Kristján Frímann skrifar um hljómplötur
Myndir KFK
Á gullöld rokksins um 1970 var íslenska rokksenan mjög enskuskotin og þeir tónlistarmenn sem vildu ná einhverjum árangri fluttu sína íslensku tónlist á ensku. Ástæður þess að tónlistarmenn völdu enskuna voru nokkrar, svo sem að tónlist unga fólksins á öldum ljósvakans var einhliða ensk og amerísk og að auki trónaði kanaútvarpið frá herstöðinni yfir Reykjanesinu og Reykjavík.
Hljómsveitir áttu líka sitt viðurværi mikið undir spilamennsku á vellinum og þar var herinn gjöfull veitandi. Á dansstöðum og sveitaböllum þýddi ekkert að bjóða uppá íslenska tónlist, því enginn vildi heyra það sem hann ekki þekkti, svo menn spiluðu lögin sem voru vinsæl í útvarpinu. Þá var útgáfustarfsemi einnig á brauðfótum þar sem hljóðversaðstaða var afar fátækleg og hvorki Ríkisútvarpið né SG hljómplötur tóku upp eða gáfu út íslensk lög á ensku. Fálkinn var þá eina fyrirtækið sem tók slíkt í mál en bara ef menn voru orðnir þekktir og seldu.
![02-GYPSY_QUEEN-BM-688x451]()
Jónas leiðir dóttur sína Margréti yfir þýska götu
Jónas R.
Jónas R. Jónsson söngvari og flautuleikari er fæddur í Reykjavík 17. nóvember 1948. Fyrsta hljómsveit Jónasar var fimm manna bandið „5 pence“ sem var stofnuð árið 1965. Sú sveit lék aðallega á skólaböllum og flutti eingöngu „cover“ lög enskra hljómsveita. Þar var hljómsveitin Kinks efst á blaði, enda var Kinks heitasta bandið eftir átta tónleika þeirra í Austurbæjarbíó þá um haustið. Eftir „5 pence“ hófst samstarf við hið eitraða band „Toxic“ sem hélt uppi stemningunni á skólaböllum og skemmtistöðum með „cover“ lögum árin 1966-67.
Árið 1968 varð svo kúvending þegar Jónas stofnaði hljómsveitina „Flowers“ ásamt Arnari Sigurbjörnssyni gítarleikara, Karli Sighvatssyni á hljómborð, Sigurjóni Sighvatssyni á bassa og Rafni Haraldssyni á trommur. Tveim mánuðum eftir stofnun var trommaranum skipt út fyrir Gunnar Jökull Hákonarson sem settist við trommurnar. Þannig skipuð hélt hljómsveitin til London á vegum Tónaútgáfunnar og tók upp fjögurra laga plötu með íslenskum lögum.
Flowers platan á Wikipedia – https://is.wikipedia.org/wiki/T_104
Flowers lifði aðeins árið og í júní 1969 stofnaði Jónas hljómsveitina Náttúru ásamt Björgvini Gíslasyni á gítar, Sigurði Árnasyni á bassa og Rafni Haraldssyni á trommur. Aftur var róið á ensku miðin og flutt „cover“ lög á ensku.
Árið eftir hætti Jónas í tónlistarbransanum til að gerast verslunarstjóri í nýju tískuhúsi karlmanna sem náttúrlega var nefnt Adam og var til húsa í kjallaran verslunarsamstæðunnar í Vesturveri. Þar birtist Einar Vilberg einn daginn með gítarinn og flutti Jónasi nokkur lög.
![03-GYPSY_QUEEN-BM-688x451]()
Í sól og sumaryl
Einar Vilberg
Einar Vilberg Hjartarson er fæddur í Reykjavík 26. apríl 1950. Hann ólst upp í Þingholtunum þar sem hver dagur var ævintýri. Lífið leikur og leikurinn starf. Þessi gleði æskunnar tendraði neista sköpunar í brjósti Einars og sá neisti varð að báli þegar amma hans gaf honum gítar á 12 ára afmælinu.
