Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all 8283 articles
Browse latest View live

Spéspegill

$
0
0

Ragnar Þór Pétursson skrifar.

Frá því um 1950 og fram á miðjan níunda áratug síðustu aldar minnkaði kosningaþátttaka jafnt og þétt í Bretlandi. Kosningaþátttaka er nátengd við áhuga fólks á stjórnmálum. Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá kom snarpur kippur í hana árin 1987 og 1992 en svo vill til að á því tímabili var farin ný og fersk leið í að vekja áhuga fólks á stjórnmálum.

Um var að ræða sjónvarpsþætti sem kölluðust Spéspegill (Spitting image). Í þættinum var gert miskunnarlaust grín að helstu persónum stjórnmálanna. Þær voru leiknar af ferlega ljótum latexdúkkum, einhverskonar þrívíðum skopteikningum. Þættirnir komu í beinu framhaldi af öðrum háðsþáttum, Já, ráðherra (Yes, Minister). Munurinn á þáttunum var kannski sá að í ráðherraþáttunum var gert grín að skrifræðinu, embættismannakerfinu og almennum löstum – en í Spéspegli voru einstakar persónur tættar í sundur í eitruðu háði.

Mig grunar að komið sé að Spéspegli í íslenskum stjórnmálum. Spjallþættir um stjórnmál eru lúið og þreytt fyrirbæri. Okkur leiðist að hlusta á stjórnmálamenn og okkur leiðist tal um stjórnmál. Besti stjórnmálaskýrandi seinni tíma hér á landi er Halldór Baldursson, skopmyndateiknari, og honum tekst oftar en ekki að útskýra með einni mynd það sem heilu hjarðirnar af samfélagsrýnum reyna að segja í pistlum.

ragnar 2

Það er líklega komið að þeim tímapunkti að Íslendingar fari að hæðast meira að stjórnmálamönnunum sínum. Þótt ekki sé til annars en að auka áhuga fólks á stjórnmálum.

Skop hefur alltaf fylgt stjórnmálum. Síðustu ár hefur dregið verulega úr því hér á landi. Einu sinni þótti Spaugstofan fyndin og meira að segja Sigmund gamli í Mogganum var kærður fyrir að fara yfir strikið.

Í dag sammælast stjórnmálamenn úr mörgum flokkum um að þetta sé of langt gengið:

ragnar 3

Samanborið við Spéspegil er þetta auðvitað barnaefni. Hver valdamaður á fætur öðrum var meðhöndlaður með þeim hætti að þessi mynd hans Gunnars hefði talist blíðuhót. Reagan var skotinn í hausinn með skammbyssu en sakaði ekki, því það vantaði í hann heilann. Breska íhaldsflokknum var ítrekað líkt við nasista og Magga gamla Thacher fékk sína pólitísku ráðgjöf frá kunnuglegum, þýskum eldriborgara sem bjó í næsta húsi undir dulnefni eftir flótta úr Þriðja ríkinu. Hér má sjá hann slökkva eldana sem kviknuðu þegar hann ákvað að brenna skordýrin sem reyndu að flýja garðinn hans:

ragnar 4

Tony Blair var ævinlega afgreiddur sem innistæðulaus kjaftaskúmur eins og þetta atriði ber ágætlega með sér:

Nú má auðvitað pæla í því hversu málefnalegt svona grín er og eins er ástæða til að hugsa alvarlega um það hversu langvarandi pólitískur áhugi er sem komið er á með háði. Raunar hrundi kjörsókn í Bretlandi enn frekar um það bil sem þættirnir luku göngu sinni.

Ég held samt að svona þættir komi ekki fram af tilviljun. Þeir koma þarf af einhverskonar þörf. Og mig grunar að komin séu fram vaxtarskilyrði þeirra hér á landi. Það kæmi mér allavega lítið á óvart ef eitthvað af þessu tæi skyti upp kollinum fyrr en seinna í stað hrútleiðinglegra pallborðsþátta.

 

Pistillinn birtist áður á Pressan/Eyjan en Ragnar Þór skrifar þar. Pistill er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar.


Endurheimtu hárlitinn þinn!

$
0
0

Það hefur sjaldan verið heitara en nú að skarta sínum náttúrulega háralit. Colour B4 er ný og bráðsniðug lausn fyrir þá sem eru með litað hár og vilja endurheimta sinn náttúrulega lit án þess að beita hárið hörku. Colour B4 hreinsar burt ísettan háralit án þess að valda skaða, enda fullkomlega laust við ammoníak og bleikiefni. Það er tilvalið fyrir hár sem búið er að lita mikið og má ekki við því að fá í sig aflitunarefni. Colour B4 er vinsælt meðal hárgreiðslufólks.

Colour B4 Extra

 Öruggasti árangurinn fæst með notkun Color B4 extra

Colour B4 Fashion Colours“Ég prófaði þetta fyrst í september 2013 að ósk viðskiptavinar míns sem þá var með litað svart hár en ljósan náttúrulegan háralit. Við notuðum Colour B4 extra og útkoman var hreint út sagt frábær. Liturinn varð mjög jafn, kopar-brúnn og efnið hvorki þurrkði né skemmdi hárið” -Elín Birna Harðardóttir, hárgreiðslukona hjá Hár & Dekur

colour-b4-regular-hair-colour-remover-160587

“Mér fannst undravert hvað hann náði að taka mikið af lit úr, enda ekki séð minn raunverulega hárlit í 12 ár. Ég hef litað hárið mitt með öllum mögulegum lit í gegnum ævina en eftir að ég notaði Colour B4 þá sést varla að ég hafi litað á mér hárið”- Hafrún, ánægður viðskiptavinur

cb4 auglýsing

Eftir að Colour B4 er sett í hárið er plastpoki settur yfir það til að halda hitanum. Að því loknu er mjög mikilvægt að skola hárið í 12-15 mínútur til að útkoman verði sem best.

Eftir fyrstu skolun er C efnið nuddað vel í hárið og svo skolað úr eftir eina mínútu, í minnst fimm mínútur. Að lokum er afgangurinn af efninu settur í, síðan nuddað og skolað vel úr. Gott er að ljúka þessu ferli með góðri hárnæringu sem lokar hárinu og fær mýkt í það aftur.

 

 Kostuð kynning

Ber að neðan? Nei, þetta er bara Ingunn

$
0
0

Flestir sem þekkja mig vita hversu óskaplega utan við mig ég get orðið þegar kemur að klæðnaði. Ég hef gerst sek um að fara á inniskónum í búðina og jafnvel brjóstahaldaralaus, sem væri ábyggilega bara ágætt ef settið væri eitthvað til að stæra sig af. Eitthvað í anda Pamelu Anderson eða Jordi, en því fer fjarri.

Eftir þrjú börn er þetta nánast lögreglumál en þar sem ég bý í samfélagi þar sem flestir þekkja mig þá hefur þetta sloppið hingað til og sennilega ríkir hér sátt um að líta bara í hina áttina þegar ég beygi mig eftir rjómanum í mjólkurkælinum í Bónus. Eða ég vona það allavega. Ég er konan sem á crocks-skó og flíspeysu og sé bara fjandakornið ekkert athugavert við að nota þessar ágætu flíkur, mér líður jú vel í þeim þó að sexapíllinn sé við frostgráðu, en maður er kannski ekkert að leitast sérstaklega eftir heitu stefnumóti kl 4 í leikskólanum þegar hryðjuverkamennirnir eru sóttir þar eftir dagsdvölina.

Ég hef mætt berfætt í veislur, ógreidd og jafnvel gerst svo óviðeigandi að sofna í þeim miðjum ef góður sófi er fyrir hendi.

Það hafa hins vegar komið upp tilvik sem eru alveg á mörkunum og þau varða pilsin mín. Ég hef ekki gengið í buxum í hartnær 7 ár. Þetta er einhver þróun í fatavali mínu sem ég tengi við vaxandi rass og vínarbrauðsbelg, en þetta tvennt lítur snöggt um skár í pilsi en pakkað inn í gallabuxur með lágri íssetu. Ég hef bara engan áhuga á að hliðarspikið detti alltaf út um leið og ég sest eða beygi mig. Samfélagið er sammála mér þar.

Greinarhöfundur tekur fram að þessi ljósmynd er EKKI af henni.

Greinarhöfundur tekur fram að meðfylgjandi ljósmyndir eru EKKI af henni.

En aftur að pilsunum. Með auknu álagi sem fylgir því að vera með tvö börn, í tveimur vinnum og um tíma í fullu námi þá hlýtur eitthvað að gleymast. Ég vann á sjúkrahúsinu fyrir nokkrum árum og var að drífa mig á kvöldvakt einhverju sinnið og var búin að setja á mig varalit, maskara, troða mér í sokkabuxur og klína gellusólgleraugunum á smettið. Dreif mig út í bíl og keyrði glaðbeitt á vakt.

Þegar ég hoppaði út úr bílnum þá tók ég eftir því að það blés heldur hressilega um mig miðja, en velti því ekkert frekar fyrir mér heldur skondraði inn. Á móti mér tóku hressir piltar á níræðisaldri og annar þeirra missti stafinn í gólfið þegar ég æddi inn og ég er ekki frá því að fölsku tennurnar í hinum hafi færst fram um nokkra sentímetra þar sem kjálkinn datt aðeins niður.

„HÆ STRÁKAR, ERU ÞIÐ EKKI HRESSIR?“ sagði ég og brunaði fram hjá þeim niður í fataklefa. Þegar þangað var komið leit ég í spegil og þá blasti það við mér. EKKERT PILS og allra minnstu nærbuxurnar sem fundust á Héraði fyrir minn þyngdarflokk blöstu við. Eldrauð af skömm læddist ég upp en vinir mínir biðu á stigapallinum og glottu við tönn (eða fölskutönn) þegar ég skaut mér inn á vakt. Ótrúlegt hvað sjónin í þeim var góð miðað við allt annað.

Í annað sinnið æddi ég með brjálaðan miðjupiltinn í sund og var búin að heilsa öllum hress og kát í forstofunni, í afgreiðslunni og á ganginum þegar ég fattaði að ég var bara í leggings og peysu. Ekkert pils. Sem betur fer var pilturinn ekki nema 5 ára og kunni því ekki enn þá að skammast sín fyrir utanveltu móður sína. Á leiðinni upp úr lét ég bara eins og ekkert væri eða ég væri hreinlega trendsetter og þetta væri bara eðlilegasti hlutur í heimi. Sem það er ekki nema þú sért 45 kíló og 14 ára. Ekki 75 kg plús og 32 ára.

Í þriðja sinnið var ég komin í tímaþröng með verkefni fyrir skólann og var mætt á námssetrið í síðri kápu, henti öllu frá mér, og fór inn í eldhús til þess að fá mér kaffi. ALMÁTTUGUR. Ég var pilslaus EINU SINNI ENN og í þetta sinn í götóttri teygjubrók OG ENGUM NÆRBUXUM. Ég lærði sem eftir lifði kvelds í kápunni og svitinn rann niður háls og herðar. Enginn sem varð vitni að þessu hefur haft brjóst í sér að ræða þessa skömm og þarna komum við aftur inn á augljósa samfélagslega samþykkt fyrir ástandi mínu.

Og að lokum. Ég skúra einnig á téðu námssetri og snemmendis í vetur var ég þar mætt til þess að þrífa og rakst á nokkra nema í einni stofunni. Þau spurðu mig um eitthvað og ég ákvað að svara í löööngu máli til þess að láta akademískt ljós mitt skína og setti hendur á mjaðmir og allt til þess að sýna þeim með líkamsstöðu minni hversu frábær og örugg ég væri. Eftir að samtali lauk snaraðist ég inn á baðherbergi og þar blasti við í speglinum tætt og úfin kona, í grárri ullarsíðbrók með tippaklauf, PILSLAUS MEÐ ÖLLU OG BRJÓSTAHALDARALAUS að auki. Ég lagði frá mér skúringaskaftið og fór heim.

Þetta er orðinn brandari hérna heima. Ólíklegasta fólk spyr mig hvort ég sé í pilsi og stundum fæ ég nett taugaáfall og athuga svo lítið beri á hvort ég sé viðeigandi klædd, á fundum, í búðinni og í vinnunni. Ég hef nokkrum sinnum snúið við í dyrunum, jafnvel á bílnum til þess að fara í pils og það verður þannig líklega áfram.

