Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all 8283 articles
Browse latest View live

Vestfirskir sjómenn kolfelldu kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

$
0
0

Níu af tíu félagsmönnum Verkalýðsfélags Vestfirðinga höfnuðu nýjum kjarasamningi, við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, í almennri atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær.

Auglýsing

Samkvæmt niðurstöðunni var samningurinn felldur með meirihluta greiddra atkvæða. Verkfall hjá sjómönnum í Verk Vest hófst því kl. 20:00 í gærkvöld. Áhöfnum bar því að hífa veiðarfæri úr sjó er verkfallið hófst og gera skip klárt til heimferðar.

Sjá einnig: Útgerðarmenn okkar eigin vesalingar

Aðeins 9, eða 13% þeirra sem greiddu atkvæði, sögðu já við nýjum kjarasamningum en 61, það er 87%, var á móti.

Sjá einnig: Lénskerfi nútímans


Pawel afneitar kosningaloforðum Viðreisnar og sakar blaðamann um lygar

$
0
0

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, sakar Jóhann Pál Jóhannsson, blaðamann Stundarinnar, um lygar á Facebook eftir að Jóhann benti á að Viðreisn hefði lofað „tugmilljarða útgjaldaaukningu til heilbrigðis- og menntamála í aðdraganda kosninga en nú segir varaformaður flokksins ranglega í Kastljósi að slík aukning sé á skjön við lög um opinber fjármál.“ Jóhann bætir svo við að svona vitleysu sé ekki hægt að búa til eða „Can’t make this shit up.“

Hið rétta er að Viðreisn lofaði tugum milljarða útgjaldaaukningu ríkisins fyrir kosningar en hefur eftir kosningar talað gegn fjármögnun eigin loforða. Nú bætir þingmaðurinn í og sakar þá sem minna á loforðin sem komu honum á þing um lygar.

Auglýsing

Ummælin sem Jóhann Páll vitnar til féllu í Kastljósi að kveldi þriðjudags 13. desember af hálfu Jónu Sólveigar Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar. „Við skulum líka hafa það í huga og það er alveg ljóst að við erum nýbúin að samþykkja hér lög um opinber fjármál sem setja okkur ákveðnar skorður þegar kemur að útgjaldaaukningu.“ Þá sagði Jóna Sólveig að  miðað við þær kröfur sem Vinstri græn lögðu fram hafi útgjalda aukningin ekki verið í samræmi við lög um ríkisfjármál. Ljóst væri að kröfurnar „myndu fara langt fram úr því sem að er heimilt innan ramma nýrra laga um opinber fjármál. Og það var ekki þannig að það væri búið að fjármagna allar þær tillögur sem búið var að setja upp á borðið.“

screen-shot-2016-12-15-at-10-09-56 screen-shot-2016-12-15-at-10-09-20

Pawel bregst ókvæða við og sakar Jóhann Pál um lygar. „You can make this shit up, cause you are. VG lofaði að fara með heilbrigðisútgjöld í 11% og gera allt ókeypis. Það gerði Viðreisn ekki.“ Þá hnýtir Pawel í kosningaloforð VG. „Munurinn stafar því af því að flokkarnir höfðu, FYRIRFRAM dálítið aðra sýn á ríkisfjármál og vöxt ríkissjóðs. Ekki að einn þeirra vissi hvað hann var að gera en hinn ekki.“

Jóhann Páll bendir á að hann hafi ekki verið að ræða um VG heldur Viðreisn en spyr Pawel hvað hann hafi verið að „making shit up?“

screen-shot-2016-12-15-at-10-09-36

Þeirri spurningu svarar Pawel ekki. Þá spyr Jóhann Páll aftur: „ok, Pawel. en mér þykir sanngjarnt að þú standir fyrir máli þínu og útskýrir með hvaða hætti ég er making shit up.“

screen-shot-2016-12-15-at-10-10-05

Pawel svarar þá með því að hlekkja í frétt Fréttatímans um loforð flokkanna vegna endurreisnaráskorunar Kára Stefánssonar. „Til að byrja með: erum við sammála um að þetta sé allt í lagi heimild um stefnu flokkanna fyrir kosningar?“ spyr Pawel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Tveir flokkar svara ákalli Kára – aðrir með óbreytt ástand.“  Jóhann svarar þá með því að spyrja Pawel hvað það komi málinu við. Pawel hefur síðan ekki svarað en liðnir eru tveir dagar síðan hann sakaði blaðamann um lygar.

screen-shot-2016-12-15-at-10-09-43

Vert er að benda á að fréttin sem þingmaðurinn hlekkir í er birt 21. október. Tveimur dögum seinna birti Viðreisn stefnuyfirlýsingu sína vegna kosninga. Hún heitir „Viðreisn sýnir spilin.“ Í þeirri stefnuyfirlýsingu er tugum milljarða aukningu á útgjöldum boðið.

Viku fyrir kosningar lofaði Viðreisn að tíu milljörðum í nýjan Landspítala, 18 milljörðum í að eiga við uppsafnaða þörf á Landsspítalanum og fyrirsjáanlega útgjaldaaukningu vegna mannfjöldaþróunar, stórátaki í uppbyggingu öldrunarþjónustu sem flokkurinn mat upp á sex milljarða, auka átti framlög til heilsugæslu um milljarð á ári, lýðheilsa átti að fá annan milljarð og fjórum milljörðum átti að eyða í að draga úr greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðisþjónustu.

Auglýsing

Loforðadans Viðreisnar endar ekki þar því í sömu tilkynningu segir að útgjöld háskóla verði sex milljörðum hærri en í dag í lok kjörtímabilsins. Þá átti að fara í uppbyggingu innviða fyrir tuttugu milljarða og hækka skattleysismörk í 140 þúsund á mánuði.

Á þessu er því ljóst að nýbakaður þingmaður Viðreisnar hefur ekki aðeins komist á þing með loforðum um stórfellda aukningu á útgjöldum. Heldur sakar hann þá sem rifja upp þau loforð um að „making shit up.“

Pawel vakti talsverða athygli á fyrstu dögum þingmannaferilsins fyrir að kalla skatta ofbeldi. Ummælin vöktu athygli því Viðreisn er flokkur sem telur sig á miðju íslenskra stjórnmála. Hugmyndir um skatta sem ofbeldi má finna á ysta væng hægristjórnmála. Ummælin lét Pawel falla í vörn sinni fyrir hækkun á launum þingmanna. Hækkun sem samþykkt var af Kjararáði á kjördag en ekki tilkynnt fyrr en eftir kosningar. „Jú,jú, laun þingmanna þurfa að vera samkeppnishæf, þeir fjárhagslega sjálfstæðir og allt það. En engu að síður: Hækkanir á þingfarakaupi sem kjararáð færði okkur eru of háar. Þetta eru peningar sem teknir eru af öðru fólki með ofbeldi. Það er ekki endilega sjálfsagt að ég, verkefnastjóri hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki, fái hærri upphæð við hver mánaðarmót við það að setjast á þing. Í rauninni er það algjört rugl,“ skrifaði Pawel.

Auglýsing

Illugi Jökulsson, pistlahöfundur, blandar sér í umræðurnar og segir það ekki rétt að laun þingmanna séu tekin með ofbeldi af öðru fólki. „Við höldum úti þessu samfélagi með samkomulagi, ekki ofbeldi,“ skrifar Illugi meðal annars. „Já skattar eru ofbeldi,“ svarar Pawel og deilir í kjölfarið grein eftir Jón Steinsson hagfræðing þar sem Jón Steinsson kallar skatta einmitt ofbeldi.

Ásgrímur Sverrisson velur aðventumyndir

$
0
0

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður og stjórnandi vefsins Klapptré átti þennan frábæra bíómyndalista í fórum sínum sem gaman er að deila með lesendum. Þetta eru ekki nýjustu myndir kvikmyndahúsanna heldur klassískir dýrgripir:

Ásgrímur Sverrisson skrifar:

screen-shot-2016-12-15-at-14-11-21Nú er á aðventu og þá er þarft og gott að íhuga tilvist sína og tilgang. Þegar best lætur eru kvikmyndirnar sálarspegill og fátt er betra fyrir sálina en að horfa af og til á sjálfa sig í góðum spegli. Hér eru tíu kvikmyndir sem allar spegla sannar sögur úr sálarlífinu. Ég hef leyft mér að kalla þær Aðventumyndir, ekki vegna þess að þær hafi eitthvað með aðventuna að gera heldur vegna þess að þær smellpassa einhvernveginn inní tíðina.

It’s a Wonderful Life er hjartnæm og magísk fantasía um örvæntingarfullan mann sem í gegnum guðlega forsjón fær tækifæri til að sjá hvers virði hann er samfélagi sínu. Hér takast á draumar gegn vonbrigðum, von gegn svartnætti og jafnvel tíminn sjálfur leggur lykkju á leið sína svo söguhetjan megi finna lífsins tilgang. Það sem skilur hana frá flestum fjögurra vasaklúta myndum er að hún fær þig til að vikna yfir gleðistundum persónanna en ekki þeim harmrænu.


babettes-feast-1987-004-babette-alone-medium-shotGestaboð Babettu er dásamlega látlaus, einföld og töfrandi tragi-kómedía um kraftaverk, kærleika og yfirbót. Tvær dyggðugar prestsdætur í Jótlandi nítjándu aldar feta hinn þrönga stíg guðsótta og góðra siða. Þegar þær taka að sér flóttakonu frá París reynir þó fyrst á trú þeirra því hún, Babetta, reynist ekki öll þar sem hún er séð. Svona myndir gera menn ekki án þess að vera í beinu sambandi við guð sinn.


three-colours-redKrzysztof Kieslowski var ekki trúaður í hefðbundnum skilningi, en myndir hans gefa okkur engu að síður möguleikann á tilvist æðri máttarvalda og hugmyndarinnar um samantvinnuð líf. Hvergi koma þessi hugðarefni betur saman en í síðustu mynd hans, Þrír litir: Rauður. Hér birtist djúp lotning fyrir leyndardómum tilverunnar, eins og sést í því hvernig Kieslowski myndar ekki aðeins fólkið sjálft, heldur einnig bjarmann af sálu þeirra.


tokyo-storyTokyo Story er þekktasta mynd japanska leikstjórans Yasuhiro Ozu. Öldruð hjón halda til Tokyo að vitja um uppkomin börn sín. Þetta er hljóðlát og áhrifamikil mynd, ofur mannleg og afskaplega hjartnæm, þar sem mætast æðryleysi foreldranna gagnvart örlögum sínum og ótti barnanna við ellina og dauðann.


Börn náttúrunnar er ein dáðasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu, látlaus en sterk frásögn af gömlu fólki sem hnígur til síns uppruna. Hún tekur á sig goðsagnakenndan blæ, þetta er ferðalag inní eilífðina, varðað skýrum kennileitum sem vísa hinu aldraða pari leiðina heim.


Ein af mínum helstu uppáhaldsmyndum er Local Hero eftir Bill Forsyth. Fulltrúi olíufyrirtækis í Texas er sendur í skoskt sjávarþorp til að kaupa það með húð og hári fyrir olíuhreinsunarstöð. Þorpsbúar beita ýmsum brögðum til að fá gott verð en fyrirstaða birtist í gömlum karli sem á strandlengjuna sjálfa og býr þar í kofa. Ekki bætir svo úr skák að olíumaðurinn fær guðdómlega kraftbirtingu á staðnum sem ruglar hann gersamlega í ríminu. Seiðandi kyrrlát mynd sem sýnir manni að undur veraldar er að finna á ólíklegustu stöðum.


distant_voices_1Terence Davies er einn mesti snillingur breskra kvikmynda. Meistarastykkið Distant Voices, Still Lives er afar persónuleg og átakamikil frásögn af fátækri fjölskyldu í Liverpool um og eftir seinna stríð. Fjölskyldan býr undir harðstjórn föðurins og lifir naumt, en finnur farveg drauma sína í dísætri tónlist dans- og söngvamyndanna sem Hollywood ungaði út á þessum árum. Davies tekst að láta sönginn segja allt um fólk sem þarf að komast af í hörðum heimi.


 

No Merchandising. Editorial Use Only Mandatory Credit: Photo by Everett Collection / Rex Features ( 716635a ) 'Wings of Desire', (aka 'Der Himmel Uber Berlin'), Bruno Ganz 'Wings of Desire' film - 1987

Himinninn yfir Berlín er heillandi saga um kærleika og samlíðan og hollt að sjá reglulega sér til heilsubótar. Engill sem vakir yfir hrelldum og einmana sálum í grágugginni borg, en fær ekkert að gert, verður ástfanginn af loftfimleikastúlku. Hann ákveður að segja skilið við eilíft líf og gerast dauðlegur maður svo hann fái að vera hjá henni. Ljúfsár og ljóðræn frásögn
sem kveikir von um að himnaríki sé þrátt fyrir allt staðsett á jörðinni og að kraftaverk geti gerst í döprum hjörtum.