Tónlistin tók völdin og fjórtán ára samdi hann eigin lög. Fyrsta alvöru hljómsveitin sem Einar spilaði í hét „Beatnicks“ og lék hún mest „cover“ lög á skólaböllum. Svo var það hljómsveitin „RAIN“ sem Einar stofnaði 1967-1968 með félögum sínum, sem voru; Þórarinn Örn Stefánsson á hljómborð og gítar, Sveinbjörn Dýrmundsson á bassa og Gunnar Kárason á trommur. Meðan hljómsveitin lifði var hún vinsæl á dansstöðum enda spiluðu þeir alltaf nýjustu lögin.
Stóra skrefið kom svo þegar LAUFÚTGÁFAN (Ólafur Laufdal) sendi Einar í ferð til London með Pétri Kristjánssyni söngvara og Gunnari Jökli Hákonarsyni trommuleikara árið 1969 að taka upp plötu. Þeir bókuðu tíma í „Regent Studio“ sem var 4 rása og tóku upp á átta tímum fjögur lög eftir Einar. Tvö laganna komu út á plötu árið eftir; „Vitskert veröld“ og „Blómið sem dó“ sem Pétur söng en hin tvö biðu þess að koma út löngu seinna á safndiski Péturs.
Á þessum tíma samdi Einar einnig lög fyrir aðra listamenn svo sem Janis Carol og Jónas R. Jónsson.
![Jónas og Einar]()
Jónas og Einar
Jónas og Einar
Á þessu ári eru liðin 45 ár frá útkomu stóru hæggengu LP (Long Playing) plötunnar „Gypsy Queen“ sem Fálkinn gaf út 1972. Í tilefni þess hafði ég samband við þá félaga, hvort þeir væru ekki til í smá spjall um plötuna. Við hittumst svo bjartan vormorgun hjá Jónasi á fiðluverkstæði hans við Óðinsgötu.
Einar: „Það merkilega við þetta allt saman er, að ég og vinur minn Jónas R. höfðum ekki setið saman í viðtali síðan 1972, fyrr en nú. En platan var hljóðrituð að megninu til á tveggja rása stúdíó Péturs Steingrímssonar í Tannlæknasalnum í Síðumúla, eftirvinnsla og smá viðbætur áttu sér síðan stað í átta rása stúdíóí EMI í Stokkhólmi.“
Jónas hellir uppá kaffi og við göntumst aðeins með minnið og ellina en hvorki Jónas né Einar eldast þó tíminn líði og Einar er eins og uppflettirit, man allt, meðan við Jónas drögum seiminn.
Einar: „Þetta var á því tímaskeiði í upptökutækni að það mátti ekkert klikka í spilamensku og ekkert hægt að laga í tölvum eftir á (sem voru reyndar ekki aðgengilegar almenningi á þessum tíma) allt handspilað og ekki margir möguleikar í boði. Til dæmis í laginu „Lucky day“ spila ég á gítar x3 og syng aðalrödd og bakrödd, Jónas var á tökkunum og ég held að þetta sé fyrsta platan sem Jónas tók upp og pródúseraði. Timmy McDonald er á trommum, Siggi Árna spilar á bassa ásamt Tomma Tomm sem var bara polli þá.“
Kaffivélin drynur, kaffið er eins og maður sagði í gamla daga; „rótsterkur andskoti“ en hressandi fyrir gráu sellurnar. Túristarnir eru byrjaðir að kíkja á gluggann er ég spyr Jónas um kúvendingu hans úr tónlistinni yfir í tískubransann þegar hann fór að vinna í tískuhúsinu Adam.
