Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all 8283 articles
Browse latest View live

„Ég tel Ísland ekki eiga erindi í Evrópusambandið“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Svandís Svavarsdóttir

Flokkur: Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður

Sæti á lista: 1. sæti

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

 Ég hef brennandi á huga á stjórnmálum, samfélagsmálum hvers konar og hugsjóninni um réttlátara samfélag og náttúruvernd.

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?

Félagslegt réttlæti, jöfnuður, náttúruvernd, loftslagsmál, kvenfrelsi og friður.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Vegna þess að grunnstoðir VG ríma algerlega við mínar pólitísku áherslur.

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Nelson Mandela, Gro Harlem Bruntland, Katrínu og svo pabba.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Eins og siðferðis yfirleitt, bæði góð og síðri. Þarf að ræða umtalsvert betur frá öllum hliðum.

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Ef mál Sigmundar hefði ekki vegið svo þungt sem raun ber vitni þá er ljóst að staða Bjarna og Ólafar hefði verið umtalsvert erfiðari.

 

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Vegna þess að málið endurspeglaði alvarlega muninn á þeim ríku og þeim sem minna hafa um allan heim. Á Íslandi var höggið enn meira vegna aðkomu ráðamanna að því sem afhjúpað var í skjölunum.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Skattaskjól grafa undan velferðarkerfum um allan heim.

 

VGrvks_SvandisSvavars-171-495x373

Hvernig var fyrsti dagurinn þinn á þingi?

Sérkennilegur þar sem ég var þá þegar orðin ráðherra og mætti í þingið til að mæla fyrir stjórnarfrumvarpi um flúoreraðar gróðurhúsalofttegundir.

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Stjórnmálaflokkarnir verða að axla sína ábyrgð á stöðu kynjanna á þinginu með því að beita virkum leiðum til að tryggja jafnvægi milli kynja á framboðslistum.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla?

Engra hagsmuna en á aftur á móti samleið með mörgum náttúruverndarsamtökum og öðrum samtökum sem hafa sömu hugsjónir og stefnumál og VG.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Þeim flokkum sem aðhyllast félagsleg sjónarmið og umhverfisvernd.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Ef einhverjir flokkar hafa rasisma og útlendingahatur á sinni dagskrá koma þeir ekki til greina sem samstarfsaðili.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Þeir hópar sem ekki eiga rödd, börn, aldraðir, öryrkjar, fatlað fólk, innflytjendur, minnihlutahópar, – aðrir sem gleymast þegar frekjustjórnmálin taka völdin. Og kannski þarf athygli stjórnmálamanna fyrst og fremst að beinast að komandi kynslóðum.

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Skattkerfi er mikilvægt jöfnunartæki.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Stjórnmálin eiga að fjalla um hvort tveggja og stjórnarskráin ekki síst. Einnig má þá nefna svokölluð sameiginleg mannréttindi sem fela í sér réttinn til þróunar, friðar og heilsusamlegs umhverfis.

 

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Mér finnst bæði kostir og gallar við hugmyndina. Hætt er við því að gallar prófkjöra færist inn í kjörklefann og einstaklingssjónarmið ráði för í of ríkum mæli. Hins vegar er mikil eftirspurn eftir því að kjósendur geti haft meiri áhrif hvað þetta varðar en nú er. Það er sjálfsagt að hlusta eftir því og stíga skref í áttina að meira persónukjöri.

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings?

Allt of lítill hluti auðlindarentunnar rennur til samfélagsins og verður að grípa inn í það með afgerandi hætti. VG leggur áherslu á þrjú markmið í góðu fiskveiðistjórnunarkerfi; að arðurinn af auðlindinni renni til fólksins, að nýting auðlindarinnar sé með sjálfbærum hætti og að byggðasjónarmið séu höfð í huga til að forðast kollsteypur í byggðaþróun.

svandis svavarsHverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Félagslegar afleiðingar eru fyrst og fremst mikil byggðaröskun auk þess hversu alvarleg áhrif á samfélagssáttmálann það hefur að meginhluti hagnaðarins í greininni safnist á fárra hendur á kostnað heildarinnar.

Ef þú kallar eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu: hvers vegna ættir þú og þinn flokkur að vera fær um að innleiða breytingar og koma á sátt í máli sem deilt hefur verið um áratugum saman?

Vegna þess að við leggjum áherslu á að sáttin þarf að verða með því að koma almenningi að borðinu með einhvers konar þjóðfundi um þróun hennar.

Afstaða til landsdóms? Var réttmætt að þínu mati að kalla hann til og rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra? Hver er afstaða þín til niðurstöðu dómstólsins?

Landsdómur er úrræði í núverandi löggjöf og er því það ferli sem gildir. Á grundvelli rannsóknarskýrslu alþingis þurftu þingmenn að taka afstöðu til tillögu þingmannanefndar í málinu. Þingflokkur VG greiddi atkvæði með því að fjórir ráðherrar yrðu ákærðir á efnislegum grunni. Niðurstaða dómsins var vel rökstudd.

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Kjarninn er sá að ráðherra vék ekki tafarlaust þegar rökstuddur grunur vaknaði um að upplýsingum um hælisleitanda hefði verið lekið skipulega út frá ráðuneytinu. Síðar kom í ljós að aðstoðarmaður ráðherra hafði beina að komu að málinu. Málið var afar alvarlegt þar sem um opinbert vald er að ræða frammi fyrir hælisleitanda í afar veikri stöðu sem sannarlega þarf á vernd og skilningi stjórnvalda á öllum stigum. Skilningsleysið sem hin pólitísku viðbrögð endurspegluðu var ekki síður ámælisvert.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Ég styð opinberan stuðnings við innlenda matvælaframleiðslu og landbúnað. Þessi samningur er hins vegar slæmur fyrir tiltekna hópa bænda og ekki síður neytendur. Við lögðum áherslu á að koma að jákvæðum breytingum í meðferð málsins í þingnefnd, t.a.m. á endurskoðunarákvæði, dýravelferðarsjónarmið, og ekki síst umhverfissjónarmið. Þar tókst að hafa nokkur áhrif þótt ekki væru þau fullnægjandi. Niðurstaðan varð sú að lög um búvörusamning voru samþykkt á ábyrgð stjórnarflokkanna í lokuðu og afar takmörkuðu samráði og því engin leið að styðja samninginn eins og hann var afgreiddur frá þinginu að lokum.

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Ég tel Ísland ekki eiga erindi í Evrópusambandið.

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Já, á því er enginn vafi.

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Í huga einhverra.

Hvers vegna telur þú að ungt fólk hafi dregist svo aftur úr að því er varðar lífsgæði, efnahag og bjartsýni frá því sem áður var?

Vegna þess að stjórnvöld hafa ekki haldið málefnum ungs fólks á dagskrá nema þeirra sem þegar búa við efnahagslega forgjöf.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Of ströng. Við eigum að leggja af að beita fyrir okkur Dyflinnar-reglugerðinni. Hún er tímaskekkja. Ísland á að axla sinn skerf af ábyrgð á afleiðingum stríðsátaka og loftslagsbreytinga meðal annars með því að taka á móti fleiri flóttamönnum.

Hvað finnst þér um þá stefnu að byggja smærri íbúðir fyrir ungt fólk? Hvers vegna á ungt fólk ekki að geta fjárfest í íbúðum af hefðbundinni stærð?

Mikilvægt er að bjóða upp á sveigjanleika í stærðum en má aldrei vera á kostnað aðgengis eða gæða.

Rétt eða rangt: Séreignarstefnan er góð stefna sem flokkarnir ættu að sameinast um að viðhalda og virkja að nýju?

Séreignarstefnan getur aðeins verið hluti af húsnæðisstefnunni. Leiguhúsnæði þarf að vera aðgengilegt, fjölbreytt og bjóða þarf upp á opinberan stuðning til leigjenda.

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Við setjum uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang með tilvísun til þeirrar undirskriftasöfnunar sem hér er nefnd.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Opinbert heilbrigðiskerfi á félagslegum grunni er það sem mikill meirihluti þjóðarinnar vill sjá til framtíðar. VG er sammála því. Heilbrigðiskerfi á ekki að vera gróðavegur fyrir neinn.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Á sama hátt leggjum við áherslu á öfluga opinbera skóla þar sem lögð er áhersla á jafnrétti til náms, öfluga menntun á öllum skólastigum um allt land.

 

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara?

Ég hef áhyggjur af því að fáir sækja leik- og grunnskólamenntun og tel að grípa þurfi til einhverskonar aðgerðaáætlunar til að stemma stigu við þeirri þróun. Ekki síst þarf að beina sjónum að kjörum og starfsumhverfi þessara stétta og einnig tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem verja stórum hluta sinna útgjalda til skólastarfs. Hlut sveitarfélaganna þarf að auka.

Hver er afstaða þín til örlaga nýrrar stjórnarskrár?

Það á að byggja á drögunum sem voru lagðar fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta kjörtímabili. Þeirri vinnu á að ljúka í samræmi við þann vilja sem þar kom fram.

Er 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

Algjörlega. Meira að segja hófleg krafa miðað við framfærsluviðmið og raunverulegan kostnað við daglegt líf.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

Þær eru takmarkaðar og koma alls ekki öllum til góða. Tillögur af þessu tagi sem koma seint fram og ná ekki þeim markmiðum sem látið er í veðri vaka að séu undir eru ekki fullnægjandi. Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögur við frumvarpinu. Þeim var hafnað.

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

50 milljarðar króna þegar allt er talið. Sú tala er fjármögnuð að fullu í ríkisfjármálastefnu VG.

 


„Fulltrúar ríkisstjórnarinnar eiga að vinna að almannahag, ekki sínum eigin sérhagsmunum“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Dagný Rut Haraldsdóttir

Flokkur: Björt framtíð

Kjördæmi: Norðaustur

Sæti á lista: 2. sæti

„Minna vesen – meiri sátt,“ eru skilaboð Dagnýar til kjósenda. Hún segir geðheilbrigðismál sér hugleikin. „Ég tel að við getum gert miklu betur og gert það miklu fyrr. Staða geðheilbrigðismála fyrir börn og unglinga t.d. í norðaustur kjördæmi er virkilega slæm, aðgengi lítið sem ekkert og biðin löng. Þessi mál á að setja í forgang!“ Dangý vill innleiðingu sáttamiðlunar í löggjöfina – bæði í einkamálum og sakamálum. „Sáttamiðlun sparar bæði tíma og peninga. Ergo – minni sóun!“

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Það var leitað til mín og mér fannst ég ekki geta skorast undan þeirri ábyrgð. Ég hef fylgst vel með málefnum líðandi stundar og hef á þeim skoðanir. Þar að auki eiga allir að geta látið að sér kveða í stjórnmálum, hvort sem þeir hafa alist upp í flokkum eða koma nýir inn.

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?

Heilbrigðis- umhverfis- og húsnæðismálin eru mínar helstu áherslur núna.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Flokkur sem setur það sem aðaláherslu að vernda almannahagsmuni fremur en sérhagsmuni er flokkur að mínu skapi.

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Norski forsætisráðherrann, Katrín Jakobs fyrir það að vera skýr og sleppa öllum málalengingum og Björt Ólafsdóttir fyrir það að vera hrein og bein, segja það sem hún meinar og meina það sem hún segir! Síðast en ekki síst Brynhildur Pétursdóttir, því hún er bara frábær.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Er eitthvað sérstakt siðferði til staðar?

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Ég á erfitt með að átta mig á af hverju þau hafa sloppið eins vel frá umfjöllun og raun ber vitni. Það er háalvarlegt mál þegar manneskjur í slíkum ábyrgðarstöðum tengjast spillingu og enn alvarlegra að reynt sé að gera lítið úr því. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar eiga að vinna að almannahag, ekki sínum eigin sérhagsmunum.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Því það sem þar kom fram stangast á við siðferðilegar kröfur almennings.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Skattaskjól standast ekki siðferðilegar kröfur!

Hvað er kvíðvænlegast við þá tilhugsun að takast á við þingstörf?

Að standa undir því trausti sem mér var sýnt, að vera valin í 63 manna hóp til setu á Alþingi er gríðarstórt hlutverk og því ber að taka alvarlega. Einnig það að klikka á dresscode-inu!

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Ég tel aðrar lausnir en kynjakvóta heillavænlegri til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi. Stundum getur kynjakvóti þó reynst besta leiðin, en þá tímabundið.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla?

Ég hef engra hagsmuna að gæta. Ég sit í stjórn Sáttar – félags sáttamanna og stjórn Íslenskrar ættleiðingar. Ég mun gæta þess að sú seta standist allar siðferðilegar kröfur.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Það á ekki að útiloka neitt, nema Íslensku þjóðfylkinguna og aðra flokka sem ala á útlendingahatri.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Íslenska þjóðfylkingin er þar fremst í flokki.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Aldraðir og öryrkjar ættu að vera í fyrsta sæti. Skólafólk, allt frá leikskólum til háskóla, er þar líka. Ef við stöndum okkur ekki þar munum við missa mikið af fólki úr landi, sem jafnvel sér ekki hag sinn í að koma til baka.

dagny-rut-haraldsdottir-2

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Björt framtíð leggur áherslu á að tilgangur sé einkum að fjármagna velferðarþjónustu og sameiginlegar framkvæmdir t.d. vegakerfi og orkuflutninga.  Skattkerfi þarf að vera þannig að undanskot séu lágmörkuð og laust við óþarfa flækjur.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Ríkið hefur hlutverki að gegna að gera einstaklingum auðvelt að velja þann kost sem eflir heilsu og lífsgæði.  Refsingar geta verið nauðsynlegar þegar alvarlegar er brotið á mannréttindum.

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Ég er mjög opin fyrir persónukjöri og tel að við ættum að taka þá umræðu. Slíkt getur þó orðið flókið í framkvæmd, en ekki ógerlegt.

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings?

Engan veginn. Björt framtíð leggur áherslu á að greitt sé eðlilegt gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda. Björt framtíð vill innleiða gagnsætt útboðsferli og greitt verði gjald fyrir nýtingu auðlinda á markaðsforsendum.

Hverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Dæmi um slíkar afleiðingar eru neikvæð áhrif á búsetu einstaklinga þegar einstaklingar missa skyndilega viðværi sitt eða störf við fiskveiði þegar kvóti er seldur og vinnsla er flutt á milli svæða eða skyndilega lokað.

Ef þú kallar eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu: hvers vegna ættir þú og þinn flokkur að vera fær um að innleiða breytingar og koma á sátt í máli sem deilt hefur verið um áratugum saman?

Björt framtíð leggur áherslu á að greitt sé eðlilegt gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda. Björt framtíð vill innleiða gagnsætt útboðsferli og greitt verði gjald fyrir nýtingu auðlinda á markaðsforsendum. Hér er sáttaleið mikilvæg sem Björt framtíð leggur sérstaka áherslu á í öllum sínum stjórnmálum.

Afstaða til landsdóms? Var réttmætt að þínu mati að kalla hann til og rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra? Hver er afstaða þín til niðurstöðu dómstólsins?

Björt framtíð hefur ekki mótað afstöðu til þessa máls.

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Kjarninn í málinu var trúnaðarbrestur. Það var alvarlegt þegar opinberir starfsmenn eru þátttakendur í slíku.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Ef ég hefði átt sæti á þingi hefði ég greitt atkvæði á móti samningnum.

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Ég vil hefja viðræður að nýju og fá upplýsta umræðu um hvað innganga þýðir fyrir landið – kosti og galla.

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Að sjálfsögðu voru það svik á loforðum.

 

dagny-rut-haraldsdottir-bjo%cc%88rt-framtid-1

 

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Ekki samkvæmt mínum skilningi orðsins.

Hvers vegna telur þú að ungt fólk hafi dregist svo aftur úr að því er varðar lífsgæði, efnahag og bjartsýni frá því sem áður var?

Skipulag samfélagsins hefur ekki tekið nægjanleg mið af þörfum og lífsgæðum ungs fólks t.d. varðandi menntun, búsetu, húsnæði, foreldraorlof og dagvistun. Ég tel að margt ungt fólk hafi misst trú á framtíð sína hér á landi, sjái ekki næga von í búsetu hér á landi.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Stefnan er of ströng en ný útlendingalög eru skref í áttina.  Það þarf t.d. ekki tæknilega séð að fylgja Dyflinarsáttmálanum, notkun er valfrjáls sem getur dregið verulega úr möguleikum einstaklinga að koma hingað til lands.

Hver er afstaða þín til hagfræðiskóla John Maynard Keynes, að því er varðar hagstjórnunar- og sveiflujöfnunarhlutverk ríkisvaldsins?

Björt framtíð leggur áherslu á að í góðæri sé safnað í ríkissjóð og ríkið dragi úr sköpun starfa en hins vegar þegar að kreppir sé hlutverk ríkisins að styðja við að hjól atvinnulífsins fari af stað. Grunnskyldur ríkisins eru samt sem áður þær sömu sem snúa að velferðarþjónustu, samgöngum og öryggi þjóðarinnar.

Hvað finnst þér um þá stefnu að byggja smærri íbúðir fyrir ungt fólk? Hvers vegna á ungt fólk ekki að geta fjárfest í íbúðum af hefðbundinni stærð?

Björt framtíð leggur áherslu á að ungt fólk, eins og aðrir,  hafi val um hvers konar húsnæði fest eru kaup á.  Minna húsnæði er oftast ódýrara og þess vegna rökrétt að framboð af slíku húsnæði sé fyrirliggjandi. Björt framtíð leggur sérstaka áherslu á litlar íbúðir og stærri íbúðir séu aðgengilegar öllum.

Rétt eða rangt: Séreignarstefnan er góð stefna sem flokkarnir ættu að sameinast um að viðhalda og virkja að nýju?

Björt framtíð leggur áherslu á blandað framboð af séreignum og leiguhúsnæði sem er grunnur þess að einstaklingar hafi val.

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Ekki spurning!

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Ekki er þörf á aukinni aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt er að bæta eftirlit með aðgengi og gæðum allrar heilbrigðisþjónustu og meðferð fjár.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Það er mikilvægt að markaðurinn sé þannig að það sé hægt, en Björt framtíð telur það ekki nauðsynlegt í dag. Frekar þarf að huga betur að menntakerfinu eins og það er og auka fjölbreytileika í takt við einstaklingsmiðað nám.

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara?

Já ég hef þónokkrar áhyggjur. Fagmenntuðum kennurum fækkar sífellt og því þarf að leggja sérstaka áherslu á að fjölga menntuðum leik- og grunnskólakennurum og að tryggja að starfsumhverfi þeirra og launakjör séu góð.

Hver er afstaða þín til örlaga nýrrar stjórnarskrár?

Björt framtíð leggur þunga áherslu á að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá Íslands í samræmi við vilja þjóðarinnar, eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar haustið 2012.

Eru 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

Björt framtíð leggur áherslu á að öllum einstaklingum séu tryggð lágmarkslaun, að minnsta kosti 300 þúsund krónur.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

Björt framtíð hefur ásamt öðrum flokkum í minnihluta lýst verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka lífeyri.

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

Björt framtíð er ekki með eiginleg kosningaloforð. Björt framtíð leggur áherslu á að í aðdraganda kosninga sé talað um grundvallarmálefni, meginreglur, ábyrga meðferð ríkisfjár og áætlanir um fjárútlát.

Ég vil fá launin mín

$
0
0

Ásta Jensen skrifar:

Ég á ekki orð yfir því sem ég hef komist að. Ég er öryrki og ætlaði nú að vera rosalega dugleg að reyna að vinna lítillega vegna lágs örorkulífeyris. Þá myndi stolti mínu og virðingu vera bjargað þar sem ég hef heyrt á fólki í kringum mig í þjóðfélaginu að þessir öryrkjar eru bara aumingjar sem eru að mergsjúga skatta hins vinnandi manns. Ég er með geðhvörf og svo á ég verulega þroskaskertan son sem ég hef verið að ala upp og tel mig nokkuð góða, þar sem hann er 16 ára og þarf 24 klukkatíma ummönnun á sólahring.

Ég er að vakna kl 05:45 á morgnana til að mæta í vinnu. Ég þarf svo að koma mér heim þar sem sonur minn er sofandi (taktu eftir, ég skildi hann eftir). Þá þarf ég að undirbúa hann til að fara í skólann kl 08:30. Eftir það er spurning hvort ég geti lagt mig til að vinna upp svefn vegna þess að ég kemst ekki í rúmið fyrr en kl 11 eða 12 á kvöldin þar sem strákurinn er stundum vakandi þangað til. Ef ég missi svefn getur geðsjúkdómurinn tekið sig upp að nýju og ég enda á geðdeild og þá þarf að koma honum í vistun í fjórar vikur. Þetta er er bara lífið. Það sem ég geri til að halda mig frá veikindum er að ná góðum svefn, hreyfa mig, taka lyfin og borða holla fæðu og síðast en ekki síst fjárhagslegt öryggi. Röskun á einhverju af þessu getur ýtt mér upp í maníu. 

