Það var í Hafnarborg í Hafnarfirði sem fatahönnuðurinn Andrea sýndi á dögunum glæsilega nýja sumarlínu. Fötin í línunni voru innblásin af hinum sígilda diskóslagara “I’m coming out” með Diana Ross. Gestir voru hæstánægðir með sýninguna sem var lífleg, fjörug og stórglæsileg í alla staði. Stemningin sem myndaðist var ólýsanleg, en það voru Gullfoss og Geysir sem sáu um tónlist og Stella Rósenkranz stjórnaði sýningunni. Gestum var boðið upp á ískaldan Somersby í fordrykk.
Um hár sá Theodora Mjöll ásamt teymi og notaði við það vörur frá Label M. Það var svo hún Erna Hrund Hermannsdóttir, kennd við Trendnet, sem hannaði förðunina í anda sýningarinnar með vörum frá L’Oréal. Hún sótti að sjálfsögðu líka innblástur sinn í diskóið og sá til þess að fyrirsæturnar gengu fram á pallinn með sterkan seventies-eyeliner og vel glossaðar varir. Fjaðrir, maxi kjólar, gull og hlébarðamynstur voru áberandi, en förðunin á sýningunni vakti sérstaka athygli.
Við leyfum myndunum að tala sínu máli.