Ég er bara svakalega heppin hvað Egilsstaðabúar hafa mikla þolinmæði fyrir pilslausu konunni, ég er altént ekki ber að neðan ;)

Sá yðar sem syndlaus er…

$
0
0

Kvennablaðið náði tali af Guðna Ágússyni sem er um þessar mundir á ferðalagi um landið. Guðni var eins og allir vita orðaður við oddvitasæti Framsóknarflokksins.

Hver er skoðun þín Guðni, á þeim ummælum oddvita Framsóknar í borginni að á meðan á Íslandi er þjóðkirkja þá ætti ekki að úthluta múslimum lóðum undir tilbeiðsluhús?

“Eina sem ég vil um þetta segja er að að það eru lög í þessu landi og að lögum skal fara.”

Nú hefur Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagt að að atburðarrásin í svokölluðu moskumáli hafi verið úthugsað herbragð, telur þú að svo sé?

“Það er fjarstæðukennt.”

Var þessi afstaða rædd þegar þú varst í viðræðum um að bjóða þig fram sem oddvita í Reykjavík?

“Nei, aldrei nokkurn tímann hvorki í mínum hópi né af nokkrum forystumönnum flokksins.”

Í lok viðtalsins vildi Guðni koma að örfáum orðum um Sveinbjörgu nýskipaðan oddvita Framsóknarflokksins sem hann sagðist þó ekki þekkja mikið.

“Í þeirri öfgafullu umræðu sem hefur spunnist af ummælum Sveinbjargar sem snerust um skipulagsmál í upphafi að því mér heyrðist, hefur farið að stað óvægin umræða sem hefur snúist upp í rasistaumræðu og ákúrur á hendur Sveinbjörgu.

Ég segi eins og Frelsarinn um bersyndugu konuna forðum: “Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.”

Ljósmynd af Guðna er skjáskot af bókarkápu bókar hans, Guðni – Léttur í lund.

Áskorunin

$
0
0
Birgir Örn Guðjónsson

Birgir Örn Guðjónsson

Við vorum varla stigin af stóra sviðinu í Köben þegar við rifum okkur úr litríku Henson-göllunum og fórum að rífast um hver væri bestur í að vera verstur. Við sem vorum að berja okkur á brjóst og sýna heiminum að fordómar væru forneskja og að Ísland væri líka best í að elska mest. Við skrifuðum meira að segja LOVE með líkömum litskrúðugra leikskólakennara. Vá hvað við erum frábær.

En nú, ekki einu sinni korteri seinna, eru fjölmiðlarnir fullir og fésbækur líka af upphrópunum og ásökunum um haturshugsanir og skoðanavillur. Það á bæði við um þá sem eru með eða á móti og þá sem eru á móti þeim sem eru með eða með þeim sem eru á móti. Nei, það skiptir ekki máli hver byrjaði. Meira að segja leikskólakrakkarnir vita það. Þótt við séum sokkin upp að hnjám í drullu sem við slettum í allar áttir þá drulluleiðist okkur þetta karp og þetta bull. Ég veit það vel. Þetta eitrar okkur að innan og það sem verra er að þá er þetta bráðsmitandi leiðindapest. Svo er þetta bara óþarfi og algjörlega tilgangslaus orkueyðsla. Þetta er einfaldlega ekki þess virði. Við erum nefnilega öll svo dásamlega frábær. Án gríns. Njótum þess frekar og hættum þessu rugli. Plís.

Því hendi ég hér fram smá áskorun. Hún felst ekki í því að hoppa út í sjó eða birta hversdagsmyndir af húsgögnum og heilsudrykkjum. Hún felur heldur ekki í sér uppgjöf eða tap fyrir einu eða neinu. Síður en svo. Þessi áskorun er sterkasta móteitrið við þessari leiðindafaraldspest. Hún er svakalega einföld en svínvirkar samt. Ég lofa.

KOMUM FRAM VIÐ AÐRA NÁKVÆMLEGA EINS OG VIÐ VILJUM AÐ KOMIÐ SÉ FRAM VIÐ OKKUR. Punktur.

Ég er hættur að benda í austur, benda í vestur og benda á þann sem að mér þykir verstur. Höfum gaman af lífinu og njótum þess og hvert annars. Í alvöru. Það er þess virði.

Birgir Örn Guðjónsson

Njótið lífsins í sólinni með PIZ BUIN

$
0
0

Nú þegar sólin hækkar á lofti er mikilvægt að huga að húðinni og veita henni nauðsynlega vörn gegn skaðlegum geislum, hvort sem er á ströndinni, niðri í bæ eða uppi í fjöllum. Þegar við verjum löngum tíma í miklu sólskini, kröftugum vindi eða í vatni getur náttúrulegur raki húðarinnar raskast. Því er mikilvægt að veita húðinni þá umhyggju sem hún þarfnast. Piz Buin nærir húðina, veitir raka, róar og viðheldur brúnku.

tanandprotect15oilNokkur ráð fyrir húðina í sólinni
- Berið sólarvörn vel á líkamann fyrir útiveru og passið að húðin sé ávallt vel mettuð af sólarvörn.
- Berið sólarvörn oft á ykkur yfir daginn og sérstaklega þarf að huga að sólarvörn eftir sund, þegar búið er að þurrka sér, eða eftir að hafa svitnað. Mælt er með að bera sólarvörn á sig á um tveggja tíma fresti.
- Forðist að vera mikið í sólinni þegar hún er hvað sterkust, í kringum hádegi.

Hvað er sólarvarnarstuðill?
Sólarvarnarstuðullinn (SPF) á umbúðum Piz Buin gefur upplýsingar um hve mikla vörn varan veitir gegn geislum sólar.

– Litla vörn eða low (SPF upp að 10)
– Miðlungs vörn eða medium (SPF 15-25)
– Mikil vörn eða high (SPF 50+)

Sólarvarnarstuðullinn (SPF) gefur til kynna hversu langan tíma fólk getur verið í sól án þess að brenna. Til dæmis ef fólk getur verið í sól í 15 mínútur án þess að brenna þá ætti það að geta verið átta sinnum lengur í sólinni með vörn SPF8 án þess að brenna eða í tvo tíma.

Hvaða sólarvarnarstuðull hentar?
- Það fer eftir húðgerð, húðlit fyrir sólbað, hár- og augnlit.
- Hvar þú ert í heiminum, hvaða tími ársins er, hversu góð húðin er og hversu vön sól hún er.

Piz Buin sólarvörn frá árinu 1938
Piz Buin var stofnað árið 1938 af svissneskum efnafræðinema og fjallgöngumanni, Franz Greiter að nafni, og var fyrsta vörumerkið til að kynna sólarvarnarstuðul. Allar Piz Buin sólarvörurnar innihalda E-vítamín sem hefur græðandi áhrif á húðina.

Piz-Buin-AllergyPiz Buin Allergy
Ofnæmisprófuð sólarvörn fyrir húð sem er viðkvæm fyrir sólargeislum.
Framleidd í samvinnu við húðlækna.

• Inniheldur Calmanelle sem styrkir náttúrulegar varnir húðfrumanna til að vernda gegn UV geislum sólar.
• Styrkir þol húðar gagnvart sólargeislum.
• Kemur í veg fyrir sólarexem.
• Veitir miðlungs til mikla vörn gegn sólargeislum.
• Inniheldur E-vítamín sem nærir og styrkir húðina.
• Mjög vatnshelt og svitaþolið.
• Er án allra parabena.

in_sunPIZ BUIN In Sun
Verndar gegn UVA/UVB geislum og er 100 prósent rakagefandi.

• Árangursrík vörn gegn UVA/UVB geislum.
• Rakagefandi og kemur í veg fyrir flögnun.
• Inniheldur E-vítamín sem nærir og styrkir húðina.
• Vatns- og svitaheld sólarvörn.
• Létt áferð og gengur vel inn í húðina.
• Ofnæmisprófuð.

 

Tan IntensifierPIZ BUIN Tan Intensifier og Tan & Protect
Glæsilegur náttúrulegur litur án áhættu.

• Tvisvar sinnum hraðari brúnka með Melitane sem örvar náttúrulega virkni litafruma húðarinnar.
• Árangursrík vörn gegn UVA/UVB geislum.
• Einstaklega rakagefandi og kemur í veg fyrir flögnun.
• Inniheldur E-vítamín sem nærir og styrkir húðina, ásamt A og C- vítamínum.
• Vatns- og svitaheld sólarvörn.
• Ofnæmisprófuð.

Mountain crSPF50+LIPST30PIZ BUIN Mountain
Frábært í fjallgönguna.

• Verndar fyrir sól, kulda og vindi.
• Yfir vetrartímann þurfum við sól en jafnframt að huga vel að umönnun húðarinnar.
• Verndar gegn UVA/UVB geislum sólar.
• Ofnæmisprófað.

piz_buin_in_sun_sun_lipstick_spf20_1Piz Buin varasalvi

• Nauðsynlegt er að vernda varirnar í sólinni.
• Þær þurfa raka og geta brunnið.
• Piz Buin varasalvinn er með SPF30 og fæst einnig með aloa vera.

PIZ BUIN Tan Intensifier Groupshot HIRES image001-1

Æsispennandi bækur

$
0
0

Ég hef legið í dvala undanfarið að því leyti að ég hef bara verið að lesa en ekkert verið að deila neinu um lesturinn á veraldarvefnum. Fyrir utan að hafa ekki fengið yfir mig andagiftina til að skrifa þá gæti það hugsanlega hafa haft einhver áhrif að ég prófaði um daginn hinn sívinsæla kúr (já, ég kalla þetta kúr, ekki lífsstíl) 5:2, og hef því haft nægan tíma á mánudögum og miðvikudögum til lesturs enda voru það mínir föstu-dagar.  Settist semsagt bara niður með bók þegar mig langaði að borða og þótt kúrinn hafi ekki hentað mér, virkaði þetta alveg dæmalaust vel fyrir lesturinn og ég komst yfir fjölmargar bækur á þessum tíma.

En já, þetta er reyndar ekki pistill um baráttu mína við aukakílóin. Í þessari lestrartörn undanfarna daga las ég hins vegar nokkrar bækur sem ég varð algjörlega hugfangin af og gat ekki annað en sest niður til að skrifa um tvær þeirra.

Ég er vön að lesa aðallega það sem er nýkomið út en um daginn stóð ég hreinlega frammi fyrir því að vera búin að lesa það sem mig langaði af nýrri titlum og varð því að leita í aðeins eldri bækur. Einhver benti mér á að ég yrði að lesa Lars Kepler. Ég náði mér því í nýjustu bókina af þeim fjórum sem komnar eru út eftir kappann. Ég byrjaði að lesa og vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara, satt að segja var ég frekar skeptískt á þessa bók og nokkuð viss um að þetta væri nú ekki alveg minn tebolli. Þar gæti ég ekki hafa haft meira rangt fyrir mér.

Sandmadurinn-175x274

Sandmaðurinn er fjórða bókin sem þýdd er á íslensku eftir þessi hjón sem skrifa saman undir nafninu Lars Kepler. Af einhverjum ástæðum hafa þessar bækur algjörlega farið framhjá mér.Reyndar er það alls ekki endilega slæmt því það er jú alltaf gaman að uppgötva nýjan höfund sem höfðar til manns og nær strax á fyrstu blaðsíðunum að halda manni í heljargreipum út lesturinn.

Ungur maður finnst fárveikur á rölti um járnbrautateina í Stokkhólmi. Hann og systir hans hurfu mörgum árum áður og búið er að lýsa þau bæði látin fyrir sjö árum. Löggan í sögunni er sannfærð um hver stendur á bak við hvarfið en sá maður hefur verið í fangelsi í 13 ár. Þetta er því allt hið dularfyllsta.

