Við spjölluðum við hannyrðakonuna Ásu Hildi Guðjónsdóttur í maí 2014 og fengum að sýna lesendum forláta vettlinga sem hún hafði þá nýverið prjónað. Ása Hildur er frábærlega hugmyndarík og sniðug þegar kemur að prjónaskap og núna nýverið hannaði hún og prjónaði vettlinga sem við spáum að muni slá í gegn í vetur.
Ása Hildur hefur ekki farið varhluta af æðinu ógurlega eða „Frosen – æðinu“ sem heltekið hefur börn um allar trissur eftir að samnefnd teiknimynd úr smiðju Disney kom út. Ása setti því saman uppskrift af „Frozen“ vettlingum sem örugglega eiga eftir að skemmta og hlýja litlum köldum fingrum í vetur.
þetta eru fallegir vettlingar með klukkuprjónsstroffi og ekki svo flóknir að gerð. Svo nú er bara að demba sér út í búð og kaupa lopa og hefjast handa. Hér er uppskriftin fyrir þá sem vilja spreyta sig á vettlingunum.
Frosen_vettl©Buffalo Asa Uppskriftin er vel fram sett og auðskilin.
Ása Hildur gaf kvennablaðinu góðfúslegt leyfi til að deila uppskriftinni og ljósmyndum af fullprjónuðum vettlingunum og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Við bendum lesendum á að uppskriftin er hugverk Ásu Hildar og er ekki til endursölu heldur eingöngu til einkanota.