Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sokkastærðir í prjóni

$
0
0

Skóstærðir og sokkastærðir

Einu sinni sem oftar reikaði hugur minn í leit að efni til að fræða ykkur með.  Meðan ég gekk hugsandi um heimilið rakst ég á lopasokka sem ég prjónaði einhvern tímann og þá kom svarið:

Hvernig veit maður hvað sokkarnir eiga að vera stórir þegar þiggjandinn er ekki nálægur til að máta?

Mynd1

Þetta er eitthvað sem ég hef staðið frammi fyrir og einnig hafa mér borist margoft póstar frá Prjónurum með nákvæmlega þessa spurningu. Þess vegna lagðist ég í smá grúsk og heilmiklar rannsóknir (ég leitaði á netinu). Niðurstaðan eru þessar töflur sem þú sérð hér og  ég bjó til.

Mynd2

Ég ráðlegg þér að hægrismella á myndina og vista hana einhversstaðar á góðum stað í tölvunni þinni. Enn betra er að skrifa þetta niður í bókina “Geymt en ekki gleymt”, ef þú átt hana.

Skildu endilega eftir fótspor með því að kvitta.

Mínar ljúfustu kveðjur þar til næst.

Tína

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283