Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Gættu þín á streitunni

$
0
0

Einn helsti skaðvaldurinn sem heilsu okkar stendur ógn af er streita. Íslendingar eru upp til hópa frekar stressaðir og streita er ein orsök þunglyndis. En hvernig má koma í veg fyrir að streita leiði til alvarlegra veikinda eins og þunglyndis og kvíða?

Streita getur verið að hlaðast upp innra með þér án þess að þú í raun áttir þig á því. Ef þig skortir einbeitingu, átt erfitt með svefn eða þér finnst þú ekki ráða við hlutina þá er hugsanlegt að streitan sé að búa um sig innra með þér.

Til eru ágætis ráð til að hvíla hugann og öðlast ró.

– Farðu út að ganga á kvöldin og andaðu að þér haustinu sem er handan við hornið. Hverskonar hreyfing dregur úr magni streituhormóna sem eiga það til að hlaðast upp í líkamanum og valda spennu og kvíða hjá þér.

– Klappaðu sjálfri þér á bakið. Viðurkenndu að þú ert mennsk og ert engin ofurkona. Þær eru ekki til. Fagnaðu öllum litlu sigrunum og hrósaðu sjálfri þér. Þú átt það skilið. Ekki gagnrýna þig stöðugt og falla í vítahring neikvæðninnar.

– Talaðu við vini þína. Ekki einangra þig.

– Mundu að áfengi dregur þig niður þó að þú haldir að þú sért að lyfta þér upp þegar þú færð þér í glas.

– Borðaðu lítið og oft. Þegar þú ert stressuð þá kemur ójafnvægi á blóðsykurinn og þú verður döpur. Ef þú borðar oft og lítið þá hefur þú betri stjórn á blóðsykrinum.

– Hugleiddu einu sinni til tvisvar á dag. Lærðu að tæma hugann og öndunin hjálpar þér líka við streitulosun.

Þetta eru örfáar aðferðir sem geta hjálpað þér til að draga úr streitu en auðvitað er það einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum. Eitt er víst að við verðum að vera meðvituð um skaðvaldinn streitu.

Njóttu lífsins!

Ljósmynd eftir Massimo Regonati af Flickr

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283