Við fylgjumst með leitinni að systurinni og í leiðinni fáum við að skyggnast inn í fangelsið þar sem raðmorðinginn er í einangrun …

Meira vil ég ekki segja um söguþráðinn þar sem það gæti jafnvel skemmt fyrir. En sem meðmæli með bókinni get ég þó sagt að ég er algjör A-týpa, yfirleitt komin í háttinn fyrir klukkan 23.00 og vil bara fá minn átta tíma svefn. Ég les heilmikið en læt það þó yfirleitt ekki bitna á svefntímanum. Kvöldið sem ég fór með þessa bók í bólið vakti ég til klukkan að verða 2.00 og tók ekki einu sinni eftir því hvað tímanum leið.

Daginn eftir mætti ég til vinnu í bókabúðina mína og nældi mér í eintak af næstu bók á undan.

ELDVITID-175x277

Góðan daginn! Eldvitnið er sko engu minna spennandi en Sandmaðurinn! Hún gerist á geðveikrahæli unglingsstúlkna þar sem ein stúlknanna og starfsmaður hælisins eru myrt. Joona Lind – löggan í bókunum gengur í málið og klisjan um að ekki sé allt sem sýnist er sannarlega rétt í þessu tilviki. Eldvitnið, rétt eins og Sandmaðurinn, heldur manni allan tímann við efnið. Hún er að mínu mati örlítið hægari en Sandmaðurinn en á engan hátt síðri þrátt fyrir það.

Einhverjir gætu hugsanlega velt því fyrir sér hvort ég væri ekki að gera vitleysu með því að byrja á „röngum“ enda en þar sem hver bók virðist algerlega sjálfstæð saga hefur það ekkert truflað mig hingað til. Sjálf er ég líka þrælöfug svo þetta á bara vel við…;)

Að lokum segi ég bara eins og sex ára sonur minn: „Ertu ekki að grínast hvað þetta eru spennandi bækur, maður!“

Finnurðu dótið þitt hjá löggunni?

$
0
0

Lögreglan nýtir samfélagsmiðla til hins ýtrasta og ástundun lögreglunnar á Facebook hefur vakið athygli. Eva Hauksdóttir skrifaði pistil um málið sem má lesa hér.  En lögreglan er líka á Pinterest og þar eru þeir með óskilamuna-síðu þar sem safnað er saman myndum af því dóti sem hefur fundist og er í vörslu lögreglunnar.

Er þetta hjólið þitt?

Er þetta hjólið þitt?

Þetta er mjög gagnleg síða og fólk sem hefur tapað einhverju ætti að renna í gegnum myndaalbúmin á síðunni og hver veit, kannski leynist hjólið, síminn, taskan, lyklarnir eða hvað það var sem þú týndir einmitt hjá lögreglunni.

Það er ekki gott að glata hjólastól.

Það er ekki gott að glata hjólastól.

 

Hér er linkur á síðuna og um að gera að skoða vel og vandlega hvort þínar eigur sem þú hefur tapað eru kannski komnar í leitina.

Hjartahálsmen og hringur sem saknar eiganda síns.

Hjartahálsmen og hringur sem saknar eiganda síns.

 

Á síðunni koma eftirfarandi upplýsingar fram til hagræðingar fyrir fólk sem ætlar sér að endurheimta eigur sínar.

„Til að nálgast óskilamun þarf að sýna fram á eignarhald; kvittun, séreinkenni, ljósmynd eða raðnúmer. Hafi munurinn verið greiddur út, verður hann aðeins afhentur viðkomandi tryggingarfélagi. Óskilamunir sem hafa fundist eftir 1. janúar 2014 verða birtir hér. Sé þinn óskilamunur ekki á Pinterest-vefnum hvetjum við fólk til að skoða vefinn aftur síðar. Sé þinn munur hérna er hægt að hafa samband við óskilamunadeild í gegnum netfangið oskilamunir@lrh.is eða gegnum s:444-1000, á dagvinnutíma.“

Við bendum fólki einnig á að skoða albúm sem heitir lögregludótarí en þar er til dæmis þessa mynd að finna.

Spjald sem notað var hjá Tæknideild til að setja saman andlitsmyndir.

Spjald sem notað var hjá tæknideild til að setja saman andlitsmyndir.


Kryddjurtaræktun fyrir viðvaninga

$
0
0

Að rækta sínar eigin kryddjurtir er auðveldara en margur heldur. Þú þarft ekki að gera mikið annað en að setja mold í pott, sá fræjum og vökva og þá ætti kryddjurtin að láta sjá sig fljótlega. Þessar aðgerðir eru allt of einfaldar til að þú getir haldið áfram að réttlæta kryddjurtakaup í stórmörkuðum fyrir sjálfri/sjálfum þér. Hægt er að rækta þær hvort sem er í glugga, í útipottum eða í matjurtabeðinu, eftir því hvaða aðstæður bjóða upp á. En ef vel á að takast til er eins gott að vanda sig.

Photo-Mar-13-6-04-07-PM

Best er að setja þykkt lag af næringarríkri gróðurmold í pott eða bakka sem hleypir vatni í gegnum sig. Ofan á það leggur þú svo þunnt lag af sáðmold og bleytir vel. Þá eru fræin sett í moldina og þunnu lagi af sáðmold dreift yfir. Þetta tvöfalda lag af mold er lykilatriði til að hægt sé að rækta plönturnar í endanlegum potti og þannig sleppa við að færa þær á milli potta eftir forræktun, sem er gott því öllum er okkur illa við að vesenast meira en nauðsynlegt er.

Ef sáðmoldinni er sleppt og fræin sett beint í gróðurmoldina er hætt við að plönturnar nái ekki fótfestu þar sem þær þola illa sterka mold á spírunartímabilinu, en um leið og því lýkur og rótarmyndun byrjar þurfa þær á meiri næringu að halda en finnst í sáðmoldinni. Þegar fræin eru sett niður er best að setja ekki of þétt lag þannig að þau komist öll á legg og séu ekki að berjast um birtuna og næringuna, en það leiðir af sér veikari plöntur. Kryddjurtirnar okkar eiga helst að vera stórar og sterkar til að þær séu fyrirhafnarinnar virði.

518fd2468a111

Næsta skref er þá að vökva varlega yfir og passa að fræin haldist á sínum stað. Þá er gott að leggja dagblað yfir pottinn til að viðhalda rakastigi þar til fræin eru búin að spíra, en það tekur sirka 1-2 vikur. Passa þarf vel upp á það að moldin þorni alls ekki á spírunartímabilinu og best er að úða bara duglega yfir á hverjum degi eða leggja pottinn í bakka fullan af vatni og leyfa moldinni að drekka í sig vökvann. Þegar spírur eru farnar að stingast upp úr moldinni er óhætt að taka dagblöðin af og dást að vextinum. Hér eftir er það bara spurning um að passa uppá vökvun, en flestar kryddjurtir vilja helst ekki þorna.

Þegar inniræktun er annars vegar er hægt að byrja um leið og næg birta er fyrir hendi, eða í kringum mars. Það er þó blessunarlega hægt að rækta alllt árið um kring sé heimilið búið einum lampa eða svo með gróðurperu í. Ef ætlunin er að rækta kryddjurtir utandyra getur þó verið sniðugt að byrja á því að forrækta plönturnar inni, þannig að þú getir nýtt þær til dásamlegrar matseldar sem fyrst.

IMG_3584

Trjákenndar kryddjurtir á borð við rósmarín, blóðberg, oregano og fleira duga allt sumarið og jafnvel lengur en þegar kemur að þeim kryddjurtum sem eru aðallega blaðvöxtur, svo sem kóríander, basil og tarragon, er best að sá reglulega fyrir þar sem þær klárast oft mjög fljótt. Um leið og hlýna tekur er svo hægt að lóðsa jurtirnar út í beð, standi það til. Í slíkum tilfellum þykir gott að venja þær aðeins við og styrkja áður en þær eru settar endanlega niður, með því að viðra þær úti yfir daginn í nokkra daga en leyfa þeim að sofa inni að nóttu til. Ekki er verra að þekja þær með akrýldúk fyrst um sinn eða þegar von er á kuldakasti.

Flestar kryddjurtir er svo hægt að taka inn að hausti og viðhalda í eldhúsglugganum. Það er gert með svipuðu móti og þegar þær eru settar út á vorin, með því að venja þær smám saman við. Þá eru þær settar í pott, hafi þær verið í matjurtabeði, og passað að ræturnar hafi nægt pláss. Potturinn er svo tekinn inn yfir nóttina en leyft að standa úti yfir daginn í eins og eina eða tvær vikur.

 Nú ættu allir að vera komnir með græna fingur af þessari lesningu og ekki seinna vænna en að hefjast handa við að rækta sinn eiginn kryddjurtagarð. Garðheimar selja mikið úrval af kryddplöntum í litlum pottum svo ekki láta hugfallast þótt þú hafir ekki sáð fyrir plöntunum snemma í vor. Skelltu þér á nokkrar plöntur og settu þær saman í stóran pott og njóttu fersks krydds í allt sumar.

Aðför mín að lýðræðinu

$
0
0

Það verður bara að viðurkennast að minn pólitíski áhugi hefur minnkað síðan ég var shanghæjaður inn í hreppsnefnd í Kjósinni hér um árið. Ég var að reyna að mynda mér skoðun fyrir kosningar.

Einn daginn á fjallinu með Órion, hundinum mínum, blasti það allt í einu við. Órion skildi ekkert í þessum kjördagspælingum mínum. Sagði: „ Hjá okkur gildir að ná í svona göngutúr sem flestum þúfum steinum og vegvísum til að skilja eftir ilmskilaboð til þeirra sem hugsanlega munu eiga leið um og hafa áhuga á að vita eitthvað um mig. Ég skil þessi skilaboð eftir og er hjartanlega sama hvað verður um þau“ svo hélt hann áfram: „ Ég er til dæmis núna búinn að taka út matseðilinn hjá flestum hundum í Mosfellsbæ þessa vikuna og það segir mér allt um það sem þú vilt kalla fjárhagsstöðu heimilanna. Ég veit hvaða dömur eru líklegar og ég veit hverjir eiga skammt eftir. Um þetta allt er mér svo bara nokkuð mikið sama. Lífið rúllar áfram.“

Ég hlustaði af athygli. Allt í einu var eins og drægi ský frá mínum þokukennda huga og hið augljósa blasti við. Ég var ekkert á leiðinni að kjósa … ég mun aldrei aftur kjósa.

Í skýrleikakastinu á leið niður fjallið var ég búinn að semja langa ritgerð um þessa ákvörðun mína ákveðinn í að vinna henni fylgi sem víðast. Þegar ég var svo sestur við lyklaborðið kom bara ekkert. Eftir smá íhugun komst ég að því að ég þurfti ekkert að fá aðra með mér í þetta. Ég var algjörlega sáttur við þessa ákvörðun og fann að hún var tekin bara fyrir mig.

Í aðdraganda kosninga er maður oft spurður hvort maður sé búinn að gera upp hug sinn. Ég gat svarað því játandi með bros á vör. Ef menn spurðu dýpra þá sagði ég frá mínu vali. Ég undraði mig oftast á viðbrögðunum. Eftir kosningar er maður líka oft spurður eitthvað eins og “sáttur við úrslitin?“ Þegar ég opinberaði val mitt eftir kosningar fékk ég yfirleitt miklu kröftugri viðbrögð en í aðdragandanum. „Hva er þér alveg sama?“ „ Pétur, það verða allir að nýta atkvæðisréttinn, annars verður stjórnleysi.“ „Ef þú nýtir ekki atkvæðið ertu sjálfkrafa að styðja Sjálfstæðisflokkinn.“ „Þú hefur hleypt kynþáttafordómunum að.“

Ég var með öðrum orðum orðinn sekur um aðför að lýðræðinu.

En á fjallinu sá ég þetta svona: Lýðræðið á einn dag, já ekki árlega sko, nei á fjögurra ára fresti. Þá gefst okkur kostur á að velja hverjum við ætlum að borga fyrir að ráða næsta tímabilið. Valið byggjum við á kostuðum upplýsingum sem hinir valdfúsu tromma upp um sjálfa sig. Menn og konur lofa hinu og þessu en þegar kjöri er náð er þeim uppálagt að fara eftir eigin samvisku og sannfæringu sem auðvitað getur líka verið kostuð eða í öllu falli lituð af einhverjum hagsmunum. Þrisvar sinnum 365 plús einu sinni 364 er fjöldi daganna sem kjósendur ráða engu. Þetta kjósum við að kalla lýðræði.