Örorkulífeyrinn minn er rúmar 207 þúsund krónur eftir skatt. Atvinnutekjur mínar eru 25.000 kr. í laun á mánuði fyrir skatt. Ég komst að því að þetta kemur þannig út fyrir mig að ef ég er að fá 25.000 kr. í laun á mánuði fyrir skatt, þá missi ég framfærsluuppbót sem er 20.393. Síðan er dreginn fullur skattur af launum og lífeyrinum og þá fæ ég samanlagt 209.415 krónur útborgað. Vegna krónu á móti krónu skerðinga er ég er með 2.268 krónur aukalega á mánuði þó svo ég vinni mér inn 25.000 kr. (15.718 kr. eftir skatt). Krónu á móti krónu skerðingin fellur fyrst út þegar ég hef unnið mér inn meira en 20.393 kr. á mánuði og þá fyrst get ég nýtt mér frítekjumark fyrir atvinnutekjur sem er rúmar 109 þús. kr á mánuði.

Ef ég reyni að auka við mig vinnu þannig að ég fái nú 50.000 krónur í laun fyrir skatt er ég með 17.357 krónur aukalega (eftir skatt) á mánuði. Þetta þýðir að ef ég næði að vinna fleiri tíma þá batnar staðan og ég fer að sjá einhvern pening sem er í áttina að takmarki mínu s.s 25.000 kr. aukalega. En ég er bara ekki með starfsgetuna til að vinna meira en 2-3 tíma á dag og það þýðir að ég er föst í þessari gryfju. Ég gæti ekki einu sinni borgað barnapössun fyrir drenginn þennan tíma. 14 ára stelpa myndi ekki þiggja þessi laun og ég get ekki látið yngri en 18 ára manneskju passa fyrir mig.

Þetta þýðir að ég þarf að vakna fyrr, skilja strákinn lengur eftir heima til að sjá einhvern pening. Þetta kalla ég ekki hvetjandi kerfi. Hvar er gulrótin mín? Er verið að hvetja til þess að fólk vinni svart? Hvaða tekjur ætlið þið þá að hafa til að geta borgað örorkulífeyrir eða ellilífeyri? Ég skil ekki þessi vinnubrögð. Hvernig ætlist þið til að fólk í minni stöðu fari að reyna að vinna? Þetta fær mig til að missa kjarkinn og ég get ekki haft nein áhrif á það að reyna að vinna mér inn 25.000 krónur sem er mikill peningur fyrir öryrkja. Strákurinn minn á eftir að lenda á örorku og lendir í þessu sama. Viljið þið að mér og öðrum öryrkjum líði þannig að við séu einskisnýtir aumingjar. Þið verðið að bæta þetta. Annars gefst fólk upp.

Ég hef reynt að sækja um vinnu á daginn sem nemur 20% og ég finn ekki neitt og svo hef ég líka rekið mig á að það vill enginn ráða manneskju sem er með geðsjúkdóm eða einstæða móðir með þroskaskertan son, sem gæti þurft að fara í vetrarfrí eða starfsdaga að ég tali nú ekki um þá daga sem eru lögbundnir í fríi frá skóla, sem þýðir að ég þarf að vera heima fyrir hann. Ég vil ekki senda 16 ára son minn í meiri vistun en 8 daga í mánuði vegna þess að hann er ennþá barnið mitt og ekki orðin fullorðinn. Þegar maður sækir um sambýli er það hægt þegar hann er 18 ára en biðlistinn mjög langur og býst ég ekki við að hann komist að fyrr en í kringum 25 ára aldur. Ég er tilbúin að vera með hann heima það lengi.

Ef þið viljið ná árangri í að laga þetta þannig að það gagnist fólki með fötlun þá þurfið þið að hlusta á þá aðila sem gæta hagsmuna þeirra sem þurfa á lífeyri að halda. Að lokum vil ég benda á, að það er komin tími til að lögfesta Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

„Ég vil gera allt sem ég get til þess að vinna fyrir hönd samfélagsins.“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Nichole Leigh Mosty

Flokkur: Björt framtíð

Kjördæmi: Reykjavík suður

Sæti á lista: 1. sæti

„Menntastofnanir eru hjarta samfélagsins, þar er unnið með mikilvægasta fólkinu og málefni landsins, okkar framtíð.“

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Ég vil taka það fram að ég hef ekki valið stjórnmál að starfi. Ég er hins vegar að bjóða mig fram í þjónandi hlutverk sem stjórnmálamaður. Ég er mjög ánægð í núverandi starfi sem leikskólastjóri og formaður hverfisráðs Breiðholts. Í þeim hlutverkum hef ég lært mikið um samfélagið og ójöfnuðinn sem virðist vera sívaxandi hér í dag. Ég hef svo mikla trú á því að Björt framtíð eigi erindi í pólitík og ég vil gera allt sem ég get til þess að vinna fyrir hönd samfélagsins.

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?

Ég vil beita kröftum mínum til að taka þátt í að endurbyggja menntakerfið í þeim tilgangi að jafna tækifæri allra í samfélaginu. Ég býð mig fram til að tala í þágu þess minnihlutahóps sem ég tilheyri, innflytjenda, en einnig kvenna, barna, ungmenna og leikskólakennara. Ég vil þjóna fólki hér á landi af einlægni og sanngirni með réttlæti að leiðarljósi.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Ég vil bjóða íslensku samfélagi upp á sömu gildi og þau sem næra mig sjálfa. Ég finn þau gildi í Bjartri framtíð; traust, svigrúm, jafnvægi, skilning, hugrekki, ábyrgð, samkennd og hlýju. Björt framtíð er flokkur sem er byggður á samráði og samtölum. Frá fyrsta degi hef ég ekki fundið neitt nema virðingu og vilja fyrir betra og bættara samfélagi meðal samstarfsfólks innan flokksins. Ég hef aldrei kynnst afli sem byggist á jafn mikilli jákvæðni og réttlætiskennd eins og Bjartri framtíð.

nicholemynd4

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Mhairi Black, Bernie Sanders, Barney Frank, Florence Kelly, Theodor Roosevelt og Martin Luther King.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Því miður höfum við séð allt of mikinn skort á siðferði í stjórnmálum í tengslum við núverandi ríkisstjórn. Hins vegar vil ég taka fram að mín upplifun í  sveitastjórn eru að þar eru heiðarleiki og siðferði haft að leiðarljósi. Við skulum rétt vona að næsta ríkisstjórn muni bjóða okkur upp á siðbót.

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Ég eins og flestir Íslendingar, er miður mín vegna upplýsinga um stjórnmálamennina okkar og þeirra afhjúpun i Panamaskjölunum. Það að þau viðurkenna ekki einu sinni að þjóðin er ekki sátt við þeirra gjörðir er alvarlegt. En ég vil ekki tala illa um þau sem persónur. Þau þurfa sjálf að horfa framan í spegil með vitneskju um þeirra gjörning. Ég hins vegar lít daglega á sjálfan mig í speglinum með fulla vitneskju um hvar mín gildi og vilja til samfélagsins liggja.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Því að það er allt of mikið mismunun í veröldinni og við komu internetsins erum við stöðugt upplýst um nýjar leiðir til þess að auka bilið á milli “haves and have nots”. Við erum fullmeðvituð um það að til eru svikarar og fólk sem vill ráðskast með fjármála- og skattkerfið til þess að verja sína stöðu í samfélaginu og persónulegan auð. Fólk er þreytt á slíkum fréttum, fólk vill heiðarleika og gagnsæi. Traustið er aftur og aftur rifið af okkur. Mér finnst við mega bregðast illa við slíkum fréttum. Við höfum rétt á jafnvel og jafnvel berum þá skyldu krefjast þess af þeim sem stjórna landið (okkar eða annars staða í heimurinn)  að vera heiðarleg, að gæta almannahagsmuna og alls ekki ljúga og misbeita vald sem þau hafa á móti okkur.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Ég vil að þeim verði útrýmt og að fólk sem beitir alþjóðlegri skattasamkeppni til þess að forðast sína samfélagslegu ábyrgð í þeim löndum sem þau búa á með því að greiða inn til okkur kerfum á að vera sektað.

Hvað er kvíðvænlegast við þá tilhugsun að takast á við þingstörf?

Að samfélagið mæti mér með óvirðingu. Í dag er talað mjög illa um þá sem stíga út í pólitík og margar alhæfingar um hvers konar “fólk” á að sitja á þingi.  Ég er eingöngu að bjóða mig fram til þess að þjóna samfélaginu og gera mitt besta til að hlusta á fólk og ná að koma röddum þeirra áfram á Alþingi.

nicholemynd5

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Ég vil trúa því að við erum alltaf að færa okkur nær því að jafna kynjahlutföll og við stöndum betur en flest vestræn lönd. Ég vil sjá Ísland með Alþingi sem endurspeglar það samfélag sem við búum í og að þar verði fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk, fatlað fólk, eldra og yngra fólk og að kynjahlutföll séu jöfnuð. Samfélagið verður að vera reiðubúið í það. Við þurfum að virða það sem fer fram á kjörstaðnum sem sagt rödd kjósenda.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla?

Núll og mun ekki hafa það. Ég starfa í dag í þjónustuhlutverki sem leikskólastjóri þar sem það er minn heiður að gæta hagsmuna fjölskyldu og barna. Ég er einnig í formaður hverfisráðs Breiðholts þar sem mér er treyst til að fara með hagsmuni íbúanna. Ég hef engin tengsl við fyrirtæki og þrýstihópa. Í Bjartri framtíð við erum ekki bara að segja að við viljum gæta almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna, við meinum það. Til dæmis höfum ákveðið að þiggja ekki styrki frá fyrirtækjum í tengslum við fjáröflun í kosningabaráttu.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Ég tel að við í Bjartri framtíð getum unnið með flestöllum flokkum, því að við viljum bæta pólitík og gera störf Alþingis uppbyggilegri með breyttum þingsköpum, vinna að friði, tala af virðingu og sanngirni um hvert annað og þannig eflum við traust.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Við viljum alls ekki starfa með Íslensku þjóðfylkingunni.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Það eru þónokkrir hópar sem þurfa á miklum stuðningi og athygli að halda með margvíslegum aðgerðum og fé. Hér má nefna öryrkja, lífeyrisþega, innflytjendur, hælisleitendur, kennara og námsmenn.

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Ég tel að við berum ábyrgð fyrst og fremst  að miða að fjármögnun til hins opinbera enn ekki eingöngu. Við berum einnig ábyrgð á að fara skynsamlega með hvernig við nýtum skattkerfið sem jöfnunartæki samhliða því að efla efnahagsþróun og stuðla að stöðugleika í íslensku hagkerfi. Við megum ekki leyfa hlutum að halda áfram að þróast eins og hefur verið að gera núna, þar sem svo mikill ójöfnuður er að myndast og er vaxandi. Við verðum að brúa bilið sem er að myndast í samfélagið okkur. Að mínu mati er engin ástæða fyrir fjölskyldufólk að vera skilgreint sem fátækt hér á Íslandi.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Ég er ekki alveg viss um hvað verið er að meina hér, ég hef aldrei rætt um mannréttindi með þessum hætti. En afstaða til mannréttinda hjá okkur í Bjartri framtíð er að við viljum sjá Íslendinga verða málsvara mannréttinda, jafnréttis og friðar á alþjóðavísu og verði öðrum til fyrirmyndar með róttækni sinni í þessum málum. Ég tel að mannréttindi séu ekki flókin, það er okkar skylda að verja. Við viljum sjá að á Íslandi ríki ævarandi og staðföst virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins, þar sem sumir eru svona og aðrir hinsegin. Einnig að fullt jafnrétti ríki milli kynjanna og milli ólíkra þjóðfélagshópa, fólk njóti sömu launa fyrir sömu störf og jafnra tækifæra. Mikilvægt er að ofbeldi sé ekki liðið, kynbundið ofbeldi, ofbeldi gegn börnum, einelti og annað ofbeldi sem oft er erfitt að koma auga á. Allir einstaklingar, hvort sem þeir glíma við líkamlegar, félagslegar eða andlegar hindranir, eigi möguleika á sjálfstæðu lífi, með reisn og fái til þess aðstoð ef þarf. Íslendingar leggi sitt af mörkum til friðar í heiminum með þátttöku í þróunarsamvinnu, hjálparstarfi og friðarumleitunum, en taki ekki þátt í hernaði. Íslendingar þurfa að taka vel á móti flóttamönnum og sinna málefnum innflytjenda af stakri prýði.

nicholemynd2

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Ég er ekki á móti því en verð að viðurkenna ég er ekki heldur 100% viss um að það væri besti kosturinn fyrir okkur. Ég finn til dæmis rosalega mikinn stuðning innan Bjartrar framtíðar þar sem við hugsum sem heild og vinnum svo vel saman sem heild, með það að markmiði að koma flokknum á þing en ekki ákveðnu fólki.

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings? 

Nei. Við viljum skapa varanlega sátt á sjávarútveg á grunni fjögurra stoða; að arður renni til þjóðarinnar, að nýting fiskimiðanna sé sjálfbær, að greinin njóti góðra skilyrða til að skila hagnaði og að nýja aðilar geti haslað sér völl í sjávarútvegi. Við viljum byggja á aflamarkskerfi, en nýta markaðinn til að greinin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgengið að miðunum. Um leið geta nýir aðilar haslað sér völl án þess að kaupa veiðiheimildir af öðrum í greininni, í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ.

Hverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Það þarf ekki að leita lengra en til heilbrigðiskerfisins og menntunarkerfisins til þess að sjá félagslegar afleiðingar. Hér eru tvö stærstu jafnaðarkerfi sem við eigum og þau eru í niðurníðslu. Þar má nefna húsnæðiskerfið, velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntunarkerfið, samgöngukerfið og margir einstaklingar standa á mjög höllum fæti.

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Kjarni málsins er óheiðarleiki og sérhagsmunir af hendi þeirra sem ber skylda að sinna almannahagsmunum. Sannleikurinn er að við upplifuðum að það væri verið að ljúga að okkur. Við lifum eftir reglum sem valdhafar setja á þinginu og þegar fólk sá að þau sitja ekki við sama borð og við, sem sagt leikreglur eru ekki eins hjá þeim og okkur og það var brot á trausti. Málið er alvarlegt vegna þess að traust og ábyrgð eru dýrmæt. Mín upplifun er að traustið sé rúið gagnkvæmt stjórnmálamönnum almennt og það verður heilmikil vinna fyrir okkur sem bjóða okkur fram til Alþingis núna að byggja það upp á ný.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Drasl punktur. Við í Bjartri framtíð höfnuðum samningnum þar sem þetta var illa unnið og einfaldlega alls ekki góður samningur. Mér finnst til skammar að það hafi verið samþykkt með 19 atkvæðum.

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Þjóðin á að taka afstöðu. Við verðum að ljúka viðræðum á gagnsæjan og upplýsandi hátt og treysta þjóðinni til að taka afstöðu um hvort við göngum inn eða ekki.

nicholemynd1

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Já.

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Nei.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Of ströng.

Rétt eða rangt: Séreignarstefnan er góð stefna sem flokkarnir ættu að sameinast um að viðhalda og virkja að nýju?

Rangt.

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Já, ef við mundum hunsa þessar undirskriftir þá erum við algjörlega ábyrgðarlaus. Meira að segja ég skrifaði undir sjálf. Það er okkar ábyrgð sem kjörnir fulltrúar samfélagsins að hlusta á þeirra raddir og 90 þúsund undirskriftir er mjög margar raddir að senda ein skýr skilaboð.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Ég vil sjá meiri fjölbreytni í heilbrigðiskerfið en ekki að kostnað fólksins. 

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Á þessum tímapunkti vil ég eingöngu tala um að við styrkjum menntakerfið og kennarastétt í samstarfi við kennarastétt og sveitarfélög landsins. Ég vil ekki sjá ríkið styrkja eða strauma fé frá því verkefnið. Háskóla Íslands er alfarið á vegum ríkisisn og hann er í samkeppni í dag við einkareikninn Háskólar fyrir nemenda ásamt þess þarf að vinna með úrreld reiknilíkunar.

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara?

Verulega miklar áhyggjur. Ef ekkert er gert á næsta kjörtímabili þá veit ég ekki hvað verður um menntakerfið. Við þurfum að efla innviði menntakerfisins á öllum skólastigum og bæta háskólakerfið svo að þeim sé kleift að mennta kennara, efla rannsóknir og tengsl við skóla og starfandi kennarar hvað varðar símenntun.

nicholemynd3

Eru 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

Nei það þarf að rýna betur í ástæður hvers og eins.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

Skrum. Eins og ég skil þetta þá eru þessar tillögur ekki hugsaðar til lengra tíma og eru alls ekki reiknuð út frá raunástæðu margir einstaklingar sem eru verulega misjöfn.

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

Ekki neitt, við lofum ekkert nema heiðarleika, dugnað, einlægni, samráð og samstarf. Við bjóðum okkur fram í þeim tilgangi að þjóna samfélaginu og að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi í öllum okkar gjörðum.

„Við erum á réttri leið“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Sigríður Á. Andersen

Flokkur: Sjálfstæðisflokkur

Kjördæmi: Reykjavík suður

Sæti á lista: 3. sæti

„Við erum á réttri leið,“ eru skilaboð Sigríðar til kjósenda.

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Ég hef lengi komið að stjórnmálum í víðri merkingu þess hugtaks, aðallega utan þings en síðustu tvö ár sem þingmaður. Ég er lögfræðingur og hef starfað sem lögmaður meðal annars fyrir fyrirtæki og félagasamtök  sem hafa rekið sig á flóknar reglur, sumar ósanngjarnar, jafnvel óeðlilegar, sem stafa stundum af óheppilegri stefnumótun. Ég hef áhuga á því að taka beinni þátt í mótun löggjafarinnar.

Sjá einnig: Greinar eftir Sigríði Á. Andersen sem birst hafa á Kvennablaðinu.

 

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?

Frelsi, svigrúm einstaklinga og fyrirtækja til athafna, raunhæfa og hóflega skattheimtu, auknar markaðslausnir við umhverfisvernd, gagnsæ og einföld lagasetning og umfram allt að jafnræði borganna sé gætt við lagasetningu.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur lagt sig fram um það að standa vörð um frelsi og svigrúm einstaklinga til orðs og ræðis og jafnræði borgaranna undir kjörorðinu „stétt með stétt“. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig eini flokkurinn sem leggur áherslu á það að skattheimta þurfi að vera hófleg svo raunhæft sé að hún skili einhverjum tekjum til að standa til langframa undir þeirri velferð sem við höfum sammælst um að standa undir.

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Ég lít nú frekar til málefna en manna. Allir stjórnmálamenn eiga góða spretti, líka þeir sem ég tel pólitíska andstæðinga. Að sama skapi eiga þeir sem hef stutt helst líka sín „rugl“ mál, það er að segja þeir hafa bitið í sig mál sem ég hef ekki stutt. Aðalatriðið er að fjölga góðum dögum stjórnmálamanna allra flokka og fækka sem mest hinum.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Í heildina á litið góð. Ég hef ekki enn hitt þann stjórnmálamenn sem treysti mér til að segja að vinni ekki af heilum hug í þágu umbjóðenda sinna, þótt okkur kunni að greina á um leiðir.

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Ég met báða þessa stjórnmálamenn mikils og þekki þau ekki af neinu nema heiðarleika og einlægni. Þau hafa bæði svarað því af hverju nöfn þeirra fundust í Panamaskjölunum. Þau svör gefa ekki á nokkurn hátt tilefni til frekari álitaefna að þessu leyti.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Menn vilja skiljanlega fá skýringu á því af hverju menn, einkum stjórnmálamenn en einnig athafnamenn, kjósa að geyma fé sitt annars staðar en í sínu heimalandi. Það er ekki á færi venjulegs launamanns að gera það og hví skyldi hann líka gera það?

Stjórnmálamenn sem dásama skattkerfi sem þeir hafa búið til, eða efnahagsumhverfi sem þeir styðja, þurfa að útskýra af hverju þeir kjósa að flýja það.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Alþjóðleg skattasamkeppni getur verið jákvæð eins og önnur samkeppni milli landa um fólk um fyrirtæki. Umræða um skattaskjól hefur hins vegar ekki lotið að þessu heldur því þegar fyrirtæki nota sérstaklega lágskattasvæði til þess að koma sér hjá skattgreiðslum af tekjum í landi sem þar sem fyrirtækið sannanlega aflar teknanna. Slík undanskot grafa undan stoðum viðkomandi ríkis og nýlega voru samþykkt á alþingi lög sem miða að því að girða enn frekar en áður hefur verið gert fyrir möguleika til þess arna. Ísland hefur um langt skeið tekið þátt í alþjóðasamstarfi sem lýtur að gagnkvæmum upplýsingaskiptum milli landa um skráningu erlendra aðila í skattkerfum annarra landa. Þetta alþjóðastarf hefur orðið víðtækara með hverju árinu.

