Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Volg súkkulaðikaka með hindberjasósu

$
0
0

Það er fátt betra en súkkulaðikaka beint úr ofninum! Kökuna þarf hins vegar ekki að baka sjálfur, því Frödinge Kladdköku finnur þú í frystinum í helstu verslunum. Kakan er dásamlega ljúffeng og minnir um margt á hina sívinsælu frönsku súkkulaðiköku. Það er stórsniðugt að eiga kökuna í frystinum og geta galdrað fram eftirrétt fyrir sex á örskömmum tíma.

Screen Shot 2014-07-03 at 10.14.29 e.h.

Takið kökuna úr frysti og látið þiðna í 45 mínútur. Þá er kakan tilbúin til framreiðslu! En það er líka gott að taka kökuna úr pappírsmótinu, setja hana í form skella henni inn í heitan ofn í nokkrar mínútur svo hún bragðist eins og nýbökuð. Setjið á fallegan disk og berið fram með þeyttum rjóma eða uppáhaldsísnum ykkar ásamt hindberjasósu sem við gefum uppskrift af hér að neðan. Skreytið gjarnan með ferskum hindberjum.

670px-Make-Raspberry-Sauce-from-Frozen-Raspberries-Step-002

Hindberjasósa
½ bolli sykur
3 msk vatn
340 gr frosin hindber
1 tsk kirsuberjalíkjör ef vill

670px-Make-Raspberry-Sauce-from-Frozen-Raspberries-Step-004

Þýðið hindberin. Hitið sykurinn og vatnið í litlum potti við miðlungshita, hrærið í af og til og hitið í um 5 mínútur eða þar til sykurinn hefur leyst upp.

how-to-make-symple-syrup-recipe

 

Blandið svo í blandara, matvinnsluvél eða með töfrasprota ásamt hindberjunum. Sigtið sósuna ef þið viljið losna við fræin, og ef þið notið kirsuberjalíkjör er honum bætt út í núna. Hitið aftur í potti í stutta stund ef þið kjósið heita sósu, en einnig má kæla sósuna og bera fram kalda. Hindberjasósan geymist vel í kæliskáp í lokuðu íláti, eða í allt að 5 daga.

IMG_0166


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283