Einhvern veginn hef ég lært það alveg frá því í sandkassanum í gamla daga að þeir sem endilega vilja ráða ferðinni eru ekkert endilega þeir sem hafa hæfileika í þá átt. Af hverju sækjast menn eftir því að fá að ráða? Flestir þylja möntruna um að þeir hafi brennandi áhuga fyrir þjóðfélaginu og vilji framfarir og úrbætur handa þeim sem minni eru máttar. Hvers vegna gengur það þá svona hægt eftir ef við erum búin að vera að reyna síðan lýðveldið leit dagsins ljós?

Það er samt ákveðin vísbending um að eitthvað sé bogið þegar kemur að kosningafjölmiðlun meðan á talningu stendur. Kveikti óvart á útvarpinu og þar var ekki hægt að skilja mikið: Meirihlutinn fallinn, nýr meirihluti að myndast, minnihlutinn tapar, meirihlutinn tapar, ný framboð sækja á, gamla flokkakerfið fær högg, misræmi milli síðustu skoðanakannana og kjörgagna, talning gengur illa, einhver hyggst kæra úrslit og allir telja sig hafa unnið, ýmist varnarsigur eða þá að útreiðin varð ekki eins slæm og vísbendingar höfðu sagt til um. Það eru semsagt súrir taparar og dansandi sigurvegarar í samkomusölum um land allt að rokka inn eða út úr lýðræðinu.

Hvað er þetta eiginlega? Er þetta stríð? Fyrir mér er þetta bara rugl. Manni heyrist að flestir sem bjóða sig fram séu þarna af því að þeim finnst „ hinir“ standa sig svo illa. Ætla heldur betur að gera betur. Fer ekki mikið fyrir því að ætla að starfa saman við alla í ást og kærleik.

Ég ber ekki neina biturð í brjósti út í þetta lýðræði. Er samt alveg sannfærður um að það er dautt. Verst að líkið liggur enn í stofunni og allir í afneitun. Ég er ekki með lausnina klára en við Órion eigum eftir að þramma fjallið í allt sumar og ef fjallið talar á ný mun ég koma því samstundis á framfæri.

Ég er alveg ljómandi sáttur við að hafa ekki gefið neinum umboð til að svíkja mig þetta skiptið. Það blasir heldur ekkert við að hinir kjörnu fulltrúar ráði mjög miklu hvort sem er.
Þetta lýðræði er löngu aðfararhæft.

Nýtingarfasistinn 5. hluti

$
0
0

Best fyrir… merkir ekki ónýtt eftir…

Fyrri pistlar í þessari röð:

Hættum að henda sextíuogtvöþúsundkallinum
Skipuleggðu innkaupin
Gakktu vel um ísskápinn
Ekki henda afgangnum

Samkvæmt norskri rannsókn sem gerð var á árunum 2009-2013 er algengasta ástæðan sem fólk gefur fyrir því að það hendi mat sú að hann sé „útrunninn“.

Ekki henda mat bara af því að hann er „útrunninn“. Sölu- og neysludagsmerkingar gegna að verulegu leyti því hlutverki að tryggja framleiðandann gegn lögsóknum og oft er matur fullkomlega í lagi þótt hann sé kominn fram yfir síðasta neysludag. Matur lýgur sjaldan, ef hann lyktar vel og bragðast vel er að öllum líkindum allt í lagi með hann.

 graent

Það sem ekki er skemmt er oftast nothæft

Grænmeti sem er ekki lengur nógu fallegt til að nota það í salat er samt hægt að nota í pottrétti og súpur. Það er einnig hægt að marinera það í olíu og kryddi.

Ef þú átt grænmeti sem er aðeins farið að þorna er stundum hægt að nota það í salat með því að skera það niður og leggja það í kalt vatn í dálitla stund.

Ef salatið er að byrja að verða slappt, fjarlægðu þá ystu blöðin, settu rótina í vatn, eins og blóm og láttu það standa í vatninu þar til á að nota það.

Grænmeti sem liggur í raka skemmist. Þurrkaðu grænmetu og ávexti með eldhússpappír eða tauþurrku ef er farinn að myndast raki í grænmetisskúffunni og hentu því sem er skemmt strax því það skemmir fljótt út frá sér.  Ég geymi sveppi ekki í kæli, því það er vel hægt að nota þá þótt þeir þorni en ef þú vilt geyma þá í kæli láttu þá þá ekki vera í snertingu við grænmeti. Geymdu þá í umbúðunum þar til þú þarft að nota þá og settu afganginn af þeim í bréfpoka eða plastpoka með eldhússpappír.

sveppir

Þótt standi á krukkunni að innihaldið geymist aðeins 3 daga í ísskáp eftir að krukkan er opnuð er oft hægt að auka geymsluþolið með því að setja plastfilmu yfir innihaldið þannig að nánast ekkert loft komist að því og loka krukkunni vel.

Ef kryddað kjöt lyktar ekki illa þá er í lagi með það þótt það sé komið fram yfir síðasta söludag. Það er afar ólíklegt að krydd blekki lyktarskyn og bragðlauka að því marki að þú borðir eitthvað hættulegt án þess að taka eftir því. Það er útbreidd hugmynd að fyrr á öldum hafi krydd verið notuð til þess að fela bragð af skemmdu kjöti. Ég hef hvergi séð áreiðanlegar heimildir sem styðja þetta. Á norðurslóðum er líklegt að pipar og önnur bragðmikil krydd hafi auk þess verið dýrari en kjöt og fiskur.  Ég hef reyndar bjargað kjöti bara með því skola af því kryddið með köldu vatni en grænar kryddjurtir skemmast oft á undan kjötinu.

pizza2

Pizza sem hefur staðið í ísskáp í 2 daga er ekki spennandi köld en hún er samt ekki óæt ef áleggið á henni er í lagi. Settu hana  form sem er nógu djúpt til þess að sé hægt að hylja það með disk eða álpappír, settu formið í kaldan ofn og stilltu hann á 150ºC. Þegar hann hefur náð þeim hita, fjarlægðu þá álpappírinn (þurrkaðu hann og gakktu frá honum svo sé hægt að endyrnýta hann) og kveiktu á grillinu ef þér finnst þörf á því. Það er líka hægt að úða þunnbotnapizzu með smá vatni og setja hana inn í heitan ofn.

Nýttu hráefnið betur

broccoliÉg hef margsinnis séð fólk henda brokkolistönglinum og og blómkálsblöðunum. Það er engin ástæða til þess. Það er aðeins neðsti hlutinn af kálinu sem er óætur. Stönglarnir þurfa lengri suðu en blómknapparnir, en þeir eru samt vel ætir. Það má til dæmis sjóða þá, mauka í matvinnsluvél og nota í súpur og sósur. Það er líka sniðugt að rífa þá hráa og nota ásamt öðru grænmeti í „stir fry“-rétti, lasagna og aðra ofnrétti. Rófukálið er líka ætt en rófur eru nú oftast seldar án þess.

 

 

Varúð! Mesta ferðahelgi landsins!

$
0
0

Stór ferðahelgi fram undan, sagði einhver í útvarpinu í dag og merkilegt nokk þá tengi ég instantlí ferðahelgi við útihátíð.

Það fór um mig hrollur minnug þess að ég fór einu sinni á útihátíð í Þórsmörk.

Þegar ég var unglingur og ríflega lengur en það, þá hafði ég ekkert í kollinum.

Ég gekk á impúlsum og það eina sem komst að hjá mér var að fá að ráða mér sjálf, en foreldrar mínir voru mér ósammála.

Beisiklí allir fullorðnir í kringum mig höfðu húrrað sig saman um að koma í veg fyrir að ég gæti svalað mínum óslökkvandi lífsþorsta, ég var tryllt úr óþróa.

Draumar mínir voru auðvitað metnaðarfullir eins og gefur að skilja, ég átti tvo.

Þeir gengu út á að fá að koma og fara eins og ég vildi og komast á útihátíð.

Hugsið ykkur frelsið, vera bara í tjaldi upp í sveit með vinkonunum þar sem við gætum gellað yfir okkur.

Vinkonurnar fóru ár eftir ár á útihátíðir. Ég sat heima.

Ég var fyrsti unglingur foreldra minna og þau tóku hlutverk sitt alvarlega.

17 ára gömul átti ég samningaviðræður við foreldra og aðra sem að mér stóðu (SALT-viðræður hvað?) og viti menn, ég kríaði út leyfi að fara á útihátíð í Þórsmörk.

Ég var svo hamingjusöm og ó svo spennt að allur júlímánuður fór í undirbúning.

Þetta var á hárkollutímabilinu, ég setti kolluna á hárgreiðslustofu. Tékk. Ætlaði ekki að láta hanka mig á hárinu.

Ég dressaði mig upp … Keypti mér djammföt, hefði frekar fengið drep í alla útlimi en að klæða mig í úlpu eða eitthvað álíka plebbalegt.

Enívei …

Kótilettur voru steiktar, brauð smurt og kríað út áfengi með þar til bærum ráðum.

Við fórum á fimmtudegi. Meira djöfuls fíflið sem ég var.

Í rútunni, sem var að springa úr hormónatryllingi, hófum við útihátíðina og já, það þýðir að áfengi kom við sögu og hárkollurnar sveifluðust á höfði okkar, hvítur sanseraður varalitur lýsti upp andlitið og gerviaugnhárin voru kirfilega ásett til að þola fjögurra daga álag.

Við komum í Þórsmörk, einhver tjaldaði og svo kom kvöld og ég sá ekki handa minna skil, það var kalt og ég þvældist um kjarr og svona og mér fannst þetta vera lífið.

Svo vaknaði ég ein í tjaldinu, mér var svo ískalt að ég gat ekki hreyft mig.

Óbragðið í munninum var rammur andskoti og þegar ég sneri höfðinu sá ég fljóta fram hjá mér samloku eða tvær, kótilettur og klósettpappír svo ekki sé nú minnst á kremkexið frá Frón.

Þarna flaut bara innihald malsins við andlitið á mér, eins og endur á tjörn í góðum fíling.

Vitið þið hvað tjald getur verið klístrað? – Ég hentist út til að æla.

Það höfðu verið smá skúrir svona um nóttina, ég gleymdi að reikna með veðráttunni.

Ég stóð og horfði yfir vígvöllinn, fólk lá þarna eins og hráviði, allt sofandi offkors, ég var í sjúskaðra lagi.

Gerviaugnhárin á öðru auga höfðu séð ástæðu til að að flytja sig um set og sat nú á kinninni á mér. Ég var droppdeddgjordjius.

Ég hafði tapað húmornum, lífsþorstanum og ég tók af sjálfri mér heilagt loforð.

Héðan í frá yrði ég bindindismaður sem ferðaðist eingöngu um í flugvélum og svæfi á hótelum.

Ég hafði svo sterka heimþrá að ég grét.

Ég skildi hafurtask eftir, fór og gerði allt vitlaust í sjúkratjaldinu og fékk far í bæinn með vegaeftirlitsmanni.

Hann stoppaði í hverjum bæ, þorpi eða vottever og fór í kaffi til fólks, ég var látin dúsa úti í bíl.

Heimkomin henti ég mér um hálsinn á ömmu minni glaðari yfir því að vera komin heim en ég var að fara af stað.

Daginn eftir frelsaðist ég svo á trúarsamkomu Hjálpræðishersins á Lækjartorgi.

Ókei, segisonna, en ég er enn staðráðin í að fara ekki rassgat.

Einkum ekki um ferðahelgar.

Það er ókeypis að hreyfa sig!

$
0
0

Það sem mér finnst svo frábært við að hreyfa sig er að það kostar ekki neitt!
Það að hafa ekki efni á því að hreyfa sig er ekki gild afsökun.

Þú getur gert alveg virkilega flottar æfingar fyrir engan pening! Þú þarft ekki að eiga líkamsræktarkort né dýrustu hlaupaskóna. Líkamsræktarstöðvar hafa rosalega marga frábæra möguleika og það að vera í vel útbúnum íþróttafatnaði er mjög mikilvægt við vissar aðstæður. En! Ef það er ekki möguleiki fyrir þig þá þýðir það samt ekki að þú getir ekki komið þér í gott form.

