Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Þekktu rétt þinn í samskiptum við lögregluna

$
0
0

Snarrótin – samtök um borgarleg réttindi, gaf út nýtt plakat fyrir verslunarmannahelgina, í náinni samvinnu við Gísla Tryggvason, lögmann og ráðgjafa samtakanna. Plakatinu er ætlað að skýra rétt borgara í samskiptum við valdstjórnina, einkum hvað varðar reglur um leit á fólki og í fórum þess.

snrrot1

Snarrótin gaf einnig út endurbætta gerð af „borgararéttindakortinu“, sem upphaflega var gefið út í tengslum við Eistnaflug og ATP hátíðina á Ásbrú.

ATP Cover

Snarrótin biður þá sem sættu ólögmætri og/eða tilefnislausri leit á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum að hafa samband. Mikilvægt er að safna upplýsingum um notkun hunda á hátíðinni, sem og hvort dæmi eru um að gestir hafi sætt hótunum um handtöku og harðræði ef þeir afþökkuðu leit. Snarrótin fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Snarrótin er einnig á Facebook þar sem hægt er að senda skilaboð. Netfangið er snarrotin@snarrotin.is

 

snarrot2


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283