Björgvin Sigmar Stefánsson birti á miðvikudagskvöld svipmyndir frá Sundahöfn, þar sem sjá má herskip NATO-ríkja baða sig í ljósi friðarsúlunnar í Viðey.
Utanríkisráðuneytið hefur enn ekki svarað þeim spurningum Kvennablaðsins hvort sérsveit Ríkislögreglustjóra tekur þátt í æfingunni Trident Juncturee sem her eða lögregla, né hvort ráðherra hefur ráðgert að bera þróun hernaðarmála undir opinbera umræðu, en útgjöld Íslands til málaflokksins hafa ríflega tvöfaldast frá 2016 til fjárlagafrumvarpsins 2019.
Kvennablaðið hefur nú einnig sent fyrirspurn um þátttöku sérsveitarinnar til Dómsmálaráðuneytisins.