Í Sælureitnum, eða Smultronstallet eftir Ingmar Bergman, leggur aldraður prófessor í langferð ásamt tengdadóttur sinni. Hún er ólétt en eiginmaðurinn vill ekki eignast börn. Á leiðinni fáum við að vita hversvegna. Prófessorinn hefur eytt hefur ævi sinni við fræðistörf en vanrækt tengslin við börn sín og fólk almennt. Ferðalagið tekur stefnuna inní fortíðina þegar prófessorinn þarf að horfast í augu við lífshlaup sitt og spyrja sig hvar hann fór út af sporinu.


 

a-matter-of-life-and-death-1472589760-726x388Í A Matter of Life and Death rennur veruleikinn saman við fantasíuna í kómískri og hugljúfri ástarsögu. Flugmaður í seinna stríði nær sambandi við unga stúlku meðan flugvél hans hrapar til jarðar. Stúlkan finnur flugmanninn og þau fella hugi saman. Babb kemur í bátinn þegar engill nokkur birtist flugmanninum og tilkynnir honum að gleymst hafi að pikka hann upp, enda stríð í gangi og miklar annir. Flugmaðurinn unir þessu ekki, enda ungur og ástfanginn og fær því framgengt að réttað verði í máli hans á himnum. Upphefst þá hin kostulegasta saga þar sem tilfinningar og kaldar staðreyndir takast á.


Af einhverjum ástæðum er enginn þessara mynda í kvikmyndahúsunum þessa dagana og er það miður, því þar eiga þær heima. Heimabíóið verður því að nægja, en eins og ég var að tala um síðast; samkvæmt nýjustu vísindarannsóknum verða myndirnar betri í góðum félagsskap. Sitjið þögul, horfið og njótið. Þetta eru myndir sem þið viljið ekki missa af.

Ísland eina land Norðurlanda þar sem staða barna er verri en fullorðinna

$
0
0

Frá Barnaheill – Save the Children á Íslandi:

Enn er langt í land með að uppræta barnafátækt á íslandi og í öðrum Evrópulöndum og ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt. Lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins um áratugaskeið.

Sjá einnig: Finnst fólki í alvöru í lagi að þetta sé svona?

Fleiri börn en fullorðnir búa við fátækt. Norðurlönd skera sig þó úr hvað þetta varðar og er staða barna ekki verri en fullorðinna nema á Íslandi þar sem 11 % fullorðinna eiga á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun en 14% barna. Það eru um 11.000 börn, sem samsvarar öllum börnum í Garðabæ og Hafnarfirði. Frá árinu 2008 hefur lítill árangur náðst í að uppræta fátækt meðal barna á íslandi.

Auglýsing

Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu um fátækt barna og tengsl bágs efnahags við skort á tækifærum og menntun sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynntu í dag. Skýrslan nefnist á ensku ENDING EDUCATIONAL POVERTY AND CHILD POVERTY IN EUROPE – Leaving no child behind, eða Tengsl barnafátæktar og skorts á  tækifærum og menntun.

Sjá einnig: Hundruð barna alin upp til varanlegrar fátæktar á Íslandi

Skortur á menntun er einn helsti áhættuþáttur fátæktar. Meðaltal brottfalls í Evrópu er 11% samkvæmt skýrslunni og eru mörg Evrópulönd því að ná 10% markinu, einu meginmarkmiði Evrópa2020 áætlunarinnar fyrir árið 2020, en 11 lönd eru langt frá því, þar á meðal Ísland þar sem brottfall er 18,8%. Brottfall á Norðurlöndum er; Danmörk 8%, Svíþjóð 7%, Finnland 9%, Noregur 11%. Miðað við þróunina hér á landi undanfarin ár mun ekki takast að koma brottfalli niður fyrir 10% fyrr en árið 2030.  Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað gert athugasemdir við hátt brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi. Aðgerða er þörf.

Sjá einnig: Bjarni segir 70% fólks í raun bagga á ríkinu að því er varðar tekjuskatt

Í öllum Evrópulöndum, nema á Íslandi eru 30%-80% eða meiri líkur á fátækt barna ef foreldrar hafa litla menntun. Á íslandi er munurinn 18% og er það minnsti munur í Evrópu.

Rúmlega 25 milljónir barna í Evrópu eiga á hættu að lenda í fátækt og félagslegri einangrun samkvæmt áætluðum tölum fyrir árið 2015. Þetta eru 28% barna undir 18 ára sem samsvarar því að meira en fjórða hvert barn álfunnar búi við fátækt. Væru þessi börn ein þjóð, þá væru þau sjöunda fjölmennasta þjóð Evrópusambandsins.

Auglýsing

Ein meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem er að aukast í Evrópu og hefur slæmar afleiðingar á börn. Velmegun er í boði fyrir sífellt minnkandi hóp og færri fjölskyldur hafa möguleika á að fjárfesta í börnum sínum og veita þeim tækifæri. Auk ójöfnuðar er atvinnuleysi og niðurskurður í mennta- og velferðarþjónustu meginorsök þess að fátækt er viðvarandi.

Sjá einnig: 25 þúsund neita sér um tannlæknaþjónustu – Bjarni Ben segir Íslendinga aldrei haft það eins gott

Fimmti hver unglingur í Evrópu hefur ekki náð lágmarksárangri í lestri og stærðfræði. Hann býr því við fátækt á sviði menntunar sem takmarkar möguleika hans á að kljást við verkefni dagslegs lífs í framtíðinni.  Í Evrópu teljast 20% barna fátæk á sviði menntunar.

Sjá einnig: Leigumarkaðurinn er fátæktargildra nútímans

Að búa við efnislegan skort eykur líkurnar á minni menntun og tækifærum og öfugt. Þar að auki hafa mörg börn sem búa við kröpp kjör takmarkaðan aðgang að menningu, afþreyingu, íþróttum og félagslífi, sem myndi auka lífsgæði og velferð þeirra og veita þeim lífsfyllingu.

Sjá einnig: Að geta ekki leyft sér læknisheimsókn

Áhrif efnahagskreppunnar eru einnig þau að þrátt fyrir að foreldrar hafi atvinnu er það ekki trygging fyrir því að fjölskyldan búi ekki við fátækt. Á Íslandi eiga 15% þeirra sem eru á vinnumarkaði á hættu á að búa við fátækt, sem er hærra en meðaltal Evrópu. Um er að ræða fjölskyldur með tekjur undir 60% af meðaltekjum.

Auglýsing

Barnaheill skora á stjórnvöld að:

  • Tryggja gjaldfrjálsa gæðamenntun fyrir öll börn.
  • Minnka brottfall úr skólum með raunhæfum aðgerðum sem virka.
  • Styrkja mennta- og velferðarkerfið ásamt beinum inngripum fyrir þau börn sem eiga við einhvers konar erfiðleika að etja. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn.
  • Tryggja aðgang allra barna að tómstundum, listum og skemmtunum.
  • Tryggja að öll börn sem fæðast á Íslandi geti vænst þess að hafa tækifæri til menntunar, heilsu og lífsfyllingar og ekkert barn muni búa við fátækt.
  • Lengja fæðingarorlof og tryggja að öll börn eigi öruggt skjól í þroskandi námsumhverfi á vegum sveitarfélaga eftir að fæðingarorlofi lýkur
  • Hafa fjárfestingu í börnum sem leiðarljós í fjárlagagerð á öllum stjórnsýslustigum, þar sem fjárfestingin mun skila sér til alls samfélagsins í nútíð og framtíð.
  • Að líta ekki á fjármagn í þjónustu við börn sem útgjöld.

Eitt barn sem býr við fátækt og félagslega einangrun er einu barni of mikið. Eitt barn sem ekki fær tækifæri til að þroska hæfileika sína og eiga líf sem það telur gott er einu barni of mikið.

Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt. Þjóðarsátt þarf um að útrýma fátækt og tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. 

Samherji keypti upplag af Gjaldeyriseftirliti Björns Jóns

$
0
0

„Bók Björns Jóns Bragasonar verður líklega í jólapökkum starfsmanna Samherja, en bókin fjallar einmitt með gagnrýnum hætti um rannsókn Seðlabanka Íslands á Samherja vegna gjaldeyrisviðskipta,“ segir í frétt Fréttatímans.

Auglýsing

Talsvert hefur verið vitnað í bók Björn Jóns að undanförnu en bókin fjallar að miklu leyti um rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja á reglum um gjaldeyrisviðskipti fyrir nokkrum árum. Rannsóknin var látin niður falla en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært Seðlabankann fyrir rangar sakargiftir.

Fram kemur í Fréttatímanum að ekki sé gefið upp hve mörg eintök Samherji hafi keypt. Haft er eftir höfundi bókarinnar að kaup Samherja á fjölda eintaka rýri trúverðugleika bókarinnar ekki með nokkrum hætti. „Samherji styrkti ekki útgáfu bókarinnar, það gerði það enginn. Ég er sjálfstætt starfandi fræðimaður og skrifa bara það sem ég hef áhuga á,“ segir Björn Jón við Fréttatímann.

Finnst fólki í alvöru í lagi að þetta sé svona?

$
0
0

Í frétt Ríkisútvarpsins sem ber yfirsögnina, Á þriðja þúsund þurfa aðstoð fyrir jólin, er talað um þá sem þurfa beina aðstoð hjá Fjölskylduhjálp fyrir jólin. Þessi frétt talar ekki um alla hina sem fá auka yfirdrátt, meiri heimild á visakortið eða peninga a láni frá fjölskyldu og vinum fyrir jólin. Sá hópur er örugglega líka mjög stór.

Staða svo ótalmargra eftir hrun hefur versnað fjárhagslega að því marki að ekki er hægt að leyfa sér neitt fyrir hátíð eins og jólin án þess að þurfa að nota eitthvað af ofantöldum úrræðum til þess. Auðvitað er millivegur í þessu eins og öllu öðru og ef fólk er að skuldsetja sig í stórum stíl vegna jólanna af því að gjafir og matur verður að vera svo rosalega mikill, þá er eitthvað mikið að. En að þurfa að biðja um yfirdrátt eða eitthvað þvíumlíkt til að geta keypt jólamat og nokkrar jólagjafir sýnir að það er eitthvað stórvægilega skakkt í samfélaginu.

Við erum lítið samfélag og samfélagið er eins og keðja sett saman úr ótal hlekkjum sem erum við einstaklingarnir sem byggjum það. Sterku hlekkirnir verða að geta smurt og dregið með sér veikari hlekkina.

Því allt hangir þetta saman. Manneskja á leigumarkaði hvort sem hún er vinnandi, öryrki eða öldruð getur lítið sem ekkert leyft sér dagsdaglega ef leiga er um 70-80% af innkomu. Það þarf engin geimvísindi til að reikna það út. Manneskja í eigin húsnæði sem fékk á sig stökkbreytingu lána eftir hrun er mjög líklega í svipaðri stöðu.

Auglýsing

Það sem ég skil ekki er af hverju okkur, þessu litla samfélagi, hafi ekki tekist að finna lausnir sem gera það að verkum að almenningur geti lifað lífs án magakrampa af áhyggjum undir lok mánaðar. Að við höfum ekki fundið lausnir sem gera öllum kleift að lifa nokkuð mannsæamandi í samfélaginu okkar. Þetta ætti ekki að vera mikið mál, við erum fá og með því að leggjast á eitt er okkur svo ótalmargir vegir færir.

Ég skil ekki hvernig við getum litið fram hjá fólkinu í kringum okkur sem hefur það skítt og hugsað sem svo að þetta sé annara manna vandamál. Þetta er ekki annara manna vandamál því við öll, ég og þú og nágranni þinn berum ábyrgð á samfélaginu okkar og að það sé gott fyrir fólk.

Ég hélt að það væri markmið sem við gætum öll sameinast um en sé núna að það virðist ekki vera svo.
Ég sé að ráðamenn og konur á hinum ýmsu stigum stjórnunar hjá borg og ríki virðast ekki skilja vandamálið. Allavega sýna fréttir ekki annað. Og þá hugsa ég með mér, ætli þetta fólk þekki engan öryrkja, eða aldraðan eða mannsekju með stökkbreytt lán eða í leiguhúsnæði.