Hvernig var fyrsti dagurinn þinn á þingi?

Ég tók fyrst sæti á alþingi sem varaþingmaður í október 2008, stuttu eftir fall íslensku bankanna. Þá þegar var Icesave komið í umræðuna. Það var sérstakt andrúmsloft á þingi þessar 2 vikur sem ég sat það, og sem betur ekki dæmigert fyrir það sem ég hef upplifað með þingsetu síðar.

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Nei.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla? 

Sjá hagsmunaskráningu alþingismanna á vef Alþingis.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Sjálfstæðisflokkurinn gengur ávallt óbundinn til kosninga og leggur bara áherslu á að fá nógu sterkt umboð til að geta komið að ríkisstjórn.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Nei.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Öryrkjar.

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Nei.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Stjórnarskráin heldur ágætlega utan um þessa þætti.

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Að hluta til höfum við fyrir hendi persónukjör. Prófkjör flokkanna, í einni eða annarra mynd, eru einmitt tækifæri fyrir flokksmenn til þess að velja á milli persóna. Ég tel þetta ágæta blöndu, prófkjörin og listar flokka sem bjóða fram.

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings?

Veiðigjöld voru lögð á til að skapa sátt og frá því voru tekin upp hafa þau verið að hækka jafnt og þétt og þau eru mun hærri á þessu kjörtímabili en því síðasta. Mögulega þarf að breyta fyrirkomulagi álagningu veiðigjaldanna t.d. að breyta því að verið sé að rukka miðað við arðsemi tveimur árum aftur í tímann.

Hverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Við höfum bæði haft tekjur af sjávarútvegi frá því að fiskveiðistjórnunarkerfinu var komið á og einnig (ekki síður mikilvægt) byggt upp stofnana – kerfið er þannig bæði grænt og hagkvæmt. Við höfum ekki haft kostnað af sjávarútveginum eins og aðrar þjóðir. Sjávarútvegur er ekki baggi á þjóðinni heldur þvert á móti. Það hefur ekki verið neitt annað kerfi í boði sem augljóslega er meiri sátt er um.

Ef þú kallar eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu: hvers vegna ættir þú og þinn flokkur að vera fær um að innleiða breytingar og koma á sátt í máli sem deilt hefur verið um áratugum saman?

Ég hef ekki heyrt nein sannfærandi rök fyrir kerfi sem meiri sátt er um en núverandi. Vek líka athygli á því að önnur ríki, sem reynt hafa alls kyns kerfi, líta nú mjög til Íslands hvað fiskveiðistjórnun varðar.

Afstaða til landsdóms? Var réttmætt að þínu mati að kalla hann til og rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra? Hver er afstaða þín til niðurstöðu dómstólsins?

Nei. Um var að ræða grímulausa pólitíska aðför að einum stjórnmálamanni. Sumir þeirra sem að henni stóðu hafa beðist afsökunar á sínum þætti. Aðrir ekki. Það þykir mér með ólíkindum í tilviki þeirra sem enn starfa í stjórnmálum. Niðurstaða dómstólsins rennir einmitt stoðum undir þessa skoðun mína.

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Það er alltaf alvarlegt þegar upplýsingar sem leynt eiga að fara gera það ekki. Málið fór sína leið í réttarvörslukerfinu og er löngu lokið.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Ég greiddi atkvæði gegn honum.

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Ég leggst gegn inngöngu í ESB.

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins taldi að hagsmunum Íslands væri betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað var að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstaðan í stjórnarmyndunarviðræðunum var í samræmi við þetta.

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Já, eins og mörg atviksorð.

Hvers vegna telur þú að ungt fólk hafi dregist svo aftur úr að því er varðar lífsgæði, efnahag og bjartsýni frá því sem áður var?

Mér hefur nú þótt ungt fólk nokkuð bjartsýnt, sem betur fer og tek ekki undir það að lífsgæði ungs fólks hafi versnað hlutfallslega. Þvert á móti tel ég að heimur fari batnandi. Ungu fólki er auðvitað mikið í mun að koma yfir sig húsaskjóli en þar er helst á brattan að sækja í mikilli samkeppni við ferðaþjónustuna um húsnæði. Það verður ekki leyst nema með meira framboði af húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Nokkuð góð bara. Við þurfum bara að tryggja að menn frá svokölluðum öruggum löndum séu ekki að misnota þetta kerfi okkar, á kostnað þeirra sem virkilega þurfa á aðstoð okkar að halda og við viljum aðstoða.

Hver er afstaða þín til hagfræðiskóla John Maynard Keynes, að því er varðar hagstjórnunar- og sveiflujöfnunarhlutverk ríkisvaldsins?

Ég er meiri Mises manneskja.

Hvað finnst þér um þá stefnu að byggja smærri íbúðir fyrir ungt fólk? Hvers vegna á ungt fólk ekki að geta fjárfest í íbúðum af hefðbundinni stærð?

Ég hef enga skoðun á því hvurslags húsnæði fólk velur sér. Það hlýtur að vera val hvers og eins, fer eftir efnum og aðstæðum. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að velja húsnæði fyrir fólk en vill skapa forsendur fyrir framboði á húsnæði sem hentað getur ungu fólki.

Rétt eða rangt: Séreignarstefnan er góð stefna sem flokkarnir ættu að sameinast um að viðhalda og virkja að nýju?

Rétt.

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Við erum sammála um að endurreisn heilbrigðiskerfisins verði áfram í forgangi hvað ríkisútgjöldin varðar.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Já. Við höfum góða reynslu af rekstri einkaaðila á ýmsum sviðum heilbrigðiskerfisins.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Já.

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara?

Nei.

Hver er afstaða þín til örlaga nýrrar stjórnarskrár?

Ef verið er að vísa til draga að nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaráð kynnti þá styð ég ekki þau drög. Sjálfstæðisflokkurinn tók hins vegar þátt í stjórnarskrárnefnd allra flokka á alþingi sem kynnti tilteknar breytingar á stjórnarskránni. Það voru svo aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn sem lýsti því fljótlega eftir þá kynningu að þeir styddu ekki þá breytingartillögu sem þeir þó sjálfir stóðu að.

Er 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

Það fer eftir því hvað skattar eru háir. 300 þúsund duga skammt ef vinstri flokkarnir stýra landinu næstu 4 árum og standa við loforð sín um skattahækkanir.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

Raunverulegar, sbr. nýsamþykkt lög hinn 13. október síðastliðinn.

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

Sjálfstæðisflokkurinn gengur ekki til þessara kosninga með alls kyns tiltekin kosningaloforð á þinglýstum skjalapappír.  Við lofum hins vegar að halda áfram á þeirr braut sem við höfum markað með sannfærandi fjármálastjórn sem er til þess fallinn að leggja varanlega grunn að hagsæld og velferð hér á landi. Greiðsla erlendra skulda er nokkuð forgangsatriði í þessu eins því við verðum að ná niður kostnaði við vaxtagjöld. Með hóflegum sköttum skapast tækifæri í atvinnulífinu og heimilum með auknum ráðstöfunartekjum. Sjá annars fjármálaáætlun til næstu 5 ára.

„Stjórnmálamenn mættu vera duglegri að axla pólitíska ábyrgð“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Dagný Rósa Úlfarsdóttir

Flokkur: Vinstri hreyfingin grænt framboð

Kjördæmi: Norðvestur

Sæti á lista: 3. sæti

„Landsbyggðarmál í víðum skilningi eru mér hjartans mál. Að fólk hafi þak yfir höfuðið, fái heilbrigðisþjónustu við hæfi, almennilegar samgöngur og eitthvað að starfa við.  Ég tel að VG hafi fram að tefla fjölbreyttum málefnum sem gaman verður að vinna að.  Mismunun í þjóðfélaginu er mikil og það þarf að jafna aðgengi fólks. Geðheilbrigðismál eru í lamasessi og þar þarf að taka til hendinni. Börn og ungmenni þurfa að bíða alltof lengi til að fá viðunandi þjónustu. Þar vil ég taka til hendinni.“

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Ég vil fá að hafa áhrif og mér finnst þetta spennandi og ögrandi vettvangur.

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?

Jafnrétti fyrir landsbyggðina: heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og atvinnumál.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Heildarstefna flokksins samræmist mínum hugsunum og gildum.

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Katrín Jakobsdóttir er í uppáhaldi hjá mér, heilsteypt og fylgin sér.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Mér finnst að hér sé hægt að gera betur og stjórnmálamenn mættu vera duglegri að axla pólitíska ábyrgð.

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Ég er ekki sátt með hvernig þau hafa haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau ættu að vera búin að segja sig frá þátttöku í stjórnmálum.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Almenn réttlát reiði.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Þau ættu ekki að vera til.

Hvað er kvíðvænlegast við þá tilhugsun að takast á við þingstörf?

Að almenn kurteisi og virðing í samskiptum sé ekki viðhöfð á Alþingi.

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Já að hluta til. Að fá sjónarhorn beggja kynja er mikilvægt, líka inni á Alþingi.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla? 

Á ekki hlut í neinum fyrirtækjum, fjölskyldutengsl engin í fyrirtæki. Ef kalla mætti kennara og bændur þrýstihópa, þá á ég þar hagsmuna að gæta, enda bæði kennari og bóndi.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Er opin fyrir öllum en tel þó að Sjálfstæðisflokkurinn og VG sé hvað lengst frá hvorum öðrum. Tel að jafnaðarstjórn sem leggi áherslu á málefni sé vænlegust til árangurs.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Nei.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Aldraðir, öryrkjar, sjúklingar og barnafjölskyldur.

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Nota sem jöfnunartæki.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

?? Þessi spurning er mjög óskýr og þarfnast nánari útskýringa.

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Er hlynnt slíku kjöri. Að velja fólk til verka frekar en stjórnmálaöfl getur nýst landinu vel.

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings?

Sjá stefnu VG á heimasíðu þeirra.

Hverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Nýting auðlindar er á hendum of fárra, þarf að dreifa betur og vinna með sjálfbærri nýtingu fiskstofna. Hér þarf að láta sjávarútvegsfyrirtæki greiða auðlindagjald í réttu hlutfalli við arðsemi.

Ef þú kallar eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu: hvers vegna ættir þú og þinn flokkur að vera fær um að innleiða breytingar og koma á sátt í máli sem deilt hefur verið um áratugum saman?

VG kom strandveiðikerfinu á og það hefur gengið vel. VG hefur alla burði til að vinna að breytingum á kerfinu, íbúum landsins til heilla.

img_2665

Afstaða til landsdóms? Var réttmætt að þínu mati að kalla hann til og rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra? Hver er afstaða þín til niðurstöðu dómstólsins?

Kýs að svara ekki, hef ekki sett mig í málið nægilega vel til að setja fram ábyrgt svar að mínu mati.

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Kýs að svara ekki, hef ekki kynnt mér málið nægilega vel til að setja fram ábyrgt svar að mínu mati.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Er ekki hlynnt honum, hann er jaðarbyggðum til óheilla.

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Algjörlega á móti en ef þetta mál kemur upp er um að gera að setja það í dóm þjóðarinnar.

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Nei.

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Hvað kemur það þessum málum við??? Eruð þið að reyna að hanka stjórnmálamenn sem lofa einhverju strax og það gerist ekki daginn eftir kosningar.

 

Hvers vegna telur þú að ungt fólk hafi dregist svo aftur úr að því er varðar lífsgæði, efnahag og bjartsýni frá því sem áður var?

Af ýmsum ástæðum. Íþyngjandi húsnæðiskerfi, laun ekki í takt við menntun og kröfur til starfa, “allt of dýrt á Íslandi”.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Alltof ströng. Við getum gert miklu betur í málefnum hælisleitenda.

 

Hvað finnst þér um þá stefnu að byggja smærri íbúðir fyrir ungt fólk? Hvers vegna á ungt fólk ekki að geta fjárfest í íbúðum af hefðbundinni stærð?

Það er eitthvað að kerfinu þegar ungt fólk, í námi eða að nýloknu námi, getur ekki fjárfest í íbúð. Lánaumhverfið er fólki fjandsamlegt.

 

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Já, við verðum að horfa til þess, heilbrigðiskerfið okkar er ekki gott.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Ekkert endilega.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Þeir einkaaðilar sem nú starfa í menntakerfinu eru að gera góða hluti og það mætti alveg huga að aukinni aðkomu.

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara?

Já! Miklar líkur eru á að bæði leik- og grunnskólar verði mannaðir ómenntuðu fólki næstu árin. Kennarastarfið er vanmetið í þjóðfélaginu og sést best á þeim fjölda sem sækir í námið ár hvert. Sá fjöldi nemenda nær engan veginn að fylla upp í það skarð sem er að myndast þegar stórir hópar kennara fara á eftirlaun næstu árin.

Hver er afstaða þín til örlaga nýrrar stjórnarskrár?

Nýrri stjórnarskrá þarf að ljúka sem fyrst, leiðinlegt að það mál sé enn í umræðu.

Er 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

Já.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

Mér finnst þær ekki traustvekjandi.

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

Ef það hefur verið lagt í þá útreikninga þá er svarið örugglega að finna inn á heimasíðu VG.

 

„Stjórnmál á Íslandi eru langt frá því að vera saklaus og óspillt“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Flokkur: Vinstri græn

Kjördæmi: Reykjavík suður

Sæti á lista: 5. sæti

„Ekkert frelsi án jöfnuðar,“ eru skilaboð Uglu Stefaníu til kjósenda.

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

 

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Vegna þess að ég vil láta til mín taka á þeim vettvangi. Ég hef verið töluvert í frjálsu félagsstarfi og tel að ég geti látið gott af mér leiða í stjórnmálum.

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?

Ég legg mikla áherslu á jafnrétti og félagslegt réttlæti. Ég hef lengi verið talsmanneskja Trans Íslands og starfaði sem fræðslustýra Samtakanna ‘78 í nokkur ár. Einnig er að klára meistaranám í kynjafræði við Háskóla Íslands og hef látið til mín taka í jafnréttismálum hérlendis. Ég vil því leggja mikla áherslu á mannréttindamál og að unnið verði að betra samfélagi fyrir okkur öll – ekkert okkar er frjálst fyrr en við erum öll jöfn. Einnig legg ég mikið upp úr umhverfismálum og tel að Ísland, líkt og aðrar þjóðir, þurfi að taka sig virkilega á í umhverfismálum og þurfi að eiga virkan þátt í því að vinna gegn loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Ég hef starfað með flokknum að lagafrumvarpi undanfarið ár og þaðan kynntist ég betur flokksstarfi flokksins. Mín reynsla af fólkinu innan flokksins hefur verið mjög góð og ákvað ég því að verða virkari innan flokksins og nú skipa ég 5. sæti í Reykjavík suður. Vinstri græn hafa sterkar áherslur á jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfismálum sem að kemur vel saman við mínar áherslur og skoðanir. Það lá því beint við fyrir mig að verða virk innan flokks sem leggur áherslu á þau atriði.

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavars hafa verið mér miklar fyrirmyndir, enda sterkar konur sem vinna eftir sinni eigin sannfæringu. Ég hef svo sem ekki margar pólitískar fyrirmyndir fyrir utan þær, en ég ber ómælda virðingu fyrir fólkinu sem er með mér í UVG, enda er unga fólkið framtíð þessa lands.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Það mér frekar ljóst að stjórnmálasiðferði hérlendis er mis í hávegum haft – ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum þau mál sem hafa komið upp á undanförnum misserum og þau siðferðislegu álitamál sem hafa þar risið upp. Stjórnmál á Íslandi eru langt frá því að vera saklaus og óspillt og er ýmislegt sem þarf að laga í íslenskum stjórnmálum.

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Að mínu mati hefðu þau átt að segja af sér um leið og slíkt kom upp. Mér finnst það ekki sæmandi ráðherrum og þingmönnum að vera viðriðinn í slíku og finnst mér það til háborinnar skammar að þau hafi ekki brugðist við á annan hátt heldur en að reyna að gera lítið úr sinni aðild að málinu eða hylma yfir því.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Vegna þess að þar var verið að uppljóstra um gríðarlega alvarlegt mál – einstaklingar sem að eiga hvað mestan auð í samfélaginu finnst sem og þau eigi að fá að spila eftir öðrum reglum en almenningur og hefur verið að geyma sína peninga eða eignir erlendis til að komast hjá því að borga skatta. Í mínum huga hefði átt að bregðast enn harðar við og fólk sem var viðriðið hefur engin erindi í stjórnmál, enda gríðarlegur skortur á siðferðiskennd að vera viðriðinn slíkt, hvað þá afsaka eða reyna að hylma yfir.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Það er að mínu mati óboðlegt að fólk sem að starfar í stjórnmálum sem þingmenn og/eða ráðherrar séu viðriðin í slíku eða taki þátt í slíku. Þarna er verið að skjóta eignum og peningum annað til þess að þurfa ekki að borga skatta hérlendis – skatta sem eiga að fara í hina ýmsu hluti til að byggja upp okkar samfélag. Það að fólki finnist sínir peningar betur geymdir annars staðar þar sem þau þurfa ekki að borga af þeim er ekkert annað en skortur á siðferðiskennd að mínu mati. Þetta er oftast fólk sem hefur gríðarlega mikla peninga á milli handanna og finnst eins og þau geti spilað eftir öðrum reglum en almenningur.

Hvað er kvíðvænlegast við þá tilhugsun að takast á við þingstörf?

Það er gríðarleg pressa að taka á sig slíkt starf, þannig að ætli helsti kvíðinn sé ekki sá að geta staðið sig, unnið eftir eigin sannfæringu og geta verið stolt og ákveðin af sér og sínum skoðunum, jafnvel þótt á móti blási?

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Kynjakvótar eru að mínu mati mikilvægt tól til þess að leiðrétta þann gríðarlega kynjahjalla sem hefur verið í stjórnmálum alla tíð. Okkar menning og samfélag þarf einfaldlega á slíkum aðgerðum að halda til þess að konur fái þau tækifæri og aðgang sem þær eiga skilið. En kynjakvótar eru að mínu mati alltaf tímabundnar aðgerðir – aðgerðir sem stuðla að því að breyta viðhorfum og menningu þannig að það er jafn sjálfsagt að konur og karlar og í raun hver sem er sinni þingstörfum, óháð þeirra kyni. En að mínu mati erum við einfaldlega ekki á þeim stað að konur og karlar séu metin á sömu verðleikum og eru kynjakvótar mikilvægur liður í að vinna gegn þeim viðhorfum og gildum sem setja konur skör neðar.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla? 

Ég kem úr félagastarfi og hef starfað með samtökum á borð við Trans Ísland, Samtökin ‘78 og fleiri hinsegin félögum. Ég tel mig því ekki hafa neinna sérstakra hagsmuna að gæta, það að berjast fyrir mannréttindum og jafnrétti minnihlutahópa eða annara hópa er í mínum huga sjálfsagður hlutur. Ég tel að við höfum öll hagsmuna að gæta þar, enda bætt samfélag hagsmunir okkar allra.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Persónulega tel ég mig ekki hafa forsendur til að meta það sem stendur, en stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á bætt samfélag, jöfnuð, umhverfismál og jafnrétti eru flokkar sem að ég tel að VG eigi góða samleið með.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Út frá eigin siðferðiskennd og persónulegu mati myndi ég ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum né Framsóknarflokknum.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Það þarf að vinna mikið grettistak í að tryggja að hinir ýmsu hópar lifi við full réttindi hérlendis og séu virt af verðleikum. Þetta felur m.a. að tryggja að réttindi séu virt og að þjónusta sé mannsæmandi og á forsendum þeirra hópa sem sækja sér hana. Þetta á ekki síst við um heilbrigðisþjónustu og þá þjónustu sem fólk fær. Of mikil forræðishyggja og stofnanavæðing ríkir innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi að mínu mati og þurfum við að byggja upp gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum einstaklinga út frá þeirra forsendum. Gildi og viðmið samfélagsins eiga ekki að koma í veg fyrir að fólk fái þá þjónustu sem þau þurfa á að halda. Sem dæmi má nefna að trans fólk er sjúkdómsvætt og sú heilbrigðisþjónusta sem þau eiga rétt á bundin geðþótta mati lækna þar sem sjálfsákvörðunarréttur trans fólks er settur miklar skorður. Intersex fólk er ennþá sett í óþarfa aðgerðir sem ungabörn sem hafa alvarlegar afleiðingar á líf og lífsgæði þeirra síðar meir. Það þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta sé á forsendum þessara hópa og að öll óþarfa inngrip í líkama intersex barna séu stöðvuð.

