Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

„Ég er kommúnisti, hálfvitinn þinn!“ —Ash Sarkar svarar Piers Morgan

$
0
0

Ash Sarkar heitir breskur blaðamaður sem hefur öðlast skyndilega frægð eftir þátttöku í morgunþættinum Good Morning Britain fyrr í júlímánuði. Sarkar var boðið til þáttarins vegna mótmæla sem hún tók þátt í að skipuleggja gegn Donald Trump, í heimsókn hans til Bretlands. Piers Morgan, annar stjórnenda þáttarins, vændi Sarkar og félaga hennar um tvískinnung eða hræsni, þar sem þau mótmæltu Trump svo harkalega, en hefðu ekki mótmælt Barack Obama jafn ötullega á sínum tíma. Eftirfarandi orðaskipti eiga sér stað undir lok viðtalsins, í lauslegri þýðingu:

Morgan: Hvar var mótmælagangan gegn Obama? Þetta er tvískinningur!

Sarkar: Piers, ég hvet þig til að líta á önnur verk sem þau hafa unnið –

Morgan: Ég hvet þig til að líta á nokkrar grundvallarstaðreyndir um hetjuna þína, Obama …

Sarkar: Hann er ekki hetjan mín! Ég er kommúnisti, hálfvitinn þinn! Jesús …

Ég er ekki fylgjandi Obama. Ég hef verið gagnrýnin á Obama. Ég gagnrýni Demókrataflokkinn. Því ég er bókstaflega kommúnisti!

Eftir þessi orðaskipti segir Sarkar Morgan hanga í þessum ásökunum til að breiða yfir getuleysi sitt sem blaðamanns, sem sé vandræðalegt. Þau tala hvort í kapp við annað í svolitla stund. Morgan svarar því til að hann reyni að vera „sanngjarn“ við Trump. Þá endurtekur hann:

Morgan: Það sem þið gerið er að vera fortakslaust á móti Trump og fortakslaust fylgjandi einhverjum á við Obama.

Sarkar: Ég er ekki fylgjandi Obama. Ég hef verið gagnrýnin á Obama. Ég gagnrýni Demókrataflokkinn. Því ég er bókstaflega kommúnisti!

Prófílmynd Ash Sarkar á Twitter og Instagram.

Umfjöllun um þessa yfirlýsingu Sarkar, í beinni útsendingu í vinsælum sjónvarpsþætti, hefur verið nær stanslaus síðan. „Kommúnismi er ekki kúl“ skrifa ritstjórar bæði íhaldsmiðla og hófsamra vinstriafla í fyrirsagnir leiðara sinna. Í The Guardian skrifar Suzanne Moore þvert á móti að kommúnismi sé nú aftur hip – en hún sé ekki memm þar til kommúnismi þýði frelsi. Og í sama miðil skrifar Owen Jones nú á fimmtudag: „Fordæmið grimmdaverk kommúnista, en kapítalisminn á sínar eigin hryllingssögur“. Jones er yfirlýstur sósíalisti og þeim sem vilja ítarefni er bent á langt samtal hans og Arkar um sósíalisma og kommúnisma í þessu myndbandi.

Hvort kommúnismi er skyndilega orðinn kúl eða ekki má deila um —og verður deilt um— en Ash Sarkar tekst sannarlega að ná til annarra hópa en flestum merkisberum stefnunnar um langa hríð. Í Teen Vogue, sérútgáfu Vogue sem ætluð er unglingsstúlkum, má lesa nokkuð ítarlegt viðtal við hana um greiningu Marx á stéttskiptingu, valdahlutföllum og annarri virkni kapítalismans. Og tímaritið Elle lýsir Sarkar hetju dagsins fyrir að kalla Piers morgan hálfvita í beinni útsendingu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283