Jónas: „Ja, ég hef alltaf haft áhuga á tísku og viljað tolla í tískunni og til marks um það, þá lét ég klæðskerasauma á mig jakkaföt samkvæmt nýustu tískunni í London fyrir fermingarpeningana mína. Starfið sem mér bauðst í Adam var örugg vinna og öruggar tekjur sem hljómsveitabransinn var ekki.“
Einar: „Á þessum tíma lifði ég ekta hippalífi og bjó í kommúnu á Laugaveginum sem hét „Sara“. Það var ljúft líf, ég samdi og spilaði í þessum „free spirit“ anda en einhvern vegin gekk það erfiðlega að koma því til skila að ég væri með stöff sem væri hæft til útgáfu og á röltinu datt mér í hug að kíkja á Jónas í Vesturveri, því mér fannst Jónas töff náungi, góður söngvari og hann var svona gæi sem var með allt á hreinu. Ég spilaði nokkur lög fyrir hann og við bara smullum.“
Jónas: „Eins og flís við rass og við byrjuðum strax að æfa fyrir plötu. Ég kom með flautuna inn í þetta sem breytti ögn áferðinni. Við útsettum og pródúseruðum saman og trommarann fann ég í London, hann var giftur gamalli vinkonu minni, henni Halldóru, sem er fyrsti íslenski kventrommarinn. Timmy var ákkúrat rétti maðurinn í djobbið því hann spilaði öðruvísi en flestir trommarar hér á landi gerðu, (nema kannski Jökullinn) því hann spilaði lagið. Hann hafði spilað með Mamelade og Richard Thompson, Þetta sem sagt small allt saman.“
Platan vakti mikla athygli og þótti framsækin, umslagið (sem var hugmynd Jónasar) er tvöfalt (Gatefold) opnanlegt með textum og mynd inn í, sem var nýlunda á þeim tíma. Platan var líka gefin út á kassettu og mun hún vera fyrsta íslenska hljómplatan sem kemur út á snældu.
![Að framanverðu]()
Að framanverðu. Mynd: KFK
A hlið
1. On a riverboat *
2. Sweet lady *
3. I just want your love
4. A song for Christine **
5. Gypsy queen *
6. Look at all those people**
B hlið
1. Freedom for our lovin’*
2. See the sun
3. Music-forest
4. How can we hnow God is real*
5. Lucky day
6. Gypsy queen**
![Mynd KFK: Baksvipur]()
Mynd KFK: Baksvipur
Listafólk
Tónlistarmenn:
– Einar Vilberg / Söngur, Acoustic guitar, Slide guitar, Bottleneck guitar, Electric guitar
– Jónas R. Jónsson / Söngur, Flute, Accordion, Percussion
– Sigurður Árnason / Bass
– Tómas Tómasson / Bass * (tracks: A5, B3, B4, B5)
– Timmy Donald / Drums, Congas
Barnaraddir í laginu „Music Forest“ – Ingibjörg H. Hjartardóttir, Birna Benediktsdóttir, Berglind Sigurðardóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir
Lög og textar: Einar Vilberg
all songs published by STEF, lceland
Stjórn upptöku: Jónas R. Jónsson
Special thanks to BJÖRN NORIAN. EMI
Upptökustúdíó: all tracks recorded on 2-track at STUDIO PÉTUR STEINGRlMSSON exept * vocals recorded at EMI STUDIOS, STOCKHOLM SWEDEN ** recorded at EMI STUDIOS, STOCKHOLM SWEDEN
Umslag: Egill Eðvarðsson
Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson
EINAR VILBERG appears by kind permsision of SARAH COPYRIGHT 1972, EINAR VILBERG, SARAH MUSIC
Upplag: 1500 plötur og 500 snældur.
![Mynd KFK : Rölt með börnin inn í framtíðina]()
Rölt með börnin inn í framtíðina
Andi ástar og frelsis
Platan „Gypsy Queen“ er hefðbundin 12 laga plata eins og plötur voru á þessum tíma og andi hippatímans svífur hér yfir vötnum í mjúkum textum og svífandi tónum. Ást og friður voru kjörorð og vinarþelið snerti alla. Þegar ég lít til baka var þessi tími á vissan hátt saklaus, maður gat farið hvert sem var, hvenær sem var, án þess að eiga á hættu að lenda í útistöðum við nokkun mann. Þá var það heiðarleiki og vinsemd sem stjórnaði lífinu og tónlistin bar þess merki.
