Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sisteman byggir á komprómati

$
0
0

Tímaritið The New Yorker birti í síðustu viku grein eftir Adam Davidson, blaðamann, undir titlinum A Theory of Trump Kompromat — eða Kenning um komprómat Trumps.

Komprómat er rússneskt orð yfir gögn eða upplýsingar sem geta komið sér illa fyrir persónu að birtist, og má þannig nota til að hafa stjórn á hegðun viðkomandi. Allt frá forsetakosningunum 2016 hefur orðrómur verið á kreiki um að rússnesk stjórnvöld hafi í fórum sínum slík gögn um Trump, komprómat sem varði kynferðislegt athæfi hans á hótelherbergi í Pétursborg. Eftir fund Trumps og Pútíns í Helsinki fyrr í júlímánuði hefur rússneska orðið sjálft komist í umferð í bandarískum fjölmiðlum, um leið og fjöldi fólks leitar skýringa á því sem birtist þeim sem undarlegt athæfi Trumps á fundinum og eftir hann.

Fjárkúgunarríkið Rússland

Davidson ræddi um viðfangsefnið við Keith Darden, prófessor í alþjóðasamskiptum við American University, sem hefur rannsakað komprómat og beitingu þess í rússneskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Darden bendir á að Trump hafi aldrei sagt styggðaryrði um Pútín og sýnt mikla sjálfstjórn þegar kemur að Rússlandi, „sem hann sýnir ekki í neinu öðru samhengi“. Hann segir Trump færan um strategískar ákvarðanir. „Hann veit að það eru takmörk, að það eru markalínur um hvað hann getur sagt og gert varðandi Rússland.“

Darden segir að komprómat sé svo útbreidd aðferð við taumhald á lykilaðilum í rússnesku stjórnkerfi að hann noti hugtakið „blackmail state“ til að skilgreina stjórnarfarið. Fjárkúgunarríki kemst nálægt því á íslensku, með þeim fyrirvara að ekki er endilega um að ræða tilraunir til að kúga fé úr fólki, blackmail getur falið í sér annars konar stýringu.

Komprómat lykillinn að stjórnarfari

Alena Ledeneva, prófessor í stjórnmálafræði við University College London, og sérfræðingur í stjórnmálum og viðskpitalífi Rússlands, segir að komprómat sé lykillinn að kerfi sem sé flóknara en svo að ein manneskja beiti hótunum um birtingu skaðlegra gagna til að kúga aðra. Ledeneva segir að vald og auður dreifist í Rússlandi um net stjórnmálamanna og forkólfa í viðskiptalífi sem fylgi óskrifuðum reglum óopinbers stigveldis sem hún nefnir sistema – eða bara kerfi. Rússneska sisteman felist í fáum reglum, sú augljósasta sé að ögra ekki Pútín. Einkum felist kerfið í ákveðinni óræðni og óvissu hvers og eins um stöðu sína, samfara meðvitund um að aðrir geti orði ðhonum að falli. Þannig virðist um að ræða eins konar ógnarjafnvægi: flestir leikendur í kerfinu hafi eitthvað hver á annan og kerfið haldi jafnvægi svo lengi sem því er ekki beitt: sérhverri árás með komprómati sé hægt að svara með gagnárás með öðru eins.

Getgátur um fjármálamisferli

Darden segir aftur á móti ólíklegt að komprómatið sem um er að ræða í tilfelli Trumps felist í neyðarlegum kynlífsathöfnum, eins og haldið hefur verið fram: ásakanir um kynferðislegt áreiti, framhjáhald, þóknanir fyrir þögn og fleira hafi hingað til ekki hrakið burt stuðningslið Trumps. Hins vegar gæti annars konar komprómat, til dæmis gögn um fjármálamisferli, reynst skaðlegri, pólitískt og persónulega.

Greinarhöfundurinn sjálfur, Davidson, leggur út af þeim möguleika að fyrir áratug eða svo, áður en Trump hóf þátttöku í pólitísku starfi, hafi hann til dæmis, „af barnaskap“ og í leit að reiðufé, hugsanlega tekið þátt í peningaþvætti fyrr viðskiptafélaga úr einhverju ríki sem áður tilheyrði Sovétríkjunum. Hann óttist að til sé komprómat sem snúi að einhverjum slíkum viðskiptum, viti aftur á móti ekki nákvæmlega í hverju það felst, hver hafi aðgang að því eða hvað gæti hrint af stað atburðarás sem leiða myndi til birtingar þess.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283