Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Bresk stjórnvöld munu ekki standa í vegi dauðarefsingar

$
0
0

Bretar munu ekki krefja Bandaríkin um tryggingu þess að tveir breskir ISIS-liðar, nú í haldi Bandaríkjamanna, verði ekki líflátnir. Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, staðfesti það skriflega í erindi til Jeff Sessions ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að slíkrar tryggingar yrði ekki krafist. Daily Telegraph birti bréfið.

Ráðherrann tekur fram í bréfinu að þetta einstaka tilvik feli ekki í sér almenna stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda, sem enn styðji við afnám dauðarefsingar um allan heim.

Þetta er frávik frá þeirri stefnu sem Bretland hefur hingað til markað varðandi dauðarefsingar, og hafa mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, lýsa yfir áhyggjum af þeirri þróun.

Bretarnir sem um ræðir, Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru tveir þeirra fjögurra sem hafa verið uppnefndir Jihad-Bítlarnir. Fjórmenningarnir eru taldir hafa framkvæmt fjölda aftaka á vestrænum föngum samtakanna. Svo virðist sem þeir hafi verið rúnir breskum ríkisoborgararétti fyrir vikið og séu því ríkisfangslausir. Í bréfi breska innanríkisráðherrans kemur fram að Bretland muni sennilega ekki krefjast eða hvetja til framsals mannanna til Bretlands.

Diane Foley, móðir bandaríska blaðamannsins James Foley sem ISIS-liðar tóku af lífi árið 2014, sagðist líta svo á að með dauðarefsingu verði mennirnir tveir aðeins gerðir að píslarvottum „innan biluðu hugmyndafræðinnar þeirra“. Hún sagðist heldur vilja sjá þá daga uppi í fangelsi um ókomna tíð.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283