Listakonan Elana Langer fékk þá hugmynd að skreyta hjálpartæki og breyta viðhorfum fólks til þeirra eftir að hún upplifði að amma hennar sem hún lýsir sem fágaðri dömu veigraði sér við að fara út á meðal fólks haltrandi við göngugrind.
Eftir andlát ömmu sinnar hrinti Elena hugmyndinni í framkvæmd og lét ekki þar við sitja því hún skreytti líka heyrnartæki þannig að þau líkjast helst fallegu eyrnaskrauti. Verkefnið er samstarfsverkefni Elönu og ljósmyndarans Hönnu Agar.
Skemmtilegar hugmyndir og við getum hlakkað til ellinnar og notið glæstra göngugrinda og heillandi heyrnatækja.