Er það í alvöru þannig að þingmenn og stjórnarmenn á sveitarstjórnarstigi geti engan veginn sett sig inn í þessa hluti? Ef svo er erum við þá ekki á gríðalega vondum samfélagslegum stað? Og viljum við vera þar? Þetta er eitthvað sem hver og einn verður að svara fyrir sig en ég veit í mínu hjarta að ég vil ekki að þetta sé svona, ég vil að allir geti verið til og þurfi ekki að fá magasár af fjárhagsáhyggjum og leita sér aðstoðar fyrir hver jól því allt sem er pínu auka er bara of mikið fyrir veskið.

Finnst fólki í alvöru í lagi að þetta sé svona?

Ábyrgð fjölmiðla, eða þegar DV bullaði um mig á þórsdegi

$
0
0

Flest höfum við heyrt minnst á ekki-fréttir, rangar fréttir, upplognar, misvísandi og villandi fréttir. Hér er saga af einni slíkri. Ég veit hún er villandi, því DV tók mín orð og skrumskældi.

Að morgni fimmtudags setti ég inn hugmynd á Pírataspjallið. Hvernig væri að breyta nöfnum daganna yfir í það sem var fyrir kristnitöku? Facebook hafði minnt mig á að ég setti þetta fram fyrir 2-3 árum og fékk eitt læk fyrir.  Ég brosti, fannst þetta sniðugt og henti því inn á Pírataspjallið.

Eins og flestir sennilega vita er Pírataspjallið óformlegur vettvangur og meðlimir að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en skráðir eru í flokkinn. Það hefur þó ekki stoppað suma fjölmiðla í að klína öllu sem þar fer fram á flokkinn. En hvað gerðist í dag?

Hugmyndin sem ég setti fram var svohljóðandi:

Breytum vikudögunum aftur. Tökum aftur upp nöfnin sem kirkjan stal af okkur í afbrýðisemiskasti.

Mánudagur, Týsdagur, Óðinsdagur, Þórsdagur, Freyjudagur, Laugardagur, Sunnudagur.

Auðvitað hefði mátt orða þetta varlegar. Kirkjan sem átt er við er auðvitað kaþólska kirkja 12. aldar sem vildi losa sig við nöfn gömlu goðanna og stakk upp á þessum afar ófrumlegu nöfnum, þriðjudagur af því hann er þriðji dagur vikunnar, miðvikudagur, fimmtudagur. Föstudagur er dagur föstu og sá síður lagðist af við siðaskipti, en hvað um það. Það mátti kannski vanda sig betur svo að Þjóðkirkja nútímans yrði ekki bendluð við málið, en það var auðvitað ekki ætlunin að þessi hugmynd yrði frétt.<

En svo kom DV. Slengdi þessu fram með fyrirsögninni:

Píratar vilja breyta nöfnum á vikudögum: „Tökum aftur upp nöfnin sem kirkjan stal“

Mikil eru mín völd. Þessi hugmynd sem ég setti inn af því mér fannst hún krúttleg og hefði gaman af umræðum um, var orðin stefna flokksins. Píratar vilja breyta nöfnum á vikudögunum. Píratar. Ekki bara ég, Píratar. Það hafði auðvitað enginn samband við mig. Það hafði enginn fyrir því að athuga hvort þetta væri virkilega stefna flokksins, enda veit ritstjórn DV örugglega að svo er ekki. Ég verð að gera ráð fyrir að DV sé viljandi að blekkja lesendur sína til að koma höggi á Pírata.

Þetta var hugmynd sem ég henti inn af því mér finnst hún skemmtileg og hafði áhuga á að sjá hvað fólk hefði um hana að segja. Þetta kom af stað líflegum samræðum og þar með var takmarkinu náð. Hvorki ég né flokkurinn erum á leið í herferð gegn nöfnum vikudaganna, svo það sé á hreinu. Það var aldrei takmarkið að einhver snepill tæki mín orð, skrumskældu þau og eignuðu flokkunum. Hefði einhver haft samband við mig, hefði ég getað sagt að þetta kæmi flokknum ekkert við og að ég hafi engin áform um að setja saman stefnu um málið. Þetta er mér ekkert hjartans mál þó ég hafi áhuga á að ræða það.

Það er ekki erfitt að hafa samband. Höfundur fréttarinnar hafði það af að finna út að ég var í framboði fyrir Pírata, svo einhver vinna hefur farið í að skrifa þessa þvælu. Hann eða hún hefði getað sent mér skilaboð, en það var ekki gert. Þessu var hent upp, án þess að sannleiksgildi væri rannsakað. Sennilega viljandi villandi.

Auglýsing

Í fréttinni segir að ég sé virkur í starfi flokksins. Það er stórlega ýkt. Ég hefði getað leiðrétt það ef einhver hefði haft áhuga. Þó ég hafi hafnað í sextánda særi í suður, er ég ekki virkur í starfi flokksins. Ég háði enga kosningabaráttu, kynnti mig sama og ekkert og lenti því ekki ofar en raun ber vitni. Svo virkur er ég, svo mikil eru mín völd. Ég hef vissulega rætt við fólk, en hvorki setið fundi (nema aðalfundinn) né reynt að hafa teljandi áhrif á stefnur flokksins. Ég er sennilega það sem kallað er baklandið. Meira ekki. Svo því sé haldið til haga.

Þessi frétt er röng, fyrirsögnin kolröng og DV hefur ekki aðeins gjaldfellt sig, það hefur gert sig málefnalega gjaldþrota.

Þetta væri rosalega fyndið ef fólk væri ekki að falla fyrir svona drasl blaðamennsku. Ég hló þegar ég sá fréttina, en hætti að hlæja þegar ég sá athugasemdir þar sem fólk var að bendla Birgittu við þetta (ég veit ekki til þess að hún viti af málinu), tengja þetta við kirkjuheimsóknir skólabarna (fullkomlega óskyld mál), kallaði þetta tímasóun því það væru þarfari mál sem þyrfti að leysa (ég er ekki að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum og veit ekki til þess að fólkið sem er í því hafi verið að eyða tíma í umræður um þetta). Það er nefnilega svo auðvelt að afvegaleiða umræðuna ef þú ert fjölmiðill. Fjölmiðlar geta plantað hugmyndum í huga lesenda. Það er ástæða fyrir því að fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið.

Það má líka taka fram að það er óþolandi að fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega taki eitthvað sem ég setti fram á óformlegu spjalli og skrumskæli það þannig að meðlimir flokksins þurfi að svara fyrir. Það er óþolandi að geta ekki tjáð sig á óformlegu spjalli án þess að þurfa að óttast að orðin verði notuð í annarlegum tilgangi. Það er óþolandi að við getum ekki treyst því sem við lesum í fjölmiðlum. Ég hef engan áhuga á að vera fréttamatur fólks sem nennir ekki að vinna vinnuna sína, eða er í einhverju áróðursstríði. Ef við getum ekki sett inn hugmyndir á óformlega spjallþræði á netinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að einhver troði einhverri meiningu á okkur, blási samræður okkar út sem eitthvað sem þær eru ekki, er tjáningarfrelsið orðið illa laskað.

Það er hægt að læra af þessu. Trúum fréttum ekki blint. Reynum að lesa þær gagnrýnt. Látum ekki ljúga að okkur. Lesum ekki fjölmiðla sem verða vísir, trekk í trekk, að rangfærslum og áróðri. Verum gagnrýn. Látum ekki draga okkur á asnaeyrunum. Og ef þú ert blaðamaður, vanda sig. Þú hefur áhrif og það er óafsakanlegt að ljúga að lesendum. Þú ert næstum því jafn hættulegur og læknir sem gefur vísvitandi röng lyf. Í sumum tilfellum hættulegri.

Það er kominn tími til að fjölmiðlar á Íslandi hysji upp um sig brækurnar og fari að taka starf sitt alvarlega. Við höfum engin not fyrir handónýta áróðurssnepla.

Takk fyrir mig og gleðileg jól!

„Vilhjálmur Geir Ásgeirsson eða Villi Ásgeirsson eins og hann er gjarnan kallaður“

Enn hækkar strætómiðinn

$
0
0

Stök ferð með strætó hækkar úr 420 krónum í 440 krónur í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu Strætó bs. Hækkunin er um tæplega fimm prósent. Aðrir farmiðar og kort munu um leið hækka um fjögur prósent en stakt fargjald barna og öryrkja verður óbreytt að sinni.

Auglýsing

Í tilkynningu Strætó segir að hækkunin sé í samræmi við hækkun rekstrarkostnaðar byggðasamlagsins. Þar telji hækkandi laun og olíuverð mest.

„Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir um 32% af almennum rekstrarkostnaði félagsins,“ segir í tilkynningunni.


„Það gæti verið betra milli okkar Sigmundar“

$
0
0

„Það er auðvitað bagalegt að [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins,] verði ekki með okkur á hátíðinni okkar í Þjóðleikhúsinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunvaktina á Rás 1 í morgun. „Það gæti verið betra milli okkar Sigmundar,“ sagði hann einnig.

Sigurður Ingi segir það „viðvarandi verkefni“ að bæta samskiptin við Sigmund Davíð. Í sama þætti sagði hann að í gengum sögu Framsóknarflokksins hafi auðvitað áður komið fyrir að kalt sé á milli leikenda í flokknum.

Auglýsing

Þá kom fram í þættinum að forsætisráðherra telur ekki ólíklegt að kosið verði aftur þar sem ekki gangi að mynda ríkisstjórn. „Ég myndi svona segja það að líkur vaxi á að menn segi allt í lagi við skulum þá setja landinu skýra stjórn, minnihlutastjórn en af því að menn eru ekki tilbúnir til meirihlutasamstarfs þá væri það næsta skref að segja við erum tilbúin að starfa saman í tiltekin tíma, til að mynda til vors, og hafa þá kosningar að nýju.“ sagði hann aðspurður um hvort hann teldi líklegt að kosið yrði aftur.

Elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins, Framsóknarflokkurinn, fagnar aldarafmæli í dag 16. desember. Framsóknarmenn og konur hyggja á fögnuð í Þjóðleikhúsinu í tilefni af áfanganum. Þá hefur flokkurinn biðlað til félagsmanna um allt land að fagna afmælinu með veisludagskrá í héruðum og landsfjórðungum. Hátíðardagskráin mun hefjast kl. 18.00.

Auglýsing

Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Í fyrstu var aðeins um þingflokk að ræða en síðar var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélögum og félagsstofnunum. „Uppruna flokksins má rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar þ.e. samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust m.a. fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag,“ segir á söguvef flokksins.

Flokkurinn varð til við samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda skömmu eftir kosningar að hausti 1916. Þegar flokkurinn var stofnaður geisaði heimsstyrjöldin fyrri með miklum truflunum á utanríkisverslun. Konur og verkamenn höfðu öðlast kosningarétt árið áður. Kosningaaldur hafði um leið verið lækkaður úr 30 árum í 25 ár.

Framsókn starfaði aðeins sem þingflokkur til 1930 þegar flokkurinn varð að stjórnmálahreyfingu með almennum flokksfélögum.

Plakat

KOMMIK KON í fyrsta sinn á Íslandi

$
0
0

KOMMIK KON verður haldið í fyrsta skipti í Reykjavík laugardaginn 17. des frá klukkan 14-18 á Hlemmi Square.

Á þessum myndasögumarkaði bjóða þrettán af fremstu myndasöguhöfundum landsins upp á bækur sínar og áritaðar prentanir af verkum sínum. Einnig verða stutt skemmtiviðtöl við höfundana um verkin þeirra. Myndasöguhöfundarnir, eða Kommikkarnir, eru á öllum aldri, bæði frumkvöðlar íslenskar myndasagna en líka yngri myndasöguhöfundar sem hafa vakið athygli á síðari árum.

Auglýsing

Myndasöguhöfundarnir þrettán eru Andri Kjartan Andersen, Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson, Héðinn Finnsson, Hlíf Una Bárudóttir, Hugleikur Dagsson, Karítas Gunnarsdóttir, Lára Garðarsdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir, Pétur Atli Antonsson, Sandra Rós Björnsdóttir, Sunna Sigurðardóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir.

DAGSKRÁ KOMMIK KON 2016

2:30 Andri Kjartan Andersen, Bjarni Hinriksson, Björn Heimir Önundarson

3:30 Halldór Baldursson, Héðinn Finnsson, Hlíf Una Bárudóttir

4:30 Hugleikur Dagsson, Karítas Gunnarsdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir

5:30 Pétur Atli Antonsson, Sandra Rós Björnsdóttir, Sunna Sigurðardóttir, Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir.

screen-shot-2016-12-16-at-15-22-56

Hugleikur Dagsson er þekktur grínisti sem teiknar stundum og lætur stundum aðra teikna fyrir sig. Hann útskrifaðist 2002 úr LHÍ og hefur gefið út fjölda bóka með myndasögum sínum.

