Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Andrea – Förðunin á sýningunni

$
0
0

Á tískusýningu Andreu í Hafnarborg í Hafnarfirði á dögunum var margt um manninn og mikið um dýrðir. Förðunin á sýningunni vakti sérstaka athygli. Það var hún Erna Hrund Hermannsdóttir, kennd við Trendnet, sem hannaði förðunina í anda sýningarinnar með vörum frá L’Oréal. Hún sótti innblástur sinn í diskóið og sá til þess að fyrirsæturnar gengu fram á pallinn með sterkan seventies-eyeliner og vel glossaðar varir. Við gefum Ernu Hrund orðið.

rGtP5knXqcO4mcgwNaQGkkKcIHULAofeg3UZbp_29ZI

Þegar innblástur sýningarinnar var kominn á hreint vorum við Andrea alveg með það á hreinu hvernig förðunin ætti að vera. Við lögðum áherslu á augun og sterka andlitsbyggingu, mikinn ljóma og glossaðar varir. Innblástur förðunarinnar var að sjálfsögðu diskótímabilið á 8. áratug síðustu aldar svo heildarlúkkið, fatnaður, andlit og hár passaði allt saman.

Undirstaða fallegrar förðunar er falleg og vel nærð húð. Ef húðin fær nægan raka endast förðunarvörurnar mun lengur og frísklegri á húðinni. Því valdi Erna Hrund að nota nýja Nutrigold rakakremið frá L’Oreal sem inniheldur örfínar olíuagnir sem gefur húðinni mjúka og fallega áferð. Næst undirbjó hún húðina með því að bera yfir hana nýja Nude Blur kremið frá L’Oreal. Nude Blur kremið minnir helst á primer þar sem það sléttir yfirborð húðarinnar, gerir hana matta og fullkomnar áferðina.

ZevO3kqMcjsg5Uqqh8WK5z6131YsPchsaxXrHASaX2g,CNs4QPYZ5L7mQpLQ8ui4-fmZanXpKJn3Uc9A796_l2c

WePb0M_ON_TBqn1bE4ShhNlpg-WE1tMuFMyBorbRgQ8

Það kom enginn farði til greina annar en nýji Infallible farðinn. Þetta er einn fallegasti farði sem ég hef prófað og hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann gefur náttúrulega þekju en mjög létta, hylur ójöfnur í húðlit en leyfir persónueinkennum húðarinnar eins og freknum að njóta sín og gefur auk þess ljómandi áferð. Þar sem ég vildi geta mótað húðina aðeins með ljósari hyljara valdi ég lit af farða sem hentaði húðtón hverrar fyrirsætu og í sumum tilvikum tók ég lit sem var tóni dekkri.

-Nt_wI0ikEb4gntIq-lDIuTE8dhpg9L4U6_YfvZXPp4

Við vildum hafa dökka hringlótta skyggingu í takt við innblásturinn og því byrjaði á ég því að grunna augnlokin með Color Roche Smoky eyelinerblýanti í dökkbrúnu.

iL_dlWoal-4P13H5H5VAVsfU7ETQPxD25xaX-wL_gwg

 

Ég set þétta og þykka línu þétt uppvið augnhár fyrirsætanna og nota svo förðunarbursta til að dreifa úr litnum, móta hringlótta áferð um augnlokið og læt litinn dofna við augnbeinið. Ég set blýantinn einnig meðfram neðri augnhárum og mýki líka með bursta.

1tFwPw5ai5Ms8ImCXSnd3hSrAez2aYhECbQJbelDDdw

Næst var komið að eyelinernum en í samráði við Andreu ákvað Erna Hrund að hafa línuna þykka og áberandi. Hún notaði Superliner Blackbuster eyelinerinn, þykkan eyelinertússpenna, til að gera flottan og áberandi eyeliner.

wsUauPExuXu_F1wYYdXYhgJ8ZxTlMmwclBpI7wkhNmc

Hún byrjar á því að hafa línuna sem þynnsta, þykkir hana svo smám saman og myndar svo spíssinn. Þegar spíss er gerður á eyeliner er gott að hafa í huga hvar hann á að enda, gera punkt sem markar það og tengja svo við eyelinerlínuna sjálfa. Best er að byrja á því að gera eyelinerlínuna eins báðum megin og snúa sér svo að spíssinum.

Pf1NtwxPDrYapxmChe3v1DwBBkSZ2rFuPP5J7gr4kvc

Næst er komið að augabrúnunum. Ég notaði Color Riche Le Sourcil augabrúnablýant í dekkri litnum til að móta þær og þykkja örlítið. Við Andrea vildum þykkar og áberandi augabrúnir í anda 8. áratugarins.

XC2CPz9VIez1TuKLYXwt7N6INh2t8tWRwZZjjL9sb_g

 

Eftir það var komið að því að móta andlitið enn frekar. Þá tók ég upp Lumi Magique hyljarann sem er léttur með ljómandi áferð og setti í kringum augnförðunina sem ég var búin að gera, meðfram kinnbeinunum. niður með nefinu og á hökuna.

PWHDDU7nlV2wPWeqBdFJivK1UJOgWq7KOtMdMqvqvOg

9hDo72CGVF1MFf4YxpWRTQFbIlKUMIGSWqGUhM4sqUE

Hér gildir að blanda hyljaranum vel saman við farðann með hringlaga hreyfingum til að jafna áferðina og þá eruð þið komið með fallegan contrast í andlitið. Ég jók hann lítillega með því að setja sólarpúður undir kinnbeinin, meðfram hárlínunni og undir kjálkann. Yfir hyljarann setti ég smá af Lumi Magique primernum til að auka ljóma húðarinnar enn frekar. Til að gefa andlitinu smá ferskan lit setti ég True Match blush í lit nr. 365 sem er brúntóna með smá orange undirtón í epli kinnanna.

Andrea og Erna Hrund vildu hafa augnhárin mjög áberandi, löng, falleg og vel aðskilin. Þá kom enginn annar en nýji So Couture maskarinn til greina sem er uppáhalds maskari Ernu þessa stundina. Maskarinn teygir augnhárin upp, aðskilur þau og þykkir í nokkrum strokum. Að auki hrynur hann hvorki né smitast.

IN6fMpbGHSz92V4EyywbZazLW1vp-PApbDldP13PHdw

Ég vildi hafa varirnar í anda Andreu sjálfrar. Mér finnst mjög mikilvægt að heildarlúkkið endurspegli hönnuðinn sjálfan svo ég valdi vörur sem ég vissi að skvísan myndi velja fyrir sig sjálfa. Andrea er mikil gloss kona svo auðvitað urðu varirnar að vera glossmiklar. Til að lýsa þær aðeins settum við Lumi Magique hyljarann yfir varirnar og svo 6 Hour Gloss í lit nr. 103 sem er með léttri bleikri áferð yfir. Ljósi liturinn og sá bleiki voru æðislegir saman.

HPGqX7cF6P4ub5GpSIlhH0dKBWolAipuC0ytB7OjO4o

Allar fyrirsæturnar voru svo með eitt af nýju pastellituðu naglalökkunum frá L’Oreal og í anda fatanna í sýningunni settum við eina umferð af nýju Top Coat lakki sem inniheldur gullflögur yfir neglur baugfingurs.

Rt5P2WUPCalnCLOaJv3qfrk7Ez51FsGVNnPobhokjhE


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283