Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Svona ræktarðu matlauka

$
0
0

Matlaukaræktun er þúsunda ára gamalt hobbí en þó hefur hingað til ekki verið mikil hefð fyrir ræktun þeirra hérlendis. Undanfarin ár hafa þó landsmenn tekið við sér og ræktunin gefist vel. Það er skemmtilega sjálfbært að rækta eigin lauka og sé gætt að réttum ræktunarskilyrðum skila þeir almennt góðri uppskeru. Jafnvel eiga þeir það til að fæla burt óæskileg aðskotadýr úr grænmetisgarðinum. Matlaukar eru flokkaðir í blaðlauka annars vegar, þar sem eingöngu eru nýttir stönglar og blöð og hnýðislaukar hins vegar, sem aðallega eru nýttir vegna lauks neðanjarðar, en stundum blöðin líka. Allir eiga þeir sameiginlegt að vilja frjóan og áburðarríkan jarðveg, vel ræstan og sólríkan stað. 

 Blaðlaukar

Graslaukur er fjölær og merkilega auðveldur í ræktun. Blöð hans eru grágræn og hol og nokkuð bragðmild. Best er að finna graslauknum varanlegan stað í útjaðri grænmetisgarðsins, eða skella honum í pott. Honum er fjölgað með skiptingu eða með sáningu í marsmánuði. Til að koma í veg fyrir að stilkar verði grófir er gott að gefa honum góða klippingu reglulega og hægja þannig á blómgun. Þótt blóm hans séu vel æt vilja flestir frekar blöðin.

Garlic-Chives-2

Vorlaukur er líka fjölær þótt við nýtum hann nánast eingöngu á fyrsta ári hérlendis. Hann vex á ógnarhraða og er virkilega auðveldur í ræktun. Vorlaukurinn myndar hvíta litla blómlauka og holan stil og er hann allur nýttur til ætis. Ef hann er skilinn eftir í jarðvegi myndar hann þyrpingar sem hægt er að skipta upp að vori. Honum er sáð i apríl og þarf fjórar vikur í forræktun við 14-18°c. Best líður honum á sólríkum stað þar sem hann hefur allt til alls, eins og vel framræstan jarðveg sem gerir honum kleift að ná góðri dýpt svo að hvíti hluti hans verði lengri. Hægt er að fara að nýta hann þegar stilkurinn er orðinn c.a. blýantsbreidd.

21380F_F

Púrrulaukur er harðgerður en þráir góða birtu og rakaheldinn og áburðarríkan jarðveg. Hann hefur hvítan, þykkan stilk og breið flöt blöð og verður c.a. 40 cm á hæð. Honum er fjölgað með sáningu í febrúar-mars og er forræktaður inni í 8-10 vikur. Hann vill koma með löng og mjó blöð og því er gott að snyrta hann tvisvar í forræktuninni með því að klippa ofan af honum. Við útplöntun er nauðsynlegt að klippa af rótunum þannig að þær séu um 3 cm að lengd. Púrra þarf 15 cm bil á milli plantna og 30-40 cm milli raða. Ýta þarf mold upp að stöngli í það minnsta tvisvar yfir vaxtartímann til að lengja hvíta hluta lauksins. Með því að bleikja gerir þú stilkinn meyrari.

 2303_1

Hnýðislaukar

Matarlaukur og rauðlaukur þarf frjóan og vel framræstan jarðveg á sólríkum stað, jafnvel með vermireit í byrjun. Þeim er fjölgað með sáningu í lok febrúar til byrjun mars, ýmist forræktaður inni eða ræktaður út frá smálaukum. Laukurinn fjölgar sér ekki heldur stækkar hann á eigin spýtur og getur orðið um 10 cm í þvermál, c.a. 15-45 c.m. á hæð, með blöðin gild og hol að innan. Honum er síðan plantað út í maí með um 5cm bili og 25-30 cm á milli raða. Laukurinn er settur efst í moldarlagið svo það glitti í enda. Hægt er að nýta blöðin á vaxtartíma en passa þarf að taka þau ekki öll til að hindra ekki vöxtinn. Laukurinn hefur tekið út fullan þroska þegar blöð byrja að visna. Gott hjá honum. Þá þarf að taka hann upp og þurrka. Laukarnir geymast vel þegar skænisblöð eru orðin þurr og er þá óhætt að setja hann í geymslu við 0-7°C og lágt rakastig.

17

Skalotlaukur er frábrugðinn matlauk í ræktun. Hann er afar duglegur og myndar allt að 10 smálauka í kringum sig á vaxtarskeiðinu. Honum er fjölgað með sáningu í lok febrúar til byrjun mars eða ræktaður út frá útsæðislauk. Honum er plantað út í maí og þarf að hylja hann með um 4cm þykku moldarlagi. Hæfilegt bil fyrir skalotlauk er 15cm á milli plantna og 30cm á milli raða. Eins og matlaukur er hann tilbúinn þegar blöð fara að visna og gulna. Þá er hann tekinn upp og þurrkaður. Athugið að skalotlaukur þolir ekki að frjósa.

shallot

Hvítlaukur samanstendur af mörgum hnýðum. Honum er fjölgað með því að setja hnýði (geira) um 5cm í jörðu mjög snemma vors eða að hausti og er þá skilinn eftir yfir veturinn. Þroski hans og vöxtur stjórnast af hitastigi því hann vill fá að vera góðu vanur. Hitastig undir 0°c kemur honum í vetrardvala og myndar hann þá ný rif. Hitastig undir 7° kemur svo rótarkerfinu af stað. Til að mynda mörg hnýði þarf hann helst að vera amk. 2 mánuði í jörðu við hitastig undir 7°. Þegar blaðendar byrja að gulna er kominn tími til að uppskera laukinn. Ef hann bíður of lengi er hætta á að skænisblöðin (ystu blöðin) eyðileggist. Hvítlaukurinn er svo geymdur með því að þurrka hann. Þá eru blöðin fléttuð saman og hann látinn hanga á þurrum stað.

Garlic

Nú ættu allir að vera komnir með græna fingur af þessari lesningu og ekki seinna vænna en að hefjast handa við að rækta sína eigin matlauka. Hjá Garðheimum færð þú allt sem þú þarft til að koma þér af stað í ræktuninni.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283