Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Búðu til ferskan ítalskan ost í eldhúsinu þínu

$
0
0

Ostur er ein af lífsins lystisemdum sem engin kona getur án verið, nema auðvitað hún sé illa haldin af mjólkuróþoli, en ég ætla að gefa mér það að lesendur séu allir sammála mér. Það hlýtur þá að vera draumur hverrar konu að geta búið til ljúffengan ost í eldhúsinu heima. Það hljómar eins og flókinn gjörningur en það er auðveldara en margur heldur. Það er nefnilega ekkert mál að búa til ferskan, ljúffengan og ítalskan ost. Þú getur meira að segja gert það á innan við 60 mínútum. Osturinn sem um ræðir er auðvitað unaðsosturinn Ricotta.

Ferskur Ricotta ostur í ítölsku Lasagna.

Ferskur Ricotta ostur í ítölsku Lasagna.

Þú trúir ekki hversu ótrúlega ljúffengur hann er fyrr en þú snarar þér inn í eldhús, býrð hann til og smakkar.  Það sem fæstir vita er að Ricotta varð til þegar ostabændur á Ítalíu vildu nýta afgangsmysuna sem varð eftir þegar þeir bjuggu til aðra osta. Þeir tóku hana og hituðu upp í 90°C (nálægt suðu) og úr því varð meiri ostur úr mysunni sem annars hefði farið til spillis. Á ítölsu þýðir Ricotta “soðið aftur”. Í dag er hann sko enginn afgangsostur og er notaður svo mikið að hann er oft búinn til beint úr mjólk. Þú getur líka breytt mjólkinni í ost og það besta er að þú átt örugglega allt sem þú þarft til að búa hann til í ísskápnum þínum nú þegar.

Áhöld:

  • Pottur
  • Fín grisja eða taubleyja
  • Sleif
  • Sigti

Hráefni:

  • Nýmjólk
  • Edik eða sítrónusaft
  • Salt

Þú getur keypt öll áhöld sem þú þarft til ostagerðar hjá Ostagerðinni. Hvað fæ ég mikinn ost úr mjólkinni? Þú færð u.þ.b. 100-125 grömm af Ricotta úr hverjum lítra af mjólk. Þú þarft 3 msk. (40ml) af 5% borðediki fyrir hvern lítra af mjólk. Ef þú notar sítrónusaft þá þarftu 6 msk. af saft fyrir hvern lítra af mjólk. Hvernig bý ég til ostinn? fazendo-ricotta-em-simply-recipes-565 homemade-ricotta-david

  1. Hitaðu mjólkina á lágum til miðlungshita að suðu (90°C).
  2. Bllandaðu edikinu eða sítrónusaftinu rólega við mjólkina á meðan hún er að hitna og hrærðu á meðan þú blandar.
  3. Á meðan mjólkin er að hitna að suðu, hrærðu rólega á 5 mínútna fresti.
  4. Þegar mjólkin byrjar að freyða og skipta sér, taktu þá pottinn af hellunni og leyfðu henni að standa í 5-10 mínútur.
  5. Bleyttu grisjuna í köldu vatni og svo máttu vinda það úr grisjunni svo hún sé rök. Svo máttu leggja grisjuna í sigtið.
  6. Settu sigtið yfir vaskinn eða annað fat.
  7. Þegar mjólkin er búin að skipta sér í ost og mysu og standa í smá stund, taktu stærstu ostabitana með ausunni og leggðu þá í grisjuna. Helltu svo restinni af mysunni í gegn um grisjuna.
  8. Ef þú notaðir sítrónusaft, skolaðu ostinn með vatni til að ná sítrónubragðinu úr ostinum. En ef þú kannski vilt hafa sítrónubragð af ostinum þá sleppir þú auðvitað þessu skrefi.
  9. Leyfðu mysunni að síast frá ostinum í 10 mínútur ef þú vilt mjúkan ost. Síaðu í 1 klst ef þú vilt fá þurran ost fyrir Crepes eða Gnocchi.
  10. Taktu ostinn úr grisjunni og settu hann í skál. Blandaðu saltinu við. Mundu að þú getur bætt salti við ostinn, en ekki tekið það úr honum. Blandaðu litlu magni í einu og smakkaðu til.
  11. Settu ostinn í kæli í nokkra daga eða notaðu hann strax.

Í hvað get ég notað Ricotta?

Skoðaðu þig um hjá Ostagerðinni og sjáðu hvort þar sé ekki eitthvað sem þú, hin upprennandi ostagerðarkona, gætir nýtt þér við iðkun á nýja áhugamálinu. Hvernig hljómar til dæmis að búa til þinn eigin Camembert?

Heimagerður Camenbert.

Heimagerður Camenbert.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283