Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Aumingjar í boði!

$
0
0

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar fyrir hönd AFSTÖÐU félags fanga á Íslandi.

Guðmundur Ingi

Guðmundur Ingi

Afstaða, félag fanga á Íslandi, óskar hér með eftir vinnu fyrir fanga á Íslandi.

Fangelsismálastofnun ber ábyrgð á að útvega föngum á Íslandi vinnu en hefur ekki lagt á það áherslu. Langvarandi atvinnuleysi er í öllum fangelsum ríkisins og hafa fangar lítið sem ekkert við að vera.

Á sumrin eykst vinna eitthvað á Litla Hrauni en á móti kemur að þegar verkstjórar fara í sumarfrí fá fangar ekki að stunda vinnu á meðan. Fangar fá yfirleitt 75 mínútna útivist en á sumrin örlítið lengri.

Þetta leiðir til þess að Fangelsismálstofnun er að framleiða aumingja í stórum stíl.

Hingað til og sérstaklega í tíð núverandi forstöðumanns Litla Hrauns hefur AFSTÖÐU og öðrum sem hafa verið að gera athugasemdir við lítið framboð á vinnu fyrir fanga verið tjáð að það sé vinna fyrir alla þá sem vilja vinna!

AFSTAÐA vill taka það fram að það er alls ekki rétt og að ekki hefur verið tekið undir hugmyndir AFSTÖÐU um störf fyrir fanga á Íslandi.

Rétt er að það komi fram að enginn starfsmaður hjá Fangelsismálastofnun ríkisins vinnur við að útvega föngum vinnu eða eitthvað annað að gera, og á sama tíma hefur Fangelsismálastofnun neitað að ráða sálfræðing í vinnu við sálgæslu fanga á meðan annar er í barneignarleyfi.

ADHD-samtökin hafa skýrt frá því að sennilega séu allt upp í 80% fanga með ADHD og því bráðnauðsynlegt fyrir þá að hafa nóg fyrir stafni, auk þess sem það þroskar og byggir upp einstaklinginn til að komast aftur út í lífið.

Hér með skorar AFSTAÐA á fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka fanga í vinnu eða vinna verk í fangelsum landsins að hafa samband við Fangelsismálastofnun ríkisins með sínar hugmyndir.

Vinna sem unnin er af föngum er góð og vönduð. Fangar eru ekki hálaunastétt. Það er því allra hagur að vinna fáist fyrir fanga.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Trending Articles