Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Utanríkisráðuneytið krefur Tyrkland um svör vegna fangelsaðs dómara

$
0
0

Á sunnudag birti vefmiðill Morgunblaðsins frétt þess efnis að Utanríkisráðuneytið hyggist kalla eftir upplýsingum um mál Murat Arsslan, formanns dómarafélags Tyrklands, en hann var dæmdur í tíu ára fangelsi árið 2017. Að sögn tveggja íslenskra dómara hafði hann unnið sér það helst til saka að vera „virkur í alþjóðasamfélagi dómara“ sem að þeirra sögn mælist ekki vel fyrir í Tyrklandi. Dómararnir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Skúli Magnússon, áttu að sögn blaðsins fund með utanríkisráðherra á laugardag þar sem þau fóru þess á leit að ráðuneytið krefði tyrknesk yfirvöld um svör vegna málsins.

Aðstandendur Hauks Hilmarssonar vöktu athygli á því, þegar fréttin birtist, að Utanríkisráðuneytið hefur „krafist neinna upplýsinga um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem tyrkneskir fjölmiðlar héldu fram að hefði verið drepinn af her Tyrklands“ eins og Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, orðaði það: „Bara spurt fasistana kurteislega hvort þeir vildu nú segja eitthvað. Og það eftir að hafa fyrst fullyrt að það væri bara alls ekki hægt að spyrja yfirvöld slíkra spurninga beint.“

Dæmdur fyrir aðild að „hryðjuverkasamtökum“

Murat Arsslan var dæmdur fyrir aðild að hreyfingu Fethullah Gülen, sem ríkisstjórn Erdogans sakar um að hafa staðið að baki valdaránstilraun árið 2016. Í opinberum gögnum tyrkneskra stjórnvalda er Gülen-hreyfingin nefnd Hryðjuverkasamtök Gülenista (Fethullahçı Terör Örgütü, skammstafað FETÖ). Yfir 4.000 dómarar og saksóknarar voru settir úr embætti eftir valdaránstilraunina og 2.700 þeirra voru handteknir, fyrir meinta aðild að samtökunum. Sjálfur neitar Arsslan aðild að samtökunum. Að mati þýska dómarans Ingrid Heinlein, sem fylgdist með réttarhöldunum, byggðist dómurinn á vitnisburði sem gefinn var undir þrýstingi og þvingunum og var í mörgum tilfellum dreginn til baka.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283