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Mikilvægt er að skattkerfi afli tekna fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynlegt er, á að sjálfsögðu að vera jöfnunartæki og mjög gagnsætt og auðskiljanlegt.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Hlutverk stjórnvalda felst fyrst og fremst í því að stjórnvöld eiga að vernda fólk og sjá til þess að þau njóti fullra réttinda, þeim sé ekki mismunað og berjast gegn jaðarsetningu og útskúfun. Mannréttindi er í mínum huga eitt af þeim hlutum sem stjórnvöld og við öll eigum að beita okkur fyrir og eitt af lykilmálum þess að tryggja að fólk búi við jafna stöðu í réttlátu samfélagi.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Mér finnst að Íslandi þurfi að gera mikið betur í málum hælisleitenda og er kerfið alltof strangt, erfitt og flókið.

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Já og fyrir mér er það mikið og stórt atriði að byggð sé upp gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta hérlendis.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Nei, alls ekki. Það gerir ekkert nema að auka bilið á milli hinna ríku og annara.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Nei, ég tel slíkt ekki vera vænlegt.

Kjósum samfélag fyrir alla – Áherslumál ÖBÍ

$
0
0

Fréttatilkynning frá Öryrkjabandalaginu:

Íslendingar ganga að kjörborðinu 29. október næstkomandi og kjósa til Alþingis. Öryrkjabandalag Íslands vill leggja sitt af mörkum til umræðunnar í aðdraganda þeirra kosninga og tala beint til kjósenda sem og frambjóðenda.

Á vettvangi ÖBÍ starfa fimm málefnahópar þar sem fjallað er um aðgengi, atvinnu og menntun, heilbrigði, kjaramál og sjálfstætt líf. Þessir hópar hafa sett neðangreind baráttumál á oddinn. ÖBÍ leggur áherslu á að sú ríkisstjórn sem tekur við að loknum kosningum taki þessi mál upp á sína arma og tryggi að þau fái brautargengi.

 

Málefnahópur um aðgengismál

  • Áhersla verði lögð á að byggt verði aðgengilega á Íslandi. Standa vörð um ákvæði um algilda hönnun í byggingarreglugerð. Aðgengiseftirlit verði komið á. Settar verði heimildir í lög fyrir slökkviliðin að sinna eftirlitinu samhliða brunaeftirliti.
  • Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk verði bætt. Þannig verði tryggt að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða en í dag eru brotalamir á þjónustunni og hún jafnvel bundin aldri, sem hefur verið úrskurðað að stangist á við lög.
  • Áhersla á meiri textasetningu á sjónvarpsefni, lögfest verði að allt íslenskt efni skuli vera textað.

 

Málefnahópur um atvinnu- og menntamál

  • Hvatningakerfi (vottun eða skattaívilnun) verði tekið upp fyrir fyrirtæki og stofnanir sem hafa ákveðið hlutfall starfsmanna með skerta starfsgetu. Markmiðið er að auka framboð á hlutastörfum fyrir örorkulífeyrisþega sem margir hverjir geta unnið hlutastörf.
  • Stofnaður verði sérstakur lánasjóður til að stuðla að sjálfstæðum atvinnurekstri fólks með skerta starfsgetu. Afborganir verði greiddar samkvæmt innkomu. Eykur atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega og gerir fólki kleift að nýta menntun sína og hæfileika.
  • Fylgt sé lögbundinni þjónustu gagnvart nemendum með sérþarfir og tryggð verði jöfn tækifæri til náms óháð tekjum og stöðu.

 

Málefnahópur um heilbrigðismál

  • Heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls, fyrst fyrir börn, langveika og öryrkja sem hafa lítið til framfærslu.
  • Hafa í forgangi að viðgerðarþjónusta vegna hjálpartækja verði opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Hægt verði að hringja í neyðarnúmer hvenær sem er.
  • Fé verði lagt í að styrkja heilsugæsluna enn frekar.

 

Málefnahópur um kjaramál

  • Hækkun örorkulífeyris almannatrygginga. Örorkulífeyrisþegar verði ekki með lægri tekjur en 390.250 krónur á mánuði í janúar 2017.
  • Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum – forgangsatriði að taka út króna-á-móti-krónu skerðingu.
  • Persónuafsláttur á mánuði verði hækkaður í 115.000 krónur til að tryggja að tekjur undir 310.000 krónum á mánuði verði ekki skattlagðar.

 

Málefnahópur um sjálfstætt líf

  • Réttur til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, NPA, verði tryggður með lögum/lögfestur.
  • Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) verði lögfestur.
  • Meira fjármagni verði varið til samskiptamála, þar á meðal til táknmálstúlkaþjónustu.

„Ég hreifst strax af hreinskilni, krafti og styrk Ingu Sæland“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Hjördís Heiða Ásmundsdóttir

Flokkur: Flokkur Fólksins

Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi

Sæti á lista: 2. sæti

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

 

Ég heiti Hjördís Heiða og er 28 ára gömul. Ég á yndislega dóttur sem er að verða 12 ára gömul og ég er í sambúð með dásamlegum manni. Ég er bakveik og veit hvað það er að þurfa að „berjast“ í kerfinu mánuðum saman og árum fyrir sjálfsögðum rétti. Ég upplifi óréttlætið og veit hvað það er að sitja í neðsta þrepi. Ég hef ávallt verið á leigumarkaði og þurft að flytja bæjarfélaga á milli til að finna íbúðir með aðgengi þar sem ég hef notast við hjálpartæki í mörg ár. Sérstakar íbúðir eru takmarkaðar og það er mjög langur biðlisti eftir þeim. Það er margt sem þarf að breyta til batnaðar svo allir hafi kost á húsnæði sem hentar viðkomandi. Ég varð móðir 16 ára gömul. Dóttir mín er ljósið í lífi mínu og minn besti kennari. Ég er þakklát fyrir það sem ég hef. Ég er talin ákveðin en kærleiksrík manneskja. Krakkarnir í hverfinu kalla mig gjarnan mömmuna í hverfinu. Ég er mjög virk og prjóna mikið. Ég hef unun af því að fara á dvalarheimilið í Bæjarfélaginu mínu og heyra sögur, vísur og kvæði. Ég er mikil tónlistarmanneskja og syng mikið. Ég hef gaman af leiklist, söngleikjum og að njóta tímans með mínum nánustu. Ég er mikil spilamanneskja og við gerum mikið af því að spila bæði á hefðbundin spil og eins borðspil.

Ég tilheyri hóp af frábærum einstaklingum, við köllum okkur Ferðabæklinga. En við erum tvær sem byrjuðum á fullum krafti, í dag erum við þrjár konur sem erum mest virkar, þó að við höfum virkilega góðan og flottan hóp í kringum okkur. Við, Ferðabæklingarnir sem stöndum fyrir jafnrétti í garð eldri borgara og öryrkja, höfum verið að vekja athygli á aðgengi með myndum og myndböndum. Við höfum verið að tala fyrir hópa sem ansi oft eru hundsaðir í umræðunni. Ég og Maríanna höfum unnið náið og mikið saman síðasta eina og hálfa árið. Safnað og gefið hjálpartæki ásamt fleiru. Við höfum hvorugar verið í pólitík, þrátt fyrir að vera í raun mjög pólitískar en við höfum báðar, ég og Maríanna Vilbergs mikla réttlætiskennd og erum heiðarlegar manneskjur sem er annt um náungann, annt um fallega landið okkar og íslenska tungu. Okkur finnst að það eigi að kenna táknmál samhliða íslensku, enda hluti af íslenskunni. Við erum rosalega þakklátar fyrir stuðninginn sem við höfum fundið fyrir í verkefnum okkar og á fundum.

Stöndum og sitjum saman. Það þarf að forgangsraða skattfé okkar og styrkja grunnstoðir landsins. Við viljum sjá til þess að öll börn geti borðað með samnemendum sínum í skólanum óháð fjárhagsstöðu foreldra. Við búum í litlu en ríku landi og nú er tími til að leiðrétta kjör eldri borgara og öryrkja sem hafa setið eftir frá 2009. Það á enginn af þurfa að lifa undir 300.000 krónum eftir skatt og við viljum burt með allar skerðingar. Fullorðna fólkið okkar er búið að borga sinn skatt og sínar skyldur og nú mega þau njóta síðustu áranna með reisn. Það þarf að laga húsnæðisvanda og leyfa fólki sem getur unnið, að vinna. Það er mikið af eldra fólki sem er við hestaheilsu og treystir sér til að vinna. Af hverju að refsa þeim með skerðingum? Hjálpumst að og gerum samfélagið okkar að betra og jafnara samfélagi fyrir alla.

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Ég er komin með nóg af sviknum loforðum. Mér finnst sárt að horfa upp á það, hvað margir eru fátækir á Íslandi í dag. Heilbrigðiskerfið er að hrynja en ákveðnir aðilar vilja halda því fram að hér sé allt í blóma. Nú er kominn tími á heiðarlegt og réttlátt samfélag. Ég hreifst strax af hreinskilni, krafti og styrk Ingu Sæland og því sem hún og flokkurinn stendur fyrir, þess vegna ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til bæta kjör þeirra sem minnst hafa.

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?  

Kjör öryrkja og aldraðra. Heilbrigðismál, menntakerfið og samgöngur. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til að útrýma fátækt á Íslandi. Í dag eru yfir 6.100 börn sem líða hér mismikinn skort! Mér finnst það gjörsamlega ólíðandi í einu ríkasta landi í heimi. Grunnstoðir landsins þurfa að standa undir sínu og blómstra fyrir komandi kynslóðir. Mér er annt um landið og landsmenn.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Því Inga Sæland, stofnandi og formaður flokksins leggur áherslu á réttlæti. Skipta kökunni rétt. Forgangsmál hjá Flokki fólksins er t.d. að lögfesta Samning sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra án tafar og lögfesta NPA, sem er notendastýrð persónuleg aðstoð sem skiptir lykilmáli í sjálfstæði margra fatlaðra. Flokkur fólksins berst gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt. Það er flokkur sem ég vil tilheyra.

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Já, þegar stórt er spurt. Eina manneskjan sem mér dettur í hug akkúrat þessa stundina er Inga Sæland.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Virkilega ábótavant!

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Mér finnst persónulega að þau ættu að vera löngu búin að sjá sóma sinn í því að segja af sér.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Það var dropinn sem fyllti mælinn.  

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Ég er alfarið á móti skattaskjólum af öllum toga.

Hvað er kvíðvænlegast við þá tilhugsun að takast á við þingstörf?

Ekkert eins og er, en ég á klárlega eftir að uppgötva það.

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Nei.

hjordisheidaflokkurfolksins2

Hvaða hagsmuni hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla? 

Engra hagsmuna að gæta nema að sjálfsögðu alls almennings í landinu.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Við erum virkilega jákvæð og spennt með að vinna með öðrum flokkum sem taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni.  

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Við erum kannski minnst spennt fyrir að vinna með flokkum sem taka sérhagsmuni fram yfir almannahag. Millistéttin og lægri þrep líða fyrir, því þarf að breyta.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Eldri borgarar og öryrkjar, foreldrar, börn, nemendur og hinn almenni verkamaður og millitekjuhópar. Við erum öll eitt samfélag og þurfum að hafa alla hópa innan samfélagsins í huga, þegar kjör eru bætt.

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Skatturinn á að virka í báðar áttir.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Stjórnmálamenn og yfirvöld eiga að virða stjórnarskrárvarin mannréttindi í hvívetna. M.a. að virða 76. gr. stjórnarskrárinnar -[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.

-Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.

-Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Ég styð persónukjör. Vegna þess að í öllum flokkum er að finna hæfa einstaklinga.

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings? 

Nei, tryggja á að fullt verð fáist fyrir aðgang af auðlindinni. Flokkur fólksins vill að allur fiskur fari á markað. Veiðiheimildir verði afskrifaðar um 5% á ári, sem boðnar verða upp árlega. Aukning á aflaheimildum verði boðin út annars vegar til strandveiða og hins vegar til úthafsveiða. Flokkur fólksins vill frjálsar strandveiðar smábáta að fjórum tonnum.

Hverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Litlu sjávarplássin eru að leggjast af, félagslegt niðurrif og atvinnuleysi eykst. Við viljum aftur líf í sjávarplássin. Ágóðinn fer í stóru útgerðirnar sem eru að éta allt upp.

Ef þú kallar eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu: hvers vegna ættir þú og þinn flokkur að vera fær um að innleiða breytingar og koma á sátt í máli sem deilt hefur verið um áratugum saman?

Þessi flokkur er stofnaður til að jafna kjör almennings í landinu.

Afstaða til landsdóms? Var réttmætt að þínu mati að kalla hann til og rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra? Hver er afstaða þín til niðurstöðu dómstólsins?

Það á að vera hlutlaus dómstóll í slíkum málum.

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Já, ég tel það alvarlegt. Vegna þess að það sýndi okkur þjóðinni hversu mikið væri um svindl og að gríðarlegar upphæðir hafa verið teknar úr sameiginlegum sjóðum okkar allra.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Við erum ekki sátt við búvörusamninginn. Neytendur hefðu átt að vera með í ráðum.

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Þjóðin á að fá að kjósa um málið.

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Já, þeir voru búnir að segja það skýrt og skilmerkilega. Loforð skulu standa.

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Nei. Ekki í minni orðabók.

hjordisheidaflokkurfolksins3

Hvers vegna telur þú að ungt fólk hafi dregist svo aftur úr að því er varðar lífsgæði, efnahag og bjartsýni frá því sem áður var?

Ýmsar ástæður. Fáir einstaklingar græða gríðarlegar upphæðir úr sameiginlegum sjóðum af auðlindum okkar meðan meginþorri landsmanna nær vart endum saman. Heilbrigðiskerfið okkar í molum, lögreglu skortir fjármagn og stuðning ríkis, yfir 80 eldri borgarar búa á spítölum vegna húsnæðisskorts og ungt fólk sem hefur lagt mikið á sig til að vera í háskólum og útskrifast, en sér enga von um að greiða námskuldirnar upp. Ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúðir í dag nema með aðstoð nákominna t.d. foreldra.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Það þarf í fyrsta lagi þegar rætt er um hælisleitendur að hugsa til okkar fólks, sem býr margt hvert á götunni eða á milli húsnæðis. Gríðarlega margir eru óöruggir á leigumarkaði og eiga alltaf hættuna yfir sér að leigusali gæti ákveðið að hækka leiguna eða segja upp leigunni, án gildrar ástæðu. Það þarf að leysa húsnæðisvandann. Varðandi flóttamenn er ýmislegt sem þarf að hafa í huga og erfitt að svara einfaldlega hvort það sé of strangt eða ekki. Það þarf í það fyrsta að setja skýr mörk hvaða fólki við erum að samþykkja inn í landið. Er viðkomandi glæpamaður? Er viðkomandi með hreint vottorð? Er um að ræða ungar mæður með börn eða einhleypa, hrausta karlmenn. Þeir einstaklingar sem margbrjóta af sér á að sjálfsögðu að senda burt. Þegar fjölskyldur koma, þarf að vera gott viðbragðsteymi. Áfallahjálp, grunnfræðsla og kennsla m.a. á lögum landsins. Siðferðisreglum sem við, íslenska þjóðin fylgjum. Fræðslu um stöðu kvenna í landinu og eftirfylgni með stuðningi. Við þurfum að huga að stöðu þeirra sem þegar eru á landinu og aðstoða það við að samlagast okkar þjóðfélagi. Síðan getum við rætt um að taka við fleira fólki, það er afstaða mín í dag.

Hver er afstaða þín til hagfræðiskóla John Maynard Keynes, að því er varðar hagstjórnunar- og sveiflujöfnunarhlutverk ríkisvaldsins?

Það er eitthvað sem ég hef ekki næga vitneskju á og þyrfti að spyrja sérfræðinga til að fá báðar hliðar á málinu. Svo ræðum við flokksmenn saman eins og venjan er og setjum okkur skýra stefnu um málið.

Hvað finnst þér um þá stefnu að byggja smærri íbúðir fyrir ungt fólk? Hvers vegna á ungt fólk ekki að geta fjárfest í íbúðum af hefðbundinni stærð?

Allir eiga að geta valið sér húsakost.

Rétt eða rangt: Séreignarstefnan er góð stefna sem flokkarnir ættu að sameinast um að viðhalda og virkja að nýju?

Nei.

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Það er forgangsverkefni hjá Flokki fólksins að endurreisa heilbrigðiskerfið, styrkja menntakerfið og leiðrétta kjör eldri borgara og öryrkja. Einnig vil ég taka fram að við munum breyta titlinum ellilífeyrisþegi í elli-launsþegi. Því eldri borgarar landsins hafa þegar lagt allt sitt í innviði landsins og það fólk á að fá laun og þökk fyrir að gefa okkur tækifærin sem við höfum öll í höndunum á þessu mikilvægu tímum. Við munum hækka alla grunnframfærslu í 300.000 skattfrjálst. Fátækt er algjör óþarfi á Íslandi. Við eigum öll sama rétt. Við erum rík þjóð.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Nei, heilbrigðisþjónusta er einn að þeim grunnstoðum sem við greiðum með sköttunum okkar. Það þarf að forgangsraða skatttekjum landsmanna og styrkja grunnstoðir landsins. Stórauka á kostnað til heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Það þarf að styrkja menntakerfi landsins svo allir hafi aðgang. Það getur verið gott að hafa val, en setja þak á arðgreiðslur.

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara?

Já, það þarf að auka fjármagn til leik- og grunnskóla landsins. Auka laun kennara og koma barnasálfræðingum í alla grunnskóla landsins. Það þarf að sjá til þess að leik-og grunnskólar hafi fjármagn í hollan og góðan mat handa börnunum okkar. Öll börn eiga rétt á að borða með samnemendum sínum óháð fjárhagsstöðu foreldra. Það þarf einnig að styðja við sérnám.

Hver er afstaða þín til örlaga nýrrar stjórnarskrár?

Ný stjórnarskrá var komin til af meirihluta þjóðarinnar svo að sjálfsögðu á að taka hana upp og setja í gildi. Rjúfa þing og kjósa aftur. Þjóðin á að hafa meiri aðgang og áhrif. Við viljum meira lýðræði.

Er 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

300.000 krónur eftir skatt og burt með skerðingar. Það er lágmarkskrafa sem á fullan rétt á sér enda hópar sem setið hafa eftir frá skerðingu sem þessir hópar tóku að sér í hruni. Mjög eðlileg krafa að fólk vilji hafa efni á nauðsynjum. Allt of margir eru í þeirri stöðu að þurfa að velja í byrjun mánaðar hvort það séu lyfin eða matur þann mánuðinn. Það er gjörsamlega óboðleg staða. Velferðarráðuneyti Íslands hefur lagt fram lágmarksupphæð sem einstaklingur getur lifað á, mannsæmandi. Niðurstaðan er að einstaklingur þarf um 400.000 kr. á mánuði.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

Einungis ryk sem er verið að blása í augun á fólki. Innan við 10% öryrkja fá einhverja hækkun sem á að ná í 300.000 fyrir SKATT árið 2018. Hinir sitja enn og einu sinni eftir. Árið 2018 hafa lágmarkslaun trúlega verið hækkuð og þá sitja þessi hópur sem hækkar aðeins núna, aftur eftir. Það er ekki í boði. Það á að vera löngu búið að leiðrétta kjör allra innan þessara hópa. Ég vil líka koma á framfæri að eldri borgarar eiga að fá LAUN ekki bætur! Fullorðna fólkið okkar sem hefur unnið allt sitt líf og lagt mikið á sig til að byggja upp innviðin.

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

Lítið meira en nokkrir aðilar eru að fá í bónusa og ofurlaun úr bankakerfinu!

 

Við erum tilbúnar að gera allt fyrir málstaðinn. Þess vegna erum við báðar í framboði hjá Flokki Fólksins, þrátt fyrir að vera í sitthvoru kjördæminu.

Í lokum við ég hvetja alla til að kjósa eftir sinni sannfæringu.

 

Sólgæti án samviskubits – Trönuberja og appelsínu orkubitar

$
0
0

Uppskriftin er unnin og birt í samstarfi Kvennablaðsins og Heilsu:

Óhollar freistingar leynast víða en það er auðvelt að forðast þær með þessum orkubitum. Orkubitarnir eru fljótlegir, gómsætir, hollir og góðir fyrir líkamann og samviskuna. Það er nefnilega lítið mál að útbúa sitt eigið gúmmelaði með vörum frá Sólgæti. Það er gott að vita að hægt sé að skella í eina uppskrift þegar löngunin í nammi gerir vart við sig og það besta er að maður þarf ekki að bíða eftir því að þær bakist!

Vörurnar frá Sólgæti eru fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig.

Sólgæti býður upp á lífrænar og náttúrlegar vörur sem eru vandlega valdar með 100% rekjanleika.

Sólgæti býður upp á lífrænar og náttúrlegar vörur sem eru vandlega valdar með 100% rekjanleika.

 

Uppskriftin er sett saman af Krístínu Steinarsdóttur matreiðslumanni.