Það er líka gaman og góð tilbreyting fyrir þá sem eiga kort í líkamsræktarstöðvar að gera eitthvað allt annað en það sem daglega ræktarrútína bíður uppá.

Það er alveg magnað hvað ferskt loft
og hálftíma göngutúr gerir margt fyrir mann!
Svo er líka svo gaman að brjóta gönguna aðeins upp
og taka léttar æfingar með.

Ég ætla að gefa þér hugmynd af einni skemmtilegri æfingu sem þú getur gert hvar sem er og hvenær sem er. Þessi æfing er fyrir alla, hvort sem manneskjan er í rosalega góðu formi eða að byrja alveg frá grunni. Þú gerir þetta á þínum hraða og með þínum takti.

Reimaðu á þig skóna og farðu í föt sem er þægilegt að hreyfa sig í.

Æfingin er svona:
Gakktu rösklega eða skokkaðu í 10 mínútur (eða lengur)
30x Sprellikallahopp (Jumping jacks)
10x Froskahopp (Frog jumps)
10x Armbeygjur (Push ups)
10x Uppsetur (Sit ups)
10x Hnébeygjur (Squats)
30 sekúndna Planki (Plank)
Þetta endurtekur þú þrisvar sinnum með smá pásu á milli umferða!
Kláraðu æfinguna með 20 mínútna göngu eða léttu skokki.

Æfingin reynir á allan líkamann og kemur hjartslættinum vel á stað.
Mundu að gera æfinguna á þínum hraða, jafnvel dugar að endurtaka þetta einu sinni en ekki þrisvar. Hlustaðu á líkama þinn. Taktu þér pásu þegar þú þarft.

Þetta getur þú gert úti, uppá fjalli, í miðjum göngutúr og auðvitað líka inni! Sem sagt hvar sem er!

Veðrið á ekki að skipta neinu máli! Rigning eða sól, hvort tveggja er hressandi og virkilega gott fyrir sálartetrið.

Ef þú ert í vafa hvernig æfingarnar eru framkvæmdar þá mæli ég með að nota google.com eða youtube.com og slá inn nöfnunum  á æfingunum sem eru í sviga. Með þessu getur þú séð ótal möguleika fyrir þig til að gera skemmtilegar æfingar! Einnig er gaman að fara á pinterest.com og skoða fullt af hugmyndum af flottum æfingum sem þú getur framkvæmt eins og þessa að ofan.

Mundu að njóta þess að hreyfa þig og svitna vel. Góða skemmtun! ;)

Ráð mitt til þín!
Teygðu vel á fyrir og eftir æfingu!
Það að teygja á fyrir æfinguna hjálpar vöðvunum að „vakna“ fyrir átökin.
Teygjur eftir á eru góðar til að ná slökun og að maður stirðni ekki upp :)

Svona ræktarðu matlauka

$
0
0

Matlaukaræktun er þúsunda ára gamalt hobbí en þó hefur hingað til ekki verið mikil hefð fyrir ræktun þeirra hérlendis. Undanfarin ár hafa þó landsmenn tekið við sér og ræktunin gefist vel. Það er skemmtilega sjálfbært að rækta eigin lauka og sé gætt að réttum ræktunarskilyrðum skila þeir almennt góðri uppskeru. Jafnvel eiga þeir það til að fæla burt óæskileg aðskotadýr úr grænmetisgarðinum. Matlaukar eru flokkaðir í blaðlauka annars vegar, þar sem eingöngu eru nýttir stönglar og blöð og hnýðislaukar hins vegar, sem aðallega eru nýttir vegna lauks neðanjarðar, en stundum blöðin líka. Allir eiga þeir sameiginlegt að vilja frjóan og áburðarríkan jarðveg, vel ræstan og sólríkan stað. 

 Blaðlaukar

Graslaukur er fjölær og merkilega auðveldur í ræktun. Blöð hans eru grágræn og hol og nokkuð bragðmild. Best er að finna graslauknum varanlegan stað í útjaðri grænmetisgarðsins, eða skella honum í pott. Honum er fjölgað með skiptingu eða með sáningu í marsmánuði. Til að koma í veg fyrir að stilkar verði grófir er gott að gefa honum góða klippingu reglulega og hægja þannig á blómgun. Þótt blóm hans séu vel æt vilja flestir frekar blöðin.

Garlic-Chives-2

Vorlaukur er líka fjölær þótt við nýtum hann nánast eingöngu á fyrsta ári hérlendis. Hann vex á ógnarhraða og er virkilega auðveldur í ræktun. Vorlaukurinn myndar hvíta litla blómlauka og holan stil og er hann allur nýttur til ætis. Ef hann er skilinn eftir í jarðvegi myndar hann þyrpingar sem hægt er að skipta upp að vori. Honum er sáð i apríl og þarf fjórar vikur í forræktun við 14-18°c. Best líður honum á sólríkum stað þar sem hann hefur allt til alls, eins og vel framræstan jarðveg sem gerir honum kleift að ná góðri dýpt svo að hvíti hluti hans verði lengri. Hægt er að fara að nýta hann þegar stilkurinn er orðinn c.a. blýantsbreidd.

21380F_F

Púrrulaukur er harðgerður en þráir góða birtu og rakaheldinn og áburðarríkan jarðveg. Hann hefur hvítan, þykkan stilk og breið flöt blöð og verður c.a. 40 cm á hæð. Honum er fjölgað með sáningu í febrúar-mars og er forræktaður inni í 8-10 vikur. Hann vill koma með löng og mjó blöð og því er gott að snyrta hann tvisvar í forræktuninni með því að klippa ofan af honum. Við útplöntun er nauðsynlegt að klippa af rótunum þannig að þær séu um 3 cm að lengd. Púrra þarf 15 cm bil á milli plantna og 30-40 cm milli raða. Ýta þarf mold upp að stöngli í það minnsta tvisvar yfir vaxtartímann til að lengja hvíta hluta lauksins. Með því að bleikja gerir þú stilkinn meyrari.

 2303_1

Hnýðislaukar

Matarlaukur og rauðlaukur þarf frjóan og vel framræstan jarðveg á sólríkum stað, jafnvel með vermireit í byrjun. Þeim er fjölgað með sáningu í lok febrúar til byrjun mars, ýmist forræktaður inni eða ræktaður út frá smálaukum. Laukurinn fjölgar sér ekki heldur stækkar hann á eigin spýtur og getur orðið um 10 cm í þvermál, c.a. 15-45 c.m. á hæð, með blöðin gild og hol að innan. Honum er síðan plantað út í maí með um 5cm bili og 25-30 cm á milli raða. Laukurinn er settur efst í moldarlagið svo það glitti í enda. Hægt er að nýta blöðin á vaxtartíma en passa þarf að taka þau ekki öll til að hindra ekki vöxtinn. Laukurinn hefur tekið út fullan þroska þegar blöð byrja að visna. Gott hjá honum. Þá þarf að taka hann upp og þurrka. Laukarnir geymast vel þegar skænisblöð eru orðin þurr og er þá óhætt að setja hann í geymslu við 0-7°C og lágt rakastig.

17

Skalotlaukur er frábrugðinn matlauk í ræktun. Hann er afar duglegur og myndar allt að 10 smálauka í kringum sig á vaxtarskeiðinu. Honum er fjölgað með sáningu í lok febrúar til byrjun mars eða ræktaður út frá útsæðislauk. Honum er plantað út í maí og þarf að hylja hann með um 4cm þykku moldarlagi. Hæfilegt bil fyrir skalotlauk er 15cm á milli plantna og 30cm á milli raða. Eins og matlaukur er hann tilbúinn þegar blöð fara að visna og gulna. Þá er hann tekinn upp og þurrkaður. Athugið að skalotlaukur þolir ekki að frjósa.

shallot

Hvítlaukur samanstendur af mörgum hnýðum. Honum er fjölgað með því að setja hnýði (geira) um 5cm í jörðu mjög snemma vors eða að hausti og er þá skilinn eftir yfir veturinn. Þroski hans og vöxtur stjórnast af hitastigi því hann vill fá að vera góðu vanur. Hitastig undir 0°c kemur honum í vetrardvala og myndar hann þá ný rif. Hitastig undir 7° kemur svo rótarkerfinu af stað. Til að mynda mörg hnýði þarf hann helst að vera amk. 2 mánuði í jörðu við hitastig undir 7°. Þegar blaðendar byrja að gulna er kominn tími til að uppskera laukinn. Ef hann bíður of lengi er hætta á að skænisblöðin (ystu blöðin) eyðileggist. Hvítlaukurinn er svo geymdur með því að þurrka hann. Þá eru blöðin fléttuð saman og hann látinn hanga á þurrum stað.

Garlic

Nú ættu allir að vera komnir með græna fingur af þessari lesningu og ekki seinna vænna en að hefjast handa við að rækta sína eigin matlauka. Hjá Garðheimum færð þú allt sem þú þarft til að koma þér af stað í ræktuninni.

Kettir

$
0
0

Forsíðumyndin er af grískum kettlingum. Allir sem ferðast hafa um grísku eyjarnar kannast við kattafjöld alls staðar: Á veitingastöðum þiggja þeir bita sem falla af diskum gestanna, í bókabúðum og bókasöfnum búa gjarna einn til tveir kettir og á götum og húsasundum er fjöldi gullfallegra grískra katta.

Í þessum pistli verður stiklað á stóru um ýmislegt sem snertir ketti í fortíð og nútíð.

Kettir og guðir

Einna frægust eru tengsl katta við goðmögn í Egyptalandi hinu forna. Hér fyrir neðan er mynd af kattagyðjunni Bastet  sem dýrkuð var allt frá þriðju öld fyrir Krists burð. Hún gegndi ýmsum hlutverkum eftir því tímar liðu og sumir telja eitt þeirra hafa verið frjósemi. Bastet var geysivinsæl gyðja. Kettir voru sérstaklega helgaðir henni og smurðir eftir dauðann.  Við hlið styttunnar af Bastet er ein fjölmargra kattamúmía sem hafa fundist.

Hvoru tveggja gripirnir eru á British Museum

Hvorir tveggju gripirnir eru á British Museum

 

Í norrænni goðatrú eru kettir tengdir frjósemisgyðjunni Freyju því tveir slíkir draga vagninn hennar. Freyja er á sífelldum faraldsfæti  því hún leitar stanslaust eiginmanns síns, Óðs, sem skilaði sér ekki heim úr ferðalagi. Og séu menn ekki vel versaðir í goðafræði er þetta skýringin á því að vörumerki sælgætisverksmiðjunnar Freyju er köttur.

Freyja og kettirnir. Úr útg. Norðmannsins P.A. Munch á norrænum goðsögum 1880.

Freyja og kettirnir. Úr útg. Norðmannsins P.A. Munch á norrænum goðsögum 1880.

 

Hægt er að sjá betri mynd af þessum skrautborða á Flickr.com. https://www.flickr.com/photos/28493949@N02/4384217199/

Hægt er að sjá betri mynd af þessum skrautborða á Flickr.com.

Kettir tengjast ekki beinlínis kristinni trú. En óbeinar tengingar má finna, s.s. hluta af skrautborða í hinum frægu Lindisfarne guðspjöllum, sem sést hér til hægri. Handritið er rómað fyrir fegurð og er talið vera frá því um 700. Skrautborðinn með kettinum er í upphafi Lúkasarguðspjalls.

Um öld eftir að munkar á Eynni helgu (Lindisfarne) bjuggu til sitt glæsilega handrit hripaði einsetumunkur á Írlandi hjá sér kvæði um köttinn sinn. Kötturinn hans hét Pangúr Ban, sem gæti þýtt hvítur þófari eða bara hvíti Pangúr. Jón Helgason prófessor þýddi kvæðið um Pangúr Ban og hefst það þannig:

Gömul skipti mín ég man
mörg við fressið Pangúr Ban,
meðan krás í klær hann tók
klausur henti ég af bók.

Allt kvæðið í þýðingu Jóns má lesa í Nýja stúdentablaðinu 26(1) 1962, s. 23.

