Eitthvað hefur það skolast til að útskýra fyrir Justin Timberlake að tónleikarnir fara fram í Kópavogi en ekki Reykjavík. Timberlake ávarpar tónleikagesti í gríð og erg og segist varla trúa því að hann sé að troða upp í Reykjavík. Veit Gunnar Birgisson af þessu?
Twitter lætur ekki sitt eftir liggja og ófáir sem vilja leiðrétta kappann.