Uppskrift:

2 dl  kasjúhnetur
100 gr apríkósur
1 ½ dl kókosmjöl
½ tsk sjávarsalt
1 tsk rifinn appelsínubörkur
2 msk kókosolía
2 msk Rowse hunang
70 gr trönuber

 

Lokkandi molar úr vörum frá Sólgæti

Lokkandi molar úr vörum frá Sólgæti

Aðferð:

  1. Saxið apríkósurnar gróflega og setjið í matvinnsluvél ásamt hinum hráefnunum.
  2. Blandið þar til allt er orðið vel maukað.
  3. Mótið kúlur og njótið.

 

Lífrænar kókosvörur frá Sólgæti

Lífrænar kókosvörur frá Sólgæti

 

 

Þú finnur úrvalið af Sólgæti í Heilsuhúsinu, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup, Blómaval, Melabúðinni og í Víði.

 

Vigdís Hauksdóttir dreifir krataáróðri gegn kynbundnum launamun

$
0
0

„Þetta er 1.000 kr. seðill kvenna. Stöndum upp og útrýmum launamun,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, á Facebook í gær. Með dreifir hún þúsund króna seðli kvenna. Seðillinn er merktur niður í 820 krónur sem myndræn framsetning á launamun kynjanna. „Við eigum ekki að sætta okkur við að vinnan okkar er minna metin en karla. Fann þessa snilld hjá Lilju Olsen vinkonu minni,“ skrifar Vigdís.

Hún bætti um betur og gerði myndin að forsíðumynd á Facebook. Myndin sem Vigdís dreifir er liður í kosningaáróðri Samfylkingarinnar. 820 króna útgáfunni af þúsund króna seðlinum var dreift af Samfylkingunni í tilefni af kvennafrídeginum í gær. Á bakhlið seðilsins sem þingkonan dreifir má finna skilaboð frá Samfylkingunni. „Við sættum okkur ekki við þetta. Óleiðréttur launamunur kynjanna er enn um 18% – þessu ætlum við að breyta.“

Bakhlið 820 króna seðilsins.

Bakhlið 820 króna seðilsins.

Baráttan gegn launamun kynjanna er þó ekki í eigu neins flokks. Vigdís virðist hér sýna að hugur fylgir verki og stendur með kynsystrum sínum hvaða flokki sem þær tilheyra.

screen-shot-2016-10-24-at-10-29-28

„Auðsöfnun fárra útgerða hefur leitt af sér pólitísk ítök sem eru hæsta máta óeðlileg.“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Ragnhildur L. Guðmundsdóttir

Flokkur: Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti sanngirni og lýðræði

Kjördæmi: Suðurkjördæmi

Sæti á lista: 2. sæti

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

„Taktu skrefið til framtíðar með réttlæti að leiðarljósi. Eitt aðal kosningamál Dögunar fyrir þessar kosningar er stuðla að stofnun samfélagsbanka. Í grunninn er hlutverk samfélagsbanka að þjóna samfélaginu  en ekki einhverjum hluthöfum. Við viljum að fjármálakerfið þjóni fólkinu en ekki öfugt og með stofnun samfélagsbanka værum við að hafa áhrif í þá átt. Við höfum verið í nánum tengslum við Sparkasse í Þýskalandi sem er samfélagsbanki með 50 milljónir viðskiptavina og hefur verið starfræktur í 200 ár. Þeir hjá Sparkasse eru boðnir og búnir að aðstoða okkur við tæknileg atriði. Við þurfum að komast á þing til að breyta lögum svo hægt sé að stofna samfélagsbanka.

Húsnæðismálin eru mér einnig hugleikin, finnst ótrúlegt að fólk geti ekki flutt að heiman og búið sér sitt hreiður fyrr en komin vel á þrítugsaldur, þakka fyrir að fólk geti stofnað heimili fyrir 67 ára aldurinn. Komið hefur fram í könnun að fjórir af hverjum tíu á þrítugsaldri búa enn í foreldrahúsum.

Velferðarmálin eru stór hluti þess að geta búið sér öruggt heimili en örorku- og lífeyrislaun eru svo lág að fólk á þessum kjörum og reyndar þeir sem eru á lágmarkslaunum, geta ekki leigt sér húsnæði. Mikill skortur er á félagslegu húsnæði sem þetta fólk á klárlega rétt á samkvæmt stjórnarskránni en sveitarfélögin standa sig ekki með. Félagslegt húsnæði er á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt stjórnarskrá en þeir brjóta þessi lög miskunnarlaust.

Heilbrigðismálin eru í algjörum ólestri, stjórnvöld búin að hola kerfið að innan og þykjast svo vera að endurreisa það með því að setja það í einkarekstur, vona svo sannarlega að fólk sjái í gegnum þessa leikfléttu stjórnvalda. Landsspítali Háskólasjúkrahús á að vera fyrir flóknar og sérhæfðari aðgerðir en fólk á að geta sótt þjónustu vegna minni aðgerða í sjúkrahúsum í heimabyggð. Við eigum að vera með góð sjúkrahús með fulla starfsemi í öllum fjórðungum svo ekki þurfi að flytja fólk t.d. með sjúkraflugi suður með vanda sem hægt væri að sinna í heimabyggð. Það að senda alla á Landsspítala hefur valdið miklu álagi þar, svo miklu að fólk hefur þurft að liggja í geymslum og jafnvel verið gert ráð fyrir rúmum í bílageymslu sjúkrabifreiða. Þetta er ekki normalt.

Menntamálin eru einn póstur enn sem virkilega þarf að taka til hendinni á. Skólarnir voru sendir á sveitarfélögin og samið um ákveðna greiðslu til reksturs þeirra. Eftir flutningana hefur ríkið svo endalaust fært fleiri verkefni til skólanna og það án þess að láta nægilegt fjármagn fylgja með. Þetta hefur skapað mikið álag í menntastofnunum þar sem starfsfólk hefur þurft að taka meiri ábyrgð en áður sem skapar enn meira álag. Þetta veldur því að fólk leitar ekki í kennaranám þar sem það ber lítið úr býtum og fær ekki kaup til að standa undir námslánum sem það hefur oftast þurft að taka.“

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Vegna þess að ég vil láta gott af mér leiða og vinna að hagsmunum heildarinnar. Ég tel að það sé ábyrgð okkar allra og samfélagslegt verkefni að taka þátt lýðræðinu. Ég vil gera mitt allra besta til að afkomendur mínir og þínir geti búið í réttlátu og sanngjörnu þjóðfélagi.

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur? 

Endurreisa heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Dögun er lausnamiðaður flokkur sem horfir á heildarmyndina. Fólkið í Dögun er einlægt og traust baráttufólk sem gott er að vinna með. Í Dögun er enginn að vinna að eigin frama heldur er draumurinn um réttlátt samfélag í forgrunni. Stefna Dögunar byggir á sýn okkar um réttlátt samfélag en ég finn ekki slíka sýn hjá öðrum stjórnmálaflokkum.

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?  

Sá stjórnmálamaður sem hefur haft mikil áhrif á mig var Guðmundur J. Guðmundsson (Gvendur Jaki) en hann var baráttumaður fyrir alþýðuna og það er mér hvatning. Ef ég á að nefna einhvern erlendan hugsjónamann sem ég tel að stjórnmálamenn eiga að vera þá dettur mér einna helst í hug Nelson Mandela.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi? 

Spilling og sérhagsmunapot. Staðan er skelfileg og þekkist hvergi í löndunum í kringum okkur að svona hegðun sé látin líðast. Í Svíþjóð var Mona Salin látin taka pokann sinn vegna Toblerone og bleyjupakka. Þegar þingmenn stofna aflandsreikninga eins og ekkert sé og fá síðan óskipta samúð Sigurðar Inga forsætisráðherra vegna vandræða þeirra við að fela sporin þá er siðferði íslenskra stjórnmálamanna sennilega það minnsta á byggðu bóli.

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Ég tel að þau hefðu átt að segja af sér og mér finnst ótrúlegt að þau séu að bjóða sig fram á ný til að vinna fyrir fólkið í landinu, þau hafa misst allan trúverðugleika.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Réttlætiskennd almennings var misboðið.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Ef engin stórfyrirtæki eða fjölþjóðafyrirtæki hefðu nýtt sér skattaskjól sem hefðu haft starfsemi í Afríku væri ástandið þar allt annað og betra. Afríka væri skuldlaus álfa. Þegar horft er til auðlinda Afríku er ótrúlegt að hugsa sér að þar sé skortur. Bein tenging er við skattaundanskot og fátækt. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum þá deyja 900 börn á klukkustund undir fimm ára. Þau deyja flest vegna fátæktar. Það er mannfyrirlitning að leggja þessum morðum lið og er hinn versti glæpur sem ekki er hægt að afsaka með neinum rökum.

Hvað er kvíðvænlegast við þá tilhugsun að takast á við þingstörf?

Að geta ekki náð að skila þeim verkefnum sem ég veit að verða til hagsbóta fyrir heildina.

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Nei.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla? 

Ég hef engin tengsl við hagsmunaaðila og það eru engir þrýstihópar á bak við mig. Efstu frambjóðendur Dögunar þurfa að skila inn hagsmunaskráningu því við erum flokkur sem ætlar ekki að þjóna hagsmunaöflunum.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna? 

Helst með öðrum umbótasinnuðum flokkum, gæti ekki hugsað mér samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en annars öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir að vinna með okkar lausnum. Dögun snýst fyrst og fremst um málefnin en ekki flokka.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Ég myndi segja Sjálfstæðisflokkurinn þar sem hann stendur hvað lengst frá okkar hugmyndum og stefnu og því afar ólíklegt að við næðum saman á málefnalegum grunni og því teldist sá kostur ólíklegastur.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda? 

Þeir hópar sem ekki hafa sterka rödd í samfélaginu; Öryrkjar, aldraðir, börn og ungmenni.

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Skattar eru samfélagssáttmáli þar sem þjóðin ákveður að þeir sem líða skort séu aðstoðaðir af þeim sem bera meira úr bítum. Dögun vill að þeir sem líða skort njóti vafans fram yfir hina. Skattar sem fjáröflun fyrir opinberan rekstur er nauðsyn. Samkvæmt rannsóknum Margrit Kennedy þá eru vextir u.þ.b. 40% af kostnaði heimila og annarra eininga í samfélaginu. Dögun telur að sú skattataka fjármálavaldsins sé út úr kortinu sem sést best á ótrúlegum hagnaðartölum fjármálafyritækja og bónusum starfsmanna. Dögun ætlar sér að breyta þessu.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Stjórnvöld eiga að stuðla að mannréttindum og verja þau.

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Hún er jákvæð því mér finnst að fólk eigi að geta valið fólk á þing en ekki bara flokka.

 

ragnhildur-gudmundsdottir-do%cc%88gun1

 

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings?

Nei það gera þeir ekki. Hér eru tillögur Dögunar:

  1. Fiskur verði verðlagður á fiskmarkaði- Það eitt myndi auka öryggi byggðanna og hækka laun sjómanna. Stöðugt aðgengi að hráefni á fiskmarkað mun tryggja fiskvinnslum aðgang að hráefni á jafnræðisgrunni.
  2. Gera krókaveiðar frjálsar á landróðrabátum á grunnslóð – Ekki nokkur lifandi leið að ofnytja fiskistofna á trillum.
  3. Leyfa grásleppuveiðimönnum að fénýta þorsk og aðrar tegundir sem veiðast í grásleppunetin.
  4. Leyfa frjálsar veiðar á tegundum sem ekki eru fullnýttar samkvæmt núverandi úthlutun sbr. að kvóti á löngu og blálöngu er ekki fullnýttur.
  5. Leyfa sjómönnum að fénýta lúðuna.

Ofangreindar breytingar eru einföld og sanngjörn fyrstu skref, sem kæmu atvinnulífinu strax til góða. Tillögurnar leiddu strax af sér meiri sátt og verðmætaaukningu í greininni og skiluðu því ríkissjóði milljarða króna tekjuaukningu.

Hætt er við að umræðan um sjávarútvegsmál nú fyrir kosningarnar lendi á villigötum flókinna tæknilegra útfærslna um; uppboð, veiðigjöld og byggðakvóta. Við teljum nauðsynlegt að ráðast í þessar breytingar strax. Uppboð á aflaheimildum er varasamt í óbreyttu kerfi. Fyrst verði að fara í þessar breytingar sem hér voru raktar að ofan áður en það væri gert til þess að koma í veg fyrir að stóru útgerðirnar sópi öllum aflaheimildum til sín. Við fylgjumst grannt með því sem Færeyingar eru að gera og finnst þeir vera að taka skynsamlega á þessum málum.

Í næstu kosningum reynir á vilja kjósenda, ef vilji er til þá er hægt að hrinda ofangreindum tillögum í framkvæmd, nokkrum vikum eftir næstu Alþingiskosningar.

Hverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Fólksflótti og brotnar byggðir. Auk þess sem auðsöfnun fárra útgerða hefur leitt af sér pólitísk ítök sem eru hæsta máta óeðlileg.

Ef þú kallar eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu: hvers vegna ættir þú og þinn flokkur að vera fær um að innleiða breytingar og koma á sátt í máli sem deilt hefur verið um áratugum saman? 

Innan Dögunar er mikil sérþekking og reynsla á sjávarútvegsmálum. Bæði þekkja frambjóðendur þetta af eigin raun, þ.e. starfað í greininni, og svo frambjóðendur kynnt sér þessi mál sérstaklega vel. Frambjóðendur Dögunar er baráttufólk sem þorir. Reynslan sýnir að til að ná breytingum fram á fiskveiðistjórnunarkerfinu þyrfti að vera óskoraður meirihluti á Alþingi fyrir stefnu Dögunar. Auk þess yrði sá meirihluti að gera sér fulla grein fyrir því að þeir aðilar sem halda um auðinn í dag verða aldrei sáttir við neitt annað en meiri auð. Þær breytingar sem hafa verið innleiddar á liðnum áratugum voru innleiddar í miklum ósætti. Þess vegna er það óraunhæft að halda að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu þar sem þjóðin tekur til sín þann auð sem tilheyrir henni með réttu verði samþykktar í einhverri sátt. Ég trúi því að við gætum gert þetta með þjóðinni þ.e. ef við fáum bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þess vegna tel ég svo mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá.

Afstaða til landsdóms? Var réttmætt að þínu mati að kalla hann til og rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra? Hver er afstaða þín til niðurstöðu dómstólsins?

Upphaflega fannst mér rétt að kalla þingmenn fyrir landsdóm en mér fannst hann missa gildi sitt þar sem eingöngu einn var látinn sæta ábyrgð.

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Sjálfhverfir stjórnmálamenn án eftirlits. Málið var mjög alvarlegt því þarna kom í ljós að þeir sem áttu að gæta okkar hagsmuna voru að vinna gegn okkur, tóku stöðu með fjármálakerfinu en ekki fólkinu í landinu.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Hann hefði þurft að fá miklu meiri kynningu og umræðu meðal bænda og reyndar í öllu þjóðfélaginu áður en hann var samþykktur.

ragnhildur-gudmundsdottir-do%cc%88gun2

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið? Dögun tekur ekki afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki.

Við treystum þjóðinni til að taka ákvörðun í málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Klárlega.

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Nei.

Hvers vegna telur þú að ungt fólk hafi dregist svo aftur úr að því er varðar lífsgæði, efnahag og bjartsýni frá því sem áður var?

Röng efnahagsstefna

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Finnst hún ómarkviss, eigum að sýna fólkinu sem hingað leitar þá virðingu að klára mál þeirra sem allra fyrst en ekki láta það reka á reiðanum í marga mánuði. Þeir sem klárlega eigi rétt til hælis eiga að fá það strax og þá leyfi til þess að komast til vinnu til að skapa sér líf. Stefnan er líklega of ströng og mikilvægt að endurskoða þær.

Hver er afstaða þín til hagfræðiskóla John Maynard Keynes, að því er varðar hagstjórnunar- og sveiflujöfnunarhlutverk ríkisvaldsins?

Dögun er andsnúin nýfrjálshyggju og þeirri niðurskurðarstefnu sem gengur núna yfir heiminn sem eina svarið við efnahagsvandræðum þjóðríkja. Við teljum mun skynsamlegra að beita kennisetningum Keynes því nýfrjálshyggjan virkar ekki, að minnsta kosti ekki fyrir almenning.

Hvað finnst þér um þá stefnu að byggja smærri íbúðir fyrir ungt fólk? Hvers vegna á ungt fólk ekki að geta fjárfest í íbúðum af hefðbundinni stærð?

Það er tvíeggjað sverð að byggja smáíbúðir. Sé ætlunin að byggja margar íbúðir á þröngu svæði, það er að segja byggt á skipulagslegum forsendum getur þetta verið nauðsynleg og skynsamleg aðgerð. En sé hins vegar markmiðið, einungis til þess ætlað til að unga fólkið geti keypt fasteign, af því að það hefur ekki efni á „venjulegum“ íbúðum, getur það ekki talist vera jákvæð aðgerð. Með þessu áframhaldi stefnir allt í að við höfum tekjulága leigjendur í einu hverfi og unga fólkið í öðru og svo framvegis.  

Lausnin er frekar byggð á að reisa íbúðir í „venjulegri stærð“ sem væru ódýrari, þar sem breyta þarf byggingarreglum og það verður að lækka lóðarverð og vexti. Að lækka vexti af húsnæðislánum er fyrsta skrefið, að lækka lóðarverð ætti að vera númer tvö, að hvetja ungt fólk til að stofna samvinnufélag til uppbyggingar á íbúðum mætti vera í þriðja sæti og að unga fólkið geti byggt sér sjálft íbúðir ef það vill og hefur getu til.

Hlutfallslegur byggingarkostnaður er meiri þegar byggðar eru smáíbúðir  en tekjumöguleikarnir meiri fyrir byggingarverktaka. Það er væntanlega þess vegna sem byggingarverktakar vilja byggja smáar íbúðir, því það getur enginn, og þá sérstaklega ungt fólk, keypt á því verði sem býðst í dag á „venjulegu“ íbúðunum. Framlegðarkrafa byggingarverktaka, lóðarverð sveitarfélaga og vextir er það sem kemur í veg fyrir að ungt fólk geti keypt sér „venjulegar“ íbúðir. En það eru einmitt þau atriði sem Dögun leggur áherslu á að beita sér fyrir í að breyta og bæta og hafa lausnir til þess.

Breyta þarf hegðunarmynstri fjársterkra aðila sem geta með auðveldum hætti haft áhrif á fasteignamarkaðinn til hækkunar. Sem dæmi um óheilbrigða hvata til hækkunar á fasteignaverði/leiguverði: Leigufélagið Heimavellir voru að kaupa af fasteignamarkaðnum 300 íbúðir ætlaðar til útleigu, sem mun fljótlega  hækka bæði leigu- og fasteignaverð. Það þyrfti að skoða hvernig fjársterkir aðilar hegða sér á markaðnum, ef hann á að vera skilvirkur og lögmál um framboð og eftirspurn eigi að virka.

Að byggja smáíbúðir mun ekki breyta neinu öðru á fasteignamarkaðnum, heldur en að lánastofnanir og byggingaverktakar munu maka krókinn enn meira á kostnað unga fólksins í landinu.

Rétt eða rangt: Séreignarstefnan er góð stefna sem flokkarnir ættu að sameinast um að viðhalda og virkja að nýju?

Rangt.                    

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Já, ég tel minn flokk vera bundinn af þeim undirskriftum.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Nei, alls ekki. Við í Dögun erum andsnúin því að skattgreiðendur standi undir hagnaði einkafyrirtækja. Skattgreiðendur fá enga vöru eða þjónustu fyrir hagnaðinn. Það á ekki að græða á sjúklingum.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Nei, það viljum við í Dögun ekki.

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara? 

Já, svo sannarlega. Það kom nýlega út könnun sem sýndi að það útskrifast alltof fáir leik- og grunnskólakennarar og svo hætta margir á fyrstu árum í starfi vegna lélegra launa og álags í starfi. Það er nauðsynlegt að hækka laun kennara og að auka fjárframlög til menntamála.

Hver er afstaða þín til örlaga nýrrar stjórnarskrár?

Við viljum nýja stjórnarskrá sem færir valdið til fólksins og til þess að svo geti orðið verða flokkarnir að lofa því að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna um stjórnarskránna sem þeir gerðu því miður ekki haustið 2012. Við þurfum að virða það ferli sem hófst 2010 með þjóðfundinum og vekja fólk til vitundar um hvað stjórnarskráin er mikilvæg fyrir réttindi okkar.

Er 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun er hófsöm krafa og full þörf á því að leita allra leiða til að hækka hana.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

Skrum.

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

Við tölum ekki um kosningaloforð heldur lausnir. Ef við minnkum völd fjármálakerfisins og fáum réttmætan arð af auðlindum okkar þá getum við skapað réttlátt samfélag.

