Það sem mér finnst svo frábært við að hreyfa sig er að það kostar ekki neitt!
Það að hafa ekki efni á því að hreyfa sig er ekki gild afsökun.
Þú getur gert alveg virkilega flottar æfingar fyrir engan pening! Þú þarft ekki að eiga líkamsræktarkort né dýrustu hlaupaskóna. Líkamsræktarstöðvar hafa rosalega marga frábæra möguleika og það að vera í vel útbúnum íþróttafatnaði er mjög mikilvægt við vissar aðstæður. En! Ef það er ekki möguleiki fyrir þig þá þýðir það samt ekki að þú getir ekki komið þér í gott form.
Það er líka gaman og góð tilbreyting fyrir þá sem eiga kort í líkamsræktarstöðvar að gera eitthvað allt annað en það sem daglega ræktarrútína bíður uppá.
Það er alveg magnað hvað ferskt loft
og hálftíma göngutúr gerir margt fyrir mann!
Svo er líka svo gaman að brjóta gönguna aðeins upp
og taka léttar æfingar með.
Ég ætla að gefa þér hugmynd af einni skemmtilegri æfingu sem þú getur gert hvar sem er og hvenær sem er. Þessi æfing er fyrir alla, hvort sem manneskjan er í rosalega góðu formi eða að byrja alveg frá grunni. Þú gerir þetta á þínum hraða og með þínum takti.
Reimaðu á þig skóna og farðu í föt sem er þægilegt að hreyfa sig í.
Æfingin er svona:
Gakktu rösklega eða skokkaðu í 10 mínútur (eða lengur)
30x Sprellikallahopp (Jumping jacks)
10x Froskahopp (Frog jumps)
10x Armbeygjur (Push ups)
10x Uppsetur (Sit ups)
10x Hnébeygjur (Squats)
30 sekúndna Planki (Plank)
Þetta endurtekur þú þrisvar sinnum með smá pásu á milli umferða!
Kláraðu æfinguna með 20 mínútna göngu eða léttu skokki.
Æfingin reynir á allan líkamann og kemur hjartslættinum vel á stað.
Mundu að gera æfinguna á þínum hraða, jafnvel dugar að endurtaka þetta einu sinni en ekki þrisvar. Hlustaðu á líkama þinn. Taktu þér pásu þegar þú þarft.
Þetta getur þú gert úti, uppá fjalli, í miðjum göngutúr og auðvitað líka inni! Sem sagt hvar sem er!
Veðrið á ekki að skipta neinu máli! Rigning eða sól, hvort tveggja er hressandi og virkilega gott fyrir sálartetrið.
Ef þú ert í vafa hvernig æfingarnar eru framkvæmdar þá mæli ég með að nota google.com eða youtube.com og slá inn nöfnunum á æfingunum sem eru í sviga. Með þessu getur þú séð ótal möguleika fyrir þig til að gera skemmtilegar æfingar! Einnig er gaman að fara á pinterest.com og skoða fullt af hugmyndum af flottum æfingum sem þú getur framkvæmt eins og þessa að ofan.
Mundu að njóta þess að hreyfa þig og svitna vel. Góða skemmtun!
Ráð mitt til þín!
Teygðu vel á fyrir og eftir æfingu!
Það að teygja á fyrir æfinguna hjálpar vöðvunum að „vakna“ fyrir átökin.
Teygjur eftir á eru góðar til að ná slökun og að maður stirðni ekki upp