Zack Danger Brown frá Columbus, Ohio ákvað að prófa að pósta djókverkefni á hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter.com. Á Kickstarter hafa margið fundið fjármagn til skapandi verkefna. Á örfáum dögum hefur Zack tekist ætlunarverk sitt og gott betur en hann sótti um 10 dollara styrk til að búa til kartöflusalat.
Zack kynnti verkefnið sitt á eftirfarandi hátt.
Ég ætla bara að búa til kartöflusalat. Ég er ekki búinn að ákveða hvernig salat ennþá.
Enn er mánuður til stefnu en verkefnið hefur nú fengið tæplega hálfa milljón í styrki víðsvegar að úr heiminum.
Á Kickstarter gefa styrkþegar þeim sem styrkja verkefni gjafir fyrir fjárframlögin og ein af gjöfum Zack var að segja nafn viðkomandi meðan á salatgerðinni stæði.
Zack getur búist við að þurfa að þylja upp nöfn ansi margra á næstu vikum eða eins og hann sagði við aðdáendur sína í síðustu stöðuuppfærslu á Kickstarter:
Þakka ykkur öllum fyrir að láta drauma mína rætast. Ég get ekki beðið eftir að segja nöfnin ykkar á meðan ég bý til kartöflusalatið.
Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta gert það hér. Fyrir einn dollar mun Zack Danger Brown segja nafnið þitt upphátt meðan á salatgerðinni stendur.