Nú eru loksins fáanlegir kjúklingarnir frá Litlu gulu hænunni. Kvennablaðið fjallaði um búskapinn að Gunnarsholti fyrr á árinu og hafa neytendur beðið í ofvæni eftir því að geta nú loks keypt vistvænni kjúkling en áður hefur þekkst hér á landi.
Litla gula hænan er í eigu þriggja kvenna, Elvu Björk Barkardóttur, Margrétar Gunnarsdóttur og Jónu Margrétar Kristinsdóttur.
Kjúklingurinn er komin í sölu í eftirtöldum verslunum, Melabúðinni, Hagkaup, Frú Laugu og Fjarðarkaup.
Vistvæna framleiðsla er í raun nokkurskonar millistig milli lífrænnar framleiðslu og hefðbundinnar. Munurinn liggur einkum í strangari kröfum sem gerðar eru til slíkrar framleiðslu en vistvæna vottunin er upprunavottun sem sýnir neytandanum að unnið sé í samræmi við ákveðna gæðastaðla í framleiðslunni og að ekki sé gengið of nærri náttúrunni.