Listamennirnir Fjóla Jóns og Trausti Trausta sýna á Ljósanótt 4.–7. sept. Sýningin, sem verður haldin á Icelandair-hótelinu, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ verður opnuð á fimmtudaginn kl. 19.00. Verkin eru öll unnin með akríl og sýningin er blanda af alvarleika og húmor.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Viðfangsefni sýningarinnar eru villt dýr í útrýmingarhættu ásamt keisaramörgæsinni og ætti hún í raun að vera á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu sem blaðið Independent greinir frá. Ísinn við Suðurskautslandið bráðnar það hratt að hætta er á að keisaramörgæsum fækki um helming fyrir lok þessarar aldar.
Með verkum sínum vill Trausti vekja athygli á ástandi villtra dýra í útrýmingarhættu, og um leið vonar hann að fólk verði meðvitaðra um mikilvægi þess að passa upp á náttúruna og snúi við þeirri neikvæðu þróun sem á sér stað í heiminum í dag. „Umhverfið er þitt hverfi.“ Skaðist umhverfið skaðast þú.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Bæði fíllinn og nashyrningurinn eru í svo mikilli útrýmingarhættu vegna veiðiþjófnaðar að þeir geta verið útdauðir í kringum 2020–2025. Einnig má nefna að tígrisdýr eru í gífurlegri hættu, aðeins 3.000 villt dýr eru eftir í heiminum í dag.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
„Keisaramörgæsir eru stórkostleg dýr,“ segir Fjóla. „Þær eru klárlega hetjur náttúrunnar, keisaramörgæsirnar lifa eingöngu á Suðurheimskautslandinu, og líklega mestu baráttudýr á jörðinni, einnig held ég að þær séu miklir húmoristar og fluggáfaðar (þótt þær geti ekki flogið) Keisaramörgæsin er fyrirmyndin mín og ég er alltaf að líkjast þeim meira og meira með aldrinum bæði í vaxtar- og göngulagi,“ segir Fjóla.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
„Einnig er ég mjög hrifin af þeirri skýru verkskiptingu sem ríkir á milli karls- og kvenfuglsins. Kvenfuglinn verpir einu eggi og skilur það eftir hjá karlfuglinum sem heldur á því hita yfir veturinn, í hörðustu veðrum sem þekkjast á jörðinni, án þess að nærast. Hitastigið yfir köldustu mánuðina getur farið niður fyrir -60° C á Suðurheimskautslandinu. Á meðan fer kvenfuglinn í u.þ.b. tveggja mánaða langan og erfiðan veiðitúr í leit að mat og þegar hún kemur til baka er unginn kominn í heiminn ef hann lifir af biðina eftir mömmu.
Þetta eru allt ótrúlegar skepnur og oft á tíðum mun vandaðri persónuleikar en við mennirnir.“
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Fjóla og Trausti stefna á að heimsækja vini sína á Suðurskautinu og í Afríku í náinni framtíð. „Við ætlum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að bjarga þessum einstöku vinum okkar. Hluti af seldum verkum mun síðan renna til hjálpar og fræðslu um dýr í útrýmingarhættu.“
Sýningin verður opin:
Fimmtudag kl: 19:00 – 23:00
Föstudag kl:13:00 – 23:00
Laugardag kl: 13:00 – 23:00
Sunnudag kl: 13:00 – 17:00