Kettir í skáldskap

Til er fjöldi þjóðvísna, barnagæla og kvæða um ketti og engin leið að gera slíku skil í svo stuttum pistli. En úr því minnst var á Jón Helgason hér að ofan nefni ég eitt af mínum uppáhaldskvæðum sem hann orti, líklega til síns eigin kattar, sem heitir Á afmæli kattarins. Kvæðið má lesa í heild í Dýraverndaranum 37(8) 1951, s. 60.  Þar er m.a. þessi vísa, sem ég veit að margir eru sammála:

Ólundin margsinnis úr mér rauk
er ég um kverk þér og vanga strauk,
ekki er mér kunnugt um annað tal
álíka sefandi og kattarmal.

Kettir eru dularfull dýr og láta ekki allt uppi. Þetta vissi skáldið T.S. Eliot og orti kvæði um nöfn katta (sem birtist í Old Possum’s Book of Practical Cats, útg. 1939) . Hver köttur á þrjú nöfn: Eitt hvunndagslegt, sem fólkið hans notar, eitt tignarheiti, sem er einstakt fyrir hvern kött, og loks eitt nafn sem einungis kötturinn sjálfur veit hvert er! Sjáirðu kött í þungum þönkum er hann að hugsa um það nafnið sitt, eða eins og Gísli Ásgeirsson segir í þýðingu sinni á ljóði Eliot:

Þegar þú sérð köttinn sitja í þönkum þungum
þá er hugur hans að dvelja við
sitt heimullega nafn, er hann að hugsa um
hið dularfulla,
ónefnanlega,
óaðfinnanlega, einstaka nafn.

(Alla þýðingu Gísla og frumtexta T.S. Eliot má sjá í færslunni Í tilefni dagsins 30.9.2013 á malbeinid.wordpress.com )

Myndskreyting Nicholas Bentley við ljóðið The Naming of Cats í bók Eliot.

Myndskreyting Nicholas Bentley við ljóðið The Naming of Cats í bók Eliot.

 

Frægir íslenskir kettir

Hér er líklega rétt að telja auðugasta kött Íslands, köttinn í Hraunsnefi í Norðurárdal. Sá köttur var uppi á seinni hluta nítjándu aldar og þótti svo góður til áheita að á endanum þurfti að fá fjárhaldsmann sem gætti fjárins og ávaxtaði dyggilega það sem kettinum barst.

Peningar og skuldabréf kattarins voru geymd í ágætum kistli (sem ég hef fyrir satt að sé enn til) en einnig voru keyptar jarðir fyrir féð, peningar lánaðir og ær leigðar.

Ekki voru allir ánægðir með vaxandi ríkidæmi kattarins, t.d. áminnti prófasturinn í Stafholti sinn söfnuð fyrir að eyða fé í vesælan kött en vanrækja kirkjur og kristindóm. Ráðsettir bændur nöldruðu á hinn bóginn yfir að Hraunsnefsfólkið væri að skjóta eigum sínum undan skatti í kattarsjóðinn því ekki þótti við hæfi að leggja útsvar eða skatt á köttinn. En þar sem fjárhaldsmenn kattarins voru fyrst hreppstjórinn í sveitinni og svo oddvitinn var ekkert gert í málunum og kötturinn hélt áfram að græða.

Þegar eigandi kattarins, Oddný Þorgilsdóttir, lést árið 1887 fylgdi kötturinn henni til grafar ásamt hennar heimafólki en skilaði sér ekki aftur heim heldur lagðist út. Enginn veit hvað af honum varð.

Ítarlegri söguna af ríkasta ketti á Íslandi má lesa í Nýja tímanum 17(3) 1957, s. 3.

Skáldið Jósefína Meulengracht Dietrich von Steuffenberg.

Skáldið Jósefína Meulengracht Dietrich von Steuffenberg.

 

Hér að ofan var tæpt á nokkrum dæmum um menn sem ortu um ketti. Hitt vita færri að uppi á Skaga býr einkar hagmælt læða sem gefur út ljóðabók á hverju ári (hér er krækt í fjórðu útgáfu hennar). Er við hæfi að ljúka þessum pistli með tveimur vísum eftir Jósefínu Dietrich sem sóma sér vel í kvennablaði:

Ég er fagur femínisti og fer á kostum,
malandi læt rímið renna,
raula fyrir málstað kvenna.

Þó að fress í fúlu skapi fussi og svei-i
rófu mína loðna og langa
legg ég undir gulan vanga.


Hólmsteinskenningin

$
0
0

Í nýjustu kenningu þess landsfróma háskólaprófessors Hannesar Hólmsteins lifa karlmenn mun erfiðara lífi en kvenmenn. Ég hef gefið kenningunni húsnafnið “Hólmsteinskenningin”.

Þar sem ég mætti ekki á fyrirlestur tengdan kenningunni þá er ég ekki viss hvort hugmyndirnar einskorðast við Ísland eða hvort prófessorinn á við hinn vestræna heim allan. Ég get verið honum sammála á köflum án þess þó að hafa hlýtt á lektúr um kenninguna nákvæmlega.

Förum aðeins yfir það sem er satt í Hólmsteinskenningunni:

Fangelsin eru full af drengjum og körlum og þeir hafa flestir farið halloka í skólakerfinu.

Í skólakerfinu hafa þessir drengir verið meira eða minna undir umsjá kvenna, eða er það ekki staðreynd nokkurn veginn?

Það má alveg sladda í eitt stykki samsæriskenningu um hvað gengur þar á. Ég er búin að því. Sú kenning kemur út þegar ég hef tíma til að fara í kynjafræði, verði þau fræði enn iðkuð hér á landi en ég get líka alveg stundað slíkt í útlöndum, enda komin með útlenskt nafn á kenninguna: The Hostile Takover by the Female Species.

Uppi á borðum liggur fyrir skýrsla um vanlíðan og þroskahægð framtíðar karlpenings Íslands svo Hólmsteinskenningin er ekkert að fabúlera neitt þar. Ég veit ekki hvernig þetta snýst úti í heimi en þar eru blessaðir drengirnir herskyldir og þar sem alltaf er stríð einhversstaðar bera þeir í massavís byrðar ofbeldis og drápa á herðum sér. Ekki skrýtið að þeim líði illa.
En hér á landi eru þeir ólæsir og eiga erfitt uppdráttar í heimi orða og upplýsinga. Ástæðurnar eru óljósar enda kyn þeirra afskipt á plani sem og í höllum kynjafræðinnar.

Í Hólmsteinskenningunni eru lífslíkur karla mun minni og hafa þeir úr færri árum að spila en konur og því til staðfestingar eru dregnar upp tölur úr nýlegum OECD skýrslum. Síðan veldur erfitt líf þeirra mun hærri sjálfsmorðstíðni og því trúi ég vel.

Sagt er að þeir greiði niður lífeyri kerlinganna með vansæld sinni og stuttu lífi en þeir kunna vart að reikna það út sökum óhamingju, vanrækslu og skort á góðru menntun. Sem er kannski ástæðan fyrir að ég er að heyra þetta í fyrsta sinn, en það gerir það ekki ósatt. En ég er kona og ber sem betur fer enga ábyrgð á samfélagsgerð í steik og sæki í ábyrgðarleysi samkvæmt Hólmsteinskenningunni.

Tölum um það sem ég held að sé kjaftæði í Hólmsteinskenningunni:

„Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“

Æ, já, Þarna er leiður blettur á annars fínni kenningu og ef ég væri karl þá væri ég hálf miður mín. Að þurfa að troða þessu inn í annars gott flug. En hann Hannes er svo stríðinn, ég hef hann grunaðan um að ætla að gera femínistana alveg vitlausa. Ég held hreinlega að hann langi til að spóla í þeim svo þær verði óviðræðuhæfar af bræði.

Ég held líka að þarna sé karlinn að núa upp grundvallarmisskilning á því hvað ábyrgð er og óttast að Hólmsteinskenningin fái þetta beint í hausinn.

Það er nefninlega óvéfengjanleg ábyrgð að vera grunnskólakennari og það krefst samfelldrar viðveru og sívirkrar þekkingaröflunar. Það sama gildir um hjúkrunarfræðina og leikskólafræðina og so videre. Kenningin hefði kannski haft betur af ef þessari ábyrgð yrði snúið upp á vansæld drengjanna. Ég er samt fegin að höfundinum yfirsást það í skýrslu sinni.

Smá tilvitnun:

,,Hann veltir þeirri spurningu upp hvort konur tapi á þessum skiptum. Hann segir konur öðlast dýrmæta reynslu sem körlum er neitað um, að ganga með og ala á brjósti börn.

„Hér mega hagmælingar ekki villa mönnum sýn. Þegar börn fæðast og annað foreldrið eða þau bæði minnka við sig vinnu til að sinna börnunum, oftast þó konan, lækka ráðstöfunartekjur þeirra. En gleði þeirra af lífinu eykst. Börnin eru launin, þótt þau mælist ekki hjá hagstofunni,“ segir Hannes sem segir jafnlaunabaráttuna vera baráttu við vindmyllu af þessum ástæðum.”

Mér hefur oft verið hugsað til karlmanna síðustu kynslóðar sem unnu yfir sig í allskonar og hittu börnin sín sjaldan. Þeim var síðan gjarnan gert að skamma og og refsa fyrir óknytti dagsins þegar þeir komu heim. Það var lenska, frekar ömurleg lenska, greyin, í alvöru. Ég er ekki að djóka en í leiðinni skil ég ekki hvernig þeir gátu fjarlægst Venusinn sinn svona.

Jæja þá kem ég að peningunum sem við ættum frekar að verja í múslímakonur í arabaheiminum. Það er nú dálítið eins og að loka jarðvarma-rannsóknum og setja peningana í sólarorku-rannsóknir því það bubblar svo vel undir jörðinni en sólin er hulin ráðgáta og hugsanlega að gefa sig.

Eru engir málsvarar karla í kynjafræðum? Er þar einungis háð ómerkilegt kynjastríð? Getur ekki einhver ábyrgðarfullur og skeleggur karlmaður talað máli kynbræðra sinna í akademíunni eða þarf að loka búllunni?

En að öðru slepptu þá hefur Hannes nú tekið upp hanskann fyrir vansæla og niðurbrotna karlmenn samfélagsins og ekki er vanþörf á. Það eru fáir sem tala þeirra máli.

Hér er svo hlekkur á umfjöllun DV. Þaðan sem tilvitnanir eru teknar.

Tímaritið MAN er vandað og fullt af áhugaverðu efni.

$
0
0

Tímaritið MAN er komið út og að vanda stútfullt af frábæru efni. Kvennablaðið fylgist grannt með stallsystrum sínum í blaðaútgáfu og hrósið fær Björk Eiðsdóttir ritstjóri og samstarfsfólk hennar fyrir vandað og metnaðarfullt tímarit. Það er margt áhugavert í blaðinu þar á meðal löng grein um eignarhald fjölmiðla sem áhugavert er að lesa. Einnig er í MAN ítarlegt viðtal við leik-og söngkonuna Bryndísi Ásmundsdóttur en Bryndís prýðir forsíðu blaðsins.

„ÞAÐ ER ÓKEI AÐ VERA EKKI ÓKEI!“

Bryndís Ásmundsdóttir  stendur á tímamótum eftir að hafa slitið sambandi við barnsföður sinn Fjölni Þorgeirsson sem hófst fyrir um 3 árum.  Bryndís segir einnig frá ævintýrum sínum í Missouri Bandaríkjunum þar sem hún söng í djasssýningu kornung, erfiðu sambandi sínu við móður sína, þegar hún varð barnshafandi eftir einnar nætur gaman og hélt að lífið væri búið en það reyndist aldeilis ekki. Einnig talar Bryndís veikindi föður síns í viðtalinu. Faðir Bryndísar hefur glímt við geðhvarfasýki í um 20 ár en hún segir hann þó vera sinn besta vin: „Þetta er erfiður og lífshættulegur sjúkdómur og erfitt að finna réttu lyfin því eðlilega vill maður halda niðri hinum öfgafullu sveiflum sem fylgja sjúkdómnum en þá er hættan á að manneskjan verði alveg flöt og eigi erfitt með að upplifa tilfinningar sínar. Faðir minn er þó besti vinur minn og honum gengur vel í dag og á góða konu sem styður hann,“ útskýrir Bryndís.

