu tímabili voru hlutir í þremur fyrirtækjum árið 2014 en tveimur fyrirtækjum eftir það.

Þessar svimandi háu rekstartölur koma fram í pistli sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir hér í Kvennablaðinu í dag og vinnur upp úr gögnum sem hann hefur safnað saman. Að langstærstum hluta eru þessar tæpu 800 milljónir sem fóru í að halda utan um hluti í þremur og síðar tveimur fyrirtækjum, launa- og starfsmannakostnaður. Þar á eftir vegur þungt skrifstofu- og stjórnunarkostnaður. Af launaþætti umsýslu þessara fáu eigna, hefur mest farið í laun og hlunnindi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna en þetta fólk hefur kostað 40 til 60 milljónir króna á ári.

Þorkell Sigurlaugsson Stjórnarformaður

Þorkell Sigurlaugsson Stjórnarformaður Framtakssjóðs

Stjórnarformaður Framtakssjóðs er Þorkell Sigurlaugsson en framkvæmdastýra hans er Herdís Dröfn Fjeldsted. Hún hefur verið drjúg á fóðrum, samkvæmt aðsendum pistli Ragnars Þórs, eða tekið 20 milljónir á ári í mætingarbónus. Laun hennar á liðnu ári, samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun, námu 50 milljónum og 650 þúsund krónum.

Hrunasjóður með dýra yfirbyggingu

Upphaflegt hlutverk Framtakssjóðs, sem stofnaður er í árslok 2009, var að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum sem stóðu höllum fæti eftir Hrun; fjárfesta í þrjú ár en selja svo eigur á næstu fjórum til sjö árum. Þannig átti sjóðurinn að ljúka sínu hlutverki á 7-10 árum. Mest átti sjóðurinn hlutabréf í níu fyrirtækjum en þeim fækkaði smám saman (oft voru eigurnar seldar úr Framtakssjóði til lífeyrissjóðanna eða til eigenda sinna). Í fyrra og hitteðfyrra voru eigur sjóðsins aðeins hlutir í tveimur fyrirtækjum, eins og fyrr segir; Icelandic Group og lyfjafyrirtækinu Invent Farma.

Starfsmennirnir fjórir sem voru í fullu starfi, á háum launum, við það eitt að líta eftir eignarhlutum í þessum tveim fyrirtækjum voru: Herdís Dröfn, framkvæmdastjóri og Björk Gunnarsdóttir sem titluð er skrifstofustjóri. Auk þeirra eru þar starfandi Kristinn Pálmason og Rebekka Jóelsdóttir en þau hafa starfsheitið fjárfestingastjórar en sjóðurinn hefur ekkert fjárfest árum saman.

heimasidumyndir__RS02366

Herdís Fjeldsted Framkvæmdarstjóri

Kristinn Pálmason Fjárfestingastjóri

Kristinn Pálmason Fjárfestingastjóri

Björk Gunnarsdóttir skrifstofustjóri

Björk Gunnarsdóttir skrifstofustjóri

Rebekka Jóelsdóttir

Rebekka Jóelsdóttir Fjárfestingastjóri

 

Ragnar Þór gerir kröfu um það að Framtakssjóði verði slitið sem allra fyrst og að fjármununum sem eftir eru verið skilað til eigenda tafarlaust. Rekstarkostnaður þessa sjóðs hefur frá stofnun numið rúmlega 2,1 milljarði króna.

Óhófleg sjálftaka í kerfinu

Þessar stjarnfræðilegu tölur um óhóflegan stjórnunarkostnað Framkæmdasjóðs eru nokkuð í samræmi við rekstarkostnað lífeyirssjóðanna sem eiga Framtakssjóð. Þeir eru fjórtán talsins og er Lífeyrissjóður verslunarmanna þar stærstur með tæplega 20% eignahlut. Lífeyirissjóðuriinn Gildi er í öðru sæti yfir sjóðina með 16,5%. Ríkisbankinn Landsbankinn er meðeigandi lífeyrissjóðanna í Framtakssjóði og á bankinn 17,7%.

Ætla má að stjórnarmenn og æðstu stjórnendur þessara lífeyrissjóða hefðu getað bætt á sig þvi hlutverki að líta eftir þessum tveimur fyrirtækjahlutum í Framtakssjóði. Að minnsta kosti ef marka má launagreiðslur til þessa hóps á liðnu ári. Ragnar Þór bendir á að hann hafi numið tæpum milljarði króna (940.663.521). Þessar tölur koma fram í ársreikingum sjóðanna fyrir síðasta ár.

Rekstrarkostnaður Lífeyrissjóða 2016

e950ad782af8a801be7c7b42c1cc2ee4

Guðmundur Þ. Þórhallsson

Ragnar Þór er ómyrkur í máli þegar hann gagnrýnir þann mikla kostnað sem fer í rekstur lífeyrissjóðakerfisins. „Yfirbygging og rekstrarkostnaður kerfisins er orðin með þvílíkum eindæmum að eitthvað verður að gerast til að vinda ofan af þessari sjálftöku í okkar litla 330 þúsund manna samfélagi“, skrifar Ragnar Þór. Hann bendir á sem dæmi að Lífeyrissjóður Verslunarmanna hafi þurft 824 milljónir í skrifstofu- og stjórnunarkostnað á síðasta ári. Þar af hafi launagreiðslur til 5 æðstu stórnenda numið nærri 135 milljónum króna. Dýrastur hafi Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri verið, en hann þáði tæpar 40 milljónir króna í laun á liðnu ári.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283