 

 

„Hér tíðkast meðal pólitíkusa að brjóta allar reglur og komast upp með það“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir

Flokkur: Vinstri hreyfingin grænt framboð

Kjördæmi: Suðvestur kjördæmi

Sæti á lista: 5. sæti

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

 

Ég er 21 árs hafnfirskur Fljótshlíðingur sem nem hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Ég bý á 3. hæð í blokk ásamt kærustu og tveimur mislyndum köttum, þeim Þórólfi og Matthildi. Til gamans má geta að Þórólfur er nefndur eftir Þórólfi Árnasyni fyrrum borgarstjóra. Ég hef tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í Hafnarfirði síðan 2010 og er því með mikla reynslu miðað við aldur. Ég er skráð í Fríkirkjuna í Hafnarfirði fyrir fólk með áhuga á því. Ég er örvhent og með 9 göt í eyrunum.

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir á því samfélagi sem ég tilheyri, hvað megi bæta og breyta.  Mín trú er að allir sem hafi áhuga og vilja geti haft áhrif. Ef við sætum öll í sitt hverju horninu og kvörtuðum myndi aldrei neitt gerast og enginn framvinda yrði.

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?

Mín helsta pólitíska fyrirmynd er grísinn Baddi (Babe) úr samnefndri kvikmynd frá 10. áratugnum. Ekki gera greinarmun á einstaklingum, við erum öll jafn merkileg og mikilvæg.

Að láta ekki fyrirfram ákveðnar hugmyndir samfélagsins um fólk ráða þinni skoðun.

Halda sjálfstæðum skoðunum, einnig þegar unnið er í hóp.

Jafnræði og friðarmál standa fyrir mér öllu framar.

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

VG er hreyfing full af réttsýnu fólki og fólki sem er svipað þenkjandi og ég sjálf. Áherslur hreyfingarinnar samræmast mínum skoðunum mun betur en stefnur annara flokka, hreyfinga og fylkinga.

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Aung San Suu Kyi og Malala Yousafzai eru þær erlendu stjórnmálakonur sem ég lít mjög upp til, enda er barátta þeirra beggja í senn hugrökk og þörf. Katrín Jakobsdóttir er mér mikil fyrirmynd í íslenskum stjórnmálum, einfaldlega fyrir að vera einlæg, réttsýn og skýr. Jóhönnu Sigurðardóttur met ég mikils og lít upp til, hún gaf mér ákveðna trú á að samkynhneigð kona gæti náð langt í stjórnmálum.

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Hér á landi er stjórnmálasiðferði ekkert eða í besta falli illa brenglað. Hér tíðkast meðal pólitíkusa að brjóta allar reglur og komast upp með það á einhvern undarlegan hátt.

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Þau hefðu átt að segja af sér, þá og þegar, jafnvel ef svo væri að um misskilning hefði verið að ræða. Sem var svo sannarlega ekki. Sem ráðherrar og kjörnir fulltrúar til þings bera þau enn meiri ábyrgð á að sýna fram á heiðarleika sinn og gagnsæi. Í öðrum löndum segja stjórnmálamenn af sér af mun minna tilefni. Því þykir mér hegðun þeirra merki um algjört siðleysi.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Vegna þess að í hjarta flestra er sakleysið sem trúir því að allir vilji jafnrétti og vera heiðarleg. Svo þegar einhver stingur sínu undan og felur fyrir öðrum kemur fram réttlát reiði fólks gagnvart ranglæti.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Skattaskjól eru einfaldlega rugl og þjóna þeim tilgangi einum að stinga undan fé sem sumir vilja ekki deila með öðrum.

valgerdur-fjo%cc%88lnis-1

Hvað er kvíðvænlegast við þá tilhugsun að takast á við þingstörf?

Ætli það sé ekki hræðslan að vera ekki með hlutina nægilega vel á hreinu, að gera mistök. Auk þess að vera ekki á hlustað sökum ungs aldurs.

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Ég tel að kynjakvóti sé langoftast af því góða. Ég tel þó að hann ætti ekki að hann ætti að ná kjörs til þings beint, heldur meira í praxis innan þings og ríkisstjórnar. Helmingur ráðherra ætti að vera konur og helmingur karlar. Það sama ætti að gilda innan þingnefnda þar sem jöfn kynjahlutföll fulltrúa ættu að vera skilyrði. Það er of seint um rassinn gripið þegar komið er inn á þing að jafna kynjahlutföll þingmanna þar. Framboðin þurfa að gæta kynjahlutfalla á sínum listum svo dæmið gangi upp.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla?

Feminíska fötlunarhreyfingin Tabú er í eign sambýliskonu minnar Emblu Guðrúnar Ágústsdóttir. Því má að sumu leyti segja að ég sé undir áhrifum og beitt vissum þrýstingi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks. Alvarlegri tengsl eru það ekki.

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Þegar stórt sem nú er spurt er fátt um svör. Samstarf við mörg af þeim nýju framboðum sem nú bjóða fram gæti verið gagnlegt og áhugavert gæti verið að finna þar sameiginlegan samstarfsflöt. Þá finnst mér bæði Píratar, Samfylking og Björt framtíð  vel koma til greina til samstarfs.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Núverandi stjórnarflokkar heilla mig ekki sem samstarfsflokkar.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Hópum sem ekki standa til boða jöfn tækifæri og samlanda þeirra. Fatlað fólk, nýir Íslendingar og ungir námsmenn þurfa á stuðningi á að halda til þess að geta boðið fram sína eigin styrkleika.

valgerdur-fjo%cc%88lnis-3

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Skattakerfið ætti að nýta sem jöfnunartæki.  Öll eigum við rétt á að geta lifað mannsæmandi lífi óháð kjörum.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Ég tel að persónukjör til Alþingis gangi ekki upp þar sem ávallt væri um ófaglega vinsældarkosningu að ræða, upp að vissu marki.

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings? 

Þegar kemur að fiskveiðistjórnunarmálum get ég sagt að ég tel mig ekki nægilega fróða til þess að geta svarað spurningum þeim tengdum með gáfulegum hætti og tel mig þurfa að kynna mér málin betur.

Hverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Eins og áður sagði þá er ég ekki nægilega vel upplýst til þess að geta svarað.

Ef þú kallar eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu: hvers vegna ættir þú og þinn flokkur að vera fær um að innleiða breytingar og koma á sátt í máli sem deilt hefur verið um áratugum saman?

Eins og áður sagði þá er ég ekki nægilega vel upplýst til þess að geta svarað.

Afstaða til landsdóms? Var réttmætt að þínu mati að kalla hann til og rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra? Hver er afstaða þín til niðurstöðu dómstólsins?

Það var rétt að kalla fyrrum forsætisráðherra til landsdóms og ég tel að það sé einmitt vegna slíkra tilefna sem við höfum slíkan dóm.

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Já, kjarninn er einfaldur og hann er að það er ljótt að ljúga. Þetta snérist ekki um hverju var lekið heldur hvaðan lekinn kom. Ég tel það mjög alvarlegt að viðkvæmum upplýsingum úr ráðuneyti sé lekið. Það er ávallt alvarlegt þegar trúnaður er brotinn.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Ég vísa til ummæla þingkvenna VG á nústandandi kjörtímabili: „Við Vinstri græn teljum eðlilegt að endurskoða stuðningskerfi við innlendan landbúnað og að það sé til stöðugrar umræðu en við höfum samþykkt ítarlega stefnu í þessum málaflokki.“, „Innlendur landbúnaður á að vera þáttur í að auka lífskjör allra landsmanna, tryggja búsetuskilyrði fyrir samfélagið allt og í sátt við umhverfið.“

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Ég tel að þjóðin eigi að velja hvort landinu sé betur borgið innan sambandsins eða utan.

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Já það voru vissulega svik. En því var að búast.

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Nei, ekki í íslensku málsamfélagi.

Hvers vegna telur þú að ungt fólk hafi dregist svo aftur úr að því er varðar lífsgæði, efnahag og bjartsýni frá því sem áður var?

Sem ung kona á Íslandi stend ég frammi fyrir þeirri sorgleg staðreynd að foreldrar mínir áttu bjartari framtíð en ég geri í dag, þegar þau voru á mínum aldri fyrir 30 árum. Það er niðurdrepandi að þurfa að telja hverja krónu vegna þess hvað kynslóðin á undan klúðraði miklu. Ég var 13 ára 6. október 2008, ég á engan þátt í að skapa þá uppsveiflu sem olli hruninu, en ég tek afleiðingunum. Að treysta mér ekki í að taka námslán þar sem ég tel að það muni hafa of slæm langtímaáhrif og vel því frekar að vinna meðfram námi. Þegar stærsti hluti jafnaldra þinna býr í kjöllurum og bílskúrum í misgóðu ástandi þá er erfitt að að vera bjartsýn um framtíð á Íslandi.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Ég veit ekki hvort ég geti fallist á að segja að Íslendingar séu of strangir í málefnum hælisleitenda og flóttamanna. Það er nánast ekki hægt að segja að hér á landi sé stefna. Við eigum að taka á móti fleira flóttafólki, nóg er plássið. Hins vegar þarf að gera það á mannúðlegri, skipulegri og skilvirkari hátt en hér áður hefur verið gert. Ríki eins og Ísland, sem fyrir fáeinum árum síðan hafði aðeins veitt fáeinum einstaklingum hæli, var ekki í stakk búið að taka á móti þeirri miklu aukningu fólks á flótta sem er í heiminum í dag. Það er mikilvægt að bregðast hraðar við en nú er gert og að breyta og gera alla umgjörð er varðar hælisumsóknir aðgengilegri og einfaldari en nú er.

Hver er afstaða þín til hagfræðiskóla John Maynard Keynes, að því er varðar hagstjórnunar- og sveiflujöfnunarhlutverk ríkisvaldsins?

Hefur fólk almennt meðvitaða afstöðu til Keynes? Ég þurfti að bera skoðanir mínar saman við hagfræðiskóla Keynes til þess að vita mína afstöðu en komst þó ekki að niðurstöðu. Því er mitt svar: Keynísk hagfræði er um margt sniðug og það má vel sjá hana í bland við aðra skóla.

valgerdur-fjo%cc%88lnis-2

Hvað finnst þér um þá stefnu að byggja smærri íbúðir fyrir ungt fólk? Hvers vegna á ungt fólk ekki að geta fjárfest í íbúðum af hefðbundinni stærð?

Smáíbúðir eru ágæt viðbót við þann húsnæðisvanda sem ungt fólk stendur frammi fyrir, en leysir ekki allan vandann. Sá valmöguleiki þarf að vera til staðar að geta flutt í smátt húsnæði fyrir þau sem það kjósa, en lækkun húsnæðisverðs og hagstæðari kjör þurfa einnig að vera til staðar. Margt ungt fólk í dag á ekki sama draum og fyrri kynslóðir um einbýlishúsið með stóra bakgarðinum.  Forgangsröðun „forréttinda“ er að breytast.

Rétt eða rangt: Séreignarstefnan er góð stefna sem flokkarnir ættu að sameinast um að viðhalda og virkja að nýju?

Rangt, hér þarf fjölbreyttan húsnæðismarkað. Þau sem vilja eiga húsnæði eiga að geta það og þau sem vilja búa í öruggu leiguhúsnæði eiga að geta valið það. Einstaklingshyggja er gamaldags að mínu mati.

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Já, ég tel að við séum öll bundin af þeirri kröfu.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Nei, sem háskólanemi innan heilbrigðiskerfisins og sem manneskja sem hef þurft á nokkuð mikilli heilbrigðisþjónustu á að halda, tel ég að með því að einkavæða heilbrigðisþjónustu sé verið að minnka enn meira þá möguleika að við öll getum gengið að góðri grunnheilbrigðisþjónustu vísri.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Nei.

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara?

Já, kennarar líkt og hjúkrunarfræðingar eiga á brattan að sækja og hafa átt lengi. Það er tímaspursmál hvenær stéttin bugast endanlega. Hvernig  hægt að ætlast til að samfélagið geti haldið áfram þegar grunnstoðir standa á brauðfótum.

 

Eru 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

Já og nauðsynleg.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

VG er aðeins með áherslur en engin loforð. Við gerum okkur grein fyrir því að það mun ekki vera aðeins einn flokkur sem mun halda um stjórnartaumana eftir kosningar. Því munu allir þurfa að laga sínar stefnur og strauma í samstarfi við aðra. Þannig er hagvænlegast að komast að góðri niðurstöðu. Það kostar að reka samfélag. Það fer bara eftir því hvernig kakan er skorin hverjum finnst of miklu fé varið í einn málaflokk og annar snuðaður, allt eftir hvar þú stendur. Ætli það sé ekki hægt að komast svo að orði að áherslur Vinstri grænna munu kosta hægri menn töluvert, í það minnsta einhverja gremju.

 

Framtíðin er þeirra sem nenna að hafa áhrif

$
0
0

Kæru Íslendingar,

Ég ætla að hafa þetta stutt.

Kosningar um helgina. Í den stóð valið um þennan gráa bindiskall eða hinn gráa bindiskallinn. Það skipti kannski ekki öllu hvor fór í stjórn, því það breyttist aldrei neitt. En nú er öldin önnur, tímarnir hafa breyst og mennirnir með. Allavega sumir. Það eru enn bindiskallar í framboði en þeir eru ekki gráir. Þeir eru plantandi litríkum blómum og bakandi dýrindis kökur.

En kakan var ekki bökuð fyrir þig. Hann ætlar ekkert að deila henni með almenningi. Hann ætlar að borða hana sjálfur og hugsanlega deila með fjölskyldunni. Ekki með þér.

Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru í Panamaskjölunum. Forsætisráðherrann líka. Þess vegna hrökklaðist hann frá völdum. Þess vegna er kosið núna. Fólk var búið að fá nóg af spillingu og því var kosningum flýtt. Gleymum ekki að þetta er önnur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sem hrökklast frá á innan við áratug. Þessi er að hrökklast frá vegna spillingar, hin vegna hrunsins, sem varð að miklu til eins hrikalegt og það varð vegna spillingar. Samt hamrar flokkurinn á stöðugleika.

Samkvæmt könnunum eru líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærsti flokkur landsins. Fjórðungur þjóðarinnar ætlar að kjósa hann. Einn af hverjum fjórum finnst allt í lagi að ráðherrar séu með eignir í aflandsfélögum, að renta af auðlindunum fari í vasa innmúraðra, að heilbrigðiskerfið sé holað að innan, að einkarekið heilbrigðiskerfi verði rekið samhliða, þar sem þeir efnameiri geta fengið hraðari og betri þjónustu, að eldra fólk hafi ekki nægar tekjur til að lifa út mánuðinn, að ríkisfyrirtæki séu einkavædd beint í hendur fjölskyldu fjármálaráðherra.

Þessi upptalning að ofan eru engar fréttir. Við vitum þetta. Við heyrum þetta daglega í öllum fréttatímum. Við heyrum endalaust fréttir af gamla fólkinu sem á ekki fyrir mat, af Borgun sem var seld á fáránlegu verði og greiddi svo milljarða arð til nýrra eigenda, af Panamaskjölum og aflandsfléttum. Við vitum þetta allt, en samt ætlar fjórðungur þjóðarinnar að kjósa þetta yfir sig aftur. Fjórðungur þjóðarinnar ætlar að kjósa þetta yfir okkur öll. Mikil er þeirra ábyrgð.

En ábyrgðin er ekki bara þeirra. Það er margsannað að eldra fólk er duglegra að kjósa. Það mætir á kjörstað og kýs það sem það hefur alltaf kosið. Á meðan situr unga fólkið heima og gerir ekkert. Það hefur svo mikið að gera. Er svo upptekið. Börnin, vinnan, kaupa í matinn. Hefur engan tíma til að kjósa, enda skiptir eitt atkvæði engu.

En þegar heilu kynslóðirnar mæta ekki, fer þetta að skipta máli.

Á vef Hagstofu Íslands má lesa eftirfarandi um alþingiskosningarnar fyrir þremur árum:
Kosningaþátttakan var breytileg eftir aldri, meiri meðal eldri en yngri kjósenda. Hún var minnst hjá aldurshópnum 20–24 ára, 63,1% og 18–19 ára, 63,8%. Hæst var hlutfallið hjá 65–74 ára 87% en lækkaði síðan með aldri úr því.

Það er 24 prósentustiga munur á þáttöku meðal yngstu og elstu kynslóðanna. Unga fólkið sem kýs ekki mun sitja uppi með meira af því sama. Undanskot þeirra sem eiga auðinn, verðtryggingu, hrun og kreppur á nokkurra ára fresti, regluleg verðbólgubál með viðeigandi gjaldþrotum. Framtíðin er þeirra, en hún verður ákveðin af þeim sem kjósa.

Vandamálið er ekki að eldra fólkið kýs rangt. Það er ekki til neitt sem heitir að kjósa rangt. Vandamálið er að yngra fólkið kýs ekki. Það lætur rödd sína ekki heyrast. Það reynir ekki að hafa áhrif. Einhver sagði, þjóðin fær þá ríkisstjórn sem hún á skilið. Það á við, hvort sem hún kýs þá stjórn eða ekki. Þú tryggir ekki eftir á og það hefur ekkert upp á sig að tuða eftir kosningar. Tíminn er núna. Kjósum.

Ef við, sem þjóð, eigum að eiga möguleika á að koma okkur upp úr þessu kviksyndi sem við erum í, þurfum við að reyna eitthvað nýtt. Aðrar aðferðir en þær sem festu okkur. Fólkið sem kom okkur í þessa stöðu með einkavæðingu bankanna og hruninu sem fylgdi, sem er nú að einkavæða ríkisfyrirtæki til vina og vandamanna, sem lækkar auðlindagjöld en hækkar matarskatta… þetta er ekki fólkið sem mun koma okkur upp úr kviksyndinu. Þeirra aðferðir duga ekki. Þær festa okkur enn frekar.

Kosningarnar um helgina eru sennilega síðasta tækifærið sem við fáum til að breyta um stefnu, prófa eitthvað nýtt, eitthvað sem virkar. En það mun ekki gerast nema fólk mæti á kjörstað.

Gerið það fyrir ykkur sjálf. Ekki fyrir mig, afa, mömmu, einhverja frambjóðendur eða fallegar hugmyndir um lýðræði. Gerið það fyrir ykkur sjálf.

Framtíðin er þeirra sem nenna að hafa áhrif.

Mætum á kjörstað.

Kjósum.

Hvernig hafa tekjur örorkulífeyrisþega þróast á kjörtímabilinu? Samantekt nokkurra tölulegra staðreynda.

$
0
0

Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagráðgjafi Öryrkjabandalagsins skrifar:

Hvernig hafa kjör örorkulífeyrisþega þróast á kjörtímabilinu? Hvar standa örorkulífeyrisþegar í samanburði við aðra hópa nú þegar styttist í kosningar? Hér verður gerð tilraun til að gefa mynd af stöðunni með nokkrum myndum með tölulegum staðreyndum. Ekki er um tæmandi samantekt að ræða.

Byrjum á upphæðunum og hvernig þær hafa þróast. Árið 2008 var innleitt framfærsluviðmið, sem átti að tryggja lífeyrisþegum (elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum) lágmarksupphæð til framfærslu í hverjum mánuði. Með framfærsluviðmiði er átt við óskertan lífeyri almannatrygginga. Áréttað er að fyrstu tekjur sem lífeyrisþegar hafa annars staðar frá skerða greiðslur frá TR krónu á móti krónu. Þrátt fyrir að framfærsluviðmiðið hafi þann tilgang að tryggja öllum lágmarksframfærslu er hópur lífeyrisþega með heildartekjur undir og jafnvel langt undir þessu viðmiði vegna fyrri búsetu erlendis.

Hvernig hefur framfærsluviðmiðið (óskertur lífeyrir) þróast síðustu ár? Næstu myndir sýna samanburð við lágmarkslaun, fyrst upphæðir fyrir skatt og því næst eftir skatt.

Mynd 1. Óskertur lífeyrir frá TR og lágmarkslaun á mánuði 2013-2016 fyrir skatt.

obi-sulurit-1

 

Mynd 2. Óskertur lífeyrir og lágmarkslaun. Krónutöluhækkanir árin 2014-2016 fyrir skatt.

obi-sulurit-2

 

Mynd 3. Óskertur lífeyrir frá TR og lágmarkslaun á mánuði 2013-2016 eftir skatt.

obi-sulurit-3

 

Mynd 4. Óskertur lífeyrir og lágmarkslaun. Krónutöluhækkanir árin 2014-2016 eftir skatt.

obi-sulurit-4

 

Til viðbótar við framfærsluviðmiðið sem hér er sýnt, er til framfærsluviðmið fyrir þá sem fá greidda heimilisuppbót. Mikill minnihluti lífeyrisþega fær greidda heimilisuppbótina eða um 30% örorkulífeyrisþega og um 25% ellilífeyrisþega. Framfærsluviðmið með heimilisuppbót er einnig lægra en lágmarkslaun.

