Björgunarskipinu MS Aquarius hefur verið veitt leyfi til að leggjast að höfn á Möltu. Fyrstu fréttir af þessum áformum bárust síðla þriðjudags, en á miðvikudagsmorgun tilkynntu samtökin SOS Mediterranée að þeim hefði borist formleg tilkynning um málið frá maltneskum stjórnvöldum.
141 sjófarendur sem bjargað var á föstudag munu því komast á þurrt land. Áður höfðu ítölsk yfirvöld hafnað skipinu og þar til á þriðjudag hafði ekkert annað land hoggið á hnútinn. Eins og Kvennablaðið greindi frá á þriðjudag brugðust stjórnvöld á breska yfirráðasvæðinu Gíbraltar við kröfu Ítala um að Bretland tæki við skipinu með því að afskrá það, en MS Aquarius sigldi þar til nú undir fána Gíbraltar.
Björgunarskipið MS Aquarius er starfrækt á Miðjarðarhafi af samtökunum Læknum án landamæra og SOS Mediterranée.
UPDATE L'#Aquarius a reçu la permission formelle d'entrer dans les eaux territoriales maltaises et se dirige vers le port de La Valette. Les 141 personnes vulnérables secourues en mer vendredi au cours de 2 opérations de recherche et sauvetage coordonnées par le JRCC libyen…1/3 pic.twitter.com/j5cnoRno6u
— SOS MEDITERRANEE France (@SOSMedFrance) August 15, 2018