SÚPERKÚKUR er bók númer 5 í bókabálknum Endir. Hver bók er sjálfstæð heimsendasaga með mismunandi teiknara. Í þetta sinn er það Árni Jón Gunnarsson sem teiknar sögu Hugleiks um fólk sem fær ofurkrafta þegar það borðar mannaskít.

www.dagsson.com

mamma_cover_wtitle

Pétur Atli Antonsson Crivello er myndskreytir á alþjóðavettvangi. Hann útskrifaðist úr Academy of Art University í San Francisco 2011 og hefur síðan þá unnið í tölvuleikjum, teiknimyndum, kvikmyndum og bókaútgáfu. Hann gerði bókina MAMMA sem er fjórða bókin í fyrrnefndum myndasöguflokki Endir. Hér segir frá einstæðri móður sem eignast lítið barn sem stækkar. Og stækkar. Og stækkar. Og stækkar.

„Það er augljóst að mikil vinna hefur farið í verkið, það er nostursamlega unnið í alla staði og ég hlakka mikið til að sjá næstu afurð frá þessum hæfileikaríka listamanni. Ég finn hreint út sagt engan galla á bókinni. Þar af leiðandi fær hún verðskuldaðar fimm stjörnur.“

Helgi Snær Sigurðsson / Morgunblaðið

ibbagogg

Héðinn Finnsson útskrifaðist frá myndlistadeild LHÍ fyrir fjórum árum og hefur síðan þá gefið út bækur og haldið sýningar undir nafninu Íbbagoggur. Hann rekur bókaútgáfuna Rasspotín og hefur í gegnum hana gefið út tólf bækur, flest allar myndasögur. Í ár gaf hann út bókina Náttúrubörn sem er einhvers konar myndabók um fólk sem kann að njóta sín í náttúrunni og örmyndasöguna En fúlt. Hún er um tvo hettumáfa. Allar Rasspotínbækurnar eru prentaðar, bundnar og settar saman af Íbbagoggi sjálfum og koma út í takmörkuðu upplagi.

Íbbagoggur á netinu: ibbagoggur.tumblr.com

Rasspotín á netinu: issue.com/rasspotin

halldor-baldursson-konungur-flonannaHalldór Baldursson hefur teiknað fréttaskop í dagblöð, myndskreytt fjölda bóka og er einn aðstandenda myndasögublaðsins Gisp! sem komið hefur út óreglulega í 27 ár.

Konungur Flónanna er úrval mynda sem birtust í Fréttablaðinu 2013-2016 og er tileinkuð sögu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

https://www.facebook.com/teiknari/

sunna-sigurdardottir

Sunna Sigurðardóttir nam myndlist í Hollandi og grafíska hönnun í Montréal en er nú búsett í Reykjavík. Hún starfar við ýmislegt tilfallandi ásamt eigin bókverkum og myndlist. SAGA er fyrsta sjálfstæða bókverk Sunnu, en áður hefur hún fengist við myndskreytingar og teikningar fyrir bækur, hreyfimyndir, veggverk og auglýsingar svo eitthvað sé nefnt. Sunna vakti fyrst athygli með myndasögum og myndskreytingum sínum fyrir bókina Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttir. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012. Hin nýútkomna bók SAGA er ljóðræn og lágstemmd frásögn sem styðst alfarið við myndir en engin orð eða texta. Þannig opnast sagan öllum óháð tungumáli og hver lesandi getur lagt sína merkingu í söguna. Bókin er hugsuð fyrir fullorðna en er um leið opin öllum.

http://sunnasigur.wixsite.com/sunnaworks

karitas-gunnarsdottir2-1Karítas Gunnarsdóttir eða Tasa er nýútskrifuð úr tveggja ára námi í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og stefnir á áframhaldandi nám erlendis í haust. Karítas er að taka sín fyrstu spor í myndlistarheiminum og stefnir hátt. Hún verður á Kommik Kon með barnabók sína Galileó sem er textalaus myndasaga um köttinn Galileó sem lendir í litlu ævintýri. Bókin er handgerð að hluta og hefur þurft að nostra við hverja bók. Til dæmis eru handskornir gluggar í blaðsíðum bókarinnar sem gerir „lesturinn“ einstaklega skemmtilegan. Einnig verður Karítas með silkiprent, blekmyndir og vatnslitamyndir til sölu á markaðnum. Skoða má myndir eftir hana á Facebook og Instagram undir nafninu TasaArt.

www.facebook.com/TasaArt/

www.instagram.com/tasaart/

screen-shot-2016-12-16-at-15-13-55

Björn Heimir Önundarson og Ægir Már Magnússon eru tveir kauðar sem hanga saman og krota myndasögur út í rauðan dauðann. Samvinnan byggist aðallega á óhóflega miklu ostaáti, teiknimyndaglápi og áhuga þeirra á voðaverkum. Ægir kastar sögu á Björn og Björn krotar það á blað með bestu getu, og úr því verður eitthvað sem almúginn ætti ekki að koma nálægt. Þetta er stutt myndasögublað sem inniheldur 3 sögur. Blaðið mun aftur koma út seinna, með fleiri sögum og í stærra magni, þetta er bara smakk.

sandrarosbjornsdottir_kapurSandra, einnig þekkt sem Krumla, útskrifaðist frá Academy of Art University í San Francisco árið 2013. Þar fékk hún BFA gráðu í Animation: Visual Development. Hún býr þar enn ásamt eiginmanni sínum og kettinum Spider. Reality Challenged er samansafn af smásögum sem hún hefur verið að teikna síðan 2014. Þar má finna gersemar eins og Hourly Comic Day 2015, Ókeipiss myndasögu sem var aldrei birt, og sagan um drauginn sem langaði í kaffi. Hourlies var teiknað fyrsta febrúar 2016 yfir einn dag í tilefni Hourly Comic Day. Þá teikna listamenn myndasögu fyrir hvern klukkutíma sem þau eru vakandi. Þessi dagur í lífi Söndru einkennist aðallega af kettinum Spider, samlokum og frábæru hári.

www.krumla.com

bjarni-hinriksson-og-jon-karl-helgason

Hvað mælti Óðinn? er titill á glænýrri myndasögu eftir Bjarna Hinriksson og Jón Karl Helgason. Sagan er frjálsleg endursköpun á eddukvæðinu Vafþrúðnismálum, einu elsta verki íslenskrar bókmenntasögu. Kvæðið lýsir háskalegri fróðleikskeppni Óðins og jötunsins Vafþrúðnis en birtir um leið heimsmynd heiðinna manna með eftirminnilegum hætti. Samkvæmt Vafþrúðni var jörðin upphaflega smíðuð úr skrokki jötunsins Ýmis en hann spáir jafnframt fyrir um endalok Óðins og fleiri guða í Ragnarökum. Kvæðið er túlkað í litríkum teikningum Bjarna en jafnframt ort upp á nútímamáli af þeim Jóni Karli og Jóni Halli Stefánssyni.

Bjarni Hinriksson  er grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hann lærði myndasögugerð í Angoulême í Frakklandi á árunum 1985-1989. Eftir að námi lauk hefur Bjarni unnið sem fréttagrafíker hjá RÚV og kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess að sinna myndasögugerð. Hann er einn af stofnendum Gisp!-hópsins sem gefið hefur út samnefnt myndasögublað síðan 1990. Bjarni hefur á liðnum árum sent frá sér fjölmargar styttri og lengri myndasögur, nú síðast Skugginn af sjálfum mér árið 2013.

Jón Karl Helgason er prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsnámi í samanburðarbókmenntum frá Massachusetts-háskóla í Bandaríkjunum 1995 og hefur lengi fengist við fræðiskrif og þýðingar. Í rannsóknum sínum hefur hann fjallað sérstaklega um endurritanir íslenskra fornbókmennta og aðlögun þeirra í ólíkum tjáningarmiðlum. Nýjasta verk hans á þeim vettvangi, Echoes of Valhalla: The Afterlife of the Eddas and Sagas, kemur út í Bretlandi vorið 2017.

bjarnihinriksson.com

http://uni.hi.is/jkh/

hlif-una

Hlíf Una útskrifaðist síðasta sumar úr tveggja ára námi í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún er að taka sín fyrstu skref sem myndasagnahöfundur. Í sögunum sínum leitast hún við að fjalla um venjulegt fólk og sýna fegurðina í hversdagsleikanum. Á Kommik Kon býður Hlíf Una upp á plaköt með erótískum eldhúsörsögum. Í sögunum er skyggnst inn í líf fólks þar sem erótík og matur haldast í hendur. Þar má t.d. nefna Önnu og Hönnu sem fá óþægilega áminningu um hversu mikilvægt það er að þvo sér um hendur eftir að hafa skorið niður chili og um viðkvæma heimilisköttinn sem fylgist með öllu sem eigendur hans aðhafast. Hlíf Una auglýsir eftir erótískum eldhússögum frá alls konar fólki og lofar að teikna fólk ekki þannig að það þekkist! Hægt er að senda henni póst á hlifuna@gmail.com.

Hlíf Una – Art

thorey-mjallhvit-ormildur-kynningarmynd

Þórey Mjallhvít er teiknari, rithöfundur og hreyfimyndagerðamaður. Hún hefur unnið að alls kyns teikningum, uppsetningum og hreyfimyndabralli hér og þar og annars staðar. Hún elskar skrímsli og nýtur þess að deila fyndnum sögum af heimsendaframtíðum. Ormhildarsaga fjallar um heimsendaframtíð þar sem jöklar heimsins hafa bráðnað. Undan jöklunum skriðu allar óvættirnar úr þjóðsögunum. Íslendingar kúldrast á eyjum og hafa lært að lifa með þessari vá. En bókabéusinn og galdrarannsóknarkonan Ormhildur á Breiðholtsey hefur fundið galdraseið sem getur læst kvikindin aftur í ísbrynju. Eini hængurinn er að hún þarf að fara alla leið upp á tind Heklu, yfir sjó, auðn og inn í heim skrímslanna.

www.mjallhvit.is

www.ormhildur.is

Viðburður Kommik Kon á Facebook

Eru íslenskir verslunareigendur sjálftökumenn og okrarar?

$
0
0

Sandra J. Svavarsdóttir eigandi Möst.C skrifar:

Viðtal við forstjóra Ikea þar sem hann tekur undir ásakanir fjölmiðla um okur fataverslana á Íslandi varð til þess að ég ákvað að setjast við skriftir enda varla hægt að líta á þetta nema sem tilraun til að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra.

Það hefur alltaf verið markmið mitt sem eiganda Möst.C sem er tískuvöruverslun fyrir konur að bjóða vörur, verð og þjónustu sem stendur samanburð við það besta sem í boði er. Við erum með um 15500 vini á Facebook og við erum mjög stoltar af því.

Það særir okkur að verslunareigendur erum litnir hornauga og úthrópaðir sem okrarar, svindlarar og nánast þjófkennd stétt í fréttamiðlum þessa dagana.

Það er öllum rekstri nauðsyn að hafa aðhald en umræða þarf að vera uppbyggileg og studd dæmum.  Ef það er ekki gert verða starfsmenn óöryggir og viðmót viðskiptavina í verslunum getur orðið „Hversu mikið er okrað á mér hér?“ Það er ónotaleg tilfinning.

Er raunhæft að bera saman litla kvenfataverslun í Faxafeni í Reykjavík sem sérhæfir sig í að hanna, láta sauma í mörgum stærðum og flytur síðan inn vörur í takmörkuðu magni við fatarisa á borð við H&M og Primemarkt án þess að taka inn í þá umræðu þætti svo sem  fatastærðir, magn efnis í flíkunum, gæði efna, flutningskostnað og síðast en ekki síst niðurfellingu virðisaukaskatts svo sem á barnafatnaði  eða endurgreiðslu allt að 20% líkt og viðgengst í Glasgow?  Nei, það er ekki raunhæfur samanburður.

Auglýsing

Kjóll sem kostaði áður kr. 9900 kostar hjá okkur í dag eftir tolla og gengisbreytingar  kr. 6.930 í verslun okkar.  Af þessari upphæð skilar Möst.C kr. 1.663 í virðisaukaskatt.  Eftir stendur kr. 5.267 eða um 37 pund til að greiða fyrir innkaupakostnað, laun, flutning og tollafgreiðslu. Allar vörur í versluninni hjá okkur hafa lækkað í samræmi við dæmið hér að framan. Sambærilegar vörur í verslunum í Amsterdam, London, Kaupamannahöfn, Stokkhólmi og Osló eru almennt dýrari.

