Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hr. Obama, áttu tilfinningar til?

$
0
0

Norski læknirinn Mads Gilbert sem starfar sem læknir í Shifa, Gaza, skrifar bréf sem birt er á MEMO.  Hann lýsir skelfingunum sem hann upplifði aðfaranótt sunnudagsins 20. júlí þegar ísraelski herinn hóf landhernað á Gaza og þeim afleiðingum sem það hafði í för með sér:

… bílfarmar með sundurlimuðu, blæðandi, skjálfandi, deyjandi – særðum Palestínubúum á öllum aldri, allt óbreyttir borgarar, allir saklausir.

(Getty images)

(Getty images)

Hann lýsir álaginu sem er á starfsfólki spítalanna á Gaza en það vinnur 12 – 24 tíma vaktir undir ómannlegu álagi og að sögn Mads hefur starfsfólkið allt verið launalaust sl. fjóra mánuði.  Hann segir að samstarfsfólk sitt eigi fullt í fangi að átta sig á þessari óskiljanlegu ringulreið sem hann lýsir svo:

 … líkamar, útlimir, þeir sem geta gengið, þeir sem eru ógangfærir, sumir draga andann, aðrir anda ekki, sumum blæðir, öðrum blæðir ekki. MANNESKJUR!

Mads-Frederick-Gilbert

Mads Frederick Gilbert

Mads leynir ekki andúð sinni á Ísraelsher.

„Eina ferðina enn fer “siðprúðasti her veraldar” (sic)!” með þetta fólk eins og skepnur.“

Mads skrifar um virðinguna sem hann ber fyrir þeim særðu, þrautseigju þeirra og styrk þrátt fyrir þjáningar þeirra og segir að nándin við Palestínumenn gefi honum styrk til að vinna störf sín þó að það komi þau augnablik að hann vilji helst öskra.

Við fengum meira en 100 tilfelli til okkar síðasta sólarhring. Það myndi nægja spítala sem væri fullmannaður og öllum tækjum búinn, en hér – höfum við varla neitt; ekkert rafmagn, vatn, umbúðir, lyf.  Skurðarbekkir, tæki, mónitorar – allt kolryðgað eins og minnisvarðar um spítala fortíðarinnar … Þegar ég skrifa þessi orð, einn í rúminu mínu, renna tárin, þessi heitu tilgangslausu tár sársauka og sorgar, tár reiði og ótta.
Er þetta virkilega að gerast?!

Screen Shot 2014-07-20 at 09.58.04 e.h.

Í lok bréfsins talar Mads beint til Obama Bandaríkjaforseta vegna vopna þeirra sem beitt er af Ísraelsher eða eins og Mads segir:

„… sem mörg hver eru hönnuð og kostuð af Bandaríkjunum“ og skrifar:

„Hr. Obama, áttu tilfinningar til?

Ég býð þér að vera eina nótt – bara eina nótt – með okkur í Shifa. Dulbúinn sem ræstingamaður til dæmis.

Ég er þess fullviss, 100% viss um að það myndi gjörbreyta framvindu mannkynssögunnar.

Enginn mennskur maður, hvað þá maður með völd myndi dvelja eina nótt hér í Shiva án þess að sannfærast um það að slátrun palestínsku þjóðarinnar verður að stöðva …

… Gerðu það. Gerðu það sem þú getur.

Þetta, ÞETTA getur ekki gengið lengur.

Mads Gilbert MD PhD


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283