Ungur ljósmyndari Gabe mcClintock tók ljósmyndir af brúðhjónum sem hafa verið birtar í blöðum og vefmiðlum víða um heim. Myndirnar hans sem allar eru teknar í íslenskri náttúru eru ótrúlega fallegar og Kvennablaðið hafði upp á Gabe og fékk leyfi til að að birta myndirnar hans hér.
Við urðum að spyrja hann hvernig hefði verið að koma hingað og hver upplifun hans hefði verið af landinu okkar. Við skulum gefa Gabe orðið:
Að mínu viti er Ísland fullkomið. Það er svo hrátt, náttúrulegt og fallegt að mér fannst eins og ég hefði ferðast aftur í tímann. Landið er töfrum líkast og það er ekki hægt að skilja það til fullnustu fyrr en maður heimsækir landið sjálfur og sér það með eigin augum. Ég get ekki beðið eftir að fara þangað aftur og kynnast betur þessari ótrúlegu fegurð.
Sarah and Josh frá Ohio ákváðu þegar umstangið við væntanlegt brúðkaup þeirra varð þeim ofviða að stinga af frá öllu saman og gifta sig í næði á Íslandi. Þau tóku ljósmyndarann Gabe með í för og afraksturinn er glæsilegur. Hér eru nokkrar myndir úr þessari fallegu myndaseríu og endilega fylgist með Gabe á Facebook.