Röndótt? Ekkert mál
Köflótt? Ööööööö, helst ekki
Að prjóna eitthvað röndótt er barnaleikur fyrir prjónara og þarf hann/hún yfirleitt ekki að hugsa sig um tvisvar. En hvernig í ósköpunum er hægt að gera lóðréttar rendur sem eru ein lykkja á breidd, án þess að prjónfestan og allt fari í rugl?
Með fyrirfram ákveðnum brugðnum röndum og heklunál!
Prjónaðu rendurnar eins og venjulega en allsstaðar þar sem þú vilt hafa lóðrétta rönd skaltu einfaldlega prjóna brugðna lykkju alla leið upp.
Þegar þú ert búin að prjóna stykkið þá er kominn tími til að snúa sér að heklunálinni. Svo gerir þú einfaldlega keðjulykkjur upp með brugðnu röndinni. Lykkjurnar munu liggja í sömu hæð og sléttu lykkjurnar sitt hvoru megin við.
Með þessari aðferð getur þú nú leikið þér endalaust og þess vegna haft rendurnar marglitar. Eins og ég segi svo oft þá eru einu takmarkanirnar í prjóni þitt eigið hugmyndaflug. Aðalatriðið er að þú skemmtir þér!
Mundu að kvitta ef þér líkar það sem ég geri hér. Það er svo hvetjandi.
Köflóttar kveðjur á línuna,
Tína