Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fimm bestu veitingahúsin í Reykjavík

$
0
0

Vefsíðan Tripadvisor er frábær fyrir ferðamenn sem eru að skipuleggja ferðir á nýja staði.  Á Tripadvisor er hægt að nálgast umsagnir ferðalanga sem nýta sér þjónustu hótela og veitingahúsa víðsvegar um heiminn. Þú getur gengið að því vísu að finna marktækar og gagnlegar upplýsingar og þetta getur auðveldað þér val á hótelum, veitingastöðum og markverðum stöðum sem gaman er að heimsækja og skoða.

Íslensk hótel og veitingahús eru þarna vegin og metin og við skoðuðum hvaða fimm veitingahús í Reykjavík þykja bera af að mati ferðamanna.

Fyrst ber að telja Friðrik V sem er í 1. sæti af þeim 287 veitingahúsum í Reyjavík sem fá umsagnir á Tripadvisor.

Screen Shot 2014-07-01 at 07.27.24 e.h.

Ferðamenn spara ekki hrósið handa veitingastaðnum Friðrik V.

Screen Shot 2014-07-01 at 07.19.46 e.h.

Fast á hæla Friðrik V. er veitingahúsið Grillmarkaðurinn sem er í 2. sæti yfir bestu veitingahús höfuðborgarinnar.

Screen Shot 2014-07-01 at 07.30.05 e.h.

Gestir lofa Grillmarkaðinn í hástert og einn gesturinn vill sæma staðinn Michelin stjörnu.

Screen Shot 2014-07-01 at 07.32.36 e.h.Í 3. sæti er veitingahúsið Fiskfélagið við Grófartorg.

Screen Shot 2014-07-01 at 11.31.36 e.h.Gestir eiga ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni og sumum finnst þeir hafa fengið besta matinn á Íslandi Hjá Fiskfélaginu.

Screen Shot 2014-07-01 at 11.31.49 e.h.Sjávargrillið á Skólavörðustíg er í 4. sæti á lista Tripadvisor.

Screen Shot 2014-07-01 at 11.42.29 e.h.Staðsetningin Sjávargrillsins þykir frábær að mati ferðamanna og þjónustu og matreiðslu er hælt á hvert reipi.

Screen Shot 2014-07-01 at 11.45.51 e.h.Fiskmarkaðurinn er í 5. sæti af þeim 287 veitingastöðum Reykjavíkur sem nefndir eru á Tripadvisor.

Screen Shot 2014-07-01 at 11.48.06 e.h.Við megum sannarlega vera stolt af öllum þessum glæsilegu veitingahúsum í hjarta borgarinnar og einn gestur Fiskmarkaðarins er svo hrifinn að hann segir að máltíðin á Fiskmarkaðinum sé ein sú besta sem hann hefur gætt sér á um dagana.

Screen Shot 2014-07-01 at 11.49.33 e.h.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283