Sú staðreynd að íslensku flugfélögin WOW og Icelandair eru einu flugfélögin sem fljúga frá Islandi sem auglýsa „taska frítt heim“ og „gjafabréf“ eða „afslætti“ frá verslunum erlendis í von um fjölgun farþega er merkilegt framlag til verslunar og þjónustu á Íslandi. Standa íslensku flugfélögin  í svipaðri herferð erlendis til að fá erlenda ríkisborgara til að koma til Íslands og versla?

Það að íslenskir neytendur geti keypt vandaða vöru á hagkvæmu verði er eitthvað sem hefur alltaf vakað fyrir mér sem eiganda Möst.C. Ég samgleðst neytendum þegar grundvöllur er til þess að lækka vöruverð.  Sjálf hef ég notið þess að versla bæði heima og erlendis og get því sett mig í spor kynsystra sem „elska verslunarferðir“ bæði innanlands og utan.  Við megum samt ekki gleyma að bera verð og gæði saman af sanngirni.

Það að Ikea forstjórinn sá tækifæri til að hnýta í starfssystur sína í fataverslun er framlag sem ég kann ekki að meta. Það verður þó vonandi til þess að fleiri en ég setjist niður og  skýri sína hlið á verslun á Íslandi með það að markmiði að koma af stað heilbrigðri umræðu um verslun og þjónustu okkur öllum til hagsbóta í stað þess að verslun á Íslandi endi eins og jólageit Ikea og verði brunarústir einar …

Nokkur ráð til syrgjandi foreldra um jól

$
0
0

Anna Lísa Björnsdóttir & Anna María Torfadóttir skrifa:

Jólin eru hátíð barnanna og fyrir foreldra sem misst hafa börn eru jólin oftast erfiðir hátíðisdagar.
Hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað til við að gera jólahátíðina sem bærilegasta – ef þið á annað borð ákveðið að halda jólin á Íslandi, það getur nefnilega verið fínt að fara erlendis líka. (Nú má hver hafa sína hentisemi og það getur verið mjög gott að fá smá fjarlægð frá Íslandi á jólum – við tölum af reynslu)

screen-shot-2016-12-17-at-09-11-46

Anna Lísa Björnsdóttir & Anna María Torfadóttir

Settu þig í forgang.

Fylltu líkamann af næringarríkri fæðu, og nærðu sálina einstöku sinnum með vínglasi eða súkkulaði.

Taktu þér pásu, bara til þess að fara út, jafnvel í stuttan göngutúr eða bara til að anda. Farðu í heitt bað til að losa um streitu.

Skipulegðu tíma með sálfræðingnum þínum, eða góðum trúnaðarvin, svo þú hafir einhvern til að hjálpa þér að tækla þær hæðir og lægðir sem kunna að hafa áhrif á þig yfir hátíðirnar.

Lestu góða bók eða horfðu á góðan þátt á Netflix. Kveiktu upp í arninum og njóttu þess að hjúfra þig upp að maka þínum.

Kannski mun þessi tími ekki lengur vera tíminn til að komast af, heldur tíminn sem mun lækna líkama þinn og sál. Tíminn til að styrkja sálina.

Hvað myndir þú segja við ástvini þína sem þú saknar um jólin? Sumir skrifa bréf til barnanna sinna sem þau vonuðust til þess að halda uppá jólin með. Kannski þú munt skrifa barninu þínu sem þú misstir og segja því hversu mikið þú elskaðir það og hvað drauma þú hafði fyrir það. Kannski verður það að nýrri og fallegri hefð sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í.

Auglýsing

Forðastu óþarfa kveikjur – gerðu plan.

Gæti það kveikt á sorg þinni að fara í Kringluna? Sérðu hamingjusamar fjölskyldur allstaðar með lítil börn sem eru á aldri við þitt barn sem er ekki hjá ykkur?

Fyrir jólin er sett upp jólatré í Kringlunni sem fólki gefst kostur á að setja gjafir undir. Gjöfunum er svo komið til skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar. Það er kjörið að gefa gjöf fyrir barnið þitt sem þú misstir og gera góðverk í leiðinni. Fallegar leiðir til þess að minnast barnanna okkar eru oft ágætis farvegur til þess að byggja okkur upp í söknuðinum.

Munu myndir af fyrstu jólum barna á Facebook láta þér líða illa? Prufaðu að hætta að skoða Facebook fréttaveituna, og skrifaðu bara á þinn vegg í staðinn. Það má líka fela þá sem eru með statusa sem valda kveikjum og opna aftur á þá þegar þú treystir þér til.

Finnst þér erfitt að enginn muni eftir þessum mikilvæga einstakling sem ekki fær pláss í jólahátíðinni? Hvað með að kaupa fallegt jólaskraut og hengja á tréð í minningu barnsins? Eða kveikja á kerti yfir máltíðinni? Það er líka í lagi að láta fólk vita að þú saknir barnsins þíns og að þú viljir minnast þess yfir jólin. Heimsókn í kirkjugarðinn getur verið falleg leið til þess að leyfa öðrum í fjölskyldunni að taka þátt í sorginni, því stundum þarf foreldri að gefa hinum “leyfi” að syrgja – það gæti komið þér á óvart hversu margir syrgja barnið þitt.

Stundum erum kveikjurnar á sorginni mikilvægar vegna þess að þær neyða okkur til að horfast í augu við þær tilfinningar sem við erum að reyna að bæla niður sem þurfa að komast upp á yfirborðið.

En þegar kveikjurnar koma aftan að okkur, eða við getum ekki tekist á við þær tilfinningar á þeim tímapunkti, þá geta þær verið skaðlegri frekar en gagnlegar og valda jafnvel áfallastreituröskun.

Reyndu að hugsa aðeins um hvað gæti verið þín kveikja, og gerðu áætlun um hvernig þú munt takast á við tilfinningarnar sem munu koma upp.

images-1

Það að teikna upp áætlun til þess að takast á við eða forðast kveikjur getur losað þig við óvænta sorg yfir hátíðirnar, og gæti gefið þér aðeins meiri stjórn á því hvernig þú tekst á við þinn missi á þessum tíma árs.

• segja nei við viðburðum sem þú veist að muni draga þig niður og þú treystir þér ekki að vera í.

• bakka út úr skuldbindingu sem þú gafst á þeim tíma sem þú áttir góðan dag, aðeins til að átta þig á aðstæðum og að þú hafir ekki úthaldið til þess að mæta. Það er líka hægt að gefa fyrirvara við mætingu – við komum ef við treystum okkur, þetta er erfiður tími.

• setja takmörk á hvað þú ert tilbúin að taka þátt í. Ætlar þú að mæta í klukkutíma, og fara þá heim snemma? Viltu sleppa að bjóða heim og mæta frekar eitthvert annað?

• Sniðugt ráð er að búa til leyniorð ásamt maka þínum til að láta hana/hann vita að þú getir ekki verið þarna lengur, og koma til skila með því orði á fljótlegan hátt að þú viljir fara strax.

• taka frá tíma til að minnast barnsins þíns. Kannski með því að fara í kirkjugarðinn, taka þátt í messu og kveikja á kerti.

• Svo getur líka verið gott að segja já við fólk og mæta á atburði sem þú veist að veita þér gleði. Matarboð með skemmtilegu fólki (veldu fólkið þitt vel, um jól sem aðra daga) jólatónleika, uppistand, bíó. Þó svo að jólafríið geti verið erfitt ekki gera sjálfan þig að píslavotti. Reyndu að gera pláss fyrir gleðina á sama hátt og þú gerir pláss fyrir sorgina.

Og síðast en ekki síst leyfðu þér að finna fyrir öllum tilfinningum.

Við erum ekki að tala um bara erfiðu tilfinningarnar. Leyðfu þér að líða eins og þú vilt láta þér líða yfir hátíðirnar, hvort sem það er vel eða illa.

Tilvist gleðinnar mun aldrei taka sorgina okkar í burtu. Það sannar það að við erum á lífi, að við séum mennsk og að við stöndum enn.

Við erum ekki bara að berjast við missi eða ófrjósemi. Við erum manneskjur, við finnum fyrir sömu tilfinningum og aðrar manneskjur. Á þessum tíma getum við fundið fyrir gleði og hamingju þó það sé ekki nema bara í augnablik. Gerum pláss fyrir komandi gleði.

Oft geta jólin erfið og einmannaleg eftir missi. En von okkar er sú að þú finnir þína leið til að takast á við og heiðra þinn missi í öllum þessum hátíðarhöldum. Þú gætir haft nægilegt pláss fyrir bæði gleði og sorg yfir þetta tímabil.

Hefur þú gengið í gegnum erfið jól?
Hvernig myndir þú hjálpa fólki á að takast á við missinn á erfiðum tímum?

Höfundar eru félagar í Gleym mér ei Styrktarfélagi
www.facebook.com/gleymmereistyrktarfelag
www.gleymmerei-styrktarfelag.is

Hér er linkur á lokaðan stuðningshóp þeirra sem misst hafa á meðgöngu:
www.facebook.com/groups/studningshopur

Listakonan í fjörunni

$
0
0

ÚTÞRÁ er höggmynd og útilistaverk úr bronsi Elísabetu Geirmundsdóttur (1915-1959). Í gær var verkið afhjúpað við tjörnina í Innbænum, gegnt Minjasafninu á Akureyri. Verkið er eftirgerð og stækkun af Útþrá sem varðveitt er á Minjasafninu en afkomendur Elísabetar færðu safninu listaverksafn Elísabetar að gjöf á hundrað ára afmæli listakonunnar.

Elísabet var fædd í Geirshúsi, Aðalstræti 36 á Akureyri, 16. febrúar 1915, og þar í fjörunni bjó hún og starfaði. Ung giftist hún Ágústi Ásgrímssyni, og áttu þau þrjú börn.  Saman reistu þau húsið í Aðalstræti 70 eftir teikningu hennar. Garðurinn umhverfis er prýddur ýmsum myndverkum eftir hana. Milli húsverka, barneigna og margs konar anna sinnti hún list sinni af  ótrúlegum krafti og hugmyndaauðgi. Það er ein og hana hafi grunað að hún hefði skamman tíma, hún lést 9. apríl 1959, aðeins 44 ára að aldri.

Elísabet var hún ótrúlega fjölhæf í listsköpun sinni. Hún gerði listaverk úr hverju því efni sem henni barst í hendur, sumum forgengilegum eins og snjó, öðrum eilífum eins og orðum og höggmyndum. Kunnust varð hún fyrir myndverk sín en hún var einnig ágætt skáld og lipur lagasmiður.

Um Elísabetu og verk hennar er bókin Listakonan í fjörunni sem kom út 1989 undir ritstjórn Eddu Eiríksdóttur. Árið 2015 voru 100 ár liðin frá fæðingu Elísabetar. Á þessum tímamótum færðu Ásgrímur og Iðunn Ágústsbörn Minjasafninu á Akureyri listaverkasafn móður sinnar til eignar og varðveislu. Í tilefni af þessari góðu gjöf er Minjasafnið að útbúa rými á efstu hæð safnsins svo sýna megi hluta af verkum Elísabetar og verður það opnað í dag. Á afmælisárinu var einnig haldin vegleg yfirlitssýning á verkum Listakonunnar í Fjörunni í Listasafninu á Akureyri.

