Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hollt jólakonfekt

$
0
0

Hnetur, fræ, þurrkaðir ávextir – engin chia-fræ reyndar, sem eru víst töframeðal allra töframeðala, en það eru goji-ber og allskonar ofurfæði í þessu. Það er alveg hreinasatt. Og súkkulaðið auðvitað, það er í fyrsta lagi ávöxtur (eða gert úr ávexti kakótrésins allavega) og svo eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri vísbendingar um hollustu þess…

En ég var í Nóatúni í dag. Og það var búið að stilla upp litlu jólamatreiðslubókinni þeirra – ekki þessari sem ég gerði, heldur bókinni sem þeir gerðu seinna. Þetta varð til þess að ég fór að hugsa um jólanammi. Og í framhaldi af því um nammi. Og þá mundi ég eftir silíkonmottu sem ég eignaðist ekki alls fyrir löngu … Til að gera langa sögu stutta, þá gerði ég nammi. Það er engin uppskrift þannig séð, þetta er bara súkkulaði og allskonar, en myndirnar segja sína sögu.

Maður þarf auðvitað ekkert svona sílikonmottu, bökunarpappír dugir, en súkkulaðiplattarnir verða óneitanlega fallegri í laginu svona.

jolak

Ég byrjaði á að tína til nokkrar sortir af góðgæti til að setja ofan á. Þarna er Maldonsalt (ekki notað eitt sér þó), ristuð graskersfræ, ofurberjablanda, eitthvað sem heitir Cranberry Burst, Hawaii-blanda og pekanhnetur.

jolak2

Sílikonmottan er með 25 mjög grunnum hringjum, svona 4-5 cm í þvermál. (Það er líka hægt að snúa henni við, hinum megin á henni eru minni hringir.) Ég bræddi 250 g af súkkulaði í vatnsbaði og setti svona matskeið í hvern hring.

jolak3

Svo dreifði ég góðgætinu á súkkulaðiplöturnar. Stráði svolitlu Maldon-salti yfir pekanhneturnar. Lét svo súkkulaðið storkna alveg.

jolak4

Sko bara, eintóm hollusta …

Smáviðbót: Ég pantaði mottuna gegnum amazon.co.uk en þær hafa líka fengist hjá salteldhus.is.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283