Næstu áramót er gert ráð fyrir 7,1% hækkun lífeyris almannatrygginga. Það myndi þýða hækkun framfærsluviðmiðs (óskerts lífeyris) örorkulífeyrisþega úr 212.776 kr. í 223.883 kr. á mánuði eða um rúmar 15 þús kr. á mánuði (fyrir skatt). Eftir skatt er hækkunin um 9.500 kr. á mánuði. Mikilvægt er að hafa í huga að meginþorri örorkulífeyrisþega eða um 70% fá ekki greidda heimilisuppbót.

Óskertur örorkulífeyrir fyrir einstaklinga sem fá greidda heimilisuppbót hækkar á mánuði úr 246.902 kr. í 280.000 kr. Af 33 þúsund kr. hækkun fer rúmlega helmingur (18 þús) í að hækka sérstöku framfærsluuppbótina, sem skerðist krónu á móti krónu við allar aðrar skattskyldar tekjur. Því er verið að auka vægi 100% skerðinga.

Í október 2016 fengu um 10% örorkulífeyrisþega bæði heimilisuppbót og sérstaka framfærsluuppbót, en hækkunin umfram 7,1% mun einungis ná til einstaklinga í þessari stöðu.

Samanburður við þróun launatekna

Á næstu myndum má sjá samanburð á þróun heildartekna örorkulífeyrisþega[1] og reglulegra launa fullvinnandi fólks fyrir árin 2013 til 2015[2]. Er sama hvort tekið er meðaltal eða miðgildi[3] bilið á milli þessara tekna örorkulífeyrisþega og launamanna hefur aukist á síðustu árum.

Mynd 5. Þróun heildartekna örorkulífeyrisþega og reglulegra launa fullvinnandi – miðgildi. Krónur á mánuði árin 2013-2015.

obi-sulurit-5

Mynd 6. Þróun heildartekna örorkulífeyrisþega og reglulegra launa fullvinnandi – miðgildi. Krónur á mánuði árin 2013-2015

obi-sulurit-6

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að helmingur launamanna var með yfir 535 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði árið 2015. Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega sama ár var 248.951 kr. eða 46% af miðgildi heildarlauna launamanna.

Árið 2015 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 612 þúsund krónur á mánuði. Meðaltekjur örorkulífeyrisþega árið 2015 náðu því einungis um 45% af meðaltali heildarlauna fullvinnandi starfsmanna.

Á næstu tveimur myndum má sjá hlutfall örorkulífeyrisþega og langveikra af öllum sem eru á aldrinum 18-66 ára í neðsta og tveimur neðstu tekjubilunum árin 2013-2015.[4]  Hlutfall örorkulífeyrisþega hækkar á milli ára.

Mynd 7. Örorkulífeyrisþegar í lægsta tekjubilinu (0-20%). Hlutfall af aldurshópnum 18-66 ára.

obi-sulurit-7

Mynd 8. Örorkulífeyrisþegar í tveimur lægstu tekjubilunum (0-40%). Hlutfall af aldurshópnum 18-66 ára.

obi-sulurit-8

Það ætti því ekki að koma á óvart að örorkulífeyrisþegar skera sig úr þegar hópur þeirra sem líða efnislegan skort er greindur eftir atvinnustöðu. Hlutfall örorkulífeyrisþega er mun hærra en annarra hópa. Árið 2014 skorti 24% örorkulífeyrisþega efnisleg gæði.[5]

Skatthlutfallið hækkaði á kjörtímabilinu

Árið 2016 greiða lífeyrisþegar 12,7% af hámarkslífeyri í tekjuskatt og útsvar. Árið 2013 var hlutfallið 10,6%.

Mynd 9. Hlutfall (%) staðgreiðslu af óskertum lífeyri frá TR árin 2013-2016.

obi-sulurit-9

Tekjulægstu einstaklingarnar fóru að mestu á mis við skattalækkanir. Skattprósenta í 1. skattþrepi lækkaði mun minna en í 2. skattþrepi. Meginþorri örorkulífeyrisþega greiðir einungis skatt í 1. skattþrepi.[6]

Hækkun virðisaukaskatts á matvæli (matarskattur)

Þann 1. janúar 2015 var virðisaukaskattur í lægra skattþrepi hækkaður úr 7% í 11%. Hækkun þessi lagðist meðal annars á matvæli. Tekjulágir hópar s.s. örorkulífeyrisþegar, þurfa að verja hærra hlutfalli tekna sinna til matarkaupa en aðrir. Hækkun matarskattsins kom mjög illa við tekjulága einstaklinga, en ófáir örorkulífeyrisþegar eiga hreinlega ekki fyrir mat út mánuðinn.

Launahækkanir til þjóðkjörinna fulltrúa á kjörtímabilinu

Að lokum er minnt á að þjóðkjörnir fulltrúar fengu afturvirkar hækkanir á árinu 2015. Tillaga um afturvirkar hækkanir til lífeyrisþega var hins vegar felld á Alþingi í desember sl.  Gífurlegur munur er á hækkunum til þjóðkjörinna fulltrúa annars vegar og til lífeyrisþega hins vegar á kjörtímabilinu eins og sjá má á næstu mynd.

Mynd 10. Hækkanir til þjóðkjörinna fulltrúa og lífeyrisþega árin 2013-2015.

obi-sulurit-10-2

[1] Tölur úr mælaborði TR. Undir heildartekjur falla greiðslur frá TR og tekjur utan TR m.a. lífeyrissjóðstekjur og atvinnutekjur.
[2] Tölur af heimasíðu Hagstofu Íslands.
[3] Miðgildi: Helmingur hópsins er með tekjur fyrir ofan og helmingur með tekjur fyrir neðan miðgildið.
[4] Tölur frá Hagstofu Íslands.
[5] Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014. Hagstofa Íslands.
Tekjulægstu einstaklingarnar fóru að mestu á mis við skattalækkanir. Skattprósenta í 1. skattþrepi lækkaði mun minna en í 2. skattþrepi. Meginþorri örorkulífeyrisþega greiðir einungis skatt í 1. skattþrepi.[1]
[6] 2. skattþrep byrjar við 241.476 kr. árið 2013, 291.000 kr. árið 2014, 309.141 kr. árið 2015 og 336.036 kr. árið 2016.

Samtökin ’78 fordæma „forkastanleg vinnubrögð“ í máli samkynhneigðs hælisleitanda

$
0
0

Ályktun frá Samtökunum ’78 vegna brottvísun Amir Shokrgozar:

Samtökin ‘78 syrgja í dag. Góðum vini okkar og sjálfboðaliða hefur verið gert að yfirgefa landið og snúa í óviðunandi aðstæður á Ítalíu. Amír sótti um hæli á Íslandi sumarið 2015 en hann er samkynhneigður maður frá Íran. Ekki þarf að fjölyrða um aðstæður samkynhneigðra í Íran en þar er líf okkar samfélagshóps í stöðugri hættu. Amír fer þaðan til Ítalíu þar sem hann verður fyrir alvarlegu ofbeldi, sefur á götunni, sætir ofsóknum vegna kynhneigðar sinnar, er fullkomlega peningalaus og að auki matarlaus dögum saman.

Nú hafa íslensk yfirvöld ákveðið að senda hann á ný til Ítalíu þó hann hafi þar ekki gilt dvalarleyfi. Alls óvíst er hvaða veruleiki bíður hans þar eða hvort hann muni hljóta vernd þar í landi. Ekkert bendir til þess að aðrar aðstæður bíði hans en síðast þegar hann var á Ítalíu. Í greinargerð lögfræðings Amírs kemur fram að ljóst sé að Ítalía geti ekki tryggt mannsæmandi aðstæður fyrir hann. Bæði sé aðstaða flóttafólks óviðunandi en að auki séu fordómar og ofbeldi í garð hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna landlægt. Þar að auki búi Amír við slæma andlega heilsu og muni ekki hljóta þá þjónustu sem hann þarfnast þess vegna á Ítalíu.

Stjórnvöld á Ítalíu geta aukinheldur ekki tryggt að hann hljóti dvalarleyfi þar. Amír gæti því beðið brottvísun til Írans þaðan, en í heimalandi hans liggur dauðarefsing við samkynhneigð.
Innranríkisráðuneytið hefur úrskurðað að einstaklingar í viðkvæmri stöðu skulu ekki sendir til Ítalíu. Ljóst má vera að Amír er í viðkvæmri stöðu en hann er bæði samkynhneigður og býr við slæma andlega heilsu sem meðal annars er afleiðing af ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir. Það er mat Útlendingastofnunar að þrátt fyrir þetta teljist hann ekki vera í viðkvæmri stöðu.

Samtökin ‘78 mótmæla þessu mati harðlega. Það er þyngra en tárum taki að skilningur á aðstæðum hinsegin flóttafólks sé ekki meiri en raun ber vitni hjá yfirvöldum hérlendis. Samkvæmt verklagsreglum Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin flóttafólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fara eftir, ber að fræða starfsfólk Útlendingastofnunar sérstaklega um hinsegin málefni. Á fundi okkar með stofnuninni fyrr á árinu kom fram að engin slík þjálfun er fyrir hendi. Nú er ljóst að Amír og aðrir hinsegin hælsleitendur gjalda fyrir það. Örlög Amírs eftir brottvísun hans héðan eru á ábyrgð íslenskra ráðamanna.
Við fordæmum þessi forkastanlegu vinnubrögð. Þeim verður að linna strax.

Loðfíllinn í stofunni –Ísland úr Nató!

$
0
0

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar:

Öðru hvoru berast fregnir af því að vísindamenn reyni eða láti sig dreyma um að endurskapa loðfíla með hjálp nútíma erfðatækni. Þótt hugmyndin um að endurvekja löngu útdauða skepnu með hjálp vísindanna kunni að hljóma eins og hreinn vísindaskáldskapur er hún kannski ekki svo langsótt sem ætla mætti. Lifandi steingervingar, ofvaxnar forsögulegar skepnur eru til í samtímanum. Ísland er meira að segja meðlimur í einu slíku bákni. Við erum að sjálfsögðu að tala um Nató.

Nató eða Atlantshafsbandalagið er loðfíllinn í stofu íslenskra stjórnmála. Bandalagið var skilgetið afkvæmi kalda stríðsins en þegar því lauk hóf það þegar að finna sér réttlætingu með síauknum umsvifum utan sinna landamæra. Í dag er svo komið að meginverksvið Nató er bein og óbein þátttaka í hvers kyns styrjöldum í fjarlægum löndum. Þær stríðsaðgerðir snúast alfarið um að verja hagsmuni lykilríkja Nató og má öllum vera ljóst að lítil aðildarríki hafa enga möguleika til að hafa áhrif á ákvarðanir og stefnu bandalagsins.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð er eina stjórnmálahreyfingin á Alþingi sem tekið hefur afdráttarlausa afstöðu gegn aðild Íslands að Nató. Þingmenn VG hafa ítrekað flutt tillögur um að Ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þegar þjóðaröryggisstefna Íslands var samþykkt á kjörtímabilinu gerði VG eitt flokka athugasemdir við þá þætti hennar sem gera ráð fyrir aðild að Nató sem lykilatriði í utanríkisstefnu landsins.

Vinstri græn hafa alla tíð andæft harðlega æfingaflugi orrustuþota hér á landi sem kallað hefur verið loftrýmisgæsla og réttlætt sem hluti af Nató-samstarfi. Flug þetta hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna en veldur margháttuðum skaða. Á sama hátt ættu íslensk stjórnvöld að frábiðja sér kurteisisheimsóknir Nató-herskipa í íslenskar hafnir.

Þjóðaröryggisstefnan sem nefnd var hér að framan hefur sína galla, en einnig sína kosti. Þannig er sérstaklega mikilvægt að tekið sé fram að íslenska landhelgi eigi að friðlýsa fyrir kjarnavopnum. Andstaða ýmissa annarra flokka við þetta gamla baráttumál Vinstri grænna verður ekki skilin öðruvísi en með ótta við að styggja bandalagsþjóðir í Nató. Höfum í huga að Nató er kjarnorkubandalag sem áskilur sér rétt til að beita slíkum vopnum að fyrra bragði.

Á dögunum bárust afar jákvæðar fréttir af kosningaprófi rúv þar sem um 32 þúsund Íslendingar svöruðu fullyrðingunni  „Bandaríkjaher á að byggja upp aðstöðu fyrir hersveitir á Keflavíkurflugvelli á ný.” Mikill meirihluti eða um 70% var þessu andvígur. Er það í góðu samræmi við stefnu Vinstri grænna sem hefur verið sá flokkur á Alþingi sem einn hefur gagnrýnt allt tal og viðleitni til að auka hér hernaðarumsvif Bandaríkjanna á ný.

Þorum að horfast í augu við loðfílinn í stofunni. Höfnum hvers kyns vígbúnaði og hernaðardaðri. Herlaust land hefur ekkert erindi í hernarðarbandalagi. Ísland úr Nató!

Höfundur er þingmaður vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Sjón er sögu ríkari

$
0
0

Í þeim hugarheimi skáldsins, sem það færir okkur í verkum sínum, er það einvaldur. Það ræður öllu, getur látið upp vera niður og niður upp, sólarupprás að kvöldlagi og Bjarna Ben hlúa að heilbrigðiskerfinu. Það getur sem sagt gert hið ómögulega mögulegt. Það er ekki nóg með að við lesendur sættum okkur við þetta vald skáldsins, við fögnum því vegna þess að í krafti þess færir það okkur heima sem eru ekki en gætu verið og jafnvel heima sem gætu ekki verið undir nokkrum kringumstæðum en varpa samt ljósi á heiminn sem við búum í og jafnvel okkur sjálf sem einstaklinga, eða gera það ekki.

Hlutverk skáldsins er nefnilega ekki bara að lýsa heiminum okkar heldur líka öðrum við hliðina á honum. Til þess að fyrirbyggja misskilning þá stend ég ekki í þeirri trú að að ég viti gjörla hvert hlutverk skáldsins sé, né að það sé eitt hlutverk sem öll skáld hafi, né að hvert skáld út af fyrir sig gegni sama hlutverki fyrir öllum lesendum. Það er bara ekki þannig. Skáld eru hins vegar sú stétt sem hefur haft meiri áhrif á mig en nokkur önnur í þessum heimi og hlutverk þeirra í mínu lífi hefur verið að gleðja mig, hryggja mig, uppfræða mig og fá mig til þess að sitja hreyfingarlítinn og friðsælan um lengri tíma, án þess að vera umhverfi mínu til ama. Það er fátt annað sem kemur í veg fyrir að ég sé umhverfi mínu til ama, nema ef vera skyldi svefn og meðvitundarleysi af öðrum toga.

Sjón er eitt af þeim fjölmörgu skáldum sem hafa lagt svolítið að mörkum til þess að móta líf mitt með því að færa mér góðar bókmenntir og nú er hann loksins búinn að senda frá sér síðasta hluta þríleiks sem hann byrjaði fyrir 22 árum. Ég á eftir að lesa hann en vonast til þess að ég eigi eftir að sækja í hann töluverða ánægju. Sjón hefur gefið það í skyn að síðasti hluti þríleiksins byggi að nokkru leyti á minni persónu og þeim verkefnum sem fyrirtæki það sem ég vinn fyrir hafi fengist við í tuttugu ár.

Það er ljóst á ummælum hans að hann sækir þennan efnivið sinn í skoðanir sem hann ætlar mér en ég hef aldrei haft, markmið sem hann heldur að ég hafi stefnt að en hef forðast og vinnu sem aldrei var unnin í fyrirtækinu. Það væri hins vegar út í hött að kvarta undan þessu vegna þess að þarna er skáldið bara að sækja sér hráefni í það sem hann heldur um mig og fyrirtækið, sem hann notar síðan til þess að móta hvað sem honum sýnist. Hann hefði meira að segja getað reynt að búa til úr því efni sem hann sótti í mig góðan mann, þótt það hefði sjálfsagt reynst ofviða jafnvel þeim bókmenntalega kraftlyftingamanni sem hann er. Í mínum huga hvílir engin skylda á hans herðum að sýna fram á að það sem hann haldi um mig og fyrirtækið og notar í bókina sé sannleikanum samkvæmt, eingöngu að hann skili góðri bók, sem hann hefur gert svo oft. Það gegnir hins vegar öðru máli þegar hann tjáir sig um mig og fyrirtækið og það sem við höfum gert í blaðaviðtali.

Alræðisvald Sjónar nær ekki út fyrir verk hans og það sem hefur gerst utan þeirra hefur gerst án tillits til þess sem hann heldur og það sem hefur ekki gerst hefur ekki gerst. Í viðtali við Friðriku Benónýsdóttur sem birtist í Stundinni segir Sjón:

„Ég myndi nú ekki segja að hún sé mjög nákvæmlega byggð á Kára Stefánssyni þar sem ég hef aldrei hitt Kára Stefánsson og veit ekkert um hann annað en það sem hann hefur sagt frá sjálfum sér í sjónvarpsviðtölum og blöðum. Þessi persóna, Hrólfur Zóphanías, erfðalíffræðingur og forstjóri Codex, er byggður á ýmsum persónum, sem hafa nokkuð háar hugmyndir um eðli Íslendinga og hlutverk þeirra í tilverunni. Hið stóra verkefni sem var hrundið af stað hér upp úr 1992 eða þrjú, ég man það ekki, að kortleggja genamengi Íslendinga í þeim tilgangi að sanna að við værum mjög einslitt fólk og hreint efðafræðilega séð er auðvitað ákveðinn hápunktur á íslenskri drambsemi og þess vegna kom í rauninni ekkert annað til greina en að vinna með efni úr þeirri átt.”

Við þetta hef ég tvennt að athuga:

Ég hef aldrei tjáð háar hugmyndir um eðli eða hlutverk Íslendinga í sjónvarpsviðtali eða blaða, sem Sjón segir að séu einu heimildir hans um mig, einfaldlega vegna þess að mér finnst við vera næstum glæpsamlega venjuleg sem þjóð. Við eigum nokkra góða rithöfunda og ég er vissum að við Sjón erum sammála um að hann sé einn þeirra, einstaka góðan fótboltagutta og frábæra tónlistarmenn og aragrúa af óhæfum, spilltum stjórnmálamönnum. Öll mín vinna í vísindum síðustu tuttugu árin hefur byggst á þeirri forsendu að í samfélagi þjóðanna liggjum við nærri meðaltali á flestum sviðum. Í því fellst kannski ofmat á aulunum, okkur.

Verkefnið stóra, að kortleggja genamengi Íslendinga var ráðist í til þess eins að sækja skilning á því hvernig fjölbreytileiki í röðum níturbasa í erfðamengi manna getur af sér fjölbreytileika mannsins, eins og mismun á hættunni á sjúkdómum eða í starfi líffæra. Það var aldrei markmið með verkefninu að sanna að við værum “mjög einsleitt fólk og hreint erfðafræðilega séð”. Það er meira að segja svo að ef við hefðum verið mjög einslitt fólk og hreint erfðafræðilega séð hefði verkefnið verið dauðadæmt frá upphafi. Það var hins vegar vitað löngu áður en ráðist var í þetta verkefni að tiltölulega lítill hópur forfeðra okkar gat af sér mjög stóran hundraðshluta af nútíma Íslendingum. Það er ekki skoðun, afstaða eða hegðun, heldur staðreynd um sögu okkar og þótt dramb geti verið staðreynd geta einungis þær staðreyndir sem lúta að hegðun eða skoðun flokkast sem dramb.

Síðar í viðtalinu segir Sjón:

„Þannig að þú ert alltaf kominn eins og skot í ofurmennishugmyndir og kynþáttahyggju þegar farið er að vinna með erfðaefni.“

Ég reikna ekki með að það búi mikil gagnaöflun að baki þessari staðhæfingu, vegna þess að hún er með ólíkindum. Ég þekki nokkur hundruð manns sem vinna með erfðaefni og kannast við í það minnsta þúsund aðra, og ég veit ekki til þess að nokkur þeirra sé með ofurmennishugmyndir eða aðhyllist kynþáttahyggju. Ég leyfi mér líka að fullyrða að ef Sjón skoðaði öll þau tímarit sem birt hafa niðurstöður rannsókna með erfðaefni síðastliðin 70 ár fyndi hann engar greinar sem einkennast af ofurmennishugmyndum eða kynþáttahyggju. Í þeirri mannskynssögu sem ég kann eru það fyrst og fremst austurrískur húsamálari og bandarískur forsetaframbjóðandi sem flíka ofurmennishugmyndum og kynþáttahyggju og ef ég man rétt hefur hvorugur þeirra unnið með erfðaefnið. Ég er handviss um að staðhæfingin hér að ofan gengi upp í bókum eftir Sjón, vegna þess að það gengur næstum allt upp í skáldsögunum hans fínu, en utan þeirra er þetta í besta falli heimskulegt þvaður.

