Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

10 leiðir til að horfast í augu við að hjónabandinu sé lokið

$
0
0

Hafiði tekið eftir listafárinu sem nú geysar, æi þið vitið, listarnir með x mörgum leiðum til að komast að hinu og þessu og jaríjarí? Ekki? Ókei, þá er heldur betur kominn tími til.

Einhver hlýtur að búa til listana og fá greitt fyrir það.

Ég gæti til dæmis framleitt svona lista á på rullande band og þá væntanlega haft af því ógnarmiklar tekjur, vegna víðtækrar reynslu minnar á öllum sviðum.

Hér er einn í boði hússins:

10 leiðir til að horfast í augu við að hjónabandinu sé lokið. Tótallí, gjörsamlí og algjörlí.

1. Skilnaðarpappírarnir hafa legið tilbúnir til undirskriftar á eldhúsborðinu í nokkra mánuði, eftir að HANN laumaði þeim þangað án orða, sjálfur búinn að kvitta.

2. Þið sitjið yfir fréttum í stóra mjúka sófanum ykkar, hann Gsm-ar þér: „Ég næ í börnin á leikskólann, gemmér kaffi. Jón“.

3. Þið búið í stóru húsi, með nægu rými fyrir alla. Þegar þú reynir að nálgast hann og ræða málin þá rýkur hann í þvottahúsið og reynir að koma sér upp aðstöðu á bak við þvottakörfuna og þér finnst kannski ennþá að hann sé að gefa eitthvað í skyn?

4. Stundum dettur þér sú firra í hug að hann hafi meinað það sem hann sagði í hitteðfyrra: „Ég get ekki meir, ég vil skilnað, NÚNA! Þú alveg: Nehei, maður segir svo margt í reiði. Hann á eftir að jafna sig fljótlega!

5. Makinn neitar að sofa í sameiginlegu rúmi. Þú: Plís sofðu í rúminu þínu ástin en hann hangir enn á því eins og hundur á roði (eftir rifrildið í hitteðfyrra) að sofa áfram ofan á gömlu barnakommóðunni uppá háalofti.

6. Þú kemst að því í gegnum gamla vinkonu að hann er skráður einhleypur á Facebook. En hann blokkaði þig og alla þína fjölskyldu í fyrra.

7. Þú reynir að nálgast hann í þeirri trú að það megi lokka til samræðis. Makinn ælir og steypist allur út í skelfilegu ofnæmi. Þú trúir því enn að hann sé að reyna að vera skemmtilegur.

8. Þú ert enn að biðja hann um að koma til hjónabandsráðgjafa. Hann er enn að Gsm-a þér svar: Nei. Aldrei!

9. Þú stingur upp á leikhúsferð. Hann textar til baka: Já, ég í Þjóðleikhús, þú til Akureyrar/London/Parísar eða Rómar.

10. Þú berð upp við makann möguleika fjölgun á kærleiksheimilinu svona til að laga sambandið og daginn eftir fer hann og lætur slíta úr sér allt inn/ eða utanáliggjandi sem gerir getnað og allt hankípankí mögulegt, um alla framtíð.

Hei, ef þú hefur svarað EINNI spurningu játandi þá flyttu úr landi núna, leggðu þig inn á spítala, hlauptu, þú ert í akút lífshættu!

Ég held að ég sendi hjálparsveitina til að bjarga maka þínum, ég er svo aumingjagóð.

Ó, gleymdi því, þeir eru „on a mission from god, ég meina Kára“.

Ég tek við listapöntunum í síma: sóandsó.

Góða helgi rassgötin mín og ekki fara á djammið með Erli.

Stórhættulegur fýr.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283