Screen Shot 2014-06-08 at 1.21.51 PM

„PERRAÆTTIN ÚR DÖLUNUM ER ALRÆMD“

Í nýjasta tölublaði MAN er einnig opinskátt viðtal við Sveinbjörgu Ingu Lind sem er 29 ára Dalamær sem býr í Þorlákshöfn. Sveinbjörg segist vera gráðugata tegund kynveru sem til er, sadómasókísk, alkynhneigð og fjölelskandi sem þýðir að allir í heiminum eru möguleigir leikfélagar. Í viðtalinu segir hún m.a. frá svokölluðu „munchi“ sem að hennar sögn er nafn yfir þá fundi þegar hópur af perrum hittist og spjallar saman um allt mögulegt: kynlíf, leiki veðrið eða íþróttir.

„Fólk er ekkert að detta í sleik úti í horni og fara heim saman. Ef þú hittir manneskju á munchi eru svo ákveðnar líkur á því að viðkomandi þekki til þín eða sé náskyldur. Það hefur oft komið fyrir mig. Perraættin úr Dölunum er alræmd!“

EKKI HÆGT AÐ FRYSTA EGG Á ÍSLANDI

Í nýjasta tölublaði MAN er líka að finna viðtal við Snorra Einarssson kvensjúkdóma- og ófrjósemislækni hjá Art Medica. Hér á landi hefur aldri frumbyrja hækkað líkt og annars staðar jafnvel þó íslenskar konur eignist að meðaltali fyrsta barn tveimur árum fyrr en kynsystur þeirra í Evrópu. Árið 1983 var meðaldur frumbyrja hér á landi 22 ára en í dag er hann 27 ára. Barneignum hefur því seinkað og mætti segja að konur eldist hægar en áður, þ.e. séu líkamlega hraustari lengur en eggjabúskapurinn aftur á móti dalar í kringum 35 ára aldurinn. Því gæti verið góð hugmynd að hafa fryst egg þegar frjósemin var í hámarki. Það er aftur á móti ekki mögulegt hér á landi þar sem tæknin er enn ekki til staðar hér þó hana sé að finna í nágrannalöndunum. „Þetta er tækni sem hefur þróast á síðustu árum og það eru ekki nema 2-3 ár síðan þetta fór að standa til boða á t.d. Norðurlöndunum,“ útskýrir Snorri.

Í blaði mánaðarins er líka að finna geðveikar uppskriftir meðal annars eftir okkar ástsælu Nönnu Rögnvaldardóttur. Þetta er ekta sumar og helgarlesning!

 

Af yfirlætisblæti og umburðarmislyndi

$
0
0

Ég veit að mikið er komið af greinum í hafsjó alls sem fjallað hefur verið um Framsóknarflokkinn og mosku en ég ætla samt að bæta nokkrum dropum í hafið.

Í þessum rökræðum finnst mér margt vera komið í sama grautinn. Eitt er sú andúð sem menn hafa sýnt í kosningabaráttu Framsóknar. Sagt er að flokkurinn hafi undanfarin ár ekki haft neina afgerandi stefnu eða hugmyndafræði sem hægt er að henda reiður á og elti helst það sem kemur honum til valda og hafi meðal annars nýtt til þess þekkt pólitísk plott svo sem að lofa meira en hægt er að standa við og að benda á ýmsa óvini sem sameinast þarf gegn.

Gagnrýnendur hafa bent á að oftar en ekki sé langtímahugsun ekki á bak við kosningaloforðin og afleiðingar þessara ákvarðana séu yfirleitt lítið úthugsaðar. Það sé af því að auðvelt er að fá klapp á bakið fyrir vinsælar ákvarðanir í dag en erfiðara að kasta ábyrgð seinna meir þegar miður góðar afleiðingar raungerast.

Menn hafa svo undanfarið mótmælt því að Framsókn veifaði moskunni í fjölmiðlum löngu eftir ákvörðunina um lóðaúthlutunina. Samkvæmt ummælum margra framsóknarmanna er það samt hvorki stefna þeirra né hugsjón að nýta óvinsældir ákveðinna minnihlutahópa sér til framdráttar. Fólk hefur mótmælt því að nota slíkt sem útspil í pólitík vegna áhrifa sem slík slagorðapólitík hefur út í þjóðfélagið.

Síðan kemur í grautinn hvað fólki finnst um byggingu mosku en það mál er í raun af öðrum toga en hversu geðsleg kosningabarátta Framsóknar þykir. Það sem mér finnst hafa ruglast saman er að í látunum er búið að setja í einn flokk það fólk sem hefur áhyggjur af boðskap íslam, þ.e. þeim boðskap og því hatri sem má sjá í vestrænum fjölmiðlum og þeirri hegðun sem við heyrum af gagnvart konum. Fólk sem sér þetta, hefur áhyggjur undir niðri af því hvaða áhrif múslímar á Íslandi hefðu á þjóðfélagið okkar, það heyrir umræðuna utan frá, finnur sig allt í einu í vörn fyrir hugsunum sínum og skyndilega jafnvel þvert um geð í vörn fyrir Framsókn en í raun er það vegna þess að það finnur sig knúið til að undirstrika að það hefur rétt á þessum áhyggjum.

Líkt og margir stökkva til og verja útspil Framsóknarflokksins vegna eigin hugsana um þessi trúarbrögð er það þannig að þegar hjólað er of harkalega í hvern sem er, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur, vinur, trúin þín eða skoðanir fer fólk í vörn. Fólk fer í fylkingar og einangrar sig frá þeim sem hefur aðra trú/skoðanir og öfgarnar ná fótfestu.

Umræðan hér tók á flug eftir útspil Framsóknar og fer um víðan völl og ljótir veggpóstar vaða uppi um grimmd múslíma (þótt kristnum mönnum hafi gengið ágætlega í tilraunum sínum til að útrýma því sem er öðruvísi eða leggja undir sig menn, eignir eða lönd gegnum tíðina) og þeir allir sem einn stimplaðir rasistar sem er stórt orð og fáir skynsamir vilja heyra um sig sagt. Fyrir vikið telja margir yfirlýstir rasistar sem eru stoltir af þeim titli, t.d. íslenski nasistaflokkurinn, að þetta fólk sem meðal annars kaus Framsókn sé í þeirra liði og vaða af stað opinberlega. Skyndilega blossar upp hatur og fyrirlitning, hótanir í garð múslíma á Íslandi sem hafa ekkert gert þessu fólki annað en að hafa aðrar hugmyndir um almættið en þessir aðilar.

Síðan til að draga fólk enn frekar í pólitískar fylkingar verja sjálfstæðismenn nú Framsókn með því að úthrópa þá sem mótmæltu réttrúnaðarhrokagikki og slagurinn um heimsmet í yfirlæti tókst á flug. Umræðan fer neðar og neðar og fylkingarnar herðast. Enn einu sinni á nokkrum árum er opinber umræða komin í skotgrafir og það er eiginlega orðið óþolandi að við getum ekki talað saman eins og fólk.

Heimurinn stækkar, fjölbreytnin eykst og ef við útskúfum eða ráðumst að fólki fyrir skoðanir sínar eða trú, ef við flokkum í sama hóp öfgafulla rasista og áhyggjufulla einstaklinga sem vantar áheyrn og í sama hóp hógværa múslíma og hryðjuverkamenn erum við um leið að skapa aðeins einn farveg fyrir umræðuna, skotgrafahernað. Þá verður tilhneiging okkar allra að herðast í afstöðu okkar frekar en mýkjast.

terror

Það sem skiptir máli er að við höfum hér á Íslandi umfram allt lög og reglur sem öllum ber að fara eftir og gengur það þvert á öll trúarbrögð. Við höfum líka lítið samfélag þar sem auðvelt er að huga hvert að öðru. Við skulum fara varlega í að hrekja hvert annað eða fólk sem hingað kemur í vörn og fylkingar hvort sem það er vegna litarháttar, trúar, kynhneigðar eða skoðana heldur leggja áherslu á að auka þekkingu og menntun og tryggja að íslenskum lögum og reglum sé framfylgt af öllum óháð trú, kyni, stétt og stöðu, líka af kirkjunnar mönnum og stjórnmálamönnum. Þannig komum við miklu betur í veg fyrir öfgahópa en með árásum og hatri á hvert öðru.

Stjórnmálaflokkar hafa mikil völd og þurfa að gæta þessa sérstaklega að þeir hafa gríðarleg áhrif á þróun málanna og verða að þekkja afleiðingar slíkra útspila, þar á sagan að vera stærsti lærdómurinn um hvaða braut við viljum ekki feta.

Það er sjálfsagt að ræða hvernig við sem Íslendingar viljum taka á móti því fólki sem ekki er kristið og við getum skoðað reynslu erlendis frá og lært hvernig við getum gert betur. Þá þurfum við bæði að skoða og ræða það sem gengur illa og það sem gengur vel. Bókasöfnin okkar eru svo full af sögubókum sem sýna það að t.d. hatur og útskúfun virka ekki. Það er líka sjálfsagt að hafa skoðun á yfirlýsingum sem beint er gegn minnihlutahópum af hálfu leiðtoga trúfélaga eða einstakra stjórnmálamanna, það er líka enn betra að gagnrýna sínar eigin skoðanir reglulega og enn betra að kunna að skipta um skoðun ef hugmyndir manns standast ekki skoðun.

Skoðanaskipti eigum við að byggja á þekkingu og sýna í þeim æðruleysi og vera tilbúin að skipta um skoðun þegar nýjar upplýsingar koma fram, við þurfum líka fyrst og fremst að læra að hlusta. Við eigum alls ekki að dæma heila hópa vegna gjörða einstaklinga sem þeim tilheyra heldur tryggja að þeir einstaklingar sem eiga í hlut séu ábyrgir gjörða sinna gagnvart lögum.

Ég veit fyrir víst að íslam getur verið eins falleg og eins öfgafull og margt annað í þessum heimi. Við eigum að ræða þessi mál, án úthrópana og árása sem það skynsama fólk sem við teljum okkur vera og alls ekki henda þessu fram sem beitu í kosningum og draga út úr fylgsnum alls kyns hatur og ljótheit sem nóg er til af annars staðar í heiminum.

Íslendingar eru ekki allir bankahryðjuverkamenn, karlkyns múslímar hata ekki allir konur, Þjóðverjar eru ekki allir nískir, Frakkar eru ekki allir dónalegir og ég er nokkuð viss um að framsóknarmenn eru ekki allir Sveinbjörg.

Hversu íslensk er áttblaðarós?

$
0
0

Margir virðast halda áttblaðarós sé séríslenskt munstur, til vara norrænt munstur, en það er ekki rétt. Áttblaðarósin er alþjóðlegt munstur.

Íslenska nútímaheitið á þessu munstri er dálítið misvísandi því til er annað mjög algengt munstur sem er stílfærð rós með átta krónublöðum og ætti með réttu að kallast áttablaðarós.

Síða úr bók Johans Siebmacher

Síða úr bók Johans Siebmacher

Myndin hér að ofan er úr einni af elstu prentuðu munsturbókunum, þýsku bókinni Schön Neues Modelbuch von allerley lustigen Mödeln naczunehen, zuwürcken unn zusticken gemacht im Jar Ch. 1597. Johan Siebmacher teiknaði munstrin.Titillinn krækir í bókina á stafrænu formi. Ofar á munsturblaðinu er átta blaða stjarna (nú kölluð áttblaðarós), neðar er átta blaða rós.

Það segir kannski ákveðna sögu að orðið áttblaðarós er hvorki að finna í Íslenskri orðabók (útg. Edda 2002 ) né í Ritmálssafni Háskóla Íslands. Hins vegar eru dæmi um áttablaðarós í Ritmálssafninu; hið elsta er frá því seint á nítjándu öld og ekki hægt að sjá af því hvort um nákvæmlega sama munstrið er rætt en næstelsta dæmið á örugglega við þetta munstur. Það er úr Kvennablaðinu 6(1) 1900, s. 7, þar sem verið er að lýsa útsaumi í stólsetu: „Uppdrátturinn er bezt að sé einhver „geometrisk“ mynd, t. d. stjarna, eða sem kallað er áttablaðarós, með sterkum litum, og sé svo fylt upp í kring með dökkleitara garni.“

Í nútímaprjónauppskriftum á ensku er þetta munstur oft tengt Noregi og kallað „Norwegian Star“ eða „Selbu Star“. Á norsku er það oftast kallað „åttebladsstjerna“ en stundum sérstaklega tengt Selbu-munstrum og kallað Selbusrosa. Selbu-stíllinn er samt alls ekki gamall eins og sumir halda heldur má rekja þessa ágætu hönnun til Marit Guldsetbrua Emstad sem skilaði inn vettlingum með „selburosa“ til Husfliden í Þrándheimi árið 1897. Það sem einkennir Selbu-stíl öðru fremur er að munstrin eru yfirleitt svört og grunnurinn hvítur.

