Ég verð að játa að það er tvennt sem ég er mjög veik fyrir og það er ís og súkkulaði kökur af öllum gerðum. Ég var því rosa spennt að prófa uppskrift af súkkulaði karmellu bollaköku ís. Mmm, já einmitt, ómótstæðileg blanda.
Engin ástæða til að bíða eftir næsta afmæli til að prófa, skella bara í nokkrar Betty Crocker súkkulaði bollakökur og kaupa Mjúkís frá Kjörís með pekanhnetum og karmellu og eftirrétturinn er klár.
Innihald:
Betty Crocker Devils Food Cake Mix
Deigið dugar í u.þ.b. 16 bollakökur. Þú þarft að eiga olíu, 3 egg og vatn til að útbúa kökudeigið.
1 mjúkís frá Kjörís með pekanhnetum og karmellu.
2 stk lítil mars stykki
1 bolli rjómi
3 mtsk súkkulaði íssósa
Aðferð:
Bakaðu bollakökurnar samkvæmt uppskrift á kassanum. Bakist í u.þ.b. 15 mín við 180 gráður.
Láttu bollakökurnar kólna alveg.
Settu mjúkísinn í skál og hrærðu niðurskornu mars saman við í litlum bitum.
Settu þetta svo í frystinn í u.þ.b. 30 mín.
Þegar kökurnar eru orðnar kaldar þá er sett 1 kúla af ísnum ofan á hverja bollaköku og skreytt með smá þeyttum rjóma og súkkulaði íssósu.
Verði ykkur að góðu.