Nú vil ég að það sé ljóst að ég er í raun réttri ekki að agnúast út í Sjón heldur leiðrétta mistök, sem honum urðu á í viðtalinu. Það er sagt um annan íslenskan rithöfund sem nú er látinn, að meðan hann hafi verið að skrifa skáldsögur og í nokkurn tíma eftir að hann lauk við þær hafi hann helst ekki yrt á aðra en persónur úr skáldsögunum. Það ber að líða rithöfundum sem eru nýbúnir að ljúka bók alls konar óskunda, vegna þess að það er oft löng leið og erfið frá heimi bókarinnar yfir í hversdagsleika okkar hinna. Ég reikna einfaldlega með því að Sjón sé rétt lagður af stað. Bjánaskapinn í viðtalinu lít ég einfaldlega á sem rúllugjald sem ég borga fyrir að fá að lesa góða bók. Eitt er víst að með þessari bók er Sjón og við hin sögu ríkari og engin ástæða til þess að ætla að hún gengisfalli fyrir það eitt að hún hafi að hluta til byrjað á einhvers konar bölvaðri vitleysu.

„Ég einfaldlega brenn fyrir að hafa áhrif á og breyta samfélaginu til hins betra“

$
0
0

Nafn frambjóðanda: Auður Alfa Ólafsdóttir

Flokkur: Samfylking

Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður

Sæti á lista: 4. sæti

Sjá einnig: Konur til áhrifa: Svör kvenframbjóðenda við spurningalista Kvennablaðsins vegna Alþingiskosninganna 2016

Hvers vegna velur þú stjórnmál að starfi?

Ég einfaldlega brenn fyrir að hafa áhrif á og breyta samfélaginu til hins betra.   

Hverjar eru þínar pólitísku áherslur?

Í stuttu máli má segja að ég brenni helst fyrir að bæta kjör almennings og koma á meiri jöfnuði og réttlæti í íslensku samfélagi. Það er eitthvað mjög rangt við það að þeir ríku verði sífellt ríkari á meðan kjör 80% landsmanna hafa versnað. Ég vil að að allir eigi nóg í sig og á og geti lifað mannsæmandi lífi og tekið þátt í samfélaginu. Ég vil að við stuðlum að fjölbreyttu og samkeppnishæfu atvinnulífi með því að styðja við nýsköpun og einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja svo auðvelt sé að stofna og reka fyrirtæki. Ég vil markaðslausnir þar sem þær eiga við og virka best en inngrip ríkisins þegar markaðurinn brestur.

Ég vil að við setjum umhverfismálin í meiri forgang en loftslagsbreytingar er stærsta vandamál sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Ég vil að við fjárfestum í sterku velferðar- og heilbrigðiskerfi og leggjum aukna áherslu á geðheilbrigðismál. Ég vil minnka spillingu, auka gegnsæi og gera betrumbætur á kerfinu.  

Hvers vegna finnur þú þeim farveg í þínum flokki fremur en öðrum?

Vegna þess að stefna Samfylkingarinnar samræmist mínum skoðunum. Ekki skemmir fyrir hvað það er mikið af frábæru fólki í flokknum ☺

Hvaða stjórnmálamenn og konur, innlendar sem erlendar, metur þú mest?

Bernie Sanders er í uppáhaldi, Barack Obama, Angela Merkel, Oddný Harðar, Sigríður Ingibjörg og Katrín Jakobsdóttir.

 

 

 

Hver er staða stjórnmálasiðferðis á Íslandi?

Hún er slæm, því miður. Ísland kemur illa út á alþjóðlegum mælikvörðum hvað varðar spillingu í stjórnsýslu og hér þarf virkilega að taka til hendinni í þeim málum. Stjórnmálamenn hér á landi virðast telja það hið eðlilegasta mál að vinna með beinum hætti fyrir fyrirtæki og hagsmunaaðila og sumir þeirra hafa tilkynnt það í fjölmiðlum eins og ekkert sé eðlilegra. Þá finnst mér framkoma margra stjórnmálamanna gagnvart almenningi hafa verið fyrir neðan allar hellur á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Stjórnmálamenn hafa leyft sér að setja ofan í við almenning fyrir að gagnrýna stjórnvöld og ásaka almenning um neikvæðni og vanþakklæti. Þá er það orðin venja hjá sumum stjórnmálamönnum að svara fjölmiðlum eftir hentisemi og afþakka þau viðtöl sem eru ekki að þeirra skapi. Þetta er ekki í lagi og þessu þarf að breyta.

Hver er afstaða þín til stöðu Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eftir að afhjúpað var að þeirra nöfn væri að finna í Panamaskjölunum?

Mér finnst það mjög slæmt að æðstu embættismenn þjóðarinnar séu tengdir félögum og fyrirtækjum í skattaskjóli og/eða í forsvari fyrir þau.

Hvers vegna heldur þú að almenningur um víða veröld hafi brugðist við eins og raun ber vitni eftir uppljóstranir Panamaskjalanna?

Af því það kom svo bersýnilega í ljós að það sitja ekki allir við sama borð –  að þeir sem eru með breiðustu bökin komast með þessu hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins þrátt fyrir að eiga auðveldast með það og grafa þannig undan grunnstoðum samfélagsins.

Hver er afstaða þín til skattaskjóla, það er lágskattasvæða og alþjóðlegrar skattasamkeppni?

Mín afstaða er sú að skattaskjól grafi undan stoðum samfélagsins. Við búum við þær aðstæður að það er frjálst flæði fjármagns milli landa. Það að það sé samkeppni um lægstu skattanna milli landa gerir það að verkum að fyrirtæki og einstaklingar leita þangað með fyrirtæki sín og peninga þar sem skattarnir eru lægstir. Þetta gerir það að verkum að stjórnvöld eru rög við að hækka skatta af ótta við að fyrirtæki og einstaklingar leiti annað með fjármuni sína.

Hvað er kvíðvænlegast við þá tilhugsun að takast á við þingstörf?

Að maður komi ekki sínum hjartans málum í gegn.

Ertu sammála rökum þeirra sem telja kynjakvóta nauðsynlegan til að viðhalda jöfnum kynjahlutföllum á þingi?

Mér finnst mjög mikilvægt að það sé jafnt kynjahlutfall á þingi rétt eins og í öðrum stofnunum og fyrirtækjum. Kynjakvótar virka og að mínu mati ættu allir stjórnmálaflokkar að vera með kynjakvóta.

Hvaða hagsmuna hefur þú að gæta gagnvart þrýstihópum, fyrirtækjum og/eða vegna vensla?

Ég hef engra hagsmuna að gæta gagnvart þrýstihópum enda hluti af sauðsvörtum almúganum. :)

Með hvaða flokkum vilt þú helst mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hvers vegna?

Ég vil fara í samstarf með flokkum sem hafa áhuga á að vinna fyrir almenning og bæta kjör og stöðu hans og vinna af heilindum fyrir land og þjóð. Ég er hinsvegar lítið spennt fyrir að vinna með flokkum sem vinna fyrir hagsmuni fárra og eru þekktir fyrir spillingu og lygar. Það er margt spennandi að gerast í pólitíkinni í dag og almenningur virðist vilja sjá breytingar og ég vona svo sannarlega að útkoman úr kjörkössunum komi til með að sýna einmitt það.

Eru flokkar sem þú vilt helst ekki vinna með?

Ég myndi alls ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum þar sem sá flokkur er greinilega að vinna fyrir einhverja allt aðra en almenning. Ég væri heldur ekkert sérlega spennt fyrir að vinna með Framsóknarflokknum þar sem þeir eru svo óútreiknanlegir. Það er hins vegar félagsleg taug í Framsóknarflokknum sem gerir það að verkum að maður útilokar þá ekki alveg.

Hvaða hópar í samfélaginu þurfa mest á stuðningi og athygli stjórnmálamanna að halda?

Almenningur ( hinn almenni launamaður ) og minnihlutahópar sem stjórnmálamenn græða ekkert á að vinna fyrir og skapa þeim ekki aukið fylgi.

auduralfasamfylking2

Telur þú eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki eða á skattastefna landsins eingöngu að miða að fjármögnun hins opinbera?

Já ég tel mjög eðlilegt að nýta skattkerfið sem jöfnunartæki. Markaðshagkerfið er í dag er þannig úr garði gert að allur auður safnast á toppinn án þess að nokkur sérstök ástæða sé fyrir því. Þeir ríku afkasta ekki milljónfalt á við aðra svo af hverju ættu þeir að fá milljón sinnum meira borgað? Meðan að markaðurinn deilir gæðunum með svona rosalega ójöfnum hætti verður ríkið að grípa inn í og jafna leikinn. Ég er hins vegar ekki hrifin af því að skattpína almenning og finnst að fólk sem er með upp í milljón og jafnvel meira mætti alveg borga lægri skatta en þegar fólk er komið með tekjur langt umfram það finnst mér eðlilegt að skattheimta sé meiri.

Afstaða til mannréttinda og hlutverk stjórnmálanna: Hvert skal vera hlutverk yfirvalda og stjórnmálanna þegar kemur að svokölluðum neikvæðum og jákvæðum réttindum?

Mér finnst að stjórnvöld eigi að tryggja hvort tveggja. Þetta tvennt getur hinsvegar skarast á en sem dæmi má nefna þegar stjórnvöld auka eftirlit til þess að tryggja öryggi borgaranna (neikvæð réttindi) en slíkar aðgerðir geta gengið of langt á persónufrelsi einstaklinga (jákvæð réttindi).

 

 

Hver er afstaða þín til persónukjörs og hvers vegna?

Fræðilega séð væri ég til í það og skil af hverju margir heillast af þeirri hugmynd en ég held hins vegar að það myndi ekki breyta neinu. Það sem ég held að myndi gerast eftir að persónur yrðu kjörnar væri að þær myndu rotta sig saman og mynda samstarf utan um stefnumál, nákvæmlega eins og stjórnmálaflokkar gera. Það sem kemst næst persónukjöri er að allir flokkar séu með opin prófkjör og almenningur geti tekið þátt í að velja fólk á lista í öllum flokkum.

Greiða handhafar fiskveiðikvótans nægilega til samfélagsins fyrir nýtingu þeirra á auðlindum almennings? 

Nei það gera þeir ekki. Við í Samfylkingunni viljum að kvótinn verði boðinn upp á markaði. Ástæðan er sú að sú leið tryggir almenningi hærri arð af auðlindinni auk þess að auðvelda nýjum aðilum að koma inn á markaðinn og er hún því sanngjarnari á alla vegu. Þá er einnig hægt að

Hverjar eru félagslegar afleiðingar eða ágóði núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis?

Afleiðingarnar eru þær að það ríkir ekki sátt í samfélaginu.

Ef þú kallar eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu: hvers vegna ættir þú og þinn flokkur að vera fær um að innleiða breytingar og koma á sátt í máli sem deilt hefur verið um áratugum saman?

Ég vil að kerfinu verði breytt og að kvótinn verði boðinn upp. Samfylkingin var fyrsti flokkurinn til að mæla fyrir að þessi leið yrði farin og sú afstaða okkar hefur ekki breyst. Núna hafa fleiri flokkar komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegast sé að kvótinn sé boðinn upp og því eru töluverðar líkur á að sátt náist um að fara þá leið á næsta kjörtímabili.

Afstaða til landsdóms? Var réttmætt að þínu mati að kalla hann til og rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra? Hver er afstaða þín til niðurstöðu dómstólsins?

Ég er ekki í neinni stöðu til að setjast í dómarasæti í því máli.   

Hver telur þú að kjarninn í lekamálinu sé? Var málið alvarlegt, og ef svo er, hvers vegna?

Kjarninn er sá að ráðherrar og aðrir opinberir starfsmenn eiga aldrei að hlutast til með, skipta sér af eða reyna að hafa áhrif á rannsóknir eins og þær sem áttu sér stað í lekamálinu. Að sjálfsögðu var málið alvarlegt en ég held að það hafi verið fordæmisgefandi og sýni svart á hvítu hvernig valdhafar í samfélaginu eigi ekki að bera sig að í aðstæðum sem þessum.

Hvað með nýjan búvörusamning? Hver er afstaða þín til hans?

Ég er ekki ánægð með nýjan búvörusamningur þó það séu ýmis atriði sem eru til úrbóta frá því sem áður var. Ég vil að hann verði endurskoðaður með hagsmuni neytenda, bænda, dýra og umhverfisins að leiðarljósi.

 

 

 

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Mér finnst að þjóðin eigi að að fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Ég myndi sjálf vilja vita hvernig samningarnir litu út áður en ég tæki ákvörðun og finnst skynsamlegast að við „kíkjum í pakkann“ áður en við segjum af eða á.  

Var neitun núverandi stjórnvalda að kjósa um framhaldið svik á loforðum fyrir kosningar?

Já.

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Já að sumu leyti. Ef ég segi að við þurfum strax að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið er ég að tala um að það eigi að vera fyrsta mál á dagskrá hjá næstu ríkisstjórn en ekki að það eigi að gerast á morgun. En það er ekki mikið teygjanlegra en það.

Hvers vegna telur þú að ungt fólk hafi dregist svo aftur úr að því er varðar lífsgæði, efnahag og bjartsýni frá því sem áður var?

Ungt fólk í dag hefur minni ráðstöfunartekjur en ungt fólk áður fyrr, bætur til þess hafa lækkað, það er erfiðara fyrir það að eignast húsnæði, háskólamenntun skilar sér síður í hærri tekjum og skortur er á störfum sem þarfnast menntunar. Þetta er sama þróun og er að eiga sér stað annars staðar á Vesturlöndum en það þýðir ekki að við eigum að sitja aðgerðarlaus. Það sem við getum gert í stöðunni er að auka framboð af húsnæði, ýta undir nýsköpun og styðja sprotafyrirtæki svo að hér verði til fleiri störf sem þarfnast sérfræðiþekkingar og styðja undir ungt fólk með börn.

Er stefna Íslendinga í hælisleitendamálum of ströng eða ekki nægilega ströng?

Bæði of ströng og ekki nægilega ströng. Ef það á að senda fólk til síns heimalands á það að vera gert fljótt svo fólk sé ekki búið að festa rætur hér á landi en mér finnst ómannúðlegt og ömurlegt að vísa fólki úr landi eftir margra mánaða og jafnvel margra ára búsetu hér á landi. Mér finnst hins vegar að við ættum að taka á móti fleiri flóttamönnum sem eru að flýja stríð.

Hver er afstaða þín til hagfræðiskóla John Maynard Keynes, að því er varðar hagstjórnunar- og sveiflujöfnunarhlutverk ríkisvaldsins?

Ég er hlynnt því að ríkið ráðist í aðgerðir þegar kreppir að í samfélaginu til að koma hjólum hagkerfisins í gang.

Hvað finnst þér um þá stefnu að byggja smærri íbúðir fyrir ungt fólk? Hvers vegna á ungt fólk ekki að geta fjárfest í íbúðum af hefðbundinni stærð?

Mér finnst að ungt fólk og reyndar fólk á  öllum aldri eigi að geta fjárfest í húsnæði af allskonar stærðum og gerðum. Sumir þurfa ekki og hafa ekki áhuga á að búa í stóru húsnæði og hafa ekkert að gera með það og sá hópur fólks á að geta haft val um að búa í litlu húsnæði.

Rétt eða rangt: Séreignarstefnan er góð stefna sem flokkarnir ættu að sameinast um að viðhalda og virkja að nýju?

Það eru ekki allir sem hafa áhuga á að eignast fasteign og það verður alltaf að vera til staðar leigumarkaður. Okkar markmið er að stuðla að því að hér sé til staðar heilbrigður og fúnkerandi leigumarkaður þar sem fólk getur leigt á viðráðanlegu verði til lengri tíma. Hins vegar eiga sem flestir að geta haft val á milli þess að kaupa og leigja húsnæði. Þá er húsnæðisvandinn það mikill í augnablikinu að nauðsynlegt er að ráðast í aðgerðir sem auðvelda fólki að kaupa eign meðfram því að auka framboð á húsnæði.

auduralfasamfylking

Telur þú þinn flokk, og aðra flokka, bundna af kröfu tæplega 90 þúsund undirskrifta til stuðnings endurreisnar heilbrigðiskerfisins?

Já, það væri eitthvað mjög rangt við að virða að vettugi ákall 90 þúsund Íslendinga um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins?

Ef að það bætir heilbrigðisþjónustu á einhvern hátt þá já. En ég vil ekki að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt til að búa til þörf fyrir einkarekna heilbrigðisþjónustu eins og er verið að gera í dag. Þá finnst mér einkarekstur í heilbrigðiskerfinu varhugaverður þar sem hann getur ýtt undir hvata sem eiga ekki heima í heilbrigðisþjónustu. T.d. að aðgerðum sé hespað af til þess að koma sem flestum kúnnum að til að auka hagnað.

Vilt þú aukna aðkomu einkaaðila í rekstri menntakerfisins?

Ef að það bætir gæði náms og úrval og kemur til viðbótar við það nám sem ríkið býður upp á.

Hefur þú áhyggjur af stétt leik- og grunnskólakennara?

Já, það hef ég. Stéttir leik- og grunnskólakennara eru ekki metnar að verðleikum, fá alltof lág laun og þurfa að vinna við erfiðar aðstæður við þröngan kost sem eykur álag á starfsfólkið og börnin.

 

 

 

Hver er afstaða þín til örlaga nýrrar stjórnarskrár?

Ég vil að við förum áfram með tillögur stjórnlagaráðs og gerum nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni byggðar á þeim.

Er 300 þúsund króna lágmarkslaun, örorka og lífeyrir sanngjörn krafa?

Að sjálfsögðu. Ég hef sjálf prufað að lifa af með 180 þúsund krónur á mánuði auk húsaleigubóta og það er ekki hægt. Hér hefur allt hækkað um 50-90% síðan kreppan skall á en lágmarkslaun, örorkubætur og lífeyrir hafa ekki fylgt eftir og það segir sig sjálft að það þarf að laga.

Eru tillögurnar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga skrum eða raunverulegar?

90% skrum.

Hvað kosta kosningaloforð þín og flokksins?

Þau kosta helling af pening. Sem er til og við getum náð í með auðveldum hætti án þess að skattpína almenning.

Að vera eða vera ekki píkan þín

$
0
0

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar:

Konur hafa löngum þurft að þola að vera minnkaðar niður í einingu líffræði sinnar. Fyrr á tímum voru oft einkenni reiði og vonleysi yfir því að hafa ekki möguleikann á því að nýta hæfileika sína úti í samfélaginu túlkuð sem sjúkdómurinn hystería. Sá var talinn stafa frá leginu og gera konur órökvísar á þann hátt að þær stjórnuðust eingöngu af tilfinningum. Enn má heyra sömu undirliggjandi retórík meðal fólks, að margt í hegðun kvenna sé órökrétt og tilfinningalegt þvaður, en þá gleymist að hugmyndir kynjanna um heiminn mótast af upplifunum. Hugmyndir karla hafa jafnan talist vera normin í hugmyndasögunni og hugmyndir kvenna því séðar sem rangar eða slæmar þegar þeim er líkt við hugmyndir karlsins – en eru kannski bara öðruvísi og byggðar á annarri heimssýn og upplifun, upplýsingum um þann raunveruleika sem mætir konum á hverjum degi.

Enn er nóg að vera “hysterísk” yfir – launamunur kynjanna minnkar allt of hægt, kynbundið ofbeldi er daglegt brauð, tabúin stjórna umræðu og kynda undir fordómum og konur fá færri tækifæri og möguleika í atvinnulífinu en karlmenn. Og samt er hrópað að við höfum þegar náð jafnrétti!

Það var góð tilfinning að taka sér kvennafrí 24. október kl. 14.38. Sjálf stóð ég á kosningabás í Mjóddinni og fleygði bæklingunum sem ég var að deila út í gólfið og æpti upp yfir mig að nú væri nóg komið og strunsaði í burtu – symbólískt reyndar þar sem ég hef ekki þáð eina einustu krónu fyrir starfið undanfarna mánuði, en þó valdeflandi.

Píratar eru uppteknir af því að lýsa upp öll myrk horn. Í skugganum þrífst spillingin og óréttlætið eins og myglan og því þarf sólarljós upplýsingar, gagnsæis og lýðræðis til að hrekja þær á brott. Við viljum afmá launaleynd og stuðla að gagnsæi og sanngirni í launamálum með því að skylda fyrirtæki og stofnanir til að gera öllu starfsfólki aðgengilegar nákvæmar og réttar upplýsingar um launakjör alls starfsfólks. Kjóstu sólarljósið 29. október.

Höfundur er formaður Ungra Pírata og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður

Viewing all 8283 articles
Browse latest View live