Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hreinræktaðir íslendingar?

$
0
0

Í gær skrifaði ég um „Mitt síðasta teik“ í Kvennablaðið.

Verandi orðum mínum trú þá vil ég taka fram að ég er því alls ekki að tala um kynþáttahyggjusigur Framsóknar í borginni, ónei, ég ætla bara að skrifa um rasisma svona almennt.

Þegar ég bjó í Svíþjóð á námsárum mínum þá var umræðan um málefnið lifandi og allsstaðar.

Ég bjó í fjölþjóðasamfélagi í Gautaborg innan um Finna, Svía, Dani, Pólverja, Víetnama ásamt fólki frá Chile og Urugvæ, sem höfðu flúið hörmungarnar í sínum heimalöndum og sögunum þeirra um flótta og morð á fjölskyldumeðlimum opnuðu augu mín endalega fyrir mannvonsku heimsins.

Ég tek fram að þetta gerðist þegar Palme lifði og allir voru beisíklí að reyna að vera með opinn hug og að kynna sér málin.

Mikið sem ég sakna þessa fólks eins og það leggur sig, það hefur haft óafturkræf áhrif á mig og hvernig ég horfi á lífð.

En……

Ég hitti líka rasista.

(Hafðiði tekið eftir hvað fólk sem þjáist að þjóðernis- og aðskilnaðarhyggju fríkar út ef þú notar orðið rasisti? Sorrí, skófla er skófla og við skulum kalla hana það bæ oll míns).

Þó nokkuð marga skal ég segja ykkur, fólk sem var hrætt við hið óþekkta, sá horn og hala á öllum sem voru ekki með hátt skor á aríamælinum og talaði auk þess með hreim.

Halló.

Ég fæ alltaf sömu tilfinninguna þegar ég stend andspænis rasistum.

Þeir eru venjulegir í útliti, eru elskulegir oftar en ekki, góðir við börnin sín og þeir eru stundum með allt á hvolfi heima hjá sér og seinir í vinnuna.

Ég hugsa alveg: Hún borðar, sefur og er bara til eins og ég nema hvað það er eitthvað að innan í henni (eða honum offkors).

Þá grípur mig alltaf sterk löngun til að rétta út bendifingur og ýta svona létt á andlit viðkomandi (ekki til að meiða, nei,nei) til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma og að manneskjan sé þarna í alvörunni.

Ég vil pota til að reyna að skilja.

Hingað til hef ég ekki kunnað við það en ég gæti misst mig þar sem a.m.k. fimmþúsund manneskjur, að ég held, eru haldnar þessari meinsemd í Reykjavíkurkjördæmi einu saman.

Úff.

Svo spyr ég svona út í loftið. Hversu margra kynslóða Íslendingur þarf maður að vera til að teljast hreinræktaður?

Ef til er hreinræktaður Íslendingur þá er það einhver í mínum huga sem þarf að fara hætta að svamla um í sínum grugguga genapolli enda orðin rósrauður á lit, og mjög útvatnaður og glær allur í útliti. Andlitshreyfingar nánast horfnar og hann allur hinn ankannalegasti bæði til orðs og æðis.

Ég hins vegar, er allt annað.

Að mér standa franskir duggarar og alkahólískur danakonungur.

Níd æ sei mor?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283