Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Prjónaðar handsprengjur og krufnir froskar!

$
0
0

Það er komið sumar og ekki úr vegi að leggja frá sér lopann og prjóna eitthvað brjálæðislegt! Við týndum til nokkur klikkuð prjónaverkefni sem okkur fundust óvanaleg og skemmtileg. Eins og til dæmis þessi froskur sem hér sést krufinn með innyflin úti. Þennan fundum við hér á Etsy.

klikkaður froskur

Ef þú vilt ekki þekkjast í sumar eða hefur gaman af því að hræða börn og gamalmenni þá er þessi húfa upplagt verkefni fyrir þig. Einfalt að prjóna og útsaumurinn með svörtu garni hægðarleikur.  Dawn Doran á heiðurinn af þessari hryllingshúfu.

utileguhufan

Ertu orðin leið á hjólhýsinu þínu? Þá er um að gera að hekla eða prjóna utan um það. Tekur kannski svolítinn tíma en ef þú kallar í nokkrar vinkonur þínar þá rumpið þið þessu af á nokkrum kvöldum.

hjolhysahekl

kyliejackes.blogspot.com.au

Hitapokar eru dásamlegir og sérstaklega ef þú prjónar eitthvað fallegt utan um þá. Þessi er fallega blár og sérdeilis flottur fiskur sem prýðir hann. Ekki amalegt að ylja sér á þessum. Þennan fundum við á vefnum Ravelry.

hitapokiHvernig væri að prjóna utan um eftirlætisbókina sína? Eða bara símaskrána ef bókakosturinn er rýr. Þessa hugmynd sáum við hér þar sem hönnunin er útlistuð skref fyrir skref. Hönnun er eftir Misa Erder.

bokakapur

mynd í eigu Misa Erder

Ef þú ert óeirðaseggur og vilt komast í kast við lögin er upplagt að prjóna nokkrar handsprengjur og hræða laganna verði. Við mælum með að prjóna þær í svörtu en litríkar handsprengjur eru líka flottar eins og skoða má hjá þessari prjónakonu henni Shoshana sem prjónar þær í massavís.

handsprengja

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283