Mynd eftir listamanninn Jóhann Ludwig Torfason sem hann birti á Facebook síðu sinni hefur vakið mikla athygli enda setur hún átökin í Palestínu í áranna rás í samhengi sem hvert barn getur skilið. Við fengum leyfi hjá Jóhanni til að birta myndina hér og heyrðum örstutt í honum.
„Myndin er auðvitað unnin upp úr sambærilegri þekktri mynd af Palestínu/Ísrael sem ég hef margoft skoðað. Þessi hugmynd poppaði upp í kollinn minn á mótmælafundi nú í vikunni.“
„Í myndinni tek ég ekki neina sérstaka afstöðu heldur sýni aðeins blákaldan landfræðilegan samanburð. Ég hef verið kvattur til að sýna USA í sama ljósi sem væri trúlega ágætis pæling en finnst þetta nógu skýrt. Fólk getur svo notað ímyndunaraflið til að heimfæra þetta upp á hvaða land sem er. Alla jörðina þessvegna.“