Það er barnabarn og nafna listakonunnar, Elísabet Ásgrímsdóttir, sem hefur borið hitann og þungann við undirbúning að eftirgerðinni af Útþrá. Verkið mun standa á grasflötinni við Minjasafnstjörnina, rétt hjá heimili listakonunnar. Þetta er sannarlega fallegur og tímabær virðingarvottur við íslenska listakonu.  Án aðkomu niðja Elísabetar lægju listaverk hennar undir skemmdum eða yrðu gleymskunni að bráð. Það er ekki vanþörf á að halda framlagi íslenskra listakvenna á lofti.

screen-shot-2016-12-18-at-14-34-57

Elísabet Ásgrímsdóttir og Eiríkur Arnar Magnússon, afkomendur listakonunnar, við uppsetningu verksins í gærkvöldi (ljósm. Ragnar Hólm)

15577753_610013529190251_1803806351_n

Frumgerðin af Útþrá eftir Elísabetu Geirmundsdóttur (ljósm. Ásgrímur Ágústsson)

Plata mánaðarins desember 2016 – Jól yfir borg og bæ með Eddukórnum

$
0
0

Hátíð jóla er hátíð ljóss og friðar, hátíð jesúbarnsins og hátíð allra barna. Jól æsku minnar eru sveipuð ljóma friðar, gleði og hlýju sem þessi árstími færir mér enn í dag, þrátt fyrir allar breytingar í tíma og rúmi. Minningin um æsku jólin eru í stofunni heima á Patró árið 1955 og ég sit prúðbúinn á stól og stari hugfanginn á flöktandi ljósin á jólatrénu varpa bjarma sínum á jólaskrautið og mynda skugga dýra sem hlaupa um tréð. Ég hlusta á mömmu leggja á jólaborðið í borðstofunni við undirleik útvarpsins að flytja „Óskalög sjúklinga“ og ég hlusta. Svo horfi ég á pakkana undir trénu og spennan innra með mér eykst. En spennan lengir bara tímann þar til jólin koma og klukkan á veggnum virðist hafa stöðvast. Ég fer að hugsa um hafið og alla ísjakana sem komu upp í fjöru í nótt, hvað ef ísbirnir hefðu nú komið með jökunum? Hvað ef? Ég legg við hlustir og heyri þrusk en þá koma fréttir í útvarpinu en engar um ísbirni og svo þagnar útvarpið og allt dettur í dúnalogn.

Ég sit þarna, dingla fótunum og hugsa um íshafið. Dyrnar fram á gang opnast og pabbi kemur inn. Hann sest í hægindastólinn og fer að dedúa eitthvað við hálstauið. Klukkur útvarpsins byrja að hringja inn jólin og mamma kemur og sest hjá mér. Klukkurnar þagna, Halli stóri bróðir kemur inn og við setjumst öll til borðs. Hátíðin er gengin í garð.

02-jol-yfir-borg-og-bae-eddukorinn-bm-688x451

TVÖFALDUR KVARTETT

Sönghópurinn sem varð Eddukórinn var stofnaður vorið 1970 af Ástu Valdimarsdóttur alt, Sigríði Sigurðardóttur sópran, Friðriki Guðna Þórleifssyni bassa, Guðrúnu Ásbjörnsdóttur alt, Arnmundi Bachman tenór og Erni Gústafssyni tenór. Seinna sama ár bættust í hópinn, þau Gunnar Guttormsson tenór, Sigrún Jóhannesdóttir sópran, Sigurður Þórðarson bassi og Sigrún Andrésdóttir alt rödd.

Helsta einkenni Eddukórsins var raddaður söngur án undirleiks og varð kórinn brátt eftirsóttur og söng víða, í útvarpi, sjónvarpi, á samkomum, í kirkjum og við ýms önnur tækifæri. Minnisstæður er flutningur þeirra á jólalögum í Stóradalskirkju undir Eyjafjöllum á jólum 1970, þar sem þau fluttu þekkt og óþekkt jólalög, þar á meðal þjóðvísuna; Hátíð fer að höndum ein.

Hátíð fer að höndum ein,
hana vér allir prýðum.
Lýðurinn tendri Ijósin hrein,
líður að tíðum,
— líður að helgum tíðum.

Þetta fallega jólaerindi hefur varðveitst sem skýring á orði í orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (18. öld). Það boðar komu jólanna og fögnuð mannanna: Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum. Lagið er prentað í bók sr. Bjarna Þorsteinssonar, ÍSLENZK ÞJÓÐLÖG (1906-9), en hann lærði það norður í Ólafsfirði á nítjándu öld.

(Mynd: KFK – Sá ég jólasvein?)

(Mynd: KFK – Sá ég jólasvein?)

BRÁÐUM KOMA JÓLIN

Haustið 1970 mætti Friðrik Guðni á söngæfingu með hljómplötu sem Sigríður kona hans hafði keypt er hún var við nám erlendis. Platan geymdi jólalög úr ýmsum áttum og fannst Sigríði að gaman væri að æfa nokkur þeirra. Þar sem Friðrik Guðni var liðtækt skáld, lagðist hann í að semja texta við lögin sem hann valdi og útsetti. Þessi lög urðu undirstaða í jólaprógrammi sem var flutt í Stóradalskirkju þá um jólin.

Skömmu eftir að Eddukórinn söng jólalögin, kom upp sú hugmynd að kórinn ætti að gefa út plötu með þeim. Stjórnandi kórsins, Friðrik Guðni Þórleifsson, varð strax hrifinn af hugmyndinni og ákveðið var að tala við Svavar Gests hjá SG hljómplötum um útgáfu. Svavar tók vel í þessa málaleitan, enda afbrags kór á ferðinni sem ætti erindi við þjóðina. Svavar var þó efins um að söngur án undirleiks á plötu væri söluvænlegur. Því varð úr að fá til liðs við kórinn nokkra félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands til meðleiks. Hópurinn var fyllilega sáttur við það og hafist var handa við undirbúning. – Hér er fyrsti textinn á plötunni við franskt þjóðlag.

Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sœkja að,
sjást um allan bœinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inni í friði og ró, úti í frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Uppi á lofti inni í skáp
eru jólapakkar
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í friði og ró, inn úr frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Stjörnur tindra stillt og rótt
stafa geislum björtum.
Norðurljósin logaskær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember.
Þó að feyki snjó, þá í friði og ró
við höldum heilög jólin,
heilög blessuð jólin.

-Friðrik Guðni Þórleifsson

(Mynd: KFK: Lifandi grenitré)

(Mynd: KFK: Lifandi grenitré)

GRENITRÉ

Minningin um jólin á Patró lifnaði aftur þegar ég fékk plötu Eddukórsins í jólagjöf 1971. Það var einhvernvegin sami andi á plötunni og í minningunni, andi friðar, gleði og birtu. Söngurinn og tónlistin voru jafn hátíðleg, einlæg og mild eins og jólin forðum.

Það var norska tónskáldið Edward Grieg sem samdi lagið um tákn jóla, grenitréð.

Ó, græna, skínandi grenitré,
þú gleður okkur með komu þinni,
þinn litur minnir á lífsins vé
og Ijós þín kalla á frið í sinni.
Sjá Ijóma stjörnu, sem minnir börnin á góðan guð.

Við lærðum forðum um fæðing hans,
sem fögnuð ber inn í mannsins hjarta,
hans boðorð geymast í minni manns,
sem merli Ijómandi stjarnan bjarta
í toppi þínum, þú græna skínandi grenitré.

-Friðrik Guðni Þórleifsson

(Mynd KFK: Ég kem með jólin til þín)

(Mynd KFK: Ég kem með jólin til þín)

JÓLIN ERU AD KOMA

Annað tveggja íslenskra laga á plötunni er eftir Elínu Eiríksdóttur (1900-1987) frá Ökrum á Mýrum sem gaf alls út þrjár ljóðabækur, allar á eigin kostnað, og var hún komin nokkuð á sextugsaldur þegar sú fyrsta, Söngur í sefi, kom út árið 1955. Þremur árum síðar kom Rautt lauf í mosa 1958, og að lokum Skeljar á sandi 1968. Þekktust er Elín sennilega fyrir vöggukvæðið „Ef engill ég væri“ sem gefið var út með nótum við lag Hallgríms Helgasonar árið 1941, auk þess að vera oft síðasta lagið fyrir fréttir, og jólakvæðið „Jólin eru að koma“ sem hún samdi sjálf lag við og er m.a. sungið af dótturbörnum hennar KK og Ellen á samnefndum geisladiski þeirra.

Jólin eru að koma, jólastjarnan skín
komdu blíða barnið, með bros og jól til mín.
Með brosið hreina’ og bjarta
þú birtist ætíð mér.
Við kveikjum kertaljósin
og kveikjum fyrir þér.

-Elín Eiríksdóttir

(Mynd KFK: Húmar að jólum)

(Mynd KFK: Húmar að jólum)

HÖLDUM HEILÖG JÓL

Lagið er franskt þjóðlag en með ljóði Friðriks Guðna verður það íslenskara en allt sem íslenskt er. Andakt þess tíma þegar myrkrið er yfir og allt um kring en lifandi ljósið vermir og gleður.

: , : Höldum heilög jól, himinbjöllur klingja : , :
yfir allt um kring englaraddir syngja
meðan máninn rís yfir myrka dali
meðan máninn skín yfir myrka jörð.

: , : Yfir, allt um kring englaraddir hljóma. : , :
Uppí heiði há helgar stjörnur Ijóma
meðan máninn rís o. s. frv.

: , : Uppí heiði há helgar stjörnur skína. : , :
Kyrrlát kertaljós kveikja gleði þína
meðan máninn rís o. s. frv.

-Friðrik Guðni Þórleifsson

(Mynd KFK : Hljómur jóla)

(Mynd KFK : Hljómur jóla)

BETLEHEM

Lagið um litla bæinn Betlehem er samið á nítjándu öld af organistanum Lewis Redner (1831-1908) fyrir barnakórinn sem söng á sunnudögum í kirkjunni hans í Fíladelfíu (Philadelphia) í Bandaríkjunum.

Ó, borgin litla, Betlehem,
þú bíður í djúpri ró,
í heimi drauma dagsins glaumi
dreifir á þagnarskóg.
Þó lýsir Ijósið bjarta,
það Ijós, er ætíð skín,
sú von og trú, er væntir þú
hún verður loksins þín.

Ó, litla barn frá Betlehem,
ég bið þig kom til mín,
svo megi ég finna fögnuð þinn,
þinn friður aldrei dvín.
Nú englar allir syngja
svo ómar geimurinn,
í kærleik þínum kom til mín
ó, Kristur, Drottinn minn.

Í djúpri þögn, í þýðri ró
hinn þráði birtist oss,
sem þjáðum lýð er blessun blíð,
hið bjarta himinhnoss.
Í hörðum syndaheimi
það heyra enginn mun
en hjörtun þjáðu þiggja náð
og þráða Guðsblessun.

-Friðrik Guðni Þórleifsson

(Mynd KFK: Vísbending)

(Mynd KFK: Vísbending)

ÞEIR KOMA ÞAR
(Göngusöngur hirðingjanna)

Þetta lag er franskt að uppruna og var ekki samið sem jólalag, heldur sem göngulag.

Þeir komu þar sem Kristur fæddur var
þeir konungar, sem stýrðu ríkum þjóðum,
þeir komu þar, sem Kristur fæddur var
þeir krupu og sýndu merki lotningar.

Og stjarna í heiði þeim lýsti leið
sem lá um gnæfandi fjöll og eyðisanda.
Og stjarna í heiði þeim lýsti leið,
sem lá að jötunni hvar Drottinn beið.

Og tignarmerkin tóku þeir af sér
í trú og auðmýkt krupu helgum sveini
og tignarmerkin tóku þeir af sér,
því tign og lotning honum einum ber.

Þeir komu þangað sem Kristur var,
þeir krupu og fœrð’onum sínar dýru gjafir,
þeir komu þangað sem Kristur var,
þeir krupu og sýndu merki lotningar.

-Friðrik Guðni Þórleifsson

(Mynd KFK: Mér sýndist ég sjá einhvern þarna frammi…)

(Mynd KFK: Mér sýndist ég sjá einhvern þarna frammi…)

Á JÓLUNUM ER GLEÐI OG GAMAN

Spænska lagið Fum, fum, fum er hér í útsetningu Friðriks Guðna orðið að sígildu íslensku jólalagi.

: , : Á jólunum er gleði og gaman, fúm, fúm, fúm. : , :
Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman
allir hlægja og syngja saman, fúm, fúm, fúm.

: , : Og jólasveinn með sekk á baki, fúm, fúm, fúm. : , :
hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana.
Þá mun ríkja gleði og gaman
allir hlægja og syngja saman, fúm, fúm, fúm.

: , : Á jólunum er gleði og gaman, fúm, fúm, fúm. : , :
Þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði og gaman
allir hlægja og syngja saman, fúm, fúm, fúm.

-Friðrik Guðni Þórleifsson

(Mynd KFK: Jól í Reykjavík)

(Mynd KFK: Jól í Reykjavík)

JÓL YFIR BORG OG BÆ
(Austurríkst þjóðlag)

Það syrtir í dölum, það dimmir í skóg,
þar drúpir hver grein undir mjallhvítum snjó.
Þó skammdegi ríki og skyggi um heim
hin skærasta stjarna nú lýsir um geim
hæ — hæ, hæ — hæ,
koma jól yfir borg og bæ.