ON A RIVER BOAT
On a river boat to an Island,
To an Island I want to be free.
l’ve got to get away from here,
Away from you and me.
On a river boat to an Island
To an Island I want to be free.
A fortune-telling lady
Pointed it out to me.
Island calls me — come on home.
Island wants me, wants me alone.
:/: On a river boat to an Island :/:
GYPSY QUEEN
Why did you do this to me?
Gypsy queen, l’m sad.
I’ve been crying a lot of tears.
I want my gypsy queen back.
Searchin in blindness
For my gypsy queen,
But I just can’t find her.
She’s been hiding away from me.
HOW CAN WE KNOW GOD IS REAL?
How can we know God is real?
If he’s just a thing that we feel,
If he’s not a thing we can see,
God is in you and in me.
That’s why the devil is real,
Though he’s just a thing that we feel,
He’s not a thing we can see,
But the devil’s in you and in me.
But you can control this power
If you think the right things
And don’t let the devil take over.
Remember, God is in you and in me.
![Félagar í Japan]()
Félagar í Japan
Japönsk útgáfa
Í kjölfar „Gypsy Queen“ útgáfunnar var þeim félögum boðið að taka þátt í „Yamaha Song Festival“ tónlistarhátíðinni í Tokyo í Japan og gefa út tveggja laga plötu þar í landi. Það var Jörmundur Ingi Hansen alsherjargoði og umboðsmaður Einars sem stóð að þeim gjörningi og sá um að halda í alla spotta. Platan er tveggja laga 45 snúninga og inniheldur lögin; „When I Look At All Those Things“ og „Song Of Love“ sem Jónas flytur á japönsku.
Tengill á viðtal við þá félaga um Japansförina 1972. – https://youtu.be/Rg5m3EMbYVs
When I Look at all Those Things
Walking the road in the morning
the sun is coming up,
could it be that no one feels
the tender love I´ve got
little rain falls and the rainbow
is high up in the sky
when I look at all those things
they make me want to cry.
Walking the road in the evening
the sun is going down,
I’m on my way back home again
another day is done,
somwere inside me I´m grateful
that I´m alive and able
that I can look at all those things
although they make me cry…
![Fyrsta íslenska kassettan]()
Fyrsta íslenska kassettan
Tenglar:
Platan – Lög:
Look At All Those People – https://www.youtube.com/watch?v=Rw5B5cVv4XM
Jonas og Einar – Gypsy Queen 1972 (FULL ALBUM) – https://www.youtube.com/watch?v=31ixR0-9J58
Lögin hér að ofan eru sjóræningjaútgáfur sem má finna víða á netinu.
World Popular Song Festival in Tokyo ’72 – http://rateyourmusic.com/release/comp/various_artists_f2/world_popular_song_festival_in_tokyo_72/
Trommarinn Timmy Donald á Discogs – https://www.discogs.com/artist/340553-Timi-Donald
Timmy Donald og hljímsveitin Blue – https://en.wikipedia.org/wiki/Blue_(Scottish_band)
When I Look at All Those Things – https://www.youtube.com/watch?v=voAg8HoVVeg
Live recording at RÚV’s Rokkveita ríkisins 1977. Einar Vilberg vocal+guitar, Ásgeir Óskarsson drums, Björgvin Gíslason guitar, Jóhann Þórisson bass guitar, Nikulás Róbertsson keyboards, Pétur Hjaltested keyboards. Video/Sound: RÚV 1977.
I love you for a reason – https://www.youtube.com/watch?v=JBykfUooEYE
For you, by Einar Vilberg – https://www.youtube.com/watch?v=fIRWh-HVKd0
Maybe it’s your faith? by Einar Vilberg – https://www.youtube.com/watch?v=KsKW7PrA4gc
All right mama, by Einar Vilberg – https://www.youtube.com/watch?v=j_mxKbBBp8c&feature=share