Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Bankinn minn segir upp vináttu sinni við mig

$
0
0

Nú ræða bankarnir það eins og það sé eðlilegt mál að rukka sérstaklega fyrir að fá að njóta návistar gjaldkera. Eins og maður sé þarna að fara sjá Ara Eldjárn þegar maður kemur.

Ef ég skil þetta rétt þá á ég nú að borga fyrir að fá afgreiðslu í bankanum.

Allt í einu er ég, viðskiptavinurinn, farinn að sóa tíma og peningum bankans með því að vera í viðskiptum við hann og bankarnir – að berjast í bökkum bláfátækir – ætla að rukka mig sérstaklega fyrir að trufla þá.

Nú á allt að vera í tölvunum. Bankaviðskipti hafa breyst í lítinn og óskemmtilegan kapal sem maður þarf að leggja reglulega vilji maður ekki fá sýslumann heim til sín að hirða allt af manni. Þeir vilja fá launin mín inn á reikning hjá sér og þær greiðslur sem ég þarf að inna af hendi mánaðarlega í viðskiptum við hina ýmsu aðila, án þess að þurfa að hitta mig eða svo mikið sem sjá mig inni í þeirra húsum. Peningarnir mínir eru nógu góðir fyrir þá en ég ekki. Mér finnst þetta sérstakt.

En þeir mega hringja í mig, senda mér póst, auglýsingar (sem jafnvel er beint að börnunum mínum) og á það er litið sem sérstaka þjónustu við mig. Það er ekki truflun í þeirra augum. Ég, sem er það leiðinlegur að komið hefur til tals að rukka mig fyrir að segja nokkur orð við gjaldkera, á sennilega að líta á það sem mikinn heiður að fá skilaboð frá þeim. Komi þau frá mér þá fæ ég reikning.

Ég sem hélt að bankinn væri vinur minn. Enginn annar hefur sent mér jafn hlýlega orðuð bréf reglulega eins og banki frændi. Reglulega þegar ég var barn var ég hvattur til að koma og leyfa honum að passa fyrir mig þær örfáu krónur sem ég átti. Þegar ég fermdist beið mín hlýlega orðað bréf í póstkassanum, þegar ég útskrifaðist, byrjaði að vinna, hætti í skóla og nánast alltaf þegar einhver tímamót voru í mínu lífi mundi bankinn eftir því og hvatt mig til að heilsa upp á sig. – Og hafa baukinn með náttúrulega.

Nú er ég ekki lengur velkominn nema gegn greiðslu. Það er eins og afi gamli á elliheimilinu sé allt í einu farinn að heimta peninga vilji ég heimsækja hann. Úreltan og gamaldags á elliheimilið.

Sorry afi en það var ég sem var að gera þér greiða með þessum heimsóknum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283