Áttblaðarós þekkist víða um heim, táknar ýmislegt og er örugglega ævagamalt mynstur. Sem dæmi má nefna eftirfarandi:

litil_attbladarosMafaldapúðinn, sem er eitt af elsta varðveittu prjónlesi í Evrópu, talinn prjónaður á 13. öld, er skreyttur áttblaðarósum. Á honum má raunar sjá bæði átta-arma-stjörnuna sem hérlendis er kölluð áttblaðarós, og raunverulega áttablaðarós, þ.e. rós með átta krónublöð. (Sjá nánar pistilinn Spænsku svæflarnir, birtur 7. feb. 2014.)

litil_attbladarosÁttblaðarósin (átta-arma-stjarna) er eitt af þjóðartáknum Lettlands. Hún tengist gyðjunni Auseklis sem í lettneskri goðafræði samsvarar Venus í rómverskri goðafræði. Áttblaðarósin táknaði einmitt reikistjörnuna Venus meðal Babýloníumanna um 1600-1150 f.Kr. og var einnig tákn gyðjunnar Ishtar (frjósemisgyðju sem tengd var plánetunni).

merki_auseklis_lettland

Lettneskt þjóðartákn: Áttaarmastjarna Auseklis

 

litil_attbladarosSkv. kristinni táknfræði stendur áttblaðarósin fyrir Jesú Krist; „Ég er rótarkvistur Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan“ sagði Jesú (Opinberunarbókin 22:16). En María mey er einnig tengd áttblaðarósinni því munstrið ku einnig nefnt maríustjarna. Áttblaðarós má og nota til að tákna Betlehemsstjörnuna.

litil_attbladarosMunstrið er velþekkt fyrir botni Miðjarðarhafs og er stundum talið sérstakt palestínskt munstur. Það vakti nokkra athygli í mínum heimabæ, Akranesi, þegar palestínskar konur sem hingað komu úr flóttamannabúðum en bjuggu áður í Írak héldu hannyrðasýningu og líta mátti „íslensku“ áttblaðarósina á sumum verkanna.

litil_attbladarosTyrkir kalla áttblaðastjörnuna stundum frelsisstjörnu.

 

Mætti lengi telja misjöfn heiti og misjafna merkingu sem tengd er þessu alþjóðlega munstri. Þeim sem hafa svo áhuga á dulfræðilegum eiginleikum sem eignaðir eru áttblaðarósinni er bent á að lesa skáldsögu Óttars Norðfjörð, Áttablaðarósina, sem kom út 2010.

Í gömlum sjónabókum íslenskum, þ.e. handritum með munstrum, er áttblaðarósina auðvitað að finna. En þessi munstur voru fyrst og fremst hugsuð fyrir útsaum og langflest eru alveg eins eða náskyld munstrum í útlendum prentuðum bókum. Eftir því sem ég best veit er einungis eitt afbrigði af áttblaðarósinni sem gæti verið séríslenskt, það er oft kallað Skaftafellsrósin.

Skaftafellsrós

Skaftafellsrós

Elstu íslenskar minjar um útprjón í lit er smápjatla með bekk í tveimur litum á einlitum grunni, líklega frá 18. öld. Næstelstu minjar um svona prjón eru frá seinni hluta 19. aldar. Frá þeim tíma og fram yfir aldamótin 1900 er slíkt varðveitt prjónles nær einvörðungu vestfirskir laufavettlingar og mér þykir ólíklegt að finna megi áttblaðarós á þeim. Til eru prjónaðir vettlingar frá því seint á 19. öld með ísaumaðri áttblaðarós, með fléttusaumi. Um eða uppúr 1900 hefst uppgangur myndprjóns þar sem áttblaðarós í ýmsum útgáfum var með vinsælustu munstrum, nefnilega í garðaprjónuðum íleppum, og um svipað leyti náði tvíbandaprjón vinsældum.

Áttblaðarósir í íleppa

Áttblaðarósir í íleppa

Elsa E. Guðjónsson teiknaði þessar mismunandi útfærslur af áttblaðarós. Hver ber sitt eigið heiti og voru þetta vinsæl munstur í garðaprjónaða leppa sem stungið var í sauðskinnskó eða roðskó. Munsturteikninguna og umfjöllun Elsu má sjá í greininni Í jóladregilinn. Ílepparósir og aðrar rósir, Húsfreyjan 15(4) 1964, s. 31.

Heimildir auk þeirra sem krækt er í úr texta

Bækur:

Elsa E. Guðjónsson. 1984. „Traditionel islandsk strikning“ í Stickat och virkat i nordisk tradition.

Elsa E. Guðjónsson. 1982. Íslenskur útsaumur.

Hélene Magnússon. 2006. Rósaleppaprjón í nýju ljósi.

Sundbø, Annemor. 1998. Kvardagsstrikk. Kulturskattar frå fillehaugen.

Rutt, Richard. 1987. A History of Hand Knitting.

Vefsíður

The Latvian Mythology í Latvian History.
Auseklis í Wikipedia.

Skvísubækur

$
0
0

Að meðaltali myndi ég segja að ég læsi svona eina til tvær bækur á viku, sem telst eflaust bara nokkuð gott. Eins og Íslendingi sæmir þá er ég meðal annars mikið fyrir spennusögur, framhaldssögur af misáhugaverðu löggufólki og vonda fólkinu sem þeir/þau eltast við.

Ég tek tarnir þar sem ég les alveg 3-5 spennusögur í röð, jafnvel eftir sama höfundinn, en þegar komið er á fimmtu bók þá fer ég yfirleitt að fá nóg. Nóg af blóðinu, morðunum, illskunni og spennunni. Ég er með lítið hjarta og þoli ekki of mikið af ógeði í einu. Þá langar mig bara að lesa eitthvað léttmeti sem er fallegt og gott. Eitthvað sem gefur aðeins til baka í sálina og jafnvel eitthvað sem ég get hlegið að.

Þá koma Chic-Lit bækur sterkar inn, eða skvísubækur eins og þær hafa verið kallaðar á því ylhýra. Fyrsta íslenska skvísubókin sem ég las var Dís. Sú bók kom út árið 2000 og var skrifuð af vinkonunum Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur og ég gleymi ekki að þegar ég las þá bók fannst mér ég hreinlega vera Dís á meðan. Ég veit ekki hversu oft ég skellti uppúr í miðjum lestri og táraðist inn á milli.

Sumum er illa við að einskorða bækur sem þessar við einhvern ákveðin flokk eða kenna hann við einhvern einn ákveðinn hóp af konum. Ég er þó ekkert endilega sammála því. Chic-Lit bækur eru með söluhærri bókaflokkum erlendis þegar vel er gert. Það þarf ekkert að þýða að sá sem ekki telur sig skvísu megi eða geti ekki lesið bækur í þessum flokki og haft gaman af. Ég myndi til dæmis ekkert endilega telja mig vera mikla skvísu en mér finnst skemmtilegt að lesa um stelpur og er ekkert ein um það. Mér finnast bækur í þessum flokki til dæmis flestar eiga það sameiginlegt að vera jákvæðar og skemmtilegar og að mínu mati getur það seint talist slæmt að tilheyra jákvæða flokknum.

20tilefnitildagdrykkju

Ein af þeim bókum sem auðveldlega falla undir þennan flokk, og varla hefur farið fram hjá neinum, er nýútkomna bókin 20 tilefni til dagdrykkju eftir Tobbu Marinós. Hér er á ferðinni bók sem fékk mig bæði til að hlægja og tárast og var í alla staði mjög hress og skemmtileg. Tobba Marinós er ekkert að stefna á Íslensku bókmenntaverðlaunin en ég hlakkaði mikið til að lesa þessa bók eftir allan spennubókalesturinn því mig langaði ekki að lesa meira ljótt.

Einhversstaðar las ég að það væri ekki nógu mikið kjöt á beinunum í þessari bók. En hvað er kjöt á beinunum? Þarf einhver að vera drepinn eða eiga hræðilega æsku til að það sé kjöt á beinunum? Þarf ævisaga að vera yfirfull af pólitík eða ástarsaga að enda með sorg og harmi til að það sé kjöt á beinunum? Er ekki bara hressandi tilbreyting að lesa um manneskju sem kann að sjá það skoplega við lífið, lendir í allskyns ævintýrum, er almennt bara ánægð með tilveruna og brosir framan í heiminn? Er það eitthvað innihaldsminna eða ómerkilegra líf? Má ekki segja hversdagslegar örsögur sem langflestir geta tengt við á einn eða annan hátt?

Mér fannst þessi bók hin fínasta lesning og hafði virkilega gaman að henni. Við þurfum ekki öll að vera að drepast úr alvarleika til þess að gera góða hluti. Tobba er flott fyrirmynd og mjög töff týpa að mínu mati, hún virðist ekkert vera að leika neitt hlutverk, heldur er bara sú sem hún er, sama hvort sem það er út á við eða heima hjá sér. Það að vera sátt í eigin skinni er eitthvað sem við ættum fleiri að hafa að markmiði og taka Tobbu og glaðlegt viðhorf hennar til tilverunnar okkur til fyrirmyndar.

Thessi týpa

 

Bókin Þessi týpa er sjálfstætt framhald bókarinnar Ekki þessi týpa sem kom út í fyrra. Þessi týpa er ótrúlega vönduð Chic-Lit bók. Björgu Magnúsdóttur tekst hér virkilega vel að blanda saman gríni og alvöru og hefur að mínu mati þroskast heilmikið frá því að fyrri bókin kom út. Mér fannst ákveðinn biturleiki og neikvæðni í garð karlmanna einkenna þá fyrri en þessi bók er með allt öðru sniði og yfirbragð hennar á margan hátt léttara þó hún tækli líka verulega erfið mál.

Bókin er þó langt frá því að vera eitthvað innihaldslaust léttmeti. Í Þessi týpa er sagt frá fjórum ótrúlega ólíkum vinkonum og í henni blandast saman alvara, skemmtun, grín og erfiðleikar. Ég held að flestar konur ættu að geta tengt við allavega eina úr þessum hópi kvenna og eflaust sumir við fleiri en eina eða einhverskonar sambland þeirra. Hver kafli í bókinni er nefndur eftir þeirri vinkonu sem á orðið en það gerir það að verkum að við fáum að upplifa sömu atburðarás sögunnar frá mörgum hliðum og með mismunandi áherslum. Hver þessara vinkvenna á sína eigin sögu innan bókarinnar en þær ná að fléttast saman á virkilega skemmtilegan hátt og mynda frábæra heild.

Inga fær bónorð frá fullkomna kærastanum og tekur sér frí frá vinnu til að skipuleggja hina fullkomnu veislu. Tinna segir upp starfi sínu hjá Þjóðminjasafninu og stofnar veftímarit . Bryndís fær skeyti frá fyrrverandi kærasta um að taka aftur saman og Regína er jafn mikið á móti fyrrverandi kærasta Bryndísar eins og núverandi kærustu pabba síns. Í gegnum þetta allt takast þær síðan í sameiningu á við hræðilegan atburð, og mikilvægi þess að eiga sterkt bakland og trausta vini þegar á reynir kemur skýrt í ljós. Um leið sendir höfundur gríðarlega mikilvæg skilaboð til lesandans, hvort heldur sem hann er kvenkyns eða karlkyns.

Að lokum get ég því ekki annað sagt en áfram stelpur að skrifa bækur – sama hvort það er undir hatti Chic-Lit skvísubóka eða ekki. Ég mæli allavega eindregið með þessum tveimur stelpum og bókunum þeirra.

Viewing all 8283 articles
Browse latest View live