Flugvél frá malasíska flugfélaginu á leið frá Amsterdam til Kúala lúmpúr brotlenti í Úkraínu nálægt rússnesku landamærunum fyrr í dag. Farþegar um borð voru 280 talsins og 15 starfsmenn. Vélin var í 32 þúsund fetum þegar hún hrapaði til jarðar. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra Úkraínu fullyrðir að vélin hafi verið skotin niður.
↧