Og geislarnir skína um skóga og dal,
í skuggaleg hreysi, í Ijómandi sal,
því mennirnir fagna nú friði um heim,
hinn fegursti söngur nú hljómar um geim
hæ — hæ, hæ — hæ,
koma jól yfir borg og bæ.

-Friðrik Guðni Þórleifsson

(Mynd KFK: Jólakveðja.)

(Mynd KFK: Jólakveðja.)

JÓLASVEINARNIR

Vísurnar um jólasveinana eru eftir Jóhannes úr Kötlum (Jóhannes Bjarni Jónsson) sem fæddist að Goddastöðum í Laxárdal í Dölum en ólst upp frá sex mánaða aldri í Ljárskógaseli í sömu sveit. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jóhannesson og Halldóra Guðbrandsdóttir. Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin Fáskrúð og þar eru svonefndir Katlar, fossar, hyljir og klettar, þar sem Jóhannes lék sér mikið í bernsku. Þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1925, kenndi hann sig við þetta svæði og nefndi sig Jóhannes úr Kötlum.

Segja vil ég sögu af
sveinunum þeim,
sem brugðu sér hér forðum
á bæina heim.

Þeir upp á fjöllum sáust
– eins og margur veit —
í langri halarófu
á leið niður í sveit.

Stekkjastaur kom fyrstur
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsið
og lék á bóndans fé.

Giljagaur var annar
með gráa hausinn sinn.
– Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.

Stúfur hét sá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu
þegar kostur var á.

Sá fjórði, Þvörusleikir
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður
Þegar eldabuskan fór.

Sá fimmti, Pottaskefill var
skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Sá sjötti, Askasleikir
var alveg dæmalaus. —
Hann fram undan rúmunum
rak sinn Ijóta haus.

Sjöundi var Hurðaskellir
– sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér væran dúr.

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn on’af sánum
með hnefanum braut.

Níundi var Bjúgnakrækir
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnupplaði þar.

Tíundi var Gluggagæir, —
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.

Ellefti var Gáttaþefur,
– aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Ketkrókur sá tólfti,
kunni á ýmsu lag. —
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Þrettándi var Kertasníkir
– þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Á sjálfa jólanóttina
– sagan hermir frá —
á strák sínum þeir sátu
og störðu Ijósin á.

Svo tíndust þeir í burtu
– það tók þá frost og snjór
á Þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.

Fyrir löngu á fjöllunum
er fennt í þeirra slóð,
– en minningarnar breytast
í myndir og Ijóð.

-Jóhannes úr Kötlum

Lagið samdi Ingunn Bjarnadóttir (1905-1972) sem fæddist í Einholti á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Benediktsdóttur og Bjarna Eyjólfssonar, sem bjuggu í Hólabrekku á Mýrum, þar sem Ingunn ólst upp. 1927 giftist Ingunn Sigurði Eiríkssyni, verkamanni á Seyðisfirði. Þau Sigurður eignuðust tvö börn, Margréti Sigurbjörgu og Bjarna Eirík. Ingunn og Sigurður slitu sambúð 1937. 1940 giftist Ingunn Hróðmari Sigurðssyni, kennara (1912-1957). Þau bjuggu fyrst í Kiljarholti á Mýrum, síðan einn vetur á Höfn í Hornafirði, en fluttu svo til Hveragerðis 1946, þar sem þau bjuggu til æviloka. Ingunn og Hróðmar eignuðust fimm börn, Önnu Sigríði, Þórhall, Óttar Hrafn, Hallgrím og óskírða dóttur, andvana fædda. Með húsmóðurstörfum, samdi Ingunn lög og ræktaði skrúðgarð að Laufskógum 4 (húsið hét upphaflega Hraunteigur). Ingunn hafði enga tónlistarmenntun, en Hróðmar skrifaði upp mörg laga hennar.
Hallgrímur Helgason hreifst af lögum Ingunnar og honum ber fyrst og fremst að þakka að lög hennar komust fyrir almenningssjónir. Ekkert getur betur lýst lögum Ingunnar, en að þessi hámenntaðaði tónlistarmaður skyldi leggja ómælda vinnu í að færa lög hennar í búning (undirspil við einsöng og kórútsetningar). Þetta gerði Hallgrímur án annars endurgjalds en vináttu þeirra hjóna, Ingunnar og Hróðmars. Því fer best á að lofa Hallgrími að hafa síðasta orðið, en eftirfarandi umsögn skrifaði hann á umslag plötu, sem synir Ingunnar gáfu út 1975:

„Ef lýsa á söngvakonunni Ingunni Bjarnadóttur (1905-1972), þá tel ég einkunnarorðin syngjandi sál hæfi henni best. Hvert ljóð er hún fór með varð söngur. Hann var eðlileg tjáning hennar, hrein og sönn. Þessi þrá eftir útstreymi tóns, er lyfti orði í æðra veldi, var svo sterk, að því var líkast sem hljómur margra alda, í söngvasnauðri tilveru Íslendinga, brytist hér fram af óstöðvandi afli. Við fyrstu kynni mín af Ingunni sá ég fljótlega, að hún var gædd óvenjulegri gáfu, lagvísi sem vert var að örva með nauðsynlegri aðstoð, ekki síst þar sem hún hafði farið á mis við allt tónmenntalegt uppeldi. Hún bara söng eftir hjartans lögmáli, sem henni var meðfætt. Það var sem hún hefði í vöggugjöf hlotið syngjandi arf ótal margra undangenginna kynslóða. Þessa firnalöngu fortíð endurtjáði hún í tóntegundum löngu liðinna tíma. Þannig er ævagamalt ljúflingslag úr Hornafirði, fæðingarsveit Ingunnar, bestur lykill að lagafjársjóði hennar. Söngur var löngum tengdur galdri og seið. Máttur tóna var sterkari mannlegum mætti. Hann opnaði innsýn í hulda heima, þaðan sem ofin voru örlög manna. Konur voru þá að jafnaði búnar bestum kostum til að miðla málum milli guða og manna. Söngur þeirra og töfraljóð voru því í hávegum höfð. Seiðkonur og völvur eru nú löngu hættar að gegna því mikilvæga hlutverki í mannlegu samfélagi, sem fyrrum var þeim ætlað. En töframáttur tóna lifir enn. Lög Ingunnar Bjarnadóttur eru hreinræktuð sönnun þess. Svo mætti fara, að þessi austfirska alþýðukona verði síðar talin mest söngvölva á Íslandi 20. aldar.“

(Mynd KFK: Þeir fylgdu stjörnunni)

(Mynd KFK: Þeir fylgdu stjörnunni)

Tenglar:

Hljóð og mynd – YouTube: Hér segja félagar úr Eddukórnum frá ýmsu tengdu plötunni. Þá er einnig viðtal við upptökumanninn Pétur Steingrímsson um upptökur og tæknina um 1970.

Ásta Valdimarsdóttir kórfélagi í Eddukórnum segir frá tilurð kórsins og jólaplötunni – https://youtu.be/xHuqFO1nF8k

Gunnar Guttormsson meðlimur í Eddukórnum segir frá aðdraganda að veru sinni í kórnum og jólaplötunni – https://youtu.be/iUoPuwe-PSw

Sigrún Andrésdóttir segir frá tónlistaruppeldi – https://youtu.be/q0UAKCCiwWo

Sigurður Þórðarson segir frá laginu; „Þeir koma þar“ – https://youtu.be/GCbKWEH-HeA

Sigurður Þórðarson í Eddukórnum segir frá æfingum og glensi – https://youtu.be/KnlucdE2itw

Sigrún Jóhannesdóttir sópransöngvari í Eddukórnum segir frá tónlistaruppeldi og söng – https://youtu.be/Mx9SNy_G1q0

Pétur Steingrímsson upptökumaður segir frá upptökum á jólaplötu Eddukórsins – https://youtu.be/z-uqRzXQUkA

Tenglar á annað efni:

Þórður Kristleifsson – http://www.mbl.is/greinasafn/grein/340308/

Friðrik Guðni Þórleifsson leikur á langspil – https://www.youtube.com/watch?v=T_rSvCoYfw0

Bráðum koma jólin – Eddukórinn – https://www.youtube.com/watch?v=hXB0nt-lND4

Bráðum koma jólin (texti með gítargripum) – http://www.guitarparty.com/en/song/bradum-koma-jolin/

Grenitré – Eddukórinn –https://www.youtube.com/watch?v=ENDCxSrZD74

Grenitré -Jólatré – Edvard Grieg – https://www.youtube.com/watch?v=duMgxv1sJbM

Á jólunum er gleði og gaman eða Fum, fum, fum – http://www.worldwidechristmas.com/songs/fum-fum-fum/

Sú grunna lukka – https://hbs.is/Hljodbokaleit?tegLeitar=20&idAdilaRitradar=2749

Ritgerðir tengdar tónlist – http://www.musik.is/tranns.html

Þrír háir tónar, 45 snúninga plata 1967 – https://is.wikipedia.org/wiki/GEOK_258

Friðrik Guðni Þórleifsson minningargreinar – http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1769682

Glatkistan um Friðrik Guðna – https://glatkistan.com/tag/fridrik_gudni_thorleifsson/

Ávarp forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við opnun sýningar til minningar um Friðrik Guðna Þórleifsson og Sigríði Sigurðardóttur Sögusetrinu, Hvolsvelli 2. júní 2007 – http://www.forseti.is/media/files/07.06.02.Fridrik.Gudni.pdf

Ljóðabækur Friðriks Guðna – http://www.bokin.is/index.php?manufacturers_id=2446

Platan á Wikipedia – https://is.wikipedia.org/wiki/Edduk%C3%B3rinn_-_J%C3%B3l_yfir_borg_og_b%C3%A6

Eddukórinn á TIDAL vefnum – https://listen.tidal.com/artist/6764419

Jól yfir borg og bæ á Spotify – https://play.spotify.com/user/ottovalur/playlist/3jnF9s7KvqhEQW8txhJ4rB

Alþingi notað til að fjármagna kosningabaráttu flokkanna

$
0
0

Framlagðir reikningar vegna kostnaðar þingmanna hækkaði um eina og hálfa milljón milli áranna 2015 og 2016. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í morgun. Þar segir að árið 2015 hafi þingmenn lagt fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7.3 milljónir en að á fyrstu tíu mánuðum núverandi árs sé kostnaðurinn samtals 8,7 milljónir.

Auglýsing

Í sömu frétt kemur fram að aksturspeningar þingmanna séu um 38.5 milljónir í fyrra. Fréttablaðið segir frá því að óskað hafi verið gagna frá Alþingi þar sem sundurliðaður er aksturskostnaður niður á þingmenn. Þá kemur fram í frétt blaðsins að: „Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári.“

Auglýsing

Hvað er eiginlega að þessu Alþingi?

screen-shot-2016-12-19-at-08-13-31Fjallað er um aksturspeninga og það hve frjálslega þingmenn ganga í þá í bókinni Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? Bókin sem kom út í upphafi árs er eftir Þór Saari. Þór var þingmaður Borgarahreyfingarinnar og seinna Hreyfingarinnar í eitt kjörtímabil. Í bók Þórs segir hann frá því hvernig þingmenn ganga í almannasjóði til að fjármagna kosningabaráttu sína. „Ferðir til og frá vinnu eða heimili þingmanna eru svo greiddar eftir ákveðnum reglum sem virðast þó allteygjanlegar enda virtust sumir þingmenn nota innanlandsflugið eins og strætó til og frá vinnu oft í viku, ekki allt þingtímabilið en ansi oft. Einnig er eftir ákveðnum reglum endurgreiddur kostnaður vegna bílaleigubíla og vegna aksturs eigin bíls, en þar sendu til dæmis sumir þingmenn inn háa reikninga fyrir akstursgjaldi vegna ferða í kosningabaráttunni fyrir kosningar til sveitarstjórna vorið 2010,“ segir í bókinni.

„Slíkt býr til alvarlega lýðræðisskekkju þar sem ný framboð og önnur framboð sem ekki eiga bakland á Alþingi standa mjög höllum fæti í slíku fyrirkomulagi, en Alþingi fer í frí tveimur til þremur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar (sem og nokkrum vikum fyrir hverjar Alþingiskosningar). Að nafninu til er þetta til þess að „sveitarstjórnarmenn geti átt sviðið“ eins og sagt er en í rauninni er verið að gefa þingmönnum Fjórflokksins tækifæri á að leggja félögum sínum í sveitarstjórnum lið, á fullum launum og allur kostnaður greiddur. Slíkt fyrirkomulag má auðveldlega flokka sem misnotkun á aðstöðu og jafnvel pólitíska spillingu en hér hefur Fjórflokkurinn margfrægi snúið bökum saman um viðhald tegundarinnar á kostnað lýðræðisins og almennir borgarar í landinu borga brúsann.“

Auglýsing

Samþykktu eftirlitslög án fjárheimilda

Árð 2013 fjallaði tímaritið Skástrik um slælegt eftirlit með fjármögnun og styrkjum til stjórnmálastarfs. Í umfjöllun Skástriks er vitnað til opinberra gagna og bent á að um hálfur milljarður króna hafi runnið til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna án þess að vitneskja sé um uppruna fjársins. Í umfjölluninni kemur líka fram að eftirlit með nýjum lögum sé afar veikt.

Alþingi samþykkti í desember 2006 lög um fjármál stjórnmálaflokka sem eins og áður segir tóku gildi 1. janúar 2007. Í lögunum er meðal annars kveðið á um að frambjóðendum sé skylt að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar, sem birti síðan upplýsingarnar. Að öðru leyti virðist eftirlit Ríkisendurskoðunar með stjórnmálamönnum vera unnið í hjáverkum enda samþykkti Alþingi lögin án þess að þeim fylgdu fjárheimildir til að hægt væri að sinna eftirlitinu. „Lögin, sem samin voru af fulltrúum flokkanna, setja auknar kvaðir á Ríkisendurskoðun en fjármagn fylgir ekki með. Rekstrarform félagasamtaka sem stjórnmálamenn reka í kringum eigin baráttu er þannig úr garði gert að samtökunum er ekki skylt að skila ársreikningum. Aðeins er gerð krafa um bókhaldsfæran skoðunaraðila og flokkarnir sjá sjálfir um eigin reglur og eftirlit með kosningum til æðstu embætta. Ríkisendurskoðandi [Sveinn Arason] var spurður hvort hans upplifun væri sú að eftirlit væri nægilega gott og svarið var: „Nei, við teljum að það sé tiltölulega veikt.““

 


Borgarmeirihutinn heldur þrátt fyrir hrun í fylgi Samfylkingar

$
0
0

Samfylkingin í Reykjavík tapar nærri helmingi fylgis síns samkvæmt nýrri könnun Fréttastofu 365 sem birt var í Fréttablaðinu í morgun. Staða borgarstjórnarmeirihlutans virðist nokkuð sterk ef marka má könnunina þrátt fyrir að Samfylkingin veikist verulega. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata fengi 14 fulltrúa gegn níu fulltrúum minnihlutans. Borgarstjórnarfulltrúum mun fjölga um átta á næsta kjörtímabili.

Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt könnuninni stærsti flokkurinn með 32% en flokkurinn fékk 25.7% fylgi í síðustu kosningum. Samfylkingin fellur úr tæplega 32% í 17%.

Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn átta fulltrúa, Framsóknarflokkur einn, Samfylking fjóra, Vinstri græn fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar þrjá.

Auglýsing

„Könnun fréttastofu 365 var gerð dagana 12.-14. desember og hringt í 1.016 einstaklinga. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í dag? Svör fengust frá 617 einstaklingum. 59,4 prósent afspurða tóku afstöðu til spurningarinnar. “

Íslensk stjórnmál illa farin af „sjálfhverfu-persónuleikaröskun“

$
0
0

„Þótt Donald Trump sé augljóslega illa farinn af sjálfhverfu-persónuleikaröskun þekkjum við Íslendingar stjórnmálamenn sem eru enn verr farnir, nánast óvinnufærir vegna þessarar röskunar,“ skrifar Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, á Facebook í gær. Gunnar hlekkjar í grein á Huffington Post þar sem spurt er hvort Donald Trump sé veikur á geði.

Auglýsing

„Það er hreint með ólíkindum hversu vel útlistanir á einkennum þessarar geðröskunar í þessari grein á við um íslenskt stjórnmál, nánast óhugnanlegt,“ skrifar ritstjóri Fréttatímans.

Richard Greene, höfundur umfjöllunar Huffington Post, skrifar í upphafi umfjöllunar sinnar að nánast allir þeir sérfræðingar á sviði geðheilbrigðis sem hann hafi rætt við segi honum að Donald Trump falli í kríteríu Sjálfhverfu-persónuleikaröskunar.

Þá birtir hann afrit af bréfi sem sent var til Obama undirritað þremur prófessorum í geðlækningum. Með bréfinu skora einstaklingarnir á Obama að ganga úr skugga um að Trump undirgangist greiningu og vottun á andlegri heilsu sinni áður en honum er falin sú ábyrgð sem fylgi stjórn kjarnorkuvopna. Bent er á að ítrekað og víða hafi verið greint frá ýktum hugmyndum Trump um eigin mikilmennsku, hvatvísi og ofurviðkvæmni við gagnrýni eða því sem hann telur móðgun.

Auglýsing

Facebook-vinir Gunnars Smára virðast ekki eiga í miklum vanda við að draga þá ályktun að hér sé í raun fjallað um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þótt Gunnar Smári staðfesti það hvorki né neiti því í athugasemdum. Lára Hanna Einarsdóttir, bloggari og þýðandi, deilir stöðufærslu Gunnars Smára og spyr hvort einhverjum bjöllum hringi? Þá vekur hún sérstaklega athygli á textabroti úr Huffington Post þar sem því er haldið fram að einstaklingum með sjálfhverfu-persónuleikaröskun muni aldrei geta átt í eðlilegum samskiptum við fjölmiðlamann eða fjölmiðil sem gagnrýni hann.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ítrekað komist í fréttir fyrir furðulega viðkvæmni fyrir gagnrýni og stórfenglegar hugmyndir um eigið ágæti. Aðeins örfáir dagar eru síðan hann gerði RÚV ábyrgt fyrir klofningi í eigin flokki. Þá gekk hann út úr viðtali RÚV þar sem hann var spurður hvers vegna hann mætti ekki til vinnu en vinnuframlag Sigmundar undanfarna mánuði hefur fyrst of fremst falist í að taka sér laun án þess að mæta.

Sjá einnig: Fimm samsæri gegn Sigmundi Davíð

Ítrekað hefur hann haldið því fram að uppljóstrun Panamaskjalanna sé raunar alþjóðlegt samsæri gegn sér. Hann telur að auðmaðurinn George Soros sé að baki Panamaskjölunum sem afhjúpuðu hann sem lygara með eftirminnilegum hætti í sjónvarpsviðtalinu fræga.

Sigmundur Davíð er að sjálfsögðu ekki einn um þessa skoðun því Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með ráðherranum fyrrverandi.

„Fyrst voru Bandaríkjamenn síaðir frá, síðan þeir, sem Soros vildi ekki birta neitt um (en hann kostar þetta), þá þeir, sem fjölmiðlamenn hafa ekki áhuga á (ég gæti nefnt nokkra),“ skrifar Hannes Hólmsteinn á Facebook í dag.

Hið rétta er að George Soros er sjálfur meðal þeirra sem var afhjúpaður í gagnalekanum. Soros Holdings ltd, félag Soros er þannig skráð á Bresku jómfrúareyjunum. Soros Capital er sömuleiðis skráð á Bermúdaeyjum og Soros Finance í Panama.

74 frétta- og blaðamenn drepnir á árinu 2016

$
0
0

Blaðamenn án landamæra hafa tekið sama upplýsingar um frétta- og blaðamenn sem létust og voru myrtir voru á árinu. Samtökin telja að 74 einstaklingar hafi verið drepnir árið 2016 við blaða- og fréttamennsku.

Þetta er talsvert lægri tala en árið 2015 þegar 101 blaða- og fréttamaður voru drepnir við störf. Í tilkynningu Blaðamanna án landamæra er bent á að fækkunina megi að hluta til rekja til þess að fréttamenn hætti sér vart til landa eins og Sýrlands, Lýbíu, Yemen, Afganistan og Búrúndi.

Það skapi gríðarlegan upplýsinga- og fréttaskort frá þeim svæðum.

Mexíkó sker sig úr þegar kemur að ríkjum þar sem ekki geisar stríð. Níu blaðamenn voru drepnir þar í landi á árinu. Þá segir í umsögn Blaðamanna án landamæra að fréttamenn í landinu stundi sjálfsritskoðun til að halda sér á lífi og koma í veg fyrir að vera myrtir.

Sýrland er enn það land þar sem fréttamennska er hættulegast en næst kemur Afganistan.

Ásmundur Friðriksson segir Landspítalann hýsa sjúka á göngum fyrir „sjónvarpsvélarnar og fréttamenn“

$
0
0

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir „töluvert af lausum rýmum á sjúkrahúsum akkúrat núna allt í kringum Landsspítalann“ í umræðu á Facebook. Ásmundur Friðriksson gefur í skyn að Landspítalinn hýsi sjúklinga á göngum „svo sjónvarpsvélarnar og fréttamennirnir geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu.“ Þetta kemur fram í umræðum á vegg Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna lélegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á Norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifar þingmaðurinn.

Auglýsing

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur umræðuna með því að benda á að sjúkrarúmum á landsbyggðinni hafi fækkað undanfarið. „Við sjáum og heyrum fréttir af yfirfullum Landsspítala á sama tíma og skipulega hefur verið unnið að lokun og fækkun sjúkrarúma á landsbyggðinni. Var við öðru að búast?“

Við þessu bregst Ásmundur Friðriksson með því að saka Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum líkt og sýningagripum fyrir fréttamenn auk þess að setja undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins í klassískar skotgrafir landsbyggðar og höfuðborgar. Taka skal fram að Ásmundur Friðriksson er einn 63 aðila sem ákveður framlag til heilbrigðismála, mótar byggðastefnu og fer með vald löggjafans.

screen-shot-2016-12-19-at-11-11-35

Auglýsing

Hér er athugasemd þingmannsins í heild: „Ég veit ekki betur en það sé töluvert af lausum rýmum á sjúkrahúsum akkúrat núna allt í kringum Landsspítalann en ég var einmitt að kynna mér það síðustu daga. Sjúkrahúsin á svæðinu eru alltaf opin fyrir því að taka á móti sjúklingum frá LHS en núna er mikilvægara að hafa þá á göngum svo sjónvarpsvélarnar og fréttamennirnir geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á Norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins. Það er margt sem betur má fara í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að frá síðasta ári hafi 37 milljarðar farið í aukin ríkisútgjöld og þar af 7 milljarðar í heilbrigðismál og 13 milljarðar í aldraða og þá laun ekki talin með þá fer mest af því til heilbrigðismála og til aldraðra. Það er fleira heilbrigðismál en Landsspítalinn og við viljum áfram gera betur á landsbyggðinni. Við getum ekki náð öllum markmiðum okkar í einu, þau verður að taka í skrefum og það þekkjum við Kjartan vel. Gleðileg jól.“

Sunna Valgerðardóttir um viðtalið: „Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram“

$
0
0

„Ég hafði óskað eftir viðtali við hann í tilefni dagsins með SMS-skilaboðum, en engin svör fengið,“ skrifar Sunna Valgerðardóttir, fréttakona RÚV, á Facebook rétt í þessu. Sunna svarar þar vangaveltum sem komið hafa fram vegna viðtals hennar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið. Sigmundur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða andartak, áður en við tókum viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram, eins og stjórnmálamenn gera þó gjarnan,“ skrifar Sunna.

Auglýsing

Viðtalið hefur vakið gríðarleg viðbrögð en þar fer Sigmundur hamförum af pirringi yfir spurningum fréttakonunnar. Forsætisráðherrann fyrrverandi svarar með dólg, heimtar að spurningar séu umorðaðar og gengur að lokum úr viðtalinu. Hann hætti ekki þar því í kjölfarið hefur hann og stuðningsmenn sakað RÚV um óheiðarleg vinnubrögð og „þráhyggju“ í sinn garð.

Stöðufærslan kemur í kjölfar ásakana frá Sigmundi í garð RÚV og Sunnu persónulega um dónaleg og óheiðarleg vinnubrögð. Sigmundur Davíð sagði á Facebook í fyrradag að: „Þráhyggja SDG-hópsins á RÚV virðist vera að ágerast frekar en hitt“ og gaf þannig í skyn að fyrirspurnir RÚV um það hvers vegna hann mætti ekki til vinnu væru liður í langvarandi óvild stofnunarinnar í hans garð.

Auglýsing

„Tilgangurinn með heimsókn í afmælið virtist eingöngu vera sá að reyna að ýta undir illdeilur í Framsóknarflokknum í tilefni dagsins og búa til frétt um að ég hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki.“

Viewing all 8283 articles
Browse latest View live