Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sjálfstæði Íslands er tóm blekking

$
0
0

Gunnar Smári Egilsson skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook síðu sinni og gaf okkur leyfi til að birta hana hér.

GSE

GSE

Það er mikill misskilningur ef fólk heldur að Ísland sé ekki á lista yfir lönd sem Rússar hafa sett viðskiptabann á vegna vináttu Pútíns og Ólafs Ragnars. Utanríkispólítík er ekki rekin á vináttutengslum manna heldur út frá hagsmunamati.

Þetta lærðu Íslendingar sem vildu trúa því með Davíð Oddsyni að hann væri svo góður vinur George W. Bush að sá síðarnefndi myndi aldrei kalla bandaríska herinn heim af Miðnesheiði ef Davíð bæði hann fallega.

odd bush

Ísland er ekki á lista Rússa vegna þess að Pútín og félagar sjá einhverja möguleika til að leika með löngun íslenskra stjórnvalda til að setja sjálf sig á uppboð eftir að hafa dregið sig til hlés frá vestrænni samvinnu.

Ef það er greiði við Íslendinga að þeir eru ekki á listanum, þá verður sá greiði innheimtur seinna þegar Íslendingar verða orðnir svo flæktir í rússneska hagsmuni að þeir munu ekki geta annað en endurgoldið hann. Það er enginn hádegisverður frír og allra síst í samskiptum stjórnvalda ólíkra ríkja. Og þegar stærðarmunur er mikill er það alltaf sá minni sem borgar málsverðinn fyrir báða.

Screen Shot 2014-08-11 at 12.01.01 f.h.

Auðvitað veit Ólafur Ragnar þetta. Hann er enginn asni, eins og hvert mannsbarn á Íslandi veit. Eftir 18 ár á forsetastól og 50 ár í stjórnmálum veit hann fullvel að Ísland getur ekki staðið eitt og að sjálfstæði landsins er tóm blekking.

Eftir að herinn fór og ljóst var að meirihluti landsmanna vildi alls ekki ganga í Evrópusambandið fór Ólafur því á stúfana að leita að öðru skjóli fyrir þetta örríki sem hann taldi sig bera ábyrgð á.

olafur reuter

Hann veit að Rússar munu innheimta alla greiða og Kínverjar einnig en hann vonar að kostnaðurinn við endurgreiðsluna verði ekki meiri en skaðinn af því að Ísland sé eitt án nokkurra bandamanna, yst á Ránarslóðum, fyrir löngu lítilsvirt langt frá öðrum þjóðum.

Myndskreyting, ÓRG eftir Kristján Frímann Kristjánsson


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283