Burger King hamborgarakeðjan setti af stað óvanalega herferð í kringum gleðigönguna (Gay pride) í San Fransisco 2014. Burger King bauð gestum sínum að prófa „The proud Whooper“ sem mætti kannski útleggja sem gleðiborgarann eða hinsegin borgarann á íslensku.
En hvað var frábrugðið við þennan hamborgara? Var bragðið öðruvísi? Viðbrögð gesta voru á ýmsa vegu en mörgum var komið þægilega á óvart og skilaboðin hittu beint í